Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 59
menning
GJÖRNINGUR Rúríar Tileinkun,
sem framinn var með fjölda að-
stoðarmanna í og við Drekking-
arhyl á Þingvöllum, fór fram
þriðjudaginn 5. september að við-
stöddu fjölmenni. Eins og stað-
setning og titill gjörningsins ber
með sér þá er gjörningurinn til-
einkaður þeim konum sem drekkt
var í hylnum á 17. og 18. öld fyrir
óleyfilegar barneignir, hórdóm og/
eða dulsmál.
Í þessum viðamikla gjörningi
tekst Rúrí að setja á svið tákn-
ræna uppreisn hinna látnu með
því að vísa til samtímaatburða þar
sem fjöldagrafir eru opnaðar, bor-
in kennsl á lík einstaklinganna og
hverri persónu fyrir sig vottuð
virðing með minningunni. Þrátt
fyrir að í þessu tilfelli hafi ein-
göngu verið notast við leikmuni til
að vísa í líkamsleifar hinna látnu
þá má segja að Rúrí hafi tekist að
skapa tilfinningu og meðvitund
hjá áhorfendum um hinn grimmi-
lega raunveruleika þessara sögu-
legu atburða þótt langt sé síðan
þeir gerðust. Það er ákveðin
hætta í gjörningum sem þessum
að sviðsetningin verði of drama-
tísk og ofleikin en hér tókst að
feta vandrataðan milliveg og forð-
ast óhóflega tilfinningasemi.
Gjörningurinn mun án efa verða
talinn eitt af lykilverkum Rúríar
þar sem hann er ákveðinn sam-
nefnari fyrir þær áherslur sem
hafa verið áberandi í öðrum verk-
um hennar. Náttúran sem Rúrí er
svo hugleikin er umgjörð verksins
sem fjallar í víðustu merkingu
þess um virðingu fyrir náttúrunni
jafnt sem mannslífum. Virðing
fyrir mannslífum og barátta gegn
hvers kyns óréttlæti og ofbeldi
felst ekki síður í því að minnast
þeirra sem hafa orðið fyrir því.
Minningar eru líka áminningar
því gamalt ofbeldi tekur á sig nýj-
ar myndir á hverjum tíma. Gjörn-
ingurinn felur í sér réttláta reiði,
svipmyndir af Rúrí að brjóta gull-
bensinn, sker í sögulega þjóð-
arvitund eins og glerregn af
himni. Hann felur í sér uppsafn-
aða sorg sögunnar sem á sér enn
stað í samtímanum. En fyrst og
fremst tjáir hann aðgerðir og
mótmæli gegn þöggun, spillingu
og eyðileggingu. Femínískur andi
er greinilegur í verkinu þar sem
konur draga aðrar gleymdar kon-
ur upp á yfirborðið og inn í sögu
okkar sem þjóðar. Þetta er í takt
við femínískar áherslur um endur-
skoðun á vægi sögulegra atburða
og tilraunir til að skrifa líf og af-
drif kvenna inn í hina karlmiðjuðu
sögu sem er ráðandi. Hins vegar
má segja að það hefði gert gjörn-
inginn enn áhugaverðari ef þeim
skráðu heimildum, sem til eru um
meintar sakir þessara kvenna,
hefðu verið gerð betri skil í lokin.
Það er villandi að gefa í skyn að
þeim hafi verið drekkt fyrir það
eitt að eignast barn eins og kom
fram í greinargerðinni um margar
þeirra. Í þessari sögu er í mörg-
um tilfellum skráð óhugnanlegri
saga um sifjaspell eða aðra mis-
notkun sem leiðir til þeirrar
ályktunar að í sumum tilfellum
hafi þessar konur verið tvöföld
fórnarlömb. Líklegt er að ein-
hverjir barnsfeður hafi sloppið og
eflaust einhverjir menn verið
blórabögglar og goldið með lífi
sínu. Það kemur ekki fram í
gjörningi Rúríar hvaða dóma
meintir feður fengu en mér skilst
að heimildir séu um að þeir hafi
margir verið hálshöggnir. Fram-
setningin í gjörningnum skekkir
því svolítið þá sögu sem skráð er
og lætur sem konurnar einar hafi
verið fórnarlömb gagnvart glæp-
samlegu réttarkerfi þess tíma.
Gjörningurinn er í táknrænni
samræðu við mörg verkanna á
sýningunni Mega vott sem nú
stendur yfir í Hafnarborg, en þar
sýnir Rúrí með fjórum öðrum kon-
um. Þrjár þeirra tóku þátt í gjörn-
ingnum með Rúrí við Drekking-
arhyl og sú samstaða sem kemur
fram í samvinnunni er einn sterk-
asti og áhrifaríkasti þátturinn í
gjörningnum. Þær koma fram sem
fulltrúar móður- ímyndarinnar,
þeirra afla sem vilja vernda líf og
minnast fórnarlamba. Sem slíkur
er gjörningurinn vel heppnaður,
bæði hvað varðar hugmyndafræði
hans, sjónræna framsetningu og
áhrifamátt. Til hamingju.
Dulsmál og drekkingar
Morgunblaðið/RAX
Gjörningur „Í þessum viðamikla
gjörningi tekst Rúrí að setja á svið
táknræna uppreisn hinna látnu með
því að vísa til samtímaatburða.“
GJÖRNINGUR
Almannagjá, Þingvellir
Þriðjudaginn 5. september kl. 18
Rúrí og aðstoðarmenn/ Tileinkun
Þóra Þórisdóttir
GLEÐILEGT NÝTT LEIKÁR!
FRUMSÝNINGAR
FRÁ FYRRA LEIKÁRI SAMSTARFSVERKEFNI
LÍK Í ÓSKILUM
eftir Anthony Neilson
Leikstjóri Steinunn Knútsdóttir
Nýja sviðið apríl 2007
Gamanleikur um óborganlegt lögguteymi sem fær það hlutverk að
boða eldri hjónum váleg tíðindi á aðfangadagskvöld. Þeir eiga bágt
með að leiðrétta misskilning sem verður áður en þeir hafa að fullu
útskýrt erindi sitt. Löggur, lygar og lygileg atburðarás!
FYRIRTÍÐASPENNA
eftir Björk Jakobsdóttur – Himnaríki
FAGRA VERÖLD
eftir Anthony Neilson
Leikstjóri Benedikt Erlingsson
Stóra sviðið desember 2006
Nútíma ævintýri um Lísu í „Sundralandi”. Við fylgjum Lísu inn í
undraheim geðveikinnar, litríkan heim ótrúlegra andstæðna. Við
skyggnumst líka hinum megin við landamærin. Þar mætum við
náköldum raunveruleikanum þar sem litirnir eru horfnir.
MEIN KAMPF
eftir George Tabori
Leikstjóri Hafliði Arngrímsson
Nýja sviðið september 2006
Hitler hinn ungi kemur til Vínarborgar til að sækja um skólavist. Hann
vingast við bóksala af gyðingakyni sem tekur hann undir sinn verndarvæng
og kveikir hjá honum áhuga á stjórnmálum. Hann kemst ekki inn í
skólann en fær þess í stað vinnu hjá óvæntum aðila. Hárbeittur og
meinfyndinn gamanleikur.
AMADEUS
eftir Peter Shaffer
Leikstjóri Stefán Baldursson
Stóra sviðið október 2006
Stórsýning um samband Wolfgangs Amadeusar Mozarts og Antonios
Salieris hirðtónskálds. Salieri kvelst af afbrýði út í hinn unga snilling.
Afbrýðin dregur hann til andstyggilegra aðgerða til að koma
Amadeusi á kné og loks í dauðann. En hvor þeirra sigrar að lokum?
DAGUR VONAR
eftir Birgi Sigurðsson
Leikstjóri Hilmir Snær Guðnason
Nýja sviðið janúar 2007.
Lára býr með þremur stálpuðum börnum sínum eftir fráfall mannsins
síns. Inn á heimilið kemur elskhugi Láru, Gunnar, atvinnulaus alkóhólisti
sem setur fjölskylduna í uppnám og átökin blossa upp. Verk um mörkin
milli snilli og geðveiki, draums og veruleika, orsaka og afleiðinga.
GRETTIR
eftir Ólaf Hauk Símonarson,
Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson
Tónlist: Egill Ólafsson og Þursaflokkurinn
Stóra sviðið mars 2007.
Söngleikur um hinn lánlausa Gretti. Hann nær skjótum frama þegar
hann fær hlutverk í sjónvarpsseríu byggðri á Íslendingasögunni um
Gretti sterka. En líkt og í sögunni fornu þarf hann að takast á við
drauginn Glám. Átökin enda með ósköpum!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
ÁSKRIFTARKORT Á 5 SÝNINGAR Á 9.900 KR.
EF ÞÚ GERIST ÁSKRIFANDI FYRIR 20. SEPTEMBER
FÆRÐU GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í KAUPBÆTI.
VILTU FINNA MILLJÓN?
eftir Ray Cooney – Leikstjóri Þór Tulinius
Stóra sviðið september 2006
BELGÍSKA KONGÓ
eftir Braga Ólafsson – Leikstjóri Stefán Jónsson
Nýja sviðið febrúar 2007
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir Astrid Lindgren – Leikstjóri Sigrún Edda Björnsdóttir
Stóra sviðið september 2006
Föst sýning Valsýning
EILÍF HAMINGJA
eftir Andra Snæ Magnason – Leikstjóri Þorleifur Arnarsson
Hið Lifandi Leikhús
FEBRÚARSÝNING ÍD
Nýtt frumsamið verk eftir Roberto Olivan og nýtt
frumsamið verk eftir André Gingras – Stóra svið febrúar.
MANNTAFL
eftir Stefan Zweig – Leikstjóri Hilmir Snær Guðnason
Leikari: Þór Tulinius
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
eftir Geraldine Aron – Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir
Leikkona: Edda Björgvinsdóttir
Miðasala Borgarleikhússins er opin:
mánudaga og þriðjudaga frá kl. 10 til 18
miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 10 til 20
laugardaga og sunnudaga frá kl. 12 til 20.
Sími miðasölu: 568 8000.
Miðasala á netinu allan sólahringinn: midasala@borgarleikhus.is
www.borgarleikhus.is
.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111