Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 39

Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 39 UMRÆÐAN MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um hin skelfilegu umferðarslys sem átt hafa sér stað síðustu mánuði. Þeg- ar þetta er skrifað hafa 20 ein- staklingar látist í umferðinni það sem af er árinu. Eðlilegt er að stjórnvöld og aðrir velti fyrir sér hvað hægt sé að gera til að fækka dauðaslysum og öðr- um alvarlegum slysum í umferð. Í septembermánuði stóðu samgöngu- yfirvöld fyrir herferð þar sem vekja átti ökumenn til umhugsunar um stöðu mála. Fjöldi borgara setti kennitölu sína á undirskriftarlista þar sem viðkomandi kennitölugjafar lof- uðu að hegða sér vel í umferðinni eft- irleiðis og hvetja ástvini til þess hins sama. Landssamband lögreglumanna hefur fylgst vel með hvernig umferð- areftirlit hefur þróast síðustu ár. Árið 2004 færðust umferðarmál frá dóms- málaráðuneytinu til samgöngu- ráðuneytis. Ráðstöfun fjármuna til þessa málaflokks færðist þá eðlilega til samgönguráðuneytis. Fyrir þann tíma var starfrækt sérstök umferð- ardeild við embætti ríkislög- reglustjóra þar sem tiltekinn fjöldi lögreglumanna hafði það hlutverk að skilgreina og meta þörf á eftirliti en allt árið um kring var sú deild að störfum um allt land. Stór hluti verkefna lögreglu felst í umferðareftirliti og er því sinnt eins vel og kostur er hverju sinni. Við framkvæmd slíkrar vinnu er sýnileiki lögreglu einnig mikill sem vissulega hefur forvarnargildi. Sl. tvö ár hefur samgöngu- yfirvöldum þótt ástæða til að bæta umferðareftirlit á vegum landsins á tilteknum álagstímum yfir sum- armánuðina. Er það vel. Þegar skoð- uð er heildarmyndin í tengslum við þá framkvæmd og aðrar tilraunir til að bæta umferðarlöggæslu er ljóst nið- urstaðan hefur ekki að öllu leyti verið eins og best verður á kosið. Af ýmsu er að taka en látið verður nægja að nefna tvö atriði til rökstuðnings. Í fyrsta lagi riftu samgönguyfirvöld árið 2004 samningi við embætti rík- islögreglustjóra sem fól í sér samstarf lögreglu og starfsmanna Vegagerðar við umferðareftirlit. Eftirlit þetta var mjög vel heppnað og margþætt enda gat handhafi lögregluvalds (lög- reglumaðurinn) haft öll þau afskipti af umferð sem nauðsynleg þóttu við eft- irlitið. Eftirlitið var jafnframt fram- kvæmt með merktri lögreglubifreið sem vissulega dró úr hraða og jók sýnileika lögreglu. Tekið skal fram að annað af meginmarkmiðum með þeim breytingum á uppbyggingu lögreglu í landinu sem nú stendur yfir er ein- mitt að auka sýnilega löggæslu. Í framhaldi riftunar samningsins lagði samgönguráðherra fram drög að breytingum á umferðarlögum þar sem m.a. var lagt til að starfsmönnum Vegagerðar yrði veitt lögregluvald á ýmsum sviðum er tengjast eftirliti með umferð. Landssamband lög- reglumanna mótmælti þessum breyt- ingatillögum enda ekki í samræmi við lögreglulög né lög um meðferð op- inberra mála og varð niðurstaðan sú að starfsmönnum Vegagerðar var veitt afar afmarkað starfssvið á sviði umferðareftirlits. Í stað almenns og víðtæks eftirlits áður komu bifreiðar merktar Vegagerð sem höfðu mjög afmörkuð verkefni við umferðareft- irlit. Niðurstaða þessa er því skýr. Verulega dró úr sýnilegri löggæslu þessa hóps manna sem áður hafði heimildir til almenns eftirlits með um- ferð á merktum lögreglubifreiðum. Í öðru lagi hefur samgöngu- ráðuneytið ákveðið að færa ákveðnum lögregluembættum fjárhæð árlega til að efla eftirlit á vegum landsins, tíma- bundið, en það var jafnframt gert að skilyrði að aðeins einn lögreglumaður sinnti eftirlitinu í hverjum bíl. Vissu- lega er ávallt gott fyrir lögregluemb- ætti landsins að fá aukið fjármagn til sín. Hins vegar liggur fyrir að flókið og erfitt getur reynst að framkvæma þetta aukna eftirlit. Hvert og eitt lög- regluembætti hefur tiltekinn fjölda stöðugilda sem miðast við löggæslu- þörf og fjárframlög rík- isins til lengri tíma. Því liggur fyrir að við skipulag og uppbygg- ingu lögreglu í hverju byggðarlagi er ekki gert ráð fyrir að tiltek- inn fjöldi lögreglu- manna „liggi í dvala“ og komi til starfa þegar tímabundin innspýting berst frá samgöngu- yfirvöldum. Lög- reglumenn hafa því reynt að sinna þessu eftirliti með mikilli yfirvinnu og því miður þurft að sinna eftirlitinu stakir í bifreið en það er vita- skuld í ósamræmi við óskir lögreglumanna og dregur úr öryggi þeirra við störf. Sé raunveru- legur vilji til að bæta og auka umferðarlöggæslu væri mun heillavæn- legra að skipuleggja fjárframlög til starf- seminnar heildrænt og bæta við stöðugildum þannig að lög- reglustjórar geti á fag- legan hátt skipulagt aukna löggæslu til lengri tíma. Þá er ljóst að staðbundin þekking á lög- gæsluþörf er hjá viðkomandi lög- regluembætti og því væri unnt að skipuleggja löggæslu og nýta fjár- muni betur með þeim hætti. Hafi samgönguyfirvöld áhyggjur af því að einstök lögregluembætti muni ekki verja tilskildu fé og mannafla í umferðareftirlit væri þeim í lófa lagið að eyrnamerkja fé sér- staklega til þessa málaflokks. Að mati undirritaðs bendir hins vegar ekkert til að lögreglustjórar sjái ástæðu til að draga úr umferðareftirliti enda sameiginlegt markmið allra lands- manna að bæta umferðarmenningu og draga úr alvarlegum slysum á veg- um landsins. Afar ólíklegt er að tíma- bundin innspýting fjár til umferð- areftirlits, undirskriftarlistar, flutningur lögregluvalds til ófag- lærðra stétta og niðurlagning um- ferðardeildar á landsvísu við embætti ríkislögreglustjóra séu réttu aðferð- irnar í þeirri baráttu. Áherslur við umferðareftirlit Páll E. Winkel skrifar um löggæslu og umferðaröryggi »… væri mun heilla-vænlegra að skipu- leggja fjárframlög til starfseminnar heild- rænt og bæta við stöðu- gildum þannig að lög- reglustjórar geti á faglegan hátt skipulagt aukna löggæslu til lengri tíma. Páll Winkel Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.