Morgunblaðið - 06.11.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 302. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SVÖRT AÐ INNAN
FRUMSKÓGARSTELPAN SABINE KUEGLER ÓLST
UPP Á MEÐAL FRUMBYGGJA Í V-PAPÚA >> 37
ADRENALÍN
FRAMHALDSSKÓLA-
MÓTIÐ Í LITBOLTA
EINS OG ELDING >> 20
Bagdad. AFP. |
Saddam Huss-
ein, fyrrver-
andi forseti
Íraks, og sex
samverkamenn
hans voru í
gær dæmdir
fyrir morð á
148 sjítum í
þorpinu Dujail
norður af
Bagdad 1982.
Hussein og
tveir aðrir voru
dæmdir til
dauða, einn var
dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi og þrír fengu 15 ára fang-
elsisdóm hver.
Viðbrögð við dauðadómnum voru mis-
jöfn. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra
Íraks, fagnaði honum og sjítar í Bagdad
dönsuðu á götum úti af gleði og veifuðu
fánum, en súnnítar í Tikrit mótmæltu
dómnum.
Dómnum var meðal annars fagnað í
Bandaríkjunum, Bretlandi, Kúveit og Ír-
an. Alþjóðamannréttindasamtökin Amn-
esty International fordæmdu dóminn og
Renato Raffaele Martino, kardináli í
páfagarði, sagði að ekki væri rétt að
refsa fyrir glæp með öðrum glæp. Rúss-
ar vöruðu við afleiðingunum í Írak ef
Saddam Hussein yrði hengdur. | 14
Skiptar
skoðanir
á dómnum
Saddam Hussein
dæmdur til dauða
Dæmdur Saddam Huss-
ein, fyrrv. forseti Íraks.
Eftir Brján Jónasson og
Örlyg Stein Sigurjónsson
STORMUR gekk yfir landið allt í
gær og hafði í för með sér talsverð-
ar skemmdir á eignum víða um
land. Ekki er vitað til þess að slys
hafi orðið á fólki, en þakplötur,
trampólín og annað lauslegt fauk
um og skip slitnuðu frá bryggju.
Gríðarlegur fjöldi björgunar-
sveitarmanna var kallaður út og
segir Jón Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, að á höfuðborgar-
svæðinu einu hafi um 150 björg-
unarsveitarmenn á öllum tiltækum
ökutækjum sveitanna verið við
störf. Hann segir að jafnvel þessi
gríðarlegi fjöldi hafi ekki haft und-
an, en samtals bárust um 70 óskir
um aðstoð.
Rak í átt að grjótgarðinum
Tvö skip slitnuðu frá bryggju í
Hafnarfjarðarhöfn þegar veðrið
stóð sem hæst í gærmorgun en þá
var einnig stórstreymt. Skipin rak í
átt að grjótgarðinum án þess að
nokkur fengi rönd við reist, og
strönduðu á sandbakka.
Tveir dráttarbátar Hafnarfjarð-
arhafnar, auk björgunarskips
Björgunarsveitar Hafnarfjarðar,
reyndu að ná skipunum á flot og
tókst að ná minna skipinu um
tveimur klukkustundum eftir
strandið og því stærra þegar flæða
fór að seinnipart dags í gær.
Veðrið var afar slæmt á Möðru-
dalsöræfum og segir Anna Birna
Snæþórsdóttir, ábúandi á Möðru-
dal á Fjöllum, að rúður hafi brotn-
að í fjölda bíla þegar möl fauk, auk
þess sem þakið fauk af fjárhúsi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landfestar slitnuðu Tvö skip losnuðu frá bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun og strönduðu á sandbakka, en vel gekk að ná þeim á flot.
Aftakaveður gekk
yfir og olli víða usla
Miklar annir voru hjá björgunarsveitum þegar þakplötur fuku, steypumót
fóru af stað, fiskikör tókust á loft og malarregn skall á bílum í storminum
!
"
#
"
!$
%
"
!
!
!
!
!
"
"
"
"
"
# $
%
&
'
&
%
(
)
&
&
Í HNOTSKURN
» Þakplötur fuku víða á höf-uðborgarsvæðinu, auk þess
sem tjaldvagn, garðhýsi og
fjöldi trampólína fór á fleygi-
ferð.
» Þakplötur fuku af þakigrunnskólans í Grund-
arfirði.
» Togarinn Margrét SK-20slitnaði frá bryggju á
Skagaströnd.
» Hjólhýsi fauk á hliðina áStokkseyri og lausamunir
fuku til.
» Steypumót losnuðu á 10.hæð á nýbyggingu í miðbæ
Akraness.
» Ekki er vitað til þess aðskemmdir hafi orðið í
óveðrinu á Kárahnjúkum eða á
álverinu í Reyðarfirði.
» Fiskikör fuku um í Sand-gerði og skemmdir urðu á
vegi þegar sjór gekk á land.
Tafir hjá þúsundum
Millilandaflug lá niðri
fyrri part dags í gær og gætu
orðið tafir í dag. » 4
Hætta á Akranesi
Steypumót á 10. hæð á ný-
byggingu á Akranesi losn-
uðu í óveðrinu. » Miðopna
ELDUR varð laus í íbúðarhúsi á Húsavík á
ellefta tímanum í gærkvöldi.
Lögreglan bjargaði manni úr brennandi
húsinu áður en slökkvilið kom á vettvang og
var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynn-
ingar.
Slökkvistarf stóð enn yfir um miðnætti,
samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á
Húsavík.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Bruni Slökkviliðsmenn voru enn að störf-
um við húsið um miðnætti í gær.
Bjargað úr
brennandi húsi