Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 17
VESTURLAND
!"
# $ %&
'
!" #$
% !%
&'
'
$
( )
*
!" +,
*
-
'
*
(' . /
0 1+23%4 5 4+-678498.:/5
$2+;:2#4 4#484.:2
&
'
() * ) +,
-./ 0123 2.!04#4#56 .67.11. 21.#82
5 !" .67.11.##.9
!" $
' !"
%& : <
<
%&
: < ;=<
%& ,'
: '
# $ : *
$
' !"
&'
'
$
# $
(> ( #
,'
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
„ÉG er að sjálfsögðu ánægður
með árangurinn og þetta hvetur
mann áfram í framhaldinu. Það
er ekkert á döfinni að draga úr
æfingum, líkamsræktin er minn
lífsstíll og hjálpar mér að halda
mér heilbrigðum,“ segir Jóhann
Pétur Hilmarsson frá Akranesi
sem á dögunum varð Íslands-
meistari í hreysti á Icefitness-
mótinu í Laugardalshöll í Reykja-
vík. Þetta er sjötta árið sem hinn
35 ára gamli matreiðslumaður
tekur þátt í slíkri keppni en að
sjálfsögðu er Íslandsmeistaratit-
ilinn hápunkturinn á ferlinum.
„Ég hef gríðarlega gaman af
því að æfa en ég reyni að fara
hinn gullna meðalveg í æfing-
unum. Ég æfði sund sem barn og
unglingur. Grunnurinn var því
góður þegar ég byrjaði í hreysti.
Það var skorað á mig að byrja
þegar ég var að vinna á veit-
ingastaðnum Barbró sem for-
eldrar mínir áttu. Ég vissi ekki
alveg hvernig ég átti að taka á
þeirri áskorun en ég ákvað að
fara út í sal og segja öllu starfs-
fólkinu að ég væri byrjaður að
æfa hreysti. Annars hefði ég
aldrei gert neitt í málunum og ég
gat ekki gengið á bak orða
minna.“
Í keppninni í Laugardalshöll
var gríðarleg spenna og hafði Jó-
hann nauman sigur. Keppt er í
þremur greinum, upphífingum og
dýfum, hraðabraut og sam-
anburði þar sem líkamshlutföll
keppenda eru tekin út af dóm-
urum. Jóhann stóð uppi sem sig-
urvegari þar sem hann náði best-
um árangri í samanburðinum en
hann var að sjálfsögðu á meðal
þeirra efstu í hinum tveimur
greinunum.
„Ég klikkaði aðeins í köðlunum
í hraðabrautinni en að öðru leyti
hef ég aldrei verið léttari eða
snarpari. Það er ekki hægt að
æfa sig neitt sérstaklega í hraða-
brautinni. Þar standa allir jafnir
að vígi þar sem brautin er aðeins
sett upp fyrir keppnirnar.“
Jóhann starfar sem mat-
reiðslumaður í Hyrnunni í Borg-
arnesi og vinnur hann þar vakta-
vinnu. Hann finnur sér ávallt
tíma til þess að æfa en leggur
áherslu á að mikilvægt sé að taka
sér hvíld frá æfingum með reglu-
legu millibili.
Stuttar æfingar
„Ég byrja oft að æfa kl. 6 að
morgni og ég reyni að taka
snarpar æfingar. Aldrei meira en
klukkustund í einu og þá er
sturtan tekin með í reikninginn.
Ég er á þeirri skoðun að margir
eyði of miklum tíma í líkams-
ræktarsalnum. Mér finnst árang-
ursríkast að taka vel á lóðunum í
stuttan tíma í einu. Lyfta eins
þungu og ég get og ekki end-
urtaka of oft. Ég hef prófað að
æfa með öðrum hætti. Lyfta
litlum þyngdum og endurtaka oft.
Það hefur ekki skilað mér neinu.“
Jóhann er mjög fróður um
næringarfræði og orkuþörf
íþróttamanna. Hann telur að þar
geti margir bætt árangur sinn
töluvert og nefnir hann fæðubót-
arefni sem eitt af hjálpartækj-
unum. „Ég er á því að margir
gætu náð miklu betri árangri ef
þeir notuðu fæðubótarefni sam-
hliða hollri fæðu. Fyrir afreks-
íþróttakarla – og -konur er nán-
ast ómögulegt að ná að borða allt
að 6 góðar máltíðir á dag. Ég
nota þessi efni fyrir og eftir æf-
ingar. Þar fæ ég nákvæmlega
þau næringarefni sem ég þarf á
að halda. Margir puða á hlaupa-
brettinu í 30–40 mínútur og
brenna 350–400 hitaeiningum og
fara síðan og fá sér samloku og
kók eða Svala. Þessi bræðingur
inniheldur meira en 500 hitaein-
ingar og mikla fitu. Ég tel að
fæðubótarefni séu mun betri
kostur eftir og fyrir æfingu fyrir
flesta.“
Jóhann hefur viðað að sér fróð-
leik í gegnum tíðina og hefur
greinilega skapað sér æfingastíl
sem hentar honum vel. Hann hef-
ur m.a. leitað í smiðju Arnolds
Schwarzeneggers í þeim efnum.
„Arnold hefur gefið út margar
bækur og ég hef lesið þær flest-
ar. Ég passa mig á því að hafa
æfingarnar fjölbreyttar og ég tek
mér alltaf viku frí eftir 8 vikna
törn. Það hjálpar mér að halda
mér ferskum. Hugarfarið verður
allt annað. Ég er alveg tilbúinn í
að æfa meira eftir viku frí og ég
held að margir gætu tekið upp
slíka æfingaáætlun. Hvíldin held-
ur mér við efnið.“
Nudd, heitir bakstrar og
nálastungur
Það vekur athygli að Jóhann
stóð efstur á palli á Íslands-
mótinu um sl. helgi þrátt fyrir að
vera með brjósklos í baki. „Það
er í raun aðalhvatinn að æfing-
unum. Ég hef verið með brjósklos
í mörg ár og um tíma var ég svo
kvalinn að ég gat varla keyrt bíl
eða farið í bíó. Læknar hafa
skoðað mig reglulega og þeirra
ráð til mín voru að æfa og halda
mér í góðri æfingu. Ég fékk að-
stoð til þess að komast yfir erf-
iðasta hjallann. Nudd, heitir
bakstrar, nálastungur og liðleika-
æfingar komu mér af stað og ég
finn ekki mikið fyrir brjósklosinu
í dag.“ Starfsgrein Jóhanns er
vissulega ekki til þess fallin að
hann geti alltaf haldið sér frá sæ-
tindum og kökum. „Jú, það getur
verið erfitt að falla ekki í freist-
ingar í vinnunni. Maturinn er
ekki vandamál en ég er mikið
fyrir kökur og sætindi. Mér tókst
hins vegar að hafa hemil á mér í
vinnunni fyrir þessa keppni.“
Jóhann var rétt um 75 kg að
þyngd í keppninni sjálfri en að
öllu jöfnu er hann um 80 kg.
„Við reynum að losa okkur við
vatn og skera okkur niður fyrir
keppnina. Það má hins vegar
ekki vera of mikið því það er
erfitt að keppa og orkan þarf að
vera til staðar. Þessi keppni er
sérstök að því leyti að kepp-
endur þurfa að hafa orku í
hraðabrautina og geta því ekki
einblínt eingöngu á að skera sig
niður fyrir keppnina til þess að
láta vöðvabygginguna njóta sín.
Ég passa saltinntökuna fyrir
mótin og legg mikla áherslu á að
forðast salt í þeim mat sem ég
borða fyrir keppnina.“
Ekki stór og sterkur
Jóhann hefur leitað í smiðju
vaxtarræktarmanna og viðað að
sér ýmsum fróðleik sem hann
hefur nýtt sér sjálfur í þeirri
íþrótt sem hann stundar. Þegar
Jóhann er spurður að því hvort
hann stefni ekki að því að fá enn
meiri vöðvamassa líkt og gerist
hjá vaxtarræktarmönnum er
hann fljótur að svara. „Ég stefni
ekki að því að fara keppa í vaxt-
arrækt og verða stór og sterkur.
Það er einfaldlega ekki það sem
heillar mig mest. Mér líður vel
eins og ég er í dag og að sjálf-
sögðu ætla ég að halda áfram að
keppa í einhver ár til viðbótar,“
sagði Jóhann Pétur Hilmarsson,
Íslandsmeistari í hreysti.
„Meistari með
brjósklos“
Matreiðslumaðurinn Jóhann Pétur
Hilmarsson fagnaði Íslandsmeistara-
titlinum í hreysti fyrstur Skagamanna
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Meistari „Ég hef gríðarlega gaman af því að æfa,“ segir Jóhann Pétur.
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 577 2000