Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HEFURÐU séð nútímaleg og gagnrýnin myndlistarverk eftir ind- íana? Og ýmist tröllslega skúlptúra eða fínleg myndverk úr náttúrunni eftir inúíta? Ljós- myndir af Þjóð Hins Dansandi Himins? Ef ekki, áttu erindi í Lista- safn Kópavogs Gerð- arsafn. Þar stendur nú yfir sérstæð sýning í öllum sölum safnsins í tilefni af kanadískum dögum Kópavogs sem fylgja í kjölfar viðamik- illa kynninga á spænskri og rússneskri menningu tvö und- anfarin ár. Ekki hef ég enn (1. nóv.) séð um- sagnir fjölmiðla um sýninguna sem var engu að síður ágætlega kynnt í þeirra ranni. Heim- sókn í safnið er meira en tímans virði vegna þess að þar getur að líta list frumbyggja sem við höfum sjaldnast séð nema á miklu smærri sýningum, og mörg okkar aldrei nema á ljós- myndum. Þrískipt sýningin er unnin í samvinnu Gerðarsafns og merkra safna í Ottawa í Kanada og er opin fram í desember. Carl Beam heitir einn af virtari myndlistarmönnum Kanada. Hann er nýlátinn, aðeins 62 ára að aldri, og var af indíánaættum en þaulmenntaður í listaskólum. Fékkst við t.d. leirlist og en þó einkum sérstæða blöndu mál- unar, grafíkur og ljósmyndavinnu. Myndir hans, oft stórar og með tákn- myndum, eru ágengar, oft ádeilu- kenndar og byggðar á andstæðum. Þær setja iðulega fram spurningar um gildi og siðfræði: Frelsi í nátt- úrunni, og lífshætti í sátt við hana ásamt samruna þess áþreifanlega og andlega, gagnvart hörðum vísindum, stjórnsemi og jafnvel ofbeldi. Carl Beam beitti þeim aðferðum við vinnu sína að nota ýmist stóra fleti og mikla liti eða fíngerða sköpun, jafnvel með handskrifuðum hugleiðingum og skilaboðum til skoðandans sem lengi getur velt vöngum yfir myndum hans en það er aðal góðrar myndlistar. Myron Zabol er Kanadamaður af úkraínskum ættum sem gerðist handgenginn indíánum, bæði í æsku og eftir að hafa mennt- ast sem ljósmyndari og unnið við hefðbundna tísku- og auglýsinga- ljósmyndun. Hún veitti honum ekki næga ánægju og lífsfyllingu. Hann kynntist tals- manni írókesa-indíána af þjóðabroti sem kenn- ir sig við langhús (Hádenóse). Sá leiddi með honum verkefni sem hlaut heitið Þjóð Hins Dansandi Himins en þá ljós- myndaði Zabol indíánana við þrenns konar aðstæður og þannig að hver og einn gat klætt og tjáð sig að vild. Myndirnar hanga uppi í þremur serí- um. Sú fyrsta sýnir uppáklædda ind- íána, úti við, snúa sér til himins og bjóða það sem þar býr velkomið eða færa því gjafir; konur jafnt sem karla. Í þessum myndum sjá listfræðingar líkindi með íkonum grísku rétttrún- aðarkirkjunnar. Önnur serían eru myndir af indíánum í margs konar klæðnaði og með ýmsa táknræna hluti að dansa en dans hefur ávallt verið ríkur þáttur í tjáningu fólksins við ólík tækifæri. Myndirnar eru teknar í stúdíói og mynda sér- kennilega andstæðu við upphöfnu úti- myndirnar. Þriðja serían er af ungum og öldnum sem horfa beint á áhorf- andann og segja honum eitthvað um sjálfsmynd og vonir þeirra sem þar láta Zabol mynda sig en hann hefur hlotið um 80 verðlaun á ferlinum. Á jarðhæð safnsins er frábært úr- val skúlptúra eftir allmarga lista- Hvað eiga Einstein, Sitting Bull og himbrimi sameiginlegt? Ari Trausti Guðmundsson fjallar um myndlistarsýningu í Gerðarsafni »Erfitt hefur verið aðopna augu Íslend- inga fyrir krókum og kimum stóru landanna sem ná langt norður og vestur fyrir okkar eyju. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um norðurslóðir. menn á þeim svæðum Kanada sem byggð eru inúítum en þeir eru alls um 50.000 talsins, langflestir á hinu risa- stóra sjálfstjórnarsvæði Nunavut, í norðausturhluta landsins. Skúlptúr- arnir eru einkum úr steini og beini, allt frá 1–2 cm að stærð upp í kröftug- ar standmyndir. Heildin tjáir heims- sýn inúíta, frá mannfólkinu, með sög- um úr lífi þeirra, til dýranna sem fólkið er háð en með millispili um tengslin þarna á milli sem liggja um móður hafsins og um þá sem byggja himininn. Þarna eru fjölskyldusögur, sérkennilegar andlitsmyndir, myndir af shamönum sem geta brugðið sér í ferð með dýrum eða í líki dýra, af- myndaðir náttúruvættir, myndir af öllum veiðidýrunum og marg- slungnar útskurðarmyndir. Him- briminn, sem vísar veiðimanni á hreindýr, horfir út um glerkassa, óræður á svip, meitlaður og fægður í stein. Myndhöggvarar inúíta eru í háu áliti og seljast verk þeirra við góðu verði um allan heim. Þessi hluti sýn- ingar Gerðarsafns er hvað for- vitnilegastur og ólíkur þeirri minja- gripagerð sem einnig er í hávegum höfð, bæði á Grænlandi og í Kanada. Erfitt hefur verið að opna augu Ís- lendinga fyrir krókum og kimum stóru landanna sem ná langt norður og vestur fyrir okkar eyju. Í Gerð- arsafni gefst gott tækifæri til að kynnast listsköpun þeirra sem byggðu löndin á undan nánustu ætt- ingjum okkar. ÞAÐ þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vit- undarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás í lík- ama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörð- unarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á ein- staklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun“ enda felur orðið „nauðg- un“ í sér að hún sé neydd til kyn- maka. Klæðnaður konu, áfeng- ismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karl- ar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum þar sem fólk gæti litið á alla karl- menn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dóms- kerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sann- gjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar full- yrðingar má allar finna í hegning- arlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf far- ið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórn- arlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda sam- félaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ól- íðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breyt- ingar, á aðgerðir. Forsenda breyt- inga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borg- arinnar, farið óáreittar á snyrt- ingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aum- ingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögu- lega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órétt- læti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir! Stöndum vörð um kynfrelsið Brynja Halldórsdóttir skrifar um nauðganir » Þeir aumingjar oghrottar sem nauðg- arar eru koma óorði á aðra karlmenn. Brynja Halldórsdóttir Höfundur er varaformaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík. UNDANFARNA mánuði hef ég hlustað á umræður andstæðinga stóriðju og virkjana. Oft hefur mér fundist að þeir sem tjá sig mest virðast á engan hátt vera tengdir þeim raunveruleika sem landsbyggðin stendur frammi fyrir. Stundum er eins og þetta sama fólk ein- blíni á það að bjarga verði landsbyggð- arskrílnum frá sjálf- stortímingar hvötum. Sjaldan heyrist talað um að á landsbyggð- inni búi fólk sem vinn- ur að heildarvirði Ís- lands. Oftar en ekki er talað um lands- byggðarvæl og raus þegar íbúar lands- byggðarinnar ræða rétt til jafnræðis út frá búsetuskilyrðum. Mest öll umræða um landsbyggðina er nei- kvæð. Þetta segir mér að flestir sem fjalla um málefni lands- byggðarinnar virðast ekki hafa kynnt sér að neinu marki það at- vinnu- og mannlíf sem er á hinni margumtöl- uðu landsbyggð. Með nokkurri kaldhæðni set ég fram til- lögur að því hvernig Draumalandið Ísland gæti litið út. Mannabyggð og Landsbyggð Velja þarf sérfræðinga í nefnd, sem mun vinna að skiptingu lands- ins í Mannabyggð annarsvegar og allsherjar friðunar á Landsbyggð- inni hinsvegar. Hugmyndaríkir les- endur geta staðsett Mannabyggð annarsvegar og Landsbyggðina hinsvegar, landfræðilega. Við flytjum inn Amish þjóðflokk- inn og honum verður dreift í réttu hlutfalli við íbúafjölda svæða á Landsbyggðinni. Amish fólkið kennir þeim innfæddu og hinum sem slysast hafa til að flytja á þessi svæði, listina að lifa af landsins gagn og gæðum án þess að bruðla með orku, óþarfa vélbúnaði og öðr- um þeim óþarfa sem landsbyggð- arfólk hefur tileinkað sér í nafni nú- tímaþæginda og viðleitni til bættra búsetuskilyrða. Mannabyggðin verður miðstöð lista, menningar, menntunar, heil- brigðismála, sjávarútvegs, versl- unar og viðskipta. Vestmannaeyjar verða gerðar að sjálfsstæðu tilraunaríki án fjár- framlaga frá Íslandi Brjálæðisleg hagræðing Endalaust þrugl og leiðindi um vega- og gangnagerð, hafnar- og flugvallarmál dettur sjálfkrafa út. Friðaða landssvæðið fær að halda sér alveg óáreitt fyrir stórvirkum vinnuvélum sem eyða ómetanlegum gróðri og lífríki svæðisins. Stórfelldur niðurskurður í mennta-, heilbrigðis-, félags- og menningarmálum verður að sjálfs- sögðu, þar sem að Amish fólkið lifir einföldu og heilbrigðu lífi án enda- lausra krafa um að fá allt það sem Mannabyggð hefur. Auk þess hætt- ir þá þessi væll í landsbyggðarfólk- inu yfir því hvað það sé dýrt að senda börnin í framhaldsskóla og endalaus krafa um stofnun skóla á öllum stigum í hverju krumma- skuði. Sparnaður verður í heilbrigð- ismálum sem nýtist þá að einhverju viti á há- tæknisvæðinu í Mannabyggð í stað þess að dreifa fjár- munum ríkisins út um allar trissur. Verslanakeðjur og lyfjafyrirtæki þurfa ekki lengur að standa í neyðaraðstoð við landsbyggðina með þeim gífurlega kostn- aðarauka sem það hef- ur í för með sér. Am- ish fólkið sér fyrir sínum. Bankarnir sleppa við að halda úti útibúum í veit- ingaskálum í samkrulli við póstafgreiðslu. Við það sparast sjálfssagt milljarðar sem vantar upp á að alheims- yfirráð náist í útrás- inni miklu og bank- arnir geti losað sig við axlaböndin (vísi- tölubindinguna). Íbúðalánasjóðurinn hverfur eðlilega. Amish fólkið eru spart á raforku sem og aðra orkumiðla eðli málsins samkvæmt. Öll orkan fær óáreitt að fara á Mannabyggða- svæðið þar sem auðvitað mesta þörfin er fyrir hana. Þegar svæðin hafa þróast – bakkað í rétta átt verða þau hrein ferðamannaparadís. Útlendingar ferðast á sérútbúnum bílum eða hestum og fá að upplifa náttúru og mannlíf án aukaefna. „Survivor“ ferðir verða Inn þar sem menn fá að skeina sig á mosa og bjarga sér á landsins gagn og gæðum óáreitt- ir af nútíma tólum og þægindum. Gemsa- og tölvunotkun verður að sjálfssögðu bönnuð á friðuðu svæðunum við það sparast óheyri- legur kostnaður við að koma fjar- skiptamálum á hreint. Þeir sem ekki geta hugsað sér að lifa undir leiðsögn Amish manna geta flust til Vest- mannaeyja ef þeir þurfa að búa út á landi en vilja ekki flytja í Manna- byggðir. Amish er málið Þar sem að Amish fólkið kemur til með að sjá um þann sjálfsþurft- arbúskap sem þeir þurfa þá þarf Mannabyggðin að verða sér út um fæðu. Innflutningur leyfður á öll- um matvælum án tolla ekki þarf að hafa áhyggjur af að halda uppi matvælaframleiðslu í landinu. Þeir sem búa í Mannabyggð geta loks- ins borðað mat á Norðurlandaverði eða jafnvel evruverði. Kaupmáttur eykst og allir happy. Allir sem búa í Mannabyggð geta stundað nám, vinnu og félagsstörf við sitt hæfi án þess að kosta of miklu til þar sem að fjármunir dreifast ekki á víð og dreif um landið. Manna- byggð mun innheimta búsetuskatt af Landsbyggðarfólkinu þar sem að það kemur til með að þéna óskaplega á allri ferðaþjónustunni sem verður til við þetta fyr- irkomulag. Að þessu sögðu, má ljóst vera, að þegar til lengri tíma er litið verður heildarvirði meira með þeirri hagræðingu að skipta Ís- landi í þrjú meginsvæði: Manna- byggð, Landsbyggðina og Vest- mannaeyjar, sjálfstætt ríki. Endalaus umræða um verndun, friðun og skiptingu skatttekna koma til með að heyra sögunni til. Draumalandið Ísland Hallveig Björk Höskuldsdóttir fjallar um Draumalandið Hallveig Björk Höskuldsdóttir »… þegar tillengri tíma er litið verður heildarvirði meira með þeirri hagræð- ingu að skipta Íslandi í þrjú meginsvæði: Mannabyggð, Landsbyggðina og Vestmanna- eyjar ... Höfundur er verkefnastjóri. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.