Morgunblaðið - 06.11.2006, Page 30
30 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á SÍÐUSTU árum
hefur vaxið upp öflugur
þekkingariðnaður hér á
landi. Gríðarlega mik-
ilvægt er að við tryggj-
um áframhaldandi vöxt
þekkingariðnaðar hér á
landi því framtíð ís-
lensks atvinnulífs bygg-
ir á þekkingu en ekki
frumframleiðslu. Und-
irstaða þekkingariðn-
aðarins er öflugt
menntakerfi. Stjórnvöld
þurfa því að standa vörð
um okkar öfluga
menntakerfi og tryggja
að íslenskt menntakerfi
sé með því allra besta í
heimi.
Á Íslandi er vel
menntað vinnuafl en
ljóst er að ef við horfum
til framtíðar þurfum við
að leggja mikla rækt við
íslenska menntakerfið
og tryggja gæði þess.
Mjög stór hluti lands-
framleiðslu rennur til
menntamála en við
þurfum að tryggja að
þessum fjármunum sé
betur varið. Lausnin
gæti verið fólgin í auknu
samstarfi einkaaðila og
ríkisins. En einkaaðilar hafa í auknum
mæli sýnt fjármögnun og rekstri
menntastofnanna áhuga.
Samstarf atvinnulífs og skóla
Samkvæmt niðurstöðu Alþjóða við-
skiptastofnunarinnar þurfum við að
bæta framhaldsmenntun og þjálfun,
því er nauðsynlegt að tryggja samstarf
háskóla og atvinnulífs enn frekar. Á
síðustu árum höfum við í
auknum mæli séð sam-
starf þessara aðila. Það
má þakka því að fjöl-
breytileiki í rekstr-
arformi hefur riðið sér til
rúms innan háskóla-
samfélagsins. Þetta hef-
ur aukið fjölbreytni í
námsframboði og stuðlað
að samkeppni milli skóla.
Samkeppnin hefur svo
skilað því að skólar þurfa
að vera í samstarfi við at-
vinnulífið, skilja þarfir
þeirra og væntingar og
aðlaga nám og náms-
framboð sitt að þessum
þörfum.
Þegar litið er á grunn-
og framhaldsskólann er
ástæða til að horfa til
þeirra gríðarlegu fram-
fara sem átt hafa sér stað
innan háskólanna og
læra af því. Skólastigin
eiga að vinna í auknum
mæli saman og tengjast
atvinnulífinu með einum
eða öðrum hætti.
Menntakerfið þarf að
vera mun sveigjanlegra
en það er í dag og geta
aðlagað sig hraðar að
þörfum markaðarins,
næsta skólastigi og/eða atvinnulífinu.
Öflugt menntakerfi
er grunnurinn að
þekkingarsamfélagi
Bryndís Haraldsdóttir fjallar
um menntakerfið og þekking-
ariðnaðinn
Bryndís Haraldsdóttir
» Á Íslandi ervel menntað
vinnuafl en ljóst
er að ef við horf-
um til framtíðar
þurfum við að
leggja mikla
rækt við ís-
lenska mennta-
kerfið og
tryggja gæði
þess.
Höfundur er varaþingmaður og gefur
kost á sér í 4.–5. sæti í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Suðvestur kjördæmi.
UNDANFARIN
fjögur ár hefur farið
fram talning á þátttak-
endum í kirkjustarfi
innan safnaða Reykja-
víkurprófastsdæmis
vestra fyrstu vikuna í
október. Talning sem
þessi gefur ekki tæm-
andi mynd af fjölda
þeirra sem kirkjurnar
sækja, enda er það
nokkuð breytilegt eftir
árstíma. En hún sýnir
svo ekki verður um
villst að nýting kirkju-
húsa og safnaðarheim-
ila í Reykjavík-
urprófastsdæmi vestra
er gríðarlega góð eina
venjulega haustviku. Í
prófastsdæminu, sem
nær frá Seltjarnarnesi í
vestri að Elliðaám í
austri, tilheyra 52.504
þúsund manns söfn-
uðum Þjóðkirkjunnar,
en alls búa 66.489
manns á svæðinu sam-
kvæmt tölum Hagstofu
Íslands.
Samkvæmt talning-
unni í ár komu alls
19.752 manns í kirkjur og safn-
aðarheimili þessa einu viku. Þar af eru
ferðamenn stór hópur, hátt í sex þús-
und manns, mest í Hallgrímskirkju
(5.600). Þótt gera megi ráð fyrir að
a.m.k. hluti þessa fólks komi í kirkjuna
til að sækja sér andlega næringu og
biðja fyrir sér og sínum höfum við valið
að draga ferðamennina frá lokatölunni.
Verður þá niðurstaðan sú að nærri fjór-
tán þúsund manns, 13.814, hafi komið
til kirkju fyrstu vikuna í október. Er
þetta nokkur aukning frá fyrra ári þeg-
ar sambærileg tala var rétt rúm 13 þús-
und.
Þessi tæpu fjórtán þús-
und koma til kirkju í ýms-
um tilgangi: Börn og ung-
menni í sitt starf;
foreldrar með smábörn á
foreldramorgna; aldraðir
í öldunarstarf og opin
hús; fullorðið fólk á öllum
aldri að sækja fræðslu,
kyrrðarstundir og tón-
leika; nefndir, kórar og
klúbbar með sitt málefnið
hver og við öll saman í
sunnudagsmessunni.
Ef við leyfum okkur að
fjórfalda þessa tölu og fá
þá út viðmiðunartölu fyrir
mánuðinn allan sem gerir
á sjötta tug þúsunda –
svarar niðurstaðan til
þess að hvert sóknarbarn
sæki kirkjuna sína mán-
aðarlega og rúmlega það.
Af einstökum liðum
sjáum við mesta aukn-
ingu í helgihaldinu, en
messum, kyrrðar- og
bænastundum hefur bæði
fjölgað og eins sækja þær
fleiri. Þá stendur öldr-
unarstarfið mjög vel og
ýmiskonar tónlistarstarf
er á öruggri siglingu upp á við. Allt í
allt eru þessar niðurstöður mjög hvetj-
andi og skýr ábending um að söfn-
uðirnir eru á réttri leið í störfum sínum.
Tölur úr Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra styrkja þessa mynd enn frekar
og þar er það ekki síst barna- og ung-
lingastarf sem á sér öruggan sess í
kirkjulífinu.
Hvað koma eiginlega
margir í kirkju?
María Ágústsdóttir
fjallar um kirkjusókn
María Ágústsdóttir
» Af ein-stökum lið-
um sjáum við
mesta aukningu
í helgihaldinu,
en messum,
kyrrðar- og
bænastundum
hefur bæði
fjölgað og eins
sækja þær fleiri.
Höfundur er héraðsprestur.
FRUMKVÆÐI Sjóvá Almennra
með að hugmyndum um fjár-
mögnun framkvæmda við tvöföldun
og lýsingu Suðurlandsvegar frá
Reykjavík austur fyrir Selfoss hefur
opnað möguleika á að
hefja framkvæmdir við
tvöföldun vegarins
mun fyrr en annars
hefði orðið. Framsýnir
sveitarstjórnarmenn á
Suðurlandi voru fljótir
að hoppa á vagninn
með Sjóvá Almennum
og hafa með trygg-
ingafélaginu stofnað
einkahlutafélagið Suð-
urlandsvegur ehf.
Sveitarstjórn-
armenn vel með á
nótunum
Aðkoma Sjóvár Almennra að
þessu máli gerir það enn meira
spennandi, þar sem félagið horfir á
framkvæmdina út frá öryggissjón-
armiði fyrst og fremst og leggur
áherslu á að gengið verði út frá
háum öryggisstöðlum á öllum svið-
um hvað framkvæmdina varðar.
Þó sveitarstjórnarmenn austan
Hellisheiðar hafi verið snöggir til
með Sjóvá Almennum í þessum efn-
um, hafa enn ekki komið þau við-
brögð frá Vegagerð og samgöngu-
yfirvöldum sem vekja vonir um að
þeir ætli líka snögglega að hoppa á
vagninn.
Óásættanleg áætlun
Samkvæmt áætlunum sem uppi
eru af hálfu Vegagerðarinnar er
gert ráð fyrir 2 + 1 vegi, eins og
þegar hefur verið byggður í Svína-
hrauni, frá Hveragerði að Hafra-
vatnsvegi utan við Reykjavík og er
forhönnun í þeim framkvæmdum
lokið. Einnig er gert ráð fyrir sams-
konar vegi milli Hveragerðis og Sel-
foss í fyrstu en áætlað að á þeirri
leið verði í framtíðinni byggður veg-
ur með tveimur akreinum í báðar
áttir.
Af þessu má ráða að
þeir er með ferðina
fara í þessum efnum
berja hausnum enn við
steininn og neita að
viðurkenna nauðsyn
þess að Suðurlands-
vegur verði tvöfaldaður
alla leið frá Reykjavík
og austur fyrir Selfoss.
Það er með öllu óá-
sættanlegt að ekki
skuli horft til framtíðar
í þessum efnum, sér-
staklega í ljósi þeirrar
miklu umferðar sem
nú þegar er á þessari leið og ljóst
er að sú umferð á eftir að aukast til
muna á næstu árum.
Lykillinn að þróun byggðar
Það er ekki einungis öryggisins
vegna sem gera þarf kröfu um að
þegar verði hafist handa við að und-
irbúa tvöföldun og lýsingu Suður-
landsvegar alla leið frá Reykjavík
austur fyrir Selfoss. Heldur er sú
framkvæmd einnig lykillinn að frek-
ari þróun og eflingu byggðar austan
Hellisheiðar. Skref í þá átt að gera
suðvestur hornið að einu atvinnu-
svæði og efla þannig bæði atvinnu
og byggð á öllu svæðinu.
Ekki á að sóa fjármunum
í vonlausa 2 + 1 lausn
Í þessu mikla hagsmunamáli
duga engin vettlingatök lengur og
ljóst er að koma verður í veg fyrir
að frekari fjármunum verði sóað í
vonlausa 2 + 1 lausn á þessari leið.
Vegfarendur um Suðurlandsveg
hafa þegar fengið reynsluna af
þessari lausn með vegarkaflanum í
Svínahrauni og ljóst er að hún
gengur einfaldlega ekki upp og
stendur ekki undir þeim kröfum
sem gera þarf til svo fjölfarins veg-
ar.
Ýtum vagninum saman í mark
Nú þarf að leggjast á eitt um að
þegar verði hafist handa við und-
irbúning framkvæmda á tvöföldun
og lýsingu Suðurlandsvegar. Tæki-
færið hefur verið opnað með stofn-
un Suðurlandsvegar ehf. Möguleik-
inn liggur á borðinu hjá yfirvöldum
samgöngumála.
Það er Sunnlendinga allra að
sameinast um að berja þetta stóra
hagsmunamál í gegn. Sjóvá Al-
mennar og sveitarfélögin hafa ýtt
vagninum af stað með stofnun Suð-
urlandsvegar ehf. og nú er það
Sunnlendinga allra að ýta vagninum
áfram að markinu. Ég er til í að
leggja mitt afl af mörkum, með
Sunnlendingum, til að koma þeim
vagni í mark sem fyrst.
Tvöföldun Suðurlandsvegar
lykillinn að þróun byggðar
Grímur Gíslason fjallar um
samgöngumál » Sjóvá Almennar ogsveitarfélögin hafa
ýtt vagninum af stað
með stofnun Suður-
landsvegar ehf. og nú er
það Sunnlendinga allra
að ýta vagninum áfram
að markinu.
Grímur Gíslason
Höfundur er framkvæmdastjóri og
býður sig fram í 3–5 sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi.
Í KASTLJÓSINU 18. september
hafði Sigmar sjónvarpsmaður feng-
ið tvo sérfræðinga til að ræða við
sig um hraðakstur á íslenskum
vegum. Var þeim báðum mikið
niðri fyrir og höfðu ríka þörf fyrir
að tjá sig sem er síst
að furða eftir að 20
banaslys hafa þegar
orðið á árinu auk allra
þeirra slysa sem leitt
hafa til limlestinga og
alvarlegrar fötlunar.
Gestir þáttarins voru
sammála um það, að
ökuhraði væri mikill
og að vegirnir væru
ekki nógu góðir. En
úrbótatillögur þeirra
voru mismunandi.
Annar þeirra taldi það
meðal forgangsverk-
efna að breikka vegina og bæta
þannig akstursskilyrðin, en hinn
lagði til að sérstakir kassar sem
skráðu ökuhraðann væru settir í
hvern bíl og nú þegar væri byrjað
að framleiða bifreiðar sem hefðu
aukalykla fyrir takmarkaðan öku-
hraða.
En sameiginlegt fyrir þessar til-
lögur var það, að framkvæmd
þeirra beggja tók langan tíma,
jafnvel áratug, og kostnaður við
þær var yfirþyrmandi, lék á millj-
örðum fremur en milljónum. Sjón-
varpsmenn eiga skilið þakkir fyrir
að taka þetta stórmál fyrir og opna
þannig umræðu um það, þótt sum-
um kunni að finnast að umræddur
þáttur hafi ekki skilað miklu. En
nú er vonandi að sú umfjöllun sem
hlýtur að fylgja í kjölfarið leiði til
aðgerða sem snýr hlutunum til
betri vegar. Ég undirritaður leyfi
mér hér með að leggja strax orð í
belg og koma þannig hugmyndum
mínum á framfæri, þ.e.a.s. hug-
myndum sem leiða fljótt og vel til
bættrar umferðarmenningar. Og
satt að segja beið ég stöðugt eftir
að þær kæmu fram í
þættinum. En svo
varð ekki og þess
vegna eru þær settar
fram hér:
Margreynt hefur
verið að hvetja bíl-
stjóra með ákveðnum
orðum að aka gætilega
en það hefur því mið-
ur lítinn árangur bor-
ið. Ökuhraðinn er sí-
fellt að aukast og það
virðist vera orðinn
hreinn kækur hjá
mörgum að aka stöð-
ugt á yfir 100 km hraða þegar þess
er kostur. Þetta er orðinn svo ríkur
vani að það þarf eitthvað mikið til
að menn láti af honum. Það þarf
áreiðanlega meira en vel meint orð
þótt þau séu ágæt og nauðsynleg.
Það sem þarf að gera er að slá fast
á ofsaaksturinn, þannig að engum
komi til hugar að aka lengur á
ólöglegum hraða. Það högg má
veita með því að hækka viðurlög
fyrir brot á umferðarlögum, þyngja
sektirnar og lengja tímann sem bíl-
stjórar eru sviptir ökuleyfum.
Þetta er afar auðveld leið og það
besta við hana er það, að hún er
bæði fljótfarin og kostar lítið sem
ekki neitt miðað við aðrar leiðir.
Athugum nú t.d. hvað það kostar
bílstjóra að keyra á 110 km hraða
þar sem hámarkshraði er 90 km/
klst.
Jú, þá fær hann 10 þúsund króna
sekt. Þetta er nánast feimnismál
því að upphæðin er svo lág að það
verður ekki litið á brotið sem glæp
heldur líkt og ávaxtahnupl í stór-
markaði. Annað kemur á daginn ef
sektin væri 50.000 krónur. Þá sjá
allir að það er glæpur að keyra á
ólöglegum hraða og það að keyra á
150 km hraða og þaðan af meira er
stórglæpur sem ætti að kosta
hvern ökumanninn sem það reynir
100 þúsund krónur. Jafnframt ætti
hann að missa ökuskírteinið í sex
mánuði í stað þriggja.
Þessar aðgerðir virka fljótt og
vel, því að varla láta ökuþórarnir
hanka sig oftar en einu sinni eftir
að þeim verður ljóst að hraðakstur
skoðast sem glæpur, og refsing
verður í samræmi við hann. Varla
ætti það að vefjast lengi fyrir yf-
irvöldum að hagræða lögum og
reglugerðum þannig að þessar að-
gerðir geti komið til framkvæmda
við fyrsta tækifæri. En vel og
rækilega þarf að kynna almenningi
breytinguna áður en hún tekur
gildi til þess að bílstjórar viti
hverju þeir megi búast við ef þeir
brjóta af sér í umferðinni
Er hægt að bæta
umferðarmenninguna?
Torfi Guðbrandsson
fjallar um hraðakstur » Það sem þarf að geraer að slá fast á ofsa-
aksturinn, þannig að
engum komi til hugar að
aka lengur á ólöglegum
hraða.
Torfi Guðbrandsson
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.