Morgunblaðið - 06.11.2006, Side 32

Morgunblaðið - 06.11.2006, Side 32
32 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Brynhildur Sig-urjónsdóttir fæddist á Borg- arfirði eystra 21. maí 1928. Hún lést 14. október 2006 á Landakotsspítala í Reykjavík. For- eldrar hennar eru Sigurjón Bjarnason, f. á Sperðli í Vest- ur-Landeyjum 14. október 1883, d. 24. janúar 1968, og Guðfinna Kristín Þórðardóttir, f. á Kolsstöðum á Völlum í Suður- Múlasýslu 14. janúar 1889, d. á Landspítalanum í Reykjavík 11. desember 1963. Sigurjón og Guðfinna giftu sig 22. desember 1911 og hófu bú- Hinn 1. maí 1955 giftist Bryn- hildur Jens Þórðarsyni vélstjóra sem var frá Ísafirði. Þau höfðu þá nýverið eignast dótturina Eddu Margréti. Þau skildu ellefu árum síðar og Jens lést 18. mars 2001. Edda Margrét er fædd 30. jan- úar 1955 og er leikskólastjóri í Njálsborg. Hún giftist Baldri Hrafnkeli Jónssyni kvikmynda- tökumanni, f. 26. mars 1945, hinn 26. júlí 1976. Foreldrar hans voru Jón Oddgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, og kona hans Fann- ey Jónsdóttir. Baldur og Edda eiga börnin Jón Ægi, deild- arstjóra hjá Bykó, f. 30 nóvember 1975, unnusta hans er Natasha Jónsson; Jens Fannar, starfsmann Íslandspósts, f. 9. janúar 1978 og Brynhildi, nema í fornleifafræði, f. 9. nóvember 1981. Baldur átti soninn Brján, f. 4. ágúst 1964, unnusta hans er Sigurveig Ragn- arsdóttir. Útför Brynhildar var gerð í kyrrþey að hennar ósk. skap á leigujörðinni Hólalandi þar sem þau bjuggu í 18 ár. Árið 1930 kaupa þau Hvolsland sem verð- ur framtíðarheimili þeirra. Sigurjón átti eina dóttur fyrir áð- ur en hann flutti austur, en hann og Guðfinna eignuðust tíu börn saman. Eitt þeirra, drengur, lést á fyrsta ári en níu náðu fullorðinsaldri og þau eru: Geir, f. 1912, Óskar 1914, Guðbjörg 1915, Sólveig 1917, og Brynhildur 1928, en þau eru nú öll látin. Eftir lifa Herdís, f. 1922, Margrét, f. 1926, Stella Guðrún, f. 1929, og Lára, f. 1934. Nú kveðjum við bestu vinkonu okkar, móður og ömmu. Hún bjó með okkur síðustu æviárin okkur öll- um til gleði og ánægju. Alla tíð höf- um við fjölskyldan verið mjög náin hvert öðru og er því erfitt að sjá á bak bestu vinkonu, móður og ömmu sem hefur alltaf verið til taks fyrir okkur öll. Brynhildur var afskaplega glaðlynd og bjartsýn að eðlisfari og mikill dugnaðarforkur. Hún þurfti að sjá sér farborða frá 14. ára aldri og flutti þá frá bernskustöðvunum á Borgarfirði eystra til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan alla tíð. Hún starfaði við hin ýmsu störf en lengst af var hún matráðskona á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og síðan matráðskona og leiðbeinandi í leik- skólanum Sólbrekku á Seltjarnar- nesi. Það eru góðar minningar sem við fjölskyldan eigum frá ótal ferðum innan lands og utan. Sérstaklega minnumst við ferðar til Ítalíu sem farin var fyrir tuttugu árum og ferð- ar sem við mæðgurnar þrjár fórum til Borgarfjarðar eystra fyrir nokkr- um árum, þar fengum við þá leiðsögn um sveitina sem við búum að í dag. Síðustu fimm árin bjuggum við öll saman í Suðurmýrinni á Seltjarnar- nesinu og þykir okkur mjög vænt um þann tíma sem við fengum saman þar. Það var notalegt að koma niður á sunnudagsmorgnum og fá kaffi og eitthvað nýbakað með. Brynhildi þótti mjög gaman að elda mat og var alltaf tilbúin að búa til eitthvað gott handa okkur, en nú er það okkar að elda hamborgarhrygginn og laga karamellurjómaröndina á jóladag. Vonandi erum við vandanum vaxin eftir áralangar leiðbeiningar Bryn- hildar í matargerð. Elsku mamma, tengdamamma og amma við kveðjum þig að sinni og látum fljóta með lítið ljóð sem ónefnd kona orti um æskustöðvarnar á Borgarfirði eystra en þær voru Brynhildi mjög hugleiknar. Inn á Hvolnum er draumfagurt vor lóan syngur og lækurinn hlær og þar á ég svo ótal mörg spor er um vanga lék svalandi blær. Þar er ilmur úr gróandi jörð geislar leika um lautir og börð lóan syngur og lækurinn hlær þar við hólinn stóð hjartahlýr bær langt er nú síðan ég hoppaði og hló og hentist um lautir og mó. Enn syngur lóan og lækurinn hlær en horfinn er hjartahlýr bær. Já svo líða árin fjær og fjær hvar eru sporin mín frá því gær. Hvíl þú í friði Edda Margrét, Baldur Hrafn- kell, Jón Ægir, Jens Fannar, Brynhildur og Brjánn. Stundum þarf ekki að segja neitt. Eitt augnatillit, fallegt bros og við skynjuðum strax hversu stór hluti Brynhildur yrði af fjölskyldunni. Traust, hlý og látlaus í allri fram- göngu. Tifandi og fallegt göngulagið; fyrst fylgdi hún Herdísi heim úr skólanum, seinna kom hún ein, alltaf eins og klukka, gangandi inn götuna. Það er svo margs að minnast. Brynhildur var ein af fjölskyldunni í mörg ár og umvafði börnin hlýju og elsku. Það var ekki fyrr en við flutt- um austur á land að hún hætti að vera hluti af daglegu lífi okkar. Nú er okkur sérlega kær minningin um heimsókn hennar hingað austur fyrir rúmu ári þegar Dóra varð eins árs gömul. Brynhildi þótti ekki tiltöku- mál að leggja land undir fót til að heimsækja krakkana sína fyrir aust- an. Það var raunar fátt sem henni þótti tiltökumál. Hún gekk til verka eins og hún hafði gert frá því hún var ung stúlka, allt þar til hún veiktist fyrr á þessu ári. Hún var sístarfandi, iðin og samviskusöm eins og svo margir af hennar kynslóð. Brynhildur talaði ekki mikið um sjálfa sig, hún hafði miklu meiri áhuga að heyra af því hvernig öðrum liði. Stundum sagði hún okkur þó sögur úr Borgarfirðinum þar sem Dyrfjöllin rísa há og fögur. Þar var hennar æskuheimili í stórum systk- inahópi. Engan skyldi undra þótt slík sveit hafi alið af sér konu eins og Brynhildur var. Brynhildur var umvafin ástríkri fjölskyldu, Eddu dóttur sinni, Baldri og börnunum. Síðustu árin bjuggu þau saman í húsi og nutu samvist- anna hvert við annað. Þegar við kom- um í kaffi til hennar var þess ekki langt að bíða að Edda birtist í dyra- gættinni til að athuga hvað væri á seyði á neðri hæðinni. Þær fylgdust hvor með annarri. Hún Edda mín, sagði Brynhildur iðulega. Þær höfðu ýmislegt á prjónunum, stundum voru það ráðagerðir um ferðalög, búðarferðir, hvað sem var, en það var alltaf hún Edda mín. Oftar en ekki var matargerð á dagskrá í Suð- urmýri og meiri listamann í eldhús- inu en Brynhildi hef ég ekki hitt. Síðustu sporin voru Brynhildi erf- ið en sýndu um leið lífsgleði hennar og æðruleysi. Hún vissi ekki hvað það var að gefast upp. Við Tómas og börnin okkar fjögur, þau Sigurður, Jóhannes, Herdís og Dóra, kveðjum Brynhildi vinkonu okkar með virð- ingu og þökkum henni allt sem hún var okkur. Hugur okkar er hjá Eddu og fjöl- skyldu hennar; þeirra er missirinn mestur. Ólöf Nordal. Brynhildur Sigurjónsdóttir Góður vinur er fall- inn frá á besta aldri, varð hann að lúta í lægra haldi fyrir krabbameini sem hann barðist við í nokkur ár. Það er sárt að sjá á eftir góðum vini sem háði hetjulega baráttu við sjúkdóm sinn. Fyrir 27 árum kynntist ég Hjör- leifi, ég var þá að stíga mín fyrstu skref sem sjúkraflutningamaður. Hafa leiðir okkar oft legið saman síð- an bæði í gegnum sjúkraflutninga- starfið og í starfi Rauða kross Íslands en í þeim störfum var Hjörleifur góð- ur og ötull liðsmaður. Á þessum árum hefur samband okkar aukist eftir því sem árin liðu, ekki síst eftir að eig- inkonur okkar kynntust og með þeim tókst góð vinátta. Elsku Sigrún og fjölskylda, við Ás- laug sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurður Hjálmarsson. Kæri vinur, mig setti hljóðan þegar þú sagðir mér um veikindi þín fyrir um tveimur árum. Þrátt fyrir létt- leika þinn og viljakraft vissum við Hjörleifur Ingólfsson ✝ Hjörleifur Ing-ólfsson fæddist á Vöglum í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu 4. september 1940. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 28. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 2. nóvember. báðir að þessi orrusta yrði erfið. Æðri mátt- arvöld hafa endað þá orrustu og gefið þér frið og vellíðan að nýju; nú ert þú kom- inn á leiðarenda. Við í slökkviliðinu eigum svo margar skemmti- legar og góðar minn- ingar um þig sem starfsfélaga og traust- an vin, þú sem reynd- ist okkur svo traustur í lífi og starfi. Þegar ég hóf störf hjá Brunavörnum Suðurnesja fyrir rúmum áratug lærði ég fljótt að þú varst einn af þessum ómetanlegu starfskröftum slökkviliðsins, hafsjór af reynslu og fróðleik um starfið og búnað liðins. Reynsla þín til margra áratuga náði til innstu rótar sam- félagsins á erfiðum stundum þegar slys, veikindi eða önnur vá gerist. Oft leitaði ég til þín um sértækan búnað liðsins, þar hafðir þú lausnir sem reyndust okkur vel. Í samskipt- um okkar kynntist ég léttleika þín- um og húmor sem endurspeglaðist í „glotti“ og eftirminnilegum orðatil- tækjum sem lengi verða í minnum höfð. Kæri vinur, við kveðjum þig með söknuði, minningin um þig er okkur svo dýrmæt. Eiginkonu þinni, börn- um og öðrum nánum aðstandendum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur á erfiðum tímum. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Elsku afi. Minning- arnar um þig fara algjörlega á sveim og hafa verið á sveimi síð- ustu daga. Góðar minningar með meiru. Nú þegar ég fer að hugsa um minningarnar man ég rosavel eftir fuglinum ykkar ömmu. Hann var gulgrænn að mig minnir. Ég var eitthvað að dunda mér við teikn- ingar þegar við sjáum að fuglinn hefur sloppið úr búrinu sínu. Við Halldór Þorvaldur Ólafsson ✝ Halldór Þor-valdur Ólafsson, sjómaður og mat- sveinn, fæddist á Ísafirði 17. maí 1923. Hann andaðist á Landspítala Landakoti 12. októ- ber síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 23. októ- ber. amma förum fram því ég varð hrædd. Við amma sátum í stiganum og vorum að tala saman þegar þú kemur fram ekki svo löngu síðar og segir okkur að fugl- inn sé kominn í búrið sitt aftur. Skipin þín voru í miklu uppáhaldi hjá þér. Teikningarnar sem þú gerðir voru í meira lagi með mis- munandi skipum. Núna í seinni tíð lít ég oft út á sjó og gái hvort ein- hver framandi skip séu nokkuð að fara að sigla í höfn. Eldhúsið áttir þú algjörlega um kvöldmatarleytið. Kjötbollur, fisk- ur, bjúgu og kjötsúpa, nammi namm. Mikið góðgæti. Veislurnar á Hverfisgötunni voru alltaf jafn skemmtilegar. Við krakkarnir sát- um oft inni í herbergi að dunda okkur. Oft fórum við í feluleiki og þú gast alltaf reddað okkur vasa- ljósum. Inni í þessu herbergi var fullt af skemmtilegu dóti, Línu langsokks-platan þín sló þó öll met. Ég sat þar lengi vel og hlust- aði á sama lagið aftur og aftur, þú komst oft inn og hlustaðir með mér. Ég man eftir matarboði hjá Siggu og ég hafði fengið munn- hörpu í skóinn. Þú varst nú ekki lengi að kenna mér og fleiri krökk- um sem voru í sjónvarpsstofunni að spila gamla Nóa þótt þú hefðir ekki gott af því. Ég æfði mig og einn daginn tók ég munnhörpuna í skólann og spilaði að gamni. Nú kann ég bara byrjunina á laginu. Það var líka mjög mikill sögu- maður í afa. Þegar hann sagði mér söguna um eina sveitaferðina sína hélt hann mér spenntri allan tím- ann. Afi, ég sakna þín allsvakalega en ég veit að ég á eftir að hitta þig aftur og þú fylgist með okkur öll- um í fjarlægð. Afi, takk fyrir allar góðu stundirnar með þér. Og vil ég senda samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar minnar. Þitt barnabarn, Auður Ösp Magnúsdóttir. Það sigldi skip inn fjörðinn. Strákurinn vissi að skipstjórinn væri frændi hans. Lítill strákur beið á bryggjunni og gekk um borð, þegar Þyrill var lagstur að Öldubrjótnum. Hann bað um að fá að hitta skipstjór- ann. Þar kynnti hann sig. Það varð þögn. Skipstjórinn horfði lengi á strák- inn. Tók svo í hönd hans og bauð hann velkominn um borð. Stráknum var vísað í káetu skip- stjóra og fékk appelsín, sem ekki var vanalegt hjá honum á þeim tíma. Síðan ræddu þeir svolítið saman. Skipstjórinn hafði mörgu að sinna og stráknum var sagt að vera kyrr- látur. Strákurinn var lengi um borð og fékk að vera með á ferðum skipstjóra Tryggvi Gunnar Blöndal ✝ Tryggvi GunnarBlöndal fæddist í Stykkishólmi 3. júlí 1914. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudag- inn 13. október síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 20. október. um skipið, vera með á fundum með bátverjum og öðrum sem um borð komu. Það sigldi skip inn fjörðinn. Alltaf var strákurinn á Öldu- brjótnum á Siglufirði, tók á móti Þyrli og gekk um borð. Honum var aldrei vísað burt. Þannig liðu árin án þess að mikið væri sagt, en strákurinn og skip- stjórinn skildu hvor annan og vinátta skap- aðist. Leiðir skilur oft hér í lífinu og eins gerðist það með strákinn og skipstjór- ann. Strákurinn varð fullorðinn og fluttist til Noregs. En á undarlegan hátt lágu lífsleiðir okkar aftur saman eftir mörg ár. Í fyrsta skipti í Kristiansand, þar sem þú áttir erindi. Þá þótti mér vænt um að þú vildir dvelja hjá okkur þessa daga. Þú varst góður og velkominn gestur. Þar kynntumst við að nýju og þar voru rifjuð upp gömul kynni, gamlar minningar um menn og málefni. Ég minnist þinna hnitmiðuðu setn- inga. Eins og þegar tveggja ára dreng- urinn á heimilinu vildi láta taka eftir sér og hafði sig eitthvað mikið í frammi. Þá leist þú á mig og sagðir: „Hefur enginn kennt þér að halda kjafti, vinur?“ Síðar heimsóttir þú okkur í Skien, þar sem þú varst að líta á skip, sem voru til sölu. Þar endurnýjuðum við enn kynni okkar. Tryggvi frændi. Ég þakka samveru- stundirnar, sem voru of fáar, en góðar. Ég þakka þér fyrir heimsóknirnar hér í Noregi og að ég gat á svolítinn hátt endurgoldið þá vináttu og virðingu, sem þú sýndir mér sem litlum strák í skipi, bundnu við Öldubrjótinn á Siglu- firði. Það eru kærar minningar frá barn- æsku minni. Og kært er mér málverk- ið, sem ég á eftir þig og prýðir stofu okkar. Það minnir mig á heiðursmann. Það siglir skip út fjörðinn … Arnþór Blöndal. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.