Morgunblaðið - 06.11.2006, Qupperneq 39
F
lugan er kaffihúsafíkill og sinnir gjarnan
þeirri nautn sinni snemma á morgnana eins
og aðrir borgarbúar sem undirbúa vinnu-
daginn með einum stórum latte og blaða-
lestri. Það gerði rithöfundurinn Hallgrímur
Helgason í vikunni, mættur með hattinn og hvöss þjóð-
félagsrýniaugun á Segafredo á Lækjartorgi. Hallgrímur
var reyndar líka bæði gestur og ræðumaður á NASA á
föstudagskvöldið þegar bróðir hans í pólitíkinni, alþing-
ismaðurinn Helgi Hjörvar, hélt boð í tilefni af prófkjöri
Samfylkingarinnar. Þegar Fluga kom í hús voru Ellen
Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson að „performera“
fyrir viðstadda eins og Dag B. Eggertsson „betriborg-
arbaráttumann“ og Jóhönnu Sigurðardóttur alþing-
ismann sem var í félagsskap vinkonu sinnar Önnu Agn-
arsdóttur framkvæmdakonu. Þrátt fyrir
monsúnrigningu á laugardaginn var múgur og marg-
menni í bænum auk þess sem hundar trítluðu stoltir í
skrúðgöngu niður Laugaveginn, flestir í flottari regn-
fatnaði en tvífættir, og rauð regnhlíf rækilega merkt
Glitni hélt verndarhendi yfir hárgreiðslu ótískuþenkjandi
frúar í göngunni. Skaust hundblaut inn í Fríðu frænku á
Vesturgötunni í leit að öðruvísi gjöf og sló í gegn í veislu
um kvöldið með mjólkurkönnu úr mávastellinu og
klunnalegan borðkveikjara úr ónix. Var reyndar næstum
fallin fyrir gömlum vindlakassa stútfullum af snjáðum
biblíumyndum. Greinilegt að hvorki markaðssetningin né
dreifikerfið í sunnudagaskólanum hefur verið öflugt. Að
öllu jöfnu er Flugu meinilla við ketti en ,,second hand“
fatabúllan Gyllti kötturinn í Austurstræti er alltaf
malandi og vinaleg og því var kíkt í eins árs afmæli glam-
úrkisunnar á laugardaginn þar sem konur á öllum aldri
voru æstar að skoða pelsa og glitrandi jólakjóla, sumar
hverjar hvæsandi og klórandi.
Myndlistarmaðurinn Georg Guðni opnaði sýningu með
sérstæðum landslagsmálverkum sínum í Gallery Tur-
pentine í Ingólfsstræti á föstudaginn og tók vel á móti
listunnendum eins og borgarbarninu Hans Kristjáni Ár-
nassyni og Sævari Karli og frú hans, Erlu Þórarins-
dóttur, en hún hafði orð á að skrýtið væri að engin gesta-
bók væri á svæðinu. En það vantaði sko ekki gestabókina
daginn eftir í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti þegar
rithöfundurinn Þráinn Bertelsson bauð alla frambjóð-
endur (og annað fólk) velkomna á málverkasýningu sína.
Listamaðurinn var listavel klæddur í ljósum fötum og á
glænýjum skóm, líklega hefur Sævar sjálfur tekið að sér
stílistahlutverkið. Árni Bergmann fræðimaður og Jónas
Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, poppuðu inn ásamt
mýgrút af öðrum áhugasömum sem heiðruðu hinn fjöl-
hæfa meistara; sköpunarÞráin … | flugan@mbl.is
,,Betriborgarbaráttu-
menn og Glitnisregnhlíf“
Sigríður Klingenberg og Sigrún Klingenberg
Hrefna Ósk Ben og Rósa Guðbjartsdóttir
Brynjar Úlfur,
Brynja Gunanrs-
dóttir og Kristján
Sævarsson
Eva Dís Þórðardóttir og Guðbjörg Hjálmarsdóttir
Halla Jóhannesdóttir og Guðný Elíasdóttir
Margrét Rós Einarsdóttir og Inger Rós Ólafsdóttir
Unnur Ósk Ármannsdóttir, Arna Sæmundsdóttir, Jón-
ína Magnúsdóttir og Auður Ólafsdóttir
Nína Magnúsdóttir, Úa Magn-
úsdóttir og Andrea Maack
Morgunblaðið/Eggert
Hafþór Ingvarsson, Gunnar B. Kvaran, Ólafur Kvaran,
Daniel Birnbaum og Hans Ulrich Obrist
Hulda Stefánsdóttir og
Katrín Sigurðardóttir
Sigrún Davíðsdóttir og
Sverrir Guðjónsson
Jóhanna Gunnarsdóttir og Steinunn
Valdís Óskarsdóttir
Hlaðgerður Íris Björnsdóttir
og Aron Reyr
Herdís Þorvaldsdóttir
og Árni Blandon
» Sýningin Bandarísk list á þriðja árþúsundinu var opnuð íListasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.
» Í tilefni afopnun
nýrrar versl-
unar, b-young,
í Hafnarfirði
var boðið upp
á ýmis
skemmti-
atriði.
… listamaðurinn var lista-
vel klæddur í ljósum fötum
og á glænýjum skóm …
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 39
flugan
STUNDUM er engu líkara en
skuggar fari á leik í ljóðabókum
skálda. Þau eru stödd í myrkraver-
öld sem engin leið virðist út úr.
Svo er með ljóðabókina Vélgöltinn
eftir Bjarna Bernharð. Þar segir
frá sturluðum hjörtum, óláni og
leið sem vörðuð er fíkn, geðveiki
og gjörðum sem
erfitt er að fyr-
irgefa. Þetta er
bók sem lýsir
mannlegri rúst
sem þó stendur.
Eitt kvæði heitir
Myrkur og túlk-
ar vonleysi og
kulda einsemdar
og annað nefnist
Lostið tré:
Mannlífið er einsog tré sem elding hefur
lostið. Klofið niður í miðjan bol en stend-
ur þrátt fyrir það keikt. En ræturnar
munu fúna.
Þessi ljóðabók er einhvers konar
tilraun til uppgjörs. Ljóðsegjandi
fremur óafturkræfan glæp, morð,
sem hvílir þungt á sinni hans. Aft-
ur og aftur fer hann yfir atburða-
rásina og reynir að skilja hvers
vegna hann framdi þessa ódáð. Í
spilunum er engin fyrirgefning eða
syndaaflausn, einungis sá veruleiki
fíknar, óláns og tilvistarlegrar
nauðar sem leiddi hann þessa leið.
Margoft hefur hann reynt að endurlifa
þessi augnablik atburðanna og gera sér
grein fyrir hvað knúði hann til ódæð-
isins. En alltaf gripið í tómt. Stundin þar
á eftir er honum þó ljós. Hann var ótta-
sleginn sakir þess að hann hafði framið
verknað sem var óafturkræfur. Hann
leitaði í vitfirringunni eftir röksemdum
fyrir glæpnum. Í huga hans hlóðust upp
ýmsar tengingar sem réttlætt gátu ger-
ræðið. Síðan dofnaði hann upp. Gekk síð-
an útí nóttina og fann fyrir vélrænum
takti í hreyfingum líkama síns.
Annað mikilvægt meginstef bók-
arinnar snýr að tilveru ljóðsegj-
andans sem utangarðsskálds. Stór
hluti verksins er smásaga um
þorpsbúa sem fer aðra leið en aðr-
ir íbúar þess og er hrakinn að
heiman, hrakinn úr samfélagi
manna. Skáldinu er umhugað um
að lífsreynsla sín sem fíkniefna-
neytandi skipti þrátt fyrir allt máli
fyrir skáldskap hans. Hann sé
kannski ekki skáld vegna hennar
en hún hafi kveikt með honum list-
rænan þankagang.
Öll lífsreynsla skiptir að sönnu
máli. En hún tryggir ekki góðan
skáldskap. Það gerir starfi skálds-
ins. Bjarni Bernharður er óvenju
einlægt skáld. Honum tekst best
upp þegar hann starfar að mynd-
byggingu og segir sögur. Síðri
finnst mér þau verk hans þar sem
hann rökræðir við lesandann.
Myrkrið í gluggalausu húsi er
heldur ekki besti efniviður sem völ
er á og manni finnst eins og það
væri höfundinum gott að koma sér
út úr myrkrinu í von um að finna
einhverja ljósbera til að lýsa upp
veginn framundan. Skáldin skrifa
einfaldlega betur við ljós en í
myrkri.
Myrkrið
BÆKUR
Ljóðabók
Eftir Bjarna Bernharð.
Deus 2006. 69 bls.
VÉLGÖLTURINN
Skafti Þ. Halldórsson
Bjarni Bernharður.