Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 25
sem er langt komin.“ Ljóðabókin Ísfrétt, fyrsta bók Gerðar Kristnýjar, kom út árið 1994. Þá var hún blaðamaður á viku- blaðinu Eintaki, en hafði áður starf- að á Tímanum. Seinna fór hún yfir til Fróða og skrifaði í flest blöð útgáf- unnar í tvö ár. Að því búnu var hún ritstjórnarfulltrúi Séð og heyrt í tvö ár og loks gerð að ritstjóra Mannlífs árið 1998. Nýtir tímann Hvernig leið ljóðskáldinu sem textahöfundi hjá Séð og heyrt? „Þegar Séð og heyrt var sett á laggirnar fékk ég í fyrsta skipti laun í hverjum mánuði allt árið um kring hjá Fróða. Við blaðamennirnir vor- um verktakar og áður hafði ég þurft að hafa verulega fyrir laununum mínum. Verkefnin á Séð og heyrt voru líka mun fyndnari en á öðrum blöðum sem ég hafði unnið á. Ekki man ég eftir að hafa skrifað neitt í Séð og heyrt sem ástæða er fyrir mig að sjá eftir, nema þegar ég sagði lesendum óvart að Shirley Mac- Laine hefði komið hingað til lands að skoða geimverur. Þetta var víst bara óþekkt áströlsk nafna hennar,“ segir hún. Þú hefur komið frá þér tíu bókum á tólf árum, þrátt fyrir að hafa verið í fullri vinnu allan tímann eða að sinna ungu barni. „Sá sem hefur eitthvað að segja finnur alltaf tíma til þess að koma því frá sér. Ég kannast ekki við það að fá ritstíflu, því á meðan ég skrif- aði bara í leyfum og um helgar hafði ég alltaf langar pásur inni á milli til að velta fyrir mér næsta skrefi í skrifunum. Ég vandist því líka að vinna að mörgu í einu. Skírnir, sonur minn, var hjá dagmömmu part úr degi á meðan ég var að skrifa sögu Thelmu og það er bara sá tími sem ég hef haft hingað til. Ég nýtti hann því afskaplega vel. Síðustu daga hef- ur Skírnir verið í aðlögun á leikskóla og þegar henni er lokið get ég kannski farið að gera fleira en sitja við tölvuna, jafnvel lagt mig líka eða litið í bók,“ segir Gerður. „Eða skrif- að þrjár bækur á ári.“ Gerður Kristný hefur skrifað bækur fyrir börn og fullorðna, samið ljóð og skáldsögur, smásögur, við- talsbók og leikrit og eina ferðabók. Hún á smásögur í tveimur smá- sagnasöfnum þetta árið, annars veg- ar titilsöguna í safninu Heil brú sem kom út í vor sem leið og hins vegar draugasöguna Bara Sara í norrænu draugasagnasafni fyrir börn sem kemur út nú um miðjan nóvember. Í bókinni eru tvær sögur frá hverju Norðurlandanna og nefnist hún Draugurinn sem hló á íslensku. Auk Gerðar á Kristín Helga Gunn- arsdóttir sögu í bókinni. Of draugaleg „Ég skrifaði reyndar svo óhugn- anlega draugasögu, að ég var beðin um að breyta endinum,“ upplýsir hún. Gerður leggur reyndar áherslu á að bækurnar hennar líti ekki út fyrir að vera þýddar, að börnin í sögunum heiti íslenskum nöfnum eins og Þor- geir, Hekla og Viðar, og að sögusvið- ið sé Laugavegurinn, Ægisíðan, Sel- tjarnarnes eða Kringlan, sem sagt rammíslenskt. „Stelpan í draugasögunni minni fær samt að heita Sara, því það rím- ar við „bara“ og mér finnst rím draugalegt. Ég vildi að Sara byggi í hrörlegu timburhúsi þar sem vind- urinn gnauðar inn um óþétta gluggana. Mamma hennar þarf að fara á næturvakt og skilur hana eftir heima. Þegar rafmagnið fer þarf Sara að fara niður í kjallara og eiga við rafmagnstöfluna. Þar lendir hún í átökum við ramman draug en rétt sleppur undan honum og kemst aft- ur upp í herbergið sitt. Rétt í því sem hún er að festa svefn kemur draugurinn og andar ofan í háls- málið á henni og þar með er sögunni lokið. Allir höfundarnir hittust hér á landi í fyrravor til að ræða sögurnar og þá spurði danska ritstýran mig hvað kæmi raunverulega fyrir stelp- una. „Hún deyr,“ svaraði ég. Það fannst konunni mjög vond hugmynd að endi í barnabók en ég býst heldur ekki við að hún hafi lent í íslenskum draug. En ég breytti endinum á þá leið að ég sendi mömmuna aftur heim í morgunsárið til að breiða yfir dóttur sína.“ Var þér það ljúft eða óljúft? „Mér fannst aðallega bara fyndið að þurfa að gera þetta og finnst það enn. Ég gaf mér að tilgangurinn væri sá að skrifa ofboðslega drauga- lega draugasögu. En auðvitað skil ég hvað ritstýran var að fara og fyrst og fremst finnst mér afskaplega gaman að eiga sögu í þessari sam- norrænu draugabók. Ég hef lesið sögur allra hinna og þetta er mjög gott og fjölbreytt safn.“ Saga Thelmu á sænsku Þarsíðasta bókin þín, Myndin af pabba, saga Thelmu Ásdísardóttur, vakti mikil viðbrögð fyrir ári og nú er hún komin út á sænsku. „Já, aldeilis. Ég fékk fyrstu ein- tökin í liðinni viku. Við Thelma erum himinlifandi með hana. Svíarnir þorðu að hafa myndir af Thelmu og fjölskyldu hennar í bókinni sem ger- ir hana mjög áhrifaríka. Viðbrögðin við útkomu bókarinnar hér á landi voru mun meiri en við Thelma þorð- um að vona. Fólk stoppaði okkur stundum úti á götu, hringdi eða sendi tölvupóst til að þakka okkur fyrir. Mér er samt minnisstætt þeg- ar fólk hringdi heim til mín til að biðja mig um að standa fyrir lands- söfnun fyrir Thelmu og systur henn- ar í Ríkissjónvarpinu því „þjóðin skuldaði þeim“, eins og það var orð- að. Ég spurði á móti hvers virði öm- urleg æska væri og hvort fólkinu fyndist þjóðin skulda Thelmu og systrum hennar eina milljón, tvær eða hundrað. Má virkilega lækna allt með peningum?“ Fjölskyldan Kristján, Gerður Kristný og sonur þeirra Skírnir. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.