Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 22
daglegtlíf Framkvæmdum linnir ekki í Reykjavík. En hvað segja sérfróðir um húsin í höfuðborginni? » 36 húsin í borginni ljóðaunnandi Gerður Kristný fjallar um það þegar vandamál fullorðna fólks- ins bitna á börnunum í nýrri barnabók sinni. » 24 skáldskapur |sunnudagur|12. 11. 2006| mbl.is Eftir Guðrúnu Eddu Einarsdóttur gee2@hi.is S kólínan einkennist meðal annars af hlébarða- mynstri ásamt rauðum, gráum og brúnum litum,“ segir María Kristín Magnúsdóttir skóhönnuður um Gold N’red collection, nýjustu skólínuna sína, fyrir veturinn 2006. Þar gefur líka að líta semelíuskreytta hælaskó, stígvél og ýmsa fylgihluti. „Efnin sem ég nota í yfirleður eru hlýri og hrosshúð, mér finnst mikilvægt að halda hrárri áferð efnisins og þá sér- staklega í hlýraroðinu,“ segir María. Þegar efnin eru skoðuð nánar sjást rispur og skurðir í leðrinu, sem mynda mismunandi mynstur og gera þannig hvern skó einstakan. Og það sem gerir skóna ennþá einstak- ari er að yfirleðrið er að mestu leyti íslenskt, en María er í samstarfi við Sjávarleður á Sauðarkróki. Ökklabönd og glitrandi steinar Sérstök lína, Gold N’red limited, er samhliða Gold N’red-línunni fyrir veturinn 2006 og eru aðeins fram- leidd 24 pör í hverjum lit. Þetta eru stígvél í sebra- og hlébarðamunstri. „Ég vildi gefa viðskiptavinum mín- um möguleika á að skera sig úr,“ segir María og útskýrir að þessi lína sé í takt við tískustraumana hverju sinni. Síðastliðin ár hefur María einnig þróað ýmsar nýjungar í fylgihlutum fyrir skófatnaðinn, t.d. skóhlífar, sem hugsaðar eru til að breyta hæla- skóm í stígvél, og fást í mörgum stærðum. Áhugaverð semelíu- skreytt ökklabönd úr hrosshúð eða roði fylgja með nýju Gold N’red- skólínunni, og bjóða þau upp á alls konar möguleika og samsetningar. María leggur mikla áherslu á að sem flestir geti notað skóna, enda eru stígvélin sniðin þannig að þau passi konum með mismunandi svera kálfa. „Fætur kvenna hafa stækkað und- anfarna áratugi,“ segir María og upplýsir að skórnir fáist í stærð- unum 36 til 42. Með annan fótinn í skóverksmiðjum „Mikil vinna liggur á bakvið það að hanna skó og koma þeim á mark- mikinn gaum, þá einna helst hvernig hún vinnur með íslenskt hráefni. Að- spurð um næsta skref í markaðs- setningu skófatnaðarins segir María frá því að hún sé nú þegar komin í samstarf við dreifingaraðila í Hol- landi og hún stefni á að sækja á fleiri staði í útlöndum á komandi árum. Hún hefur undirbúið sig frá því í haust og stundar námskeiðið UH17 sem er á vegum Útflutningsráðs. „Þetta er mjög sniðugt nám fyrir þá sem eru með sinn eigin rekstur og stefna á erlendan markað,“ segir hún. Það má segja að María sé frum- kvöðull á sínu sviði og hefur hún að vissu leyti brotið ísinn fyrir komandi skóhönnuði á Íslandi. „Mikil vinna og þrautseigja fer í að fylgja öllu hönnunarferlinu eftir og það sem skiptir miklu máli er að vera sam- kvæmur sjálfum sér og hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur,“ segir María og bætir við að galdurinn sé fólginn í því að taka lítil skref í átt að takmarkinu. Morgunblaðið/Eyþór Ökklabönd María hefur þróað ökklabönd sem prýða stígvélin. Morgunblaðið/Eyþór Morgunblaðið/Árni Sæberg Vetrarlínan 2006 Sebra- og hlébarðamynstur í hávegum höfð sem og rauðir, gráir og brúnir litir. Skraut Semalíuskreytt öklabönd úr hrosshúð og roði fylgja með í Gold N’red- skólínunni. Skóhönnuður María Kristín Magnúsdóttir starfar, ásamt fleiri hönnuðum, í Verksmiðjunni á Skólavörðustíg, þar sem skór úr nýju línunni koma senn í hillur. að. Þegar ég hanna nýja skólínu byrja ég á því að velja liti og efni. Í því felst mikil rannsóknarvinna,“ segir María. Í hönnunarferlinu seg- ist hún gera sér far um að hlusta á hugmyndir viðskiptavina sinna og nota síðan hugmyndaflug sitt til þess að þróa skóna í takt við það sem þeir sækjast eftir. „Skólínan getur tekið miklum breytingum á þessu ferli,“ útskýrir hún. Í hönnunarferlinu er hún í sam- starfi við verksmiðjur í Kína. „Ég var lengi að finna réttu aðilana til að framleiða skóna, til að byrja með fór ég í samstarf við verksmiðjur á Spáni. En ég áttaði mig fljótlega á því að hagstæðast væri að flytja framleiðsluna til Kína. Sérstaklega upp á að hafa möguleika til að auka framleiðsluna og þess háttar,“ segir María. Útrás á erlendan markað Skórnir hafa ekki aðeins vakið at- hygli Íslendinga heldur hafa ferða- menn gefið skónum hennar Maríu Skref í átt að takmarkinu » Semelíuskreytt ökklabönd úr hrosshúð eða roði fylgja með nýju Gold N’red-skólínunni, og bjóða þau upp á alls konar möguleika og samsetningar. María Kristín Magnús- dóttir hefur nú hannað nýja línu af skóm, sem hún segir að gefi viðskiptavinum sínum tækifæri til að skera sig úr fjöldanum. Hauke Trinks fór yfir Atlantsála á skútu sinni og ákvað að hafa vetursetu á Seyðisfirði því að þar slær hjarta Íslands. » 28 sægarpur njósnarinn Einn fremsti njósnari Breta í heimsstyrjöldinni síðari var af íslenskum ættum. Saga William Stephenson. » 32 Jódís Kr. Jósefsdóttir byrjaði að safna ljóðum fjögurra ára er hún eignaðist Skólaljóðin og hefur safnað þeim síðan. » 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.