Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
J
agshemash! Nafn mitt Bo-
rat. Mér líka vel við þig.
Mér líka vel við kynlíf. Er
gott. Hvað kostar?“
Ef langur og slánalegur
náungi með svartan skóbursta sem
yfirskegg, íklæddur þvældum og
blettóttum gráum jakkafötum, vind-
ur sér að þér á förnum vegi og ávarp-
ar þig með þessum hætti hefurðu um
a.m.k. þrennt að velja:
Að hlaupa æpandi á
brott, gefa honum einn
á lúðurinn eða fara að
hlæja. Fyrrnefndu við-
brögðin einkenna fórn-
arlömb hans í hinni
óborganlegu „plat“-
heimildarmynd Borat:
Menningarlegir lær-
dómar um Ameríku til
handa hinni stór-
fenglegu þjóð Kasakst-
an. Síðastnefndu við-
brögðin einkenna hins
vegar milljónir áhorf-
enda.
Veröldin er á valdi
Borats Sagdiyev. Æv-
intýri þessarar ófyr-
irleitnu karlrembu,
kynlífs- og kynþátta-
bullu frá Kasakstan á
ferðalagi um Bandarík-
in slær aðsóknarmet
víða um lönd þessa dag-
ana og veldur hærri og
samfelldari hlátrasköll-
um, stundum reyndar
nokkuð taugaspennt-
um, en dæmi eru um
hin síðari ár. Það er að
verðleikum: Borat er í
grófleika sínum einhver
magnaðasta og marg-
slungnasta skemmtun
sem völ hefur verið á í
bíó um langa hríð. Og
að vonum ein sú umdeildasta.
Persónan, fréttamaðurinn Borat,
er hugarfóstur breska leikarans og
grínistans Sacha Baron Cohen, rétt
eins og Silvía Nótt er sköpunarverk
Ágústu Evu Erlendsdóttur. Borat og
Silvía eiga það sammerkt að ögra um-
hverfi sínu með því að ýkja fordóma
þess, hugaróra, öryggisleysi og hé-
gómleika. Þessar persónur eru
skrumskældur þjóðarsálarspegill.
Þannig er skotspónn Borats ekki Ka-
sakstan, þótt sá misskilningur sé
skiljanlega uppi þar í landi. Skot-
spónninn eru Bandaríkin.
Það gerir mörgum einnig erfitt fyr-
ir að höndla húmorinn að engin skil
eru á milli skaparans og sköpunar-
verksins. Rétt eins og Ágústa Eva
tjáir Sacha Baron Cohen sig lítt um
persónu sína nema sem hún, þ.e. í
hlutverkinu eða gervinu. Og enn eyk-
ur á vandann að skilin milli leikinna
atriða í myndinni og „raunverulegra“
eru engin.
Gyðingurinn gangandi
Cohen hefur sjaldan á ferli sínum,
sem spannar tæpan áratug, veitt per-
sónuleg viðtöl. Og þeg-
ar hann gerir það verst
hann fimlega flestum
spurningum um einka-
líf sitt. Í rauninni er
Sacha Baron Cohen
töluverð ráðgáta, eins
og stundum á við um
sérvitra snillinga.
Þekktar staðreyndir
eru m.a. þessar:
Hann fæddist fyrir
35 árum í London, og er
sonur hjónanna Ger-
alds Baron Cohen frá
Wales, sem rekur
herrafataverslun á
Piccadilly, og Daniella
Baron Cohen, sem er af
persneskum og gyð-
ingaættum og fædd í
Ísrael. Hann á tvo
bræður og er annar
þeirra, Erran Baron
Cohen, liðsmaður
bresku rafsveitarinnar
Zöhar og höfundur tón-
listarinnar í Borat. Þeir
bræður ólust upp við
notalegt fjölskyldulíf og
næg efni. Cohen gekk í
góðan einkaskóla. Með-
al félaga hans þar voru
tveir framtíðar-
grínistar, Matt Lucas
(Little Britain) og Dav-
id Baddiel, og er ekki
ólíklegt að í þeim fé-
lagsskap hafi satírískum sáðkornum
verið plantað. Þar var einnig Dan
Mazer sem síðar varð framleiðandi
Cohens þegar annað sköpunarverk
hans, Ali G, hóf göngu sína í sjón-
varpi. Hann þótti prúður og elskuleg-
ur skólapiltur. Eftir ársdvöl á sam-
yrkjubúi í Ísrael innritaði Cohen sig í
sagnfræði við háskólann í Cam-
bridge. Þar fór hann að fást lítillega
við leiklist en einnig sótti á hann frek-
ari áhugi á gyðinglegum rótum sínum
og hann gerðist félagi í samtökum
ungra gyðinga. Á þriðja námsári í
Cambridge skrifaði Cohen ritgerð
um þátt gyðinga í bandarísku mann-
réttindahreyfingunni. „Hann tók það
mjög alvarlega,“ er haft eftir félaga
hans, „og fór til Bandaríkjanna til
heimildarannsókna í sumarfríinu.
Ritgerðin fékk mikið lof.“ Af þessu
má sjá að „smekklaust“ kynþáttagrín
Cohens, sem beinist að blökkumönn-
um (samanber „súkkulaðifés“-
brandara Borats um t.d. Condoleezza
Rice) og öðrum hópum, líka að gyð-
ingum sjálfum, er byggt á þekkingu
og djúpri tilfinningu fyrir mynstri
svokallaðra fjölmenningarsamfélaga;
það er eins langt frá yfirborðslegri
aulafyndni og hugsast getur.
Afhjúpun merkikertanna
Leiklistin varð þó ofan á fræði-
mennskunni. Cohen fékk m.a. stórt
hlutverk í Fiðlaranum á þakinu í
West End-sýningu í London og söng-
hlutverk í My Fair Lady. En það var í
sjónvarpi sem hann fann viðspyrn-
una. Á kapalstöðinni Paramount Co-
medy Channel fékk Cohen að vera
með innskotsatriði milli þátta og
byrjaði að þróa sitt kómíska að-
alsmerki, bjánalegan spyril í viðtölum
við grandalaust fólk. Þetta framlag
og innsend umsókn með myndbands-
upptöku af albönskum fréttamanni að
taka viðtal við enska refaveiðimenn
vöktu athygli stjórnenda grínþátt-
arins 11 O’Clock Show sem sýndur
var á Channel 4 á árunum 1998 til
2000. Vinsælasta efni þáttarins var
þegar Cohen, í gervi Ali G, eins konar
platsvertingja í rapparagervi, lagði
með afkáralegum hreim og götu-
slangri fáránlegar en lýsandi spurn-
ingar fyrir þekkt og óþekkt fólk, ekki
síst stjórnmálamenn, og afhjúpaði
merkikerti af ýmsum toga. Einn rót-
tækasti þingmaður Verkamanna-
flokksins gegnum áratugina, Tony
Benn, fór í gegnum heilt viðtal hjá
„hálfvitanum“ í þeirri trú að hann
væri raunveruleg persóna, þótt runn-
ið hafi á hann tvær grímur þegar Ali
G kallaði Margaret Thatcher komm-
únista.
Cohen vann bresku grínverðlaunin
árið 1999 sem besti nýliðinn og fékk í
framhaldinu eigin sjónvarpsþátt, Da
Ali G Show. Þar fæddist ný persóna
sem gekk til liðs við Ali G, Borat,
frægasta fjölmiðlafígúra Kasakstan.
Þótt skömmum rigndi yfir Channel 4
frá húmoristum pólitískrar rétthugs-
unar fyrir „kynþáttahatur“ Borats
jukust bara almennar vinsældir og
verðlaunum fjölgaði stöðugt. Þar
kom að Da Ali G Show var keyptur
yfir hafið til Bandaríkjanna þar sem
Ali G hélt uppteknum hætti á Home
Box Office-kapalstöðinni og hæddist
með sínum sakleysislega hætti að
bandarískum pólitíkusum. Í einu við-
talinu fékk Ali G hinn strangtrúaða
hægri mann og forsetaframbjóðanda
Pat Buchanan til að viðurkenna að
kvikmynd Mels Gibson um píslar-
göngu Krists væri aðeins skárri en
Lethal Weapon 3.
Á beinu brautinni
Viðvarandi vinsældir leiddu til
óhjákvæmilegrar tilraunar til að
flytja Ali G á hvíta tjaldið. Bíómyndin
Ali G Indahouse (2002) snerist um
slysalegt pólitískt framboð aðal-
persónunnar og var það sem Borat
hefði getað orðið en tókst að forðast
með glæsibrag: eins brandara mynd.
Þriðja bíómyndin um sköp-
unarverk Sacha Baron Cohens er nú
komin á koppinn með risasamningi
upp á 42,5 milljónir dollara við Uni-
versal. Í aðalhlutverkinu verður fí-
gúran Bruno, hómósexúal tískulögga
frá Austurríki sem tekur fáránleg
viðtöl, eins og kollegar hans tveir. Sú
spurning vaknar hversu lengi Cohen
getur haldið þessum leik gangandi,
eftir því sem frægð hans vex og fólk
þekkir betur til hans og þessara
gerva verður það erfiðara. En hann
hefur fleiri járn í eldinum og er farinn
að leika „venjuleg“ hlutverk í bíó-
myndum, eins og Talladega Nights
með Will Ferrell þar sem hann fer
með hlutverk sérkennilegs fransks
kappaksturskappa og þykir fara á
kostum. Þrjár aðrar gamanmyndir
eru í uppsiglingu á næstu tveimur ár-
um. Í einkalífinu virðist okkar maður
líka á beinu brautinni, því hann er
trúlofaður áströlsku leikkonunni Isla
Fisher og búa þau þessa stundina í
Los Angeles.
Um list Cohens er haft eftir göml-
um samstarfsmanni: „Hann sekkur
gjörsamlega inn í þessar persónur og
umhverfist í þær. Þannig getur hann
átt samskipti við fólk með full-
komlega eðlilegum hætti … Þetta
gengur mun lengra en venjuleg leik-
list og er nánast yfirnáttúrulegt.“
Eins og Borat myndi orða það:
„Great success. Hi five!“
Kvikmyndir | Grínistinn Sacha Baron Cohen hefur í hlutverki fréttamannsins Borats fengið heimsbyggð-
ina til að emja af hlátri. Svipmynd | Segolene Royal sækist eftir útnefningu franskra sósíalista til forseta-
framboðs. Hún á útnefninguna ekki vísa, en þykir sigurstranglegust frambjóðenda flokksins í forsetakosningunum á næsta ári.
Bak við blekkingarnar
Í fyrirheitna landinu Skotspónninn er Bandaríkin, ekki Kasakstan.
Í HNOTSKURN
»Sacha Baron Cohen talarekkert slavneskt tungumál í
kvikmyndinni Borat. Þegar hann
ræðir við aðstoðarmann sinn,
Azamat Bagatov (sem leikinn er
af Ken Davitian, bandarískum
leikara af armenskum uppruna),
tala þeir blöndu af hebresku og
jiddísku með ýktum rússneskum
hreim.
»Persónan Borat er byggð álækni nokkrum sem Cohen
hitti í suðurhluta Rússlands fyrir
nokkrum árum. „Ég grét af
hlátri þegar ég hitti hann,“ hefur
Cohen sagt. „Hann var ótrúlega
fyndinn náungi, en alveg óvart.“
»Ali G: „Ef þetta sjó á aðkenna þér eitthvað, er það að
sýna öllum virðingu: dýrum,
börnum, kventíkum, fávitum,
vanskapningum, lessum, fitu-
keppum og fokkurum. Virðing
er málið …“
Breski grínistinn Sacha Baron Cohen
afhjúpar fals með falsi
SVIPMYND»
VIKUSPEGILL»
Eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
Kærastan Isla Fisher
mætir á frumsýningu
Borats.
Hann sjálfur Sacha
Baron Cohen án gervis.
Ríkisstjórninni í Kasakstan er ekki
skemmt. Hún hefur ráðið tvö vest-
ræn kynningarfyrirtæki í sína
þjónustu til að leiðrétta þá mynd
sem Borat dregur upp af landinu.
Hún hefur keypt fjögurra síðna
auglýsingu í The New York Times
í sama tilgangi og forseti landsins
flaug til Bandaríkjanna til að mót-
mæla myndinni við George Bush.
Sendiherra Kasakstans í Bret-
landi, Erlan Idrissov, skrifaði
grein í The Guardian fyrir nokkr-
um dögum þar sem segir m.a.:
„Baron Cohen býr yfir miklum
kómískum hæfileikum og merki-
legu hugmyndaflugi. Svo miklu
hugmyndaflugi að með sköpun Bo-
rats hefur hann einnig skapað
ímyndað land, ofbeldisfullt, frum-
stætt og kúgað, sem hann kallar
„Kasakstan“, en á ekkert skylt við
hið raunverulega Kasakstan.
Helstu einkenni Borats eru
dónaskapur hans, fáviska, kyn-
þáttahatur og karlremba. Hann er
mannsvín: Heimskur, árásargjarn,
óaðlaðandi … Hann segir að í
landi sínu séu konur geymdar í
búrum og að eiginkonur megi
kaupa af feðrum þeirra fyrir 15
gallon af skordýraeitri. Hann segir
stoltur: „Í Kasakstan segjum við
guð, karlmaður, hross, hundur,
síðan kona, síðan rotta.““
Sendiherrann rekur síðan
nokkrar staðreyndir um Kasakst-
an: Það sé nútímalegt hagvaxt-
arríki, meirihluti þjóðarinnar séu
múslimar en önnur trúarbrögð fái
að dafna líka, þ. á m. gyð-
ingdómur. Landið sé á stærð við
Vestur-Evrópu, hagvöxtur hafi
aukist um 10% árlega og fátæku
fólki hafi fækkað úr 25% í 16% og
á næsta áratug verði landið eitt af
fimm helstu olíuframleiðsluríkjum
heims. Idrissov spyr lesandann:
„Ef það eina, sem milljónir manna
vita um landið þitt, ætti uppruna í
ruglingslegu og rógsfullu ímynd-
unarafli sjónvarpsgrínista, mynd-
irðu ekki vilja leiðrétta það?“
Þótt ljóst megi vera að Kasakst-
an raunveruleikans eigi fátt sam-
eiginlegt með því táknræna skop-
stælingarlandi sem það er í sköpun
Landkynningarhliðin
Jeffrey Snyder
Andlit Kasakstana Borat Sagdiyev fréttamaður kynnir land sitt, ásamt fé-
laga sínum Azamat (t.h.), fyrir framan sendiráð Kasakstan í Washington.