Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ bókarkafli Ólafía Jóhannsdóttir varð þjóðkunn í Noregi fyrir störf meðal fátækra, vændiskvenna og drykkjumanna. Það er napurt en lognkyrrt kvöldí Ósló haustið 2003. Í almenn- ingsgarði við Akersána hefur ofurlít- ill hópur fólks safnast saman og tek- ið sér stöðu fyrir framan brjóstmynd af konu á peysufötum. Fólkið er komið til að minnast hennar og hef- ur kveikt á kyndlum sem flökta í andvaranum og gera myrkrið hlýtt og bjart. Hvor sínum megin við brjóstmyndina standa ungar stúlkur og halda á fánum Íslands og Noregs. Þar er líka kór og þegar söngstjór- inn sveiflar tónsprotanum hljómar „Ísland ögrum skorið“ í kyndil- bjartri nóttinni. Hópurinn tekur undir. Þá gengur fram Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, og leggur blómsveig að fót- stalli styttunnar. Hún gerir kross- mark yfir nafnið á stallinum og þjóðsöngvar Íslands og Noregs eru sungnir. Svo sígur hópurinn með kyndlana af stað og myndar ljósaband sem þræðir sig eftir bökkum Akers- árinnar í átt að Jakobskirkjunni nokkru ofar. Þar skal sett á svið leikrit Guðrúnar Ásmundsdóttur um konuna á stallinum. Við brú yfir ána stöðvar vegfarandi göngumann og spyr hvað um sé að vera. „Við göng- um í minningu Ólafíu Jóhanns- dóttur“ er svarað. Það er spurn í augum vegfarandans, hver var hún? Eins og fuglinn fljúgandi Ólafía Jóhannsdóttir fæddist 1863 á Mosfelli. Þegar hún var á öðru ári var henni komið í fóstur hjá Sigríði og Ólafi Stephensen í Viðey og þar þótti henni gott að vera. Sá atburður sem hér segir frá hefur líklega átt sér stað þegar hún var fjögurra ára. Hún var stödd úti á túni í Viðey og sá hvíta fugla fljúga í loftinu. Allt í einu langaði hana til að geta flogið eins og þeir og þar sem þeir voru hvítir þá datt henni í hug að ef hún væri sjálf hvít gæti hún líka flogið. Hún ákvað því að gera sig hvíta. En það var ekki nóg, henni fannst hin börnin líka þurfa að verða hvít. Hún brá því á það ráð að fá þau með sér að kvörninni sem var full af mjöli, og mökuðu börnin á sig mjölinu. Þau urðu öll snjóhvít en fengu að sjálf- sögðu snuprur fyrir og Ólafía tiltal hjá frúnni sinni. Sigríður útskýrði fyrir Ólafíu að fuglarnir gætu flogið af því að Guð hefði gefið þeim vængi en að mannfólkið gæti aldrei flogið meðan það væri á jörðinni. Ef menn- irnir ástunduðu gott og dyggðugt líf- erni gæfi Guð þeim aftur á móti mjallhvít föt og vængi þegar þeir dæju og þá gætu þeir flogið hvert sem þeir vildu. Þessi atburður er eins og nokkurs konar uppdráttur af ævi Ólafíu. Sem barn þráði hún að lyfta sér upp af jörðinni og fljúga eins og fuglarnir. Þegar hún óx úr grasi leitaði hugur hennar í hæðir, hvort sem það voru hæðir hugsjónanna, sem hún barðist fyrir, eða í hæðirnar til Guðs. Hún lét veraldlega hluti aldrei aftra sér og þráaðist við að láta jörðina binda sig fasta með viðteknum skoðunum eða áhyggjum. Þess í stað fór hún á flug með orðum sínum og störfum. Flug fuglanna taldi hún stafa af hvít- um lit þeirra en í vestrænni menn- ingu er hvíti liturinn tákn hreinleik- ans og hins vammlausa. Hann er andstæða þess sem talið er óhreint og svart eins og syndin. Ólafía reyndi alla tíð að útrýma „óhrein- indum“ eins og misrétti, eymd og áfengisböli, og lagði kapp á að verða vammlaus og „hvít“ sjálf. En það varð henni aldrei nóg að hún sjálf væri „hvít“. Hún vildi að aðrir yrðu það líka, og ekki bara börnin í Viðey. En, eins og frúin hennar benti henni á, þá getur aðeins Guð gert mennina hvíta og gefið þeim vængi. Og til hans leitaði hún á endanum, gerðist hans góða barn og reyndi að vinna verkin hans á jörðinni. Fulltrúi íslenskra kvenna Ólafía varð fyrst kvenna til að sitja þjóðmálafund sem kjörinn fulltrúi. Það var á Þingvöllum sum- arið 1895. Þingvallafundir voru „alþjóðar- fundir“ og þótti Hinu íslenska kven- félagi því nauðsynlegt að kvenþjóðin ætti fulltrúa á fundinum. Ólafía var einróma kosin til að fara til Þing- valla sem fulltrúi íslenskra kvenna. Hún átti að tala þar um kvenréttindamálið, háskólamálið, stjórnarskrármálið og bindind- ismálin og er þetta ekki lítil mál- efnaskrá fyrir einn fund. Þorbjörg vildi að hún talaði líka fyrir dýra- vernd en því var hafnað. Fundurinn var haldinn 28. júní í slagveðursrigningu í stóru tjaldi á völlunum miðjum og þar var margt manna saman komið alls staðar af landinu. Dagskráin hófst á því að kjörbréf fulltrúanna voru lesin upp og samþykkt, öll nema eitt. Það var kjörbréf Ólafíu. Hún tók þá til máls og talaði fyrir kjörgengi sínu af „aðdáanlegri hógværð og skilnings- ríki“ að sögn Friðriks Guðmunds- sonar, bónda á Langanesi, sem sótti fundinn sem fulltrúi Þingeyinga. Þá bað um orðið fulltrúi Hafnfirðinga og talaði fyrst mikið um kvef og dragsúg en kom sér síðan að efninu og sagði að „fyrirbyggja bæri þenn- a[n] glæpsamlega tilgang og fram- hleypni“ sem fram kæmi hjá kven- félaginu. Slíka framkomu gagnvart þessari „ungu, hógværu og fallegu stúlku“ þoldi Friðrik Guðmundsson ekki og fannst það heilög skylda sín „að kasta sér í sjóinn“ fyrir hana og málstað hennar hvað sem yrði um Skúla Thoroddsen þar á eftir. Varð úr þessu mikil ólga og menn báðu um orðið hver í kapp við annan. Lyktaði málum svo að kjörbréf Ólaf- íu var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum nema einu og sat hún því fundinn sem einn af tuttugu fulltrúum. Þetta mun vera í fyrsta sinn, svo vitað sé, að íslensk kona sitji þjóð- málafund sem kjörinn fulltrúi en Ólafía sér ekki ástæðu til að tiltaka það í endurminningum sínum. Sex- tán mál voru tekin fyrir á fundinum og var kvenfrelsismálið hið þriðja í röðinni. Ólafía hefur greinilega kunnað að tala fyrir því vegna þess að í frásögn Fjallkonunnar af fund- inum segir „[K]venfrelsismál; samþ. jafnrétti við karlmenn“. Svo mörg voru þau orð árið 1895. Allir jafnir fyrir guði Ólafía var einn stofnenda íslenska Hvítabandsins og 1897 þáði hún boð Hvítabandsins í Bandaríkjunum um að sitja alheimsþing félaganna í To- ronto. Fyrst fór hún til vinkonu sinnar Nönu Pratt í Carlisle Þar var indíánaskóli Pratts herforingja. Pratt komst fljótlega á þá skoðun að best væri að hafa indíána á skóla út af fyrir sig og stakk upp á því að gamlar hermannabúðir í Carlisle yrðu notaðar í þeim tilgangi. Það varð úr og árið 1879 tók indíánaskóli Pratts til starfa. Herforinginn, sem sjálfur hafði notið lítillar skóla- göngu, ferðaðist um og bauð indíán- um að taka börn þeirra í skólann. Fyrsta árið voru nær tvö hundruð nemendur í skólanum og þar var Reis á móti ranglæti og spillingu © CORBIS Í Vesturheimi Indíánarnir við skóla Pratts herforingja kölluðu herforingjann pabba. Bókarkafli | Ólafía Jóhannsdóttir var forvígismaður íslenskrar kvennabaráttu og byltingarkona, sem ferð- aðist víða og kynntist jafnt hefðardömum sem nið- urbeygðum konum götunnar. Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hefur ritað ævisögu þessarar heimskonu, Ólafía – Ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur. Útsýni Frá Vaterlandsbrúnni um aldamótin 1900. Húsin við Mjóstræti þar sem Ólafía bjó eru til hægri á myndinni. Ólafur er vistfræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. Mánudaginn 13. nóvember flytur Dr. Ólafur Karl Nielsen erindi: Rjúpnaveiðar og veiðistjórnun Allir velkomnir. Fræðsluerindi Landbúnaðar- háskóla Íslands á Keldnaholti Erindið hefst kl. 3 e.h. og er haldið í fundarsal LbhÍ á Keldnaholti, 3. hæð. FJARNÁM Í TÖLVUNARFRÆÐI OG IÐNFRÆÐI OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKA 9 • KRINGLAN 1 SÍMI: 599 6200 www.hr.is F A B R IK A N 2 0 0 6 Nánari upplýsingar veitir: Ásrún Matthíasdóttir, lektor og verkefnastjóri fjarnáms HR. Sími: 599 6272 asrun@ru.is Skemmtilegt nám sem skapar mikla möguleika Í Háskólanum í Reykjavík er hægt að stunda fjarnám og nám með vinnu í kerfisfræði. Almennur kynningarfundur verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík Ofanleiti 2, miðvikudaginn 15. nóvember kl. 17:00. Umsóknarfrestur um nám í kerfisfræði er til 1. desember. í Háskólanum í Reykjavík 15. nóvember kl. 17:00 KYNNINGARFUNDUR M NÁM Í KERFIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.