Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 29
ekki létt verk en það hjálpar að ég tala norsku,“ segir Hauke en hann kenndi um árabil við háskólann í Tromsø. „Svo á málfræðin margt sameiginlegt með þýskunni. Ég er kominn með fjöldann allan af ís- lenskum bókum og svo les ég dag- blöðin og hlusta mikið á útvarpið. Þetta er allt í áttina og ég er farinn að skilja fréttir og veðurfréttir ágæt- lega.“ Hvað finnst þér mest spennandi við Ísland og íslenska menningu? „Ætli það sé ekki sú staðreynd að „gamla hugarfarið“, ef svo má segja, hefur varðveist mjög vel hérna. Evr- ópsk menning flæddi á sínum tíma yfir Norðurlöndin en Ísland virðist hafa sloppið að verulegu leyti. Hér sér maður inn í fortíðina. Þess vegna knýtist ég Ísland svo sterkum bönd- um. Mér er vitaskuld ljóst að margt hefur breyst frá tímum víkinganna en samt hefur óvenju margt varð- veist. Tökum bara Íslendingasög- urnar sem dæmi. Það eru dásam- legar bókmenntir. Ég er til dæmis alveg gagntekinn af Njálssögu og get ekki beðið eftir því að lesa hana í vetur meðan veðrið lemur skútuna.“ Hverju hefur þetta skilað Íslend- ingum? „Miklu. Ég er til dæmis sann- færður um að velgengni ykkar í dag byggist á þessari arfleifð. Þið eruð vel gefin, þrautseig og vel menntuð þjóð og kunnið skil á ótrúlegustu hlutum. Ég vildi að ég gæti sagt það sama um Þjóðverja.“ Hefur siglt í aldarfjórðung Mér skilst að þú hafir farið túr á togara um daginn? „Já, ég fékk að fara með í átta daga róður í sumar og það var mjög skemmtilegt. Ég stefni að því að fara aftur í desember eða janúar þegar veturinn er í algleymingi. Það er góð tilfinning að vera um borð í skipi og bera ekki hina minnstu ábyrgð.“ Þú ert greinilega staðráðinn í að láta höfuðskepnurnar herða þig. „Þar hittirðu naglann á höfuðið. Íslenska þjóðin hefur um aldir búið við erfið skilyrði hér á norðurhjara veraldar. Það er til lítils að vera hér ef ég kynnist ekki almennilegu ís- lensku vetrarveðri af eigin raun.“ Hvenær byrjaðirðu að sigla? „Það er um aldarfjórðungur síð- an,“ segir Hauke og færist nú allur í aukana. Skellir flennistóru landa- korti á borðið fyrir framan okkur og bendir í ýmsar áttir. „Ég hef siglt vítt og breitt um norðurhöf. Með- fram Noregsströndum, til Svalbarða, Færeyja og umhverfis Ísland. Ég reyndi einu sinni að sigla til Græn- lands en varð frá að hverfa vegna veðurs. Vonandi kemst ég alla leið síðar. Svo sigldi ég í kjölfar víking- anna til Vínlands árið 1991. Þegar þangað var komið tók ég glottandi á móti Kólumbusarliðinu og tilkynnti því að því miður væri það ekki fyrst. Menn störðu á mig.“ Þú varst um tíma á ísnum á Sval- barða, ekki satt? „Jú, ég var þar í tvígang við rann- sóknir á hafís í þrettán mánuði í hvort skipti. Í fyrra skiptið var ég einn á ferð og bjó um borð í skútunni en í seinna skiptið fór aðstoðarkona með mér. Þá bjuggum við í litlum kofa. Hún heitir Marie Tiècke og er bókasafnsfræðingur. Við þekktumst ekkert áður en þetta gekk vel, við er- um ágætisvinir í dag. Marie var meira að segja að velta því fyrir sér að koma með mér til Íslands í sumar. Af því gat hins vegar ekki orðið enda er hún ekki komin á eftirlaun eins og ég og varð að vinna fyrir salti í graut- inn. Annars þori ég varla að segja nokkrum manni hér frá því að ég sé kominn á eftirlaun, rétt sextugur maðurinn, en mér skilst að Íslend- ingar vinni upp til hópa fram til átt- ræðs,“ segir Hauke hlæjandi en þess má geta að hann hefur ritað bók þar sem hann gerir grein fyrir dvöl sinni á Svalbarða í máli og myndum. Hvað segir fjölskylda þín um þetta flandur, þú átt börn, er það ekki? „Ég á þrjú uppkomin börn og tíu barnabörn. Þau hafa stutt vel við bakið á mér gegnum tíðina og sýna þessu skilning. Sonur minn, Ole, er líka mikill áhugamaður um Ísland en hann nam eðlisfræði á sínum tíma við Háskóla Íslands. Það er alltaf erfitt að vera lengi fjarri sínum nánustu og auðvitað sakna ég barna minna og barnabarna, einkum þegar ég sé öll litlu börnin á hlaupum hérna á Seyð- isfirði. En við erum í góðu sambandi og ég sendi þeim myndbands- upptöku héðan á dögunum sem þau voru víst agndofa yfir. Síðan á ég örugglega eftir að skreppa heim í tvær eða þrjár vikur í janúar til að spilla barnabörnunum aðeins.“ Fjölskylduvænt samfélag Finnst þér fjölskyldan í hávegum höfð á Íslandi? „Svo sannarlega. Ég sé ekki betur en Ísland sé mjög fjölskylduvænt samfélag. Hér ann fólk börnum sín- um og fjölskyldu. Það er til eft- irbreytni. Ég held að þetta eigi eink- um og sérílagi við úti á landi en óttast að farið sé að síga á ógæfuhlið- ina í Reykjavík. Þar er hraðinn orð- inn svo mikill og neysluhyggjan að ná tökum á fólki. Er hamingjan bara fólgin í bílum og peningum?“ Ætlarðu að skrifa um dvöl þína á Íslandi? „Það kemur vel til greina. Kannski skrifa ég bók sem verður mótvægi við alla stöðluðu kynningarbækl- ingana sem segja þegar öllu er á botninn hvolft ekki nokkurn skap- aðan hlut. Það er altént verðugt verkefni.“ Hvert er svo förinni heitið þegar þú yfirgefur Seyðisfjörð? „Því get ég ekki svarað á þessari stundu. Nú er ég hér og hugsa ekki um annað á meðan. Það er að mínu viti affarasælast að einbeita sér að líðandi stund, maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ orri@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 29                                       !"    #  $ %&    #  &   ' $    '()  '()   *      $ +    ,  -./  Sængurfataverslun, Glæsibæ Sími 552 0978 www.damask.is Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Nýjar vörur Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.