Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 29

Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 29
ekki létt verk en það hjálpar að ég tala norsku,“ segir Hauke en hann kenndi um árabil við háskólann í Tromsø. „Svo á málfræðin margt sameiginlegt með þýskunni. Ég er kominn með fjöldann allan af ís- lenskum bókum og svo les ég dag- blöðin og hlusta mikið á útvarpið. Þetta er allt í áttina og ég er farinn að skilja fréttir og veðurfréttir ágæt- lega.“ Hvað finnst þér mest spennandi við Ísland og íslenska menningu? „Ætli það sé ekki sú staðreynd að „gamla hugarfarið“, ef svo má segja, hefur varðveist mjög vel hérna. Evr- ópsk menning flæddi á sínum tíma yfir Norðurlöndin en Ísland virðist hafa sloppið að verulegu leyti. Hér sér maður inn í fortíðina. Þess vegna knýtist ég Ísland svo sterkum bönd- um. Mér er vitaskuld ljóst að margt hefur breyst frá tímum víkinganna en samt hefur óvenju margt varð- veist. Tökum bara Íslendingasög- urnar sem dæmi. Það eru dásam- legar bókmenntir. Ég er til dæmis alveg gagntekinn af Njálssögu og get ekki beðið eftir því að lesa hana í vetur meðan veðrið lemur skútuna.“ Hverju hefur þetta skilað Íslend- ingum? „Miklu. Ég er til dæmis sann- færður um að velgengni ykkar í dag byggist á þessari arfleifð. Þið eruð vel gefin, þrautseig og vel menntuð þjóð og kunnið skil á ótrúlegustu hlutum. Ég vildi að ég gæti sagt það sama um Þjóðverja.“ Hefur siglt í aldarfjórðung Mér skilst að þú hafir farið túr á togara um daginn? „Já, ég fékk að fara með í átta daga róður í sumar og það var mjög skemmtilegt. Ég stefni að því að fara aftur í desember eða janúar þegar veturinn er í algleymingi. Það er góð tilfinning að vera um borð í skipi og bera ekki hina minnstu ábyrgð.“ Þú ert greinilega staðráðinn í að láta höfuðskepnurnar herða þig. „Þar hittirðu naglann á höfuðið. Íslenska þjóðin hefur um aldir búið við erfið skilyrði hér á norðurhjara veraldar. Það er til lítils að vera hér ef ég kynnist ekki almennilegu ís- lensku vetrarveðri af eigin raun.“ Hvenær byrjaðirðu að sigla? „Það er um aldarfjórðungur síð- an,“ segir Hauke og færist nú allur í aukana. Skellir flennistóru landa- korti á borðið fyrir framan okkur og bendir í ýmsar áttir. „Ég hef siglt vítt og breitt um norðurhöf. Með- fram Noregsströndum, til Svalbarða, Færeyja og umhverfis Ísland. Ég reyndi einu sinni að sigla til Græn- lands en varð frá að hverfa vegna veðurs. Vonandi kemst ég alla leið síðar. Svo sigldi ég í kjölfar víking- anna til Vínlands árið 1991. Þegar þangað var komið tók ég glottandi á móti Kólumbusarliðinu og tilkynnti því að því miður væri það ekki fyrst. Menn störðu á mig.“ Þú varst um tíma á ísnum á Sval- barða, ekki satt? „Jú, ég var þar í tvígang við rann- sóknir á hafís í þrettán mánuði í hvort skipti. Í fyrra skiptið var ég einn á ferð og bjó um borð í skútunni en í seinna skiptið fór aðstoðarkona með mér. Þá bjuggum við í litlum kofa. Hún heitir Marie Tiècke og er bókasafnsfræðingur. Við þekktumst ekkert áður en þetta gekk vel, við er- um ágætisvinir í dag. Marie var meira að segja að velta því fyrir sér að koma með mér til Íslands í sumar. Af því gat hins vegar ekki orðið enda er hún ekki komin á eftirlaun eins og ég og varð að vinna fyrir salti í graut- inn. Annars þori ég varla að segja nokkrum manni hér frá því að ég sé kominn á eftirlaun, rétt sextugur maðurinn, en mér skilst að Íslend- ingar vinni upp til hópa fram til átt- ræðs,“ segir Hauke hlæjandi en þess má geta að hann hefur ritað bók þar sem hann gerir grein fyrir dvöl sinni á Svalbarða í máli og myndum. Hvað segir fjölskylda þín um þetta flandur, þú átt börn, er það ekki? „Ég á þrjú uppkomin börn og tíu barnabörn. Þau hafa stutt vel við bakið á mér gegnum tíðina og sýna þessu skilning. Sonur minn, Ole, er líka mikill áhugamaður um Ísland en hann nam eðlisfræði á sínum tíma við Háskóla Íslands. Það er alltaf erfitt að vera lengi fjarri sínum nánustu og auðvitað sakna ég barna minna og barnabarna, einkum þegar ég sé öll litlu börnin á hlaupum hérna á Seyð- isfirði. En við erum í góðu sambandi og ég sendi þeim myndbands- upptöku héðan á dögunum sem þau voru víst agndofa yfir. Síðan á ég örugglega eftir að skreppa heim í tvær eða þrjár vikur í janúar til að spilla barnabörnunum aðeins.“ Fjölskylduvænt samfélag Finnst þér fjölskyldan í hávegum höfð á Íslandi? „Svo sannarlega. Ég sé ekki betur en Ísland sé mjög fjölskylduvænt samfélag. Hér ann fólk börnum sín- um og fjölskyldu. Það er til eft- irbreytni. Ég held að þetta eigi eink- um og sérílagi við úti á landi en óttast að farið sé að síga á ógæfuhlið- ina í Reykjavík. Þar er hraðinn orð- inn svo mikill og neysluhyggjan að ná tökum á fólki. Er hamingjan bara fólgin í bílum og peningum?“ Ætlarðu að skrifa um dvöl þína á Íslandi? „Það kemur vel til greina. Kannski skrifa ég bók sem verður mótvægi við alla stöðluðu kynningarbækl- ingana sem segja þegar öllu er á botninn hvolft ekki nokkurn skap- aðan hlut. Það er altént verðugt verkefni.“ Hvert er svo förinni heitið þegar þú yfirgefur Seyðisfjörð? „Því get ég ekki svarað á þessari stundu. Nú er ég hér og hugsa ekki um annað á meðan. Það er að mínu viti affarasælast að einbeita sér að líðandi stund, maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ orri@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 29                                       !"    #  $ %&    #  &   ' $    '()  '()   *      $ +    ,  -./  Sængurfataverslun, Glæsibæ Sími 552 0978 www.damask.is Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Nýjar vörur Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.