Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 59
ÞAÐ ÆTTI AÐ SETJA ÞIG Á HEIMSMINJASKRÁ HIN ÍSLENSKA TRAINSPOTTING ÞESSI BÓK ER EKKI UM BLEIKA FLAMINGÓFUGLA. ÞESSI BÓK ER UM ÚTVARPSMANNINN E SEM LENDIR Í ÓVÆNTUM OG ALLSVAKALEGUM HREMMINGUM EFTIR AÐ HAFA GEFIÐ ÚT SÍNA FYRSTU BÓK. 50 GRÖMM AF ÓDRÝGÐU KÓKAÍNI HVERFA Í PARTÍI Í REYKJAVÍK. ELTINGARLEIKUR UPP Á LÍF OG DAUÐA. „Bráðskemmtileg bók sem heldur fínu jafnvægi milli tilgerðarleysis og húmors.“ - Björn Þór Vilhjálmsson, Morgunblaðið, 3. nóvember 2006 ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR „Það er nautn að lesa textann og sagan er í senn fyndin, írónísk, persónuleg, kátbrosleg, ljúfsár og melankólísk.“ Geir Svansson, Morgunblaðið 3. nóv „Þetta er skemmtilegur texti og furðulegur. Hann fengi í mínum kladda fimm stjörnur væru þær gefnar.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðið 5. nóv GADDAVÍR ÁHRIFAMIKIL SKÁLDSAGA SEM HELDUR LESANDANUM Í HELJARGREIPUM SIGURJÓN MAGNÚSSON Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta fyrir sér mannlegu eðli… …Í stærra samhengi og táknsögulega fjallar Gaddavír um erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti." - Geir Svansson, Morgunblaðið, 3. nóv. 2006 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 59 FRÉTTIR Pera vikunnar: Hvert er flatarmál bláa ferhyrningsins mælt í cm2? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er mánudagurinn 20. nóvember kl. 12. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is, en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi þann 13. nóv- ember 2006. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 þann sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinnings- hafanna. Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 STJÓRN SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu segist í yfirlýsingu hafa fylgst með síminnkandi framboði ís- lensks vinnuafls í verslun og þjón- ustu á undanförnu misseri og telur líklegt að þrátt fyrir einhverja slök- un í efnahagskerfinu þá muni nokk- uð vanta upp á að framboð vinnuafls í þessum greinum svari eftirspurn. Fyrirtæki grípa í vaxandi mæli til þess úrræðis að ráða til starfa út- lenda borgara af Evrópska efna- hagssvæðinu þrátt fyrir augljós vandkvæði sem því fylgja í þjónustu þeirra við íslenska neytendur. Næg- ir þar að nefna tungumálaörð- ugleika. Samtökin segjast í yfirlýsingu ekki vera andsnúin frjálsu flæði vinnuafls og telja reyndar að án þess hefði ýmiss konar verslun og þjón- usta lent í miklum erfiðleikum og jafnvel þurft að draga saman seglin. Á hinn bóginn megi líka líta til þess að í landinu er sífellt stærri hópur eldri borgara sem vill og getur unn- ið margvísleg störf í mismunandi starfshlutföllum, en fáist ekki út á vinnumarkaðinn vegna þess að með launuðu starfi skerðast aldurs- tengdar greiðslur hans. Á sama tíma eykst heilbrigði hópsins, lífaldur lengist og sífellt fleiri eru tilbúnir að stunda einhverja launavinnu. SVÞ – Samtök verslunar og þjón- ustu skora á ríkisstjórnina að gera nú þegar breytingar sem fela í sér að aldurstengdar bætur fólks sem náð hefur 67 ára aldri skerðist ekki þótt viðkomandi séu í launuðu starfi enda séu greiddir almennir skattar af þeim launum. Með þessu verði reynt að fá fleiri aldraða til starfa á íslenskum vinnumarkaði og draga þar með úr þörf fyrir útlent vinnu- afl. Áskorun um óskertar aldurs- tengdar bætur launafólks STJÓRN SUS hefur samþykkt eft- irfarandi ályktun: „Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna lýsir sárum von- brigðum sínum með að mennta- málaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðla- markaði. Það stangast á við grund- vallarhugmyndir sjálfstæðisstefn- unnar að ríkisvaldið standi í samkeppni við einkaaðila, hvort sem það er á sviði fjölmiðlunar eða öðrum sviðum atvinnulífs. Það er sorgleg staðreynd að eng- in skref hafa verið stigin í frjáls- ræðisátt í málefnum ríkisfjölmiðl- unar frá því að þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, fékk samþykkt á Al- þingi frumvarp sem afnám einka- leyfis ríkisins á útvarps- og sjón- varpsrekstri. Síðan þá eru liðnir rúmlega tveir áratugir. Varðandi menningarlegt hlut- verk Ríkisútvarpsins ítrekar SUS fyrri afstöðu sína þess efnis að rík- isstyrkt menning kæfir frumkvæði og sköpunargleði einstaklinga. Þegar stjórnmálamenn deila fé úr sameiginlegum sjóðum til sérhags- munahópa er slík úthlutun jafnan eftir geðþótta fremur en hæfi- leikum listamanna og eftirspurn. […] Þær fyrirætlanir mennta- málaráðherra að auka skilvirkni í starfsemi Ríkisútvarpsins með hinu nýja frumvarpi eru góðra gjalda verðar. Ríkisrekstur á fjölmiðla- markaði er hins vegar tímaskekkja og því hefði verið eðlilegt og skyn- samlegt af menntamálaráðherra að draga ríkisvaldið alfarið út úr þeim rekstri, leggja stofnunina niður og selja eignir hennar.“ Ríkisrekstur á fjölmiðlamark- aði er tímaskekkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.