Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Jólamyndatökur Hverfisgötu 50, sími 552 2690 www.svipmyndir.is Kalvin & Hobbes ÞÚ ÁTT TVÆR KENNSLUSTUNDIR EFTIR ÓLIFAÐ SÍÐAN KEMUR LEIKFIMI OG ÞÁ BREYTI ÉG ÞÉR Í GÚLLAS ÉG ÞOLI EKKI LEIKFIMI KENNARINN HELDUR AÐ OFBELDI SÉ ÍÞRÓTT Kalvin & Hobbes HVAR ER EIGINLEGA JAKKINN MINN?! ÉG ER BÚINN AÐ LEITA ALLS STAÐAR! UNDIR RÚMI... Á STÓLNUM MÍNUM... Í STIGANUM... Á GÓLFINU Á GANGINUM... Í ELDHÚSINU... JAKKINN MINN ER HORFINN! HÉRNA ER HANN! HVER SETTI JAKKANN MINN INN Í SKÁP?! Kalvin & Hobbes ABRA-KADABRA! HÓKUS-PÓKUS! HEIMALÆRDÓMUR, LÆRÐU ÞIG SJÁLFUR! HEIMALÆRDÓMUR VERTU BÚINN! ANSANS Risaeðlugrín © DARGAUD BRRR! ÞAÐ ER FREKAR KALT Í DAG SUMA DAGA LANGAR MANN BARA TIL ÞESS AÐ VERA UPP Í RÚMI, UNDIR SÆNG DAVÍÐ TÆKI ÞAÐ EKKI Í MÁL VINNAN ER NÚMER 1, 2 OG 3! SEGIR HANN ALLTAF EN.... HEY ÞÚ! ÉG ÞEKKI ÞIG! ÞÚ VARST Á ÞESSUM SAMA STAÐ Í GÆR. EKKI NEITA ÞVÍ, ÉG SÁ ÞIG! LÖGIN ERU ÓTVÍRÆÐ. ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ STALDRA HÉRNA VIÐ Í SVONA LANGAN TÍMA. ÉG SKIPA ÞÉR AÐ FÆRA ÞIG Í NAFNI LAGNNA EÐA ÉG NEYÐIST TIL ÞESS AÐ GERA ÞAÐ MEÐ VALDI!! ÞÚ NEITAR AÐ HLÝÐA LÖGUNUM! ERTU MEÐ MÓTÞRÓA? Í SÍÐASTA SKIPTI, ÉG TEL UPP Á ÖÖÖ EINUM ÉG VARAÐI ÞIG VIÐ! EINN! HVAÐ? HVAÐ GERÐIST? TAKK FYRIR! ÁN ÞÍN HEFÐI ÉG DVALIÐ Í KLAKANUM TÍMUNUM SAMAN ÞETTA ER ÉG! ÉG VONA AÐ ÉG KOMI EKKI OF SEINT EN EN... ...OG ÁÐUR EN ÉG NÁÐI AÐ ÁTTA MIG ÞÁ STÖKK HANN Á MIG OG KYSSTI MIG! ÞAÐ VERÐUR AÐ LOKA HANN INNI! ELSKAN! KOMDU AFTUR! ÞETTA ER BARA MISSKILNINGUR!! Mannfræðifélag Íslandsbýður til fyrirlestrar kl.20 næstkomandi þriðju-dag, 14. nóvember, í JL-húsinu. Þá mun Þórður Krist- insson mannfræðingur flytja erindið Kynbundin þekking? Karlar kljást við hjúkrun. Í fyrirlestrinum segir Þórður frá niðurstöðum tveggja rannsókna um karlmenn í hjúkrunarnámi og hjúkr- unarstörfum: annars vegar rann- sóknar sem hann vann sem hluta af meistararitgerð sinni og hins vegar rannsóknar sem hann vann fyrir Jafnréttisráð Háskóla Íslands. Um 1,4% starfandi hjúkr- unarfræðinga á Íslandi eru karlar, samanborið við 7–11% á hinum Norðurlöndunum og hafa rannsóknir Þórðar hafa leitt í ljós ýmsar áhuga- verðar niðurstöður um þennan hóp: „Þeir karlmenn sem fara í hjúkr- unarnám eru töluvert sérstakir. Þeir eru á skjön við samfélagið að því leyti að þeir eru með bein í nefinu og láta almenningsálit ekki á sig fá,“ segir Þórður. „Þeir verða fyrir fordómum, bæði úti í samfélaginu, á vinnustað og jafnvel í náminu sjálfu, en ekki er heldur óalgengt að þeir hagnist á þeirri sérstöðu að vera karlar í kvennafagi.“ Meðal þeirra fordóma sem karl- hjúkrunarfræðingar og -nemar verða fyrir nefnir Þórður að þeir þyki skrítnir og gefið sé í skyn að þeir séu að taka niður fyrir sig með því að leggja fyrir sig kvennafag. Hins vegar standi karlar oft vel að vígi þegar þeir hefja starfsferil sinn við hjúkrun: „Þá virðist oft ætlast til þess að þeir séu leiðtogar í starfinu, séu áberandi í ákvarðanatöku og taki að sér þau hjúkrunarverk sem þykja hefðbundin karlmannsverk.“ Misduglegir í námi Þórður skoðaði sérstaklega stöðu karla í hjúkrunarfræðináminu sjálfu: „Meðal annars bar ég saman hjúkr- unarfræðinámið, með tilliti til þess hvort það væri kvenmiðað eða karl- miðað, við bandarísk skrif um hvaða námsaðferðir og námsefni hentar best kynjunum. Ég komst að því að þær náms- og kennsluaðferðir sem notaðar eru við hjúkrunardeildina ættu frekar að henta körlum en kon- um, en hins vegar eru þeir karlar, sem hefja nám við deildina, oft svo sérstakir að þeir passa ekki inn í módel um karllægar kennsluaðferð- ir,“ segir Þórður. „Eins gengur körl- unum misvel í náminu. Gert var átak til að vekja athygli á hjúkrunarnám- inu fyrir fimm árum og meðal annars sérstaklega reynt að höfða til karl- manna. Það skiptið sótti metfjöldi karla um nám við deildina, en mjög svipaður fjöldi og árin á undan stóðst „klásus“ og komst yfir á næsta náms- ár. Margir féllu úr náminu mjög snemma, mættu lítið sem ekkert eða komust fljótt að þeirri niðurstöðu að námið ætti ekki við þá.“ Nálgast má rannsóknir Þórðar á heimasvæði hans á slóðinni www.hi.is/~thordurk. Fyrirlesturinn á þriðjudag er öll- um opinn og aðgangur ókeypis. Mannfræði | Sagt frá rannsóknum á stöðu karla í hjúkrunarnámi og -störfum Karlar kljást við hjúkrun  Þórður Krist- insson fæddist í Reykjavík 1976. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1997, BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands 2001 og meistaragráðu í mannfræði frá sama skóla 2003 og stundaði hann hluta af námi sínu við Uni- versidad Autónoma de Barcelona. Þórður hefur fengist við ýmis rann- sóknar- og kennslustörf. Hann hef- ur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá 2003 og kennari við Kvennaskólann í Reykjavík frá 2005. Þórður er kvæntur Þuríði Ósk Sigurjónsdóttur félagsfræðingi og eiga þau einn son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.