Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 30
nýjungar 30 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ V ið eigum tvo syni sem hafa verið greindir einhverfir, en fjögur börn í heildina,“ hef- ur Olgeir mál sitt. „Elsti strákurinn er venjulegur,“ bætir hann við og gerir gæsalappir með fingrunum. „Eldri strákurinn okkar, Nikulás, sem var greindur einhverfur, fékk greiningu 1997. Það byrjaði út frá mjög seink- uðu tali og skrítnum þroska. Þegar hann var greindur ’97, þá fjögurra ára gamall, var okkur sagt það uppi á Greiningarstöð að hann myndi vænt- anlega aldrei geta sett saman tvö orð til að mynda setningu.“ Á þessum tíma var lítið um með- ferðarúrræði hérlendis og Olgeir og Karen voru ekki alveg ánægð með hvernig málin þróuðust. „Íslend- ingar voru mjög aftarlega á mer- inni,“ segir Olgeir með áherslu. „Við ákváðum þá að flytja í annað land,“ skýtur Karen inn í. „Já, við fluttum til Noregs 1998,“ bætir Olgeir við. „Nikulás var greindur aftur í Noregi 1999. Þá skildum við ekkert í því að hann fékk ekki fulla greiningu. Þ.e.a.s. hann var ekki greindur eins alvarlega og gert hafði verið hérna heima,“ segir Olgeir og Karen tekur við … „það var reyndar talin spurn- ing hvort hann væri nokkuð ein- hverfur. Hann var jú með mikla tal- fötlun,“ bætir hún við, „en okkur fannst það mjög merkilegt að eftir að við komum út fór honum allt í einu svo mikið fram. Þó að hann væri ekki í neinni sérstakri þjálfun. Mataræðið hafði verið vandamál, vegna þess að hann var með ýmislegt ofnæmi, og þegar við fluttum út breyttust mat- arvenjur okkar. Hann hafði t.d. verið alveg vitlaus í Cheerios, en það fékkst ekki úti. Við borðuðum líka minni fisk og enga mjólk, notuðum frekar saft, eins og gert er mikið í Noregi,“ segir Karen. Árið 2001 voru Karen og Olgeir orðin uppgefin á að vera tvö ein í framandi landi. „Við ákváðum þess vegna að flytja heim aftur. Nikulás fór í skóla hér, fékk venjulegan stuðning með sérkennara. Á þessum tíma var hann líka greindur í þriðja sinn og þá var tekinn af honum ein- hverfustimpillinn,“ segir Olgeir. „Hann greindist samt inni á ein- hverfurófinu, sem er kallað PDD (pervasive development disorder), sem á íslensku útleggst sem gagn- tæk þroskaröskun, og hann er síðan búinn að vera í venjulegum skóla, eftir tvö ár í grunnskóla var hann orðin stuðningslaus, þó með smá sér- kennslu. Hann tekur orðið öll sín próf eins og hvert annað barn og nú er hann í sjöunda bekk og tekur sam- ræmd próf eins og allir hinir.“ Sagt að þetta liði hjá Karen og Olgeir eignuðust seinni drenginn, sem greindist með ein- hverfu, árið 2000 úti í Noregi. „Hann var greindur árið 2002 og er búinn að fara í gegnum atferlisþjálfun hér á landi,“ segir Olgeir og bætir við að umhverfið á Íslandi sé allt annað en það var þegar Nikulás var greindur. „Arthur er með mun meiri melting- arvandamál, var t.d. með krónískan niðurgang fyrstu fimm ár ævi sinnar. Við leituðum til meltingarsérfræð- inga, barnalækna, heimilislækna … það hafði ekkert að segja, okkur var sagt að þetta liði hjá,“ segir Olgeir. Karen og Olgeir ákváðu þá að taka málin í sínar hendur og breyttu mat- aræðinu. „Fyrst prófuðum við að taka út mjólkina, en það hafði lítil áhrif. Glútenið var næst og við tókum það út. Og … á þremur dögum hætti niðurgangurinn,“ segir Olgeir og leggur krepptan hnefann á borðið til áherslu máli sínu. „Við vorum auðvit- að alveg í öngum okkar yfir ástand- inu; hvað gerir maður þegar svona er komið? Hann var ennþá með bleiu, þó að hann pissaði í klósettið gat Breytt mataræði reyndist ráð við einhverfu sonanna Morgunblaðið/Kristinn Heima Arthur Bjarni, 6 ára, Karen Ralston, Nikulás Árni, 13 ára, og Olgeir Jón Þórisson. Hjónin Karen Ralston og Olgeir Jón Þórisson eiga tvo drengi sem greindir hafa verið einhverfir. Þau hafa prófað sig áfram með breytt mataræði í þeirri von að geta hjálpað drengjunum. Sigrún Ás- mundar spjallaði við þau og leitaði álits Evalds Sæmundsen, fötlunarsál- fræðings á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Í HNOTSKURN »Tölur um aukningu ein-hverfu á Íslandi fengnar úr grein eftir Pál Magnússon og Evald Sæmundsen í Journal of Autism and Developmental Dis- orders sem birt var árið 2001. 1974–1983 4,2 einstaklingar af 10.000. 1984–1993 13,2 einstaklingar af 10.000. »Nýjustu tölur frá þessu árisem kynntar voru á alþjóð- legum fundi um einhverfurann- sóknir í Montreal í Kanada í byrjun júní á þessu ári: 1994–1998 22,4 einstaklingar af 10.000. »Þegar litið er til einhverfu-rófsins (PDDS) í heild er talan 58,5 af hverjum 10.000, eða einn af hverjum 200 ein- staklingum. »Á ráðstefnu sem Olgeir ogKaren fóru á í Bandaríkj- unum 6.–8. október sl. kom fram að einn af hverjum 166 væri á einhverfurófinu í Banda- ríkjunum og í Bretlandi væri talan einn af hverjum 90 og að hún hefði tvöfaldast á árinu 2000. Orð Olgeirs um aukningu einhverfuum allt að 1.500% á síðustu tuttuguárum vekja óneitanlega athygli.Evald Sæmundsen, fötlunarsál- fræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, var spurður álits. „Málið er það að frá u.þ.b. árinu 1990 hefur orðið gífurleg fjölgun alls staðar í hinum vestræna heimi. Þar með talið á Íslandi. Ég rengi ekki þessar tölur ef þær eru skoðaðar í því ljósi að þegar fyrsta rannsóknin á algengi einhverfu á Íslandi var birt, 1977, þá mátti álykta að það mætti búast við 1–2 börnum í árgangi með einhverfu,“ segir Evald og bætir við að síðustu algengiútreikningar frá því fyrr á þessu ári hljóði hins vegar upp á 24–27 börn í árgangi. Það sé því afar eðlilegt að fólk spyrji af hverju þessi aukning? Hvort hún sé raunveruleg? „Því er fyrst til að svara já, hún er raunveruleg að því leyti að það greinast mun fleiri börn með einhverfu og raskanir á einhverfurófi í dag en fyrir 15 árum. Það er svo allt annað mál hvort um faraldur er að ræða. Erfðir eru taldar skýra stóran hluta af einhverfunni. En þegar aukningin á sér stað á svo skömmum tíma eða frá um 1990 og fram á þennan dag þá verður að leita annarra skýringa, meðal annars í umhverfisþáttum. Ég nefni nokkrar mögulegar skýringar sem eru þó ekki tæmandi,“ segir Evald og út- skýrir orð sín betur. „Það sem hefur breyst frá fyrri þekkingu á einhverfu og fram á þennan dag er að áður var aðeins verið að fjalla um ein- hverfu í sínu alvarlegasta formi og þar af leiðandi var hún sjald- gæf. Frá áttunda áratugnum og fram á þennan dag hefur orðið ljóst að alvarlegustu tilvikin eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Nú hafa rannsóknir rennt dygg- um stoðum undir það að miklu nær sé að skoða einkenni ein- hverfu út frá vídd eða rófi, þar sem einhverfan markar alvar- legasta endann. Um leið gefur augaleið að með aukinni þekk- ingu á einhverfurófinu og með aukinni þekkingu á heila- starfsemi mannsins almennt, þá greinast óhjákvæmilega fleiri með einkenni einhverfu. Með aukinni þekkingu á einhverfu breytast greiningarviðmið og skilgreiningar á grein- ingarflokkum. Þetta kom mjög skýrt fram þegar tvö helstu greiningar- og flokk- unarkerfin á þessu sviði á heimsvísu náðu í fyrsta sinn saman um skilgreiningu á ein- hverfu upp úr 1990. Um leið kom Aspergers- heilkenni fyrst inn í flokkunarkerfin, en skil- greining á því heilkenni væri óhugsandi ef ekki hefði komið til þessi víddarhugs- unarháttur sem ég nefndi áðan. Samtíma þessu komu í fyrsta sinn í sögunni fram grein- ingartæki sem voru beinlínis byggð á skil- greiningum þessara flokkunarkerfa á ein- hverfu. Á örfáum árum urðu sérfræðingar heimsins til- tölulega sammála um hvað ein- hverfa er, í stað þess að hver rannsóknarstöð væri að tefla fram einhverjum prívat skil- greiningum. Þessu fygldi miklu meira öryggi í greiningu. Þá gerðist það einnig að fræðimenn og aðrir áttuðu sig betur á að heilkenni einhverfu getur birst með öðrum fötl- unum,“ segir Evald og að gott dæmi um þetta sé að í íslenskri rannsókn sem náði til 20 ár- ganga var enginn með Downs- heilkenni og jafnframt ein- hverfu. „Þetta er miðað við lok árs 1998. Nú skipta þeir einstaklingar tugum sem hafa Downs-heilkenni og einnig ein- hverfu. Það er því ljóst að þekking á ein- hverfurófinu og birtingarformi einkenna á mismunandi aldri hefur orðið til þess að greiningum fjölgar. Það er svo aftur spurn- ing hvort þessir þættir sem hér eru nefndir geta skýrt allt. Það er eðlilegt að fólk kíki í kringum sig og velti fyrir sér umhverfisþáttum. Þannig beindist kastljósið að hinni svokölluðu MMR- sprautu sem inniheldur bóluefni gegn misl- ingum, rauðum hundum og hettusótt, ekki síst þegar ljóst var að frá sumum framleið- endum var verulegt magn af kvikasilfri í varðveisluefni bóluefnanna. Þegar svo við bætist að sprautan var gefin á viðkvæmum aldri eða algengast á bilinu 12–18 mánaða, einmitt á þeim aldri sem einhverfuafturför hefst oft, þá var auðvelt að álykta um orsaka- samband milli tveggja fyrirbæra sem fóru saman í tíma. Í mínum huga er MMR- sprautan afar ólíkleg til að skýra fjölgun greindra tilvika einhverfu,“ segir Evald. „Á þessu hafa verið gerðar margar rann- sóknir að því viðbættu að í Japan var hætt að gefa sprautuna með þessum hætti og þá hefði einhverfutilvikum átt að fækka, en ekki fjölga eins og raunin varð á. Margir aðrir þættir í umhverfinu hafa ver- ið nefndir til sögunnar og kann ég ekki skil á þeim öllum. Mér finnst sjálfsagt að allar til- gátur séu prófaðar í þeim efnum. Um leið megum við ekki missa sjónar á því að börnum með einhverfu og raskanir á einhverfurófi hefur fjölgað gífurlega og við höfum þekk- ingu til þess að hjálpa þeim. Ef við beitum snemmtækri íhlutun í háum gæðaflokki get- um við aukið lífsgæði þessara barna og fjöl- skyldna þeirra, aukið líkurnar á því að börnin nýti hæfileika sína, sem mörg þeirra hafa í ríkum mæli, og um leið sparað gífurlegar fjárhæðir með því að gera þessa einstaklinga að þátttakendum í samfélaginu, í stað þess að bregðast passíft við þörfum þeirra síðar á æv- inni. Hér er verk að vinna og hvorki ríki né sveitarfélög hafa áttað sig almennilega á mikilvægi þessa viðfangsefnis.“ Eðlilegt að fólk velti fyrir sér umhverfisþáttum Evald Sæmundsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.