Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 55 31.800.000 - 32.900.000 ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN 5 OPIÐ HÚS TUNGUVEGI 19-A Glæsilegt, stílhreint og nýlegt 256 fm einbýlishús. Húsið er tveggja hæða auk kjallara. Glæsileg lóð með stórri sólverönd. Í kjallara er 31,9 fm bílskúr og geymsla og 58 fm stúdíóíbúð með sérinngangi. Eignin er nokkru stærri en mælingar Fasteignamats gefa til kynna eða um 290 fm alls að gólffleti. Verð 74,5 m. Auður tekur á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 15. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Í einkasölu stórglæsileg 157 fm efri hæð ásamt 30 fm bílskúr og 28 fm rými undir honum sem gefur ýmsa möguleika. Hæðin var öll endurnýjuð frá a-ö fyrir um 5 árum. Allar innréttingar sérsmíðaðar og teiknaðar af Rut Káradóttur. Glæsilegt massíft parket og vandaðar flísar á gólfum. Stórar suðvestursvalir með glæsilegu útsýni yfir flóann og vestur á Snæfellsjökul. Þrjú góð svefnherbergi stórar stofur, glæsilegt eldhús og bað- herbergi. Eign í algjörum sérflokki. Verð 48,0 millj. Sími 588 4477 Selvogsgrunn - glæsileg sérhæð ÆRUVERÐUGA frú Jónína Bjartmarz og eðla herra Einar K. Guðfinnsson. Ég rita ykkur báðum þetta bréf, þrátt fyrir að efni þess eigi meira erindi til umhverfis- en sjáv- arútvegsráðherra. Hins vegar sæki ég djúpt í rökbrunn sjáv- arútvegsráðherra og því ekki nema réttlátt að hann fái að svara einnig. Þar að auki er- uð þið fulltrúar beggja ríkisstjórnarflokk- anna. Eins og ykkur ætti öðrum fremur að vera kunnugt hófu Íslend- ingar hvalveiðar í at- vinnuskyni á ný fyrir nokkru. Veiðarnar voru vægast sagt umdeildar, en út í þá sálma verður ekki farið hér. Sjálfum finnst mér hið besta mál að nýta hvalastofna líkt og aðra stofna sem við nýtum. Framkvæmd og tíma- setning veiðanna orkar hins vegar tvímælis, en það er nú önnur saga. Ástæða þess að ég fer fingrum um lyklaborðið í von um svör frá ykkur ráðamönnum er einmitt sú að ég er sammála ykkur um það að sömu rök gildi um hvalastofna og aðra nytjastofna. Það leiðir hugann að þeim stofnum sem enn eru ónýttir. Í haust tók ég mig til og náði mér í tilskilin leyfi til að fara með skotvopn og veiða þá fugla sem umhverfisráðherra hefur leyft mér að veiða. Að því búnu var mér ekk- ert að vanbúnaði að fara að stunda veiðar sem ég og gerði. Við fé- lagarnir stefndum til fjalla í þeim tilgangi að veiða heiðagæs og gekk það eftir. Þar sem við löbbuðum til heiða varð hins vegar fyrir okkur fugl í miklum mæli, svo miklum að stundum var sem ský drægi fyrir sólu þegar stærstu hóparnir flugu yfir okkur. Þennan fugl megum við hins vegar ekki veiða, þó ekki fyrirfinnist sá maður sem heldur því fram að hann sé í út- rýmingarhættu. Þarna er ég að sjálfsögðu að ræða um lóuna. Ein tegund en önnur ekki Áður hefur umræða um það hvort rétt sé að veiða lóuna kviknað en henni hefur hins vegar verið eytt með miklum upphrópunum. Þeir sem vilja veiða lóuna eru yfirleitt nefnd- ir náttúruníðingar að vilja veiða þennan falleg fugl okkar. Lóan er hins vegar víðast hvar ann- arsstaðar veidd og þykir mikið lost- æti. Ástæða þess að ég tek upp þessa umræðu nú, eru orð sjáv- arútvegsráðherra sem lesa má á heimasíðu hans. „Eða hvernig litist mönnum á ef ég segði; þessa teg- und má veiða, en ekki þessa. Þetta vil ég friða og af því bara. Það sjá allir fáránleikann í slíku; nema auð- vitað nokkrir íslenskir kaffi- húsaspekingar.“ Þegar ég las þessi orð ráð- herrans sá ég ljósið (fyrir utan þessa dæmalausu andúð á þeim sem láta ljós sitt skína á kaffi- húsum, hvað hafa ráðmenn þessa lands eiginlega á móti slíkum stofn- unum?). Af hverju má ég veiða gæs en ekki lóu? Af hverju stokkönd en ekki spóa? Líkt og ráðherra segir er ekki hægt að segja af því bara, einhver rök verða að vera. Tilfinningarök fordæmd Í umræðu um hvalveiðar hefur komið berlega í ljós að Íslendingar blása á tilfinningarök. Við hlæjum að þeim sem vilja vernda hvali vegna fegurðar og atgervis dýr- anna. Það sama hlýtur að eiga við lóuna. Við getum ekki viljað vernda lóuna bara vegna fegurðar og at- gervis hennar. Við verðum að vera samkvæm sjálfum okkur. Þess vegna langar mig til að spyrja ykkur heiðruðu ráðherrar: Munuð þið beita ykkur fyrir því að veiðar verði leyfðar úr þeim fugla- stofnum sem sannað er að þoli veið- ar? Munuð þið hafna tilfinn- ingarökum er kemur að lóunni eins og þið gerðuð með hvalinn? Munuð þið láta ljóðagerð 19. aldar um lóuna ráða um veiðar á henni, eða rök ykkar sjálfra um skynsamlega nýtingu á stofnum? Af friðun fugla og spendýra Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar opið bréf til umhverf- isráðherra og sjávarútvegs- ráðherra » Í umræðu um hval-veiðar hefur komið berlega í ljós að Íslend- ingar blása á tilfinn- ingarök. Við hlæjum að þeim sem vilja vernda hvali vegna fegurðar og atgervis dýranna. Kolbeinn Óttarsson Proppé Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.