Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
OPIÐ HÚS
FRAMNESVEGI 61
Falleg 4ra-5 herbergja 116,3 fm íbúð á annari hæð í góðu nýlega viðgerðu fjölbýli.
Sérmerkt bílastæði fylgir eigninni á lóðinni. Íbúðin er laus strax. Verð 24,9 m.
Ásta tekur á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 15.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Fallegt og vel skipulagt 162 fm raðhús á tveimur hæðum með innb. bíl-
skúr í grónu hverfi í Garðabænum. Eignin skiptist m.a. í hol, eldhús með
góðum borðkrók, rúmgóðar og bjartar stofur, stórt hjónaherbergi með
útgangi á um 20 fm svalir til suðausturs, 3 góð barnaherbergi og flísalagt
baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Ræktuð lóð með skjólgóðri ver-
önd til suðvesturs. Hellulagðar stéttir með hita í fyrir framan hús. Stutt í
skóla. Verð 44,9 millj.
Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
Bæjargil 22 - Garðabæ
Raðhús á tveimur hæðum
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
BYGGINGARRÉTTUR Í MIÐBORGINNI
Um er að ræða byggingarrétt að 26.300 fm
íbúðar- og þjónustuhúsnæði og bílakjallara
sem sundurliðast þannig:
• Íbúðarhúsnæði samtals 12.000 fm
• Verslunar- og þjónustuhúsnæði samtals
3.000 fm
• Bílakjallari samtals 11.300 fm
Frábær útsýnisstaður í göngufæri við
miðborgina.
Deiliskipulag vegna byggingarreitsins hefur
þegar verið samþykkt þannig að hann er
byggingarhæfur nú þegar.
STAKKHOLT
(Hampiðjureiturinn)
Rétt er að segja: Ég þori það, þú þorir það, hann eða hún þorir það,
þeir, þær eða þau þora það.
Gætum tungunnar
Í HAFNARFIRÐI búa í dag
23.557 manns og hefur bæjarbúum
fjölgað mikið undanfarin ár. Nýir
íbúar Hafnarfjarðar koma víða að
og eru þeir boðnir velkomnir til bæj-
arins og áhersla lögð á að vel sé tek-
ið á móti þeim. Undanfarin ár hefur
fjöldi innflytjenda sest að í Hafn-
arfirð og má nú gera ráð fyrir að hér
búi liðlega 1.000 manns frá yfir 40
þjóðlöndum. Stærsti hópurinn kem-
ur frá Póllandi en einnig eru fjöl-
margir frá Eystrasaltslöndunum,
gömlu Júgóslavíu og Filippseyjum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur
á síðustu árum lagt mikla áherslu á
að bjóða upp á góða þjónustu til
handa nýju íbúum í Hafnarfirði og
tryggja þannig að aðlögun þeirra að
hafnfirsku samfélagi gangi að ósk-
um. Lýðræðis- og jafnréttisnefnd
Hafnarfjarðar, sem hefur umsjón
með málefnum innflytjenda í Hafn-
arfirði, lét árið 2004 vinna fyrir sig
skýrslu og kanna stöðuna í mála-
flokknum. Í skýrslunni komu fram
fjölmargar góðar ábendingar og
unnið hefur verið markvisst í mál-
efnum innflytjenda út frá þeim til-
lögum.
Víðtækt samstarf
um íslenskunám
Í lok árs 2004 var komið á fót
samráðshópi um málefni innflytj-
enda í bænum. Samráðshópnum var
ætlað það hlutverk að koma með til-
lögur til að efla þjónustu við inn-
flytjendur og um leið tryggja yf-
irsýn og samræmingu í stofnunum
bæjarins varðandi þjónustu. Í hópn-
um eiga sæti auk lýðræðis- og jafn-
réttisfulltrúa, upplýsinga- og kynn-
ingarfulltrúi, æskulýðsfulltrúi,
fulltrúi félagsþjónustu, miðstöðvar
símenntunar, skóla og leikskóla og
jafnframt fulltrúi innflytjenda í
Hafnarfirði.
Samráðshópurinn fundar reglu-
lega og mikil áhersla er lögð á að
auka upplýsingaflæði og móttöku
íbúanna. Haldin hafa verið íslensku-
námskeið fyrir innflytjendur í sam-
starfi við hafnfirsk fyrirtæki. Þrjú
slík námskeið voru haldin veturinn
2005–2006 í samstarfi við Sólvang,
Hrafnistu og ALI. Íslensku-
námskeiðin hafa gert mikla lukku og
hefur þeim verið fram haldið á
Fögnum nýjum íbúum í
fjölbreytilegum bæ
» Það er algjörlegaóviðunandi að
sveitarfélög ein standi
undir þjónustu við
innflytjendur.
Lúðvík Geirsson skrifar um
málefni innflytjenda
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111