Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 67
lífsins lystisemdir. En ef með þarf drepur hann án þess að blikka auga. Sean Connery mótaði persónuna mjög ásættanlega, sýndi einkar vel harðari hlið atvinnumorðingja hins opinbera. Þegar hann sneri sér að öðrum hlutverkum breyttist tónn- inn í Bondmyndunum og fjarlægð- ist sköpunarverk Flemings. Sá flótti hófst þegar í fjórðu mynd- inni, Thunderball (’65), þar voru brellurnar farnar að kæfa per- sónuna og söguna. Rétt er að hafa í huga að myndbálkurinn er að verða hálffimmtugur og end- urspeglar jafnan samtímann og þarfir hans. Tímarnir eru lygilega breyttir frá því að Bond birtist fyrst í Dr. No árið 1962. Þá geisaði kalda stríðið, Bretar héngu enn á heims- veldisdraumnum og gamla sovétið var í fullu fjöri og undirrót alls ills, í vestrænum afþreyingarbók- menntum a.m.k. Tölvan var ekki komin í gagnið, farsíminn, mest áberandi leikmunur Casino Royale og 007 ársins 2006 sleppir ekki af hendinni, var ekki í sjónmáli í hjálpartækjabankanum sem leyni- þjónustumaðurinn hafði aðgang að. Þá þótti í meira lagi töff að hafa undir höndum sérsmíðað Rolex- armbandsúr; bíl sem gat skotið farþeganum upp í heiðið hátt; pall sem gat flogið með hetjuna upp á húsþök … Bond-myndirnar hafa engu að síður fylgst vel með tækninni, bíó- gestir sáu hvað fyrst stafrænar tölur í Goldfinger, þegar tíma- sprengjan tifaði og var búin að telja niður í 007 þegar okkar mað- ur skakkaði leikinn. Þá muna allir Bond-unnendur atriðið þegar leysi- geislinn risti í sundur stálbekkinn sem 007 var ólaður niður á, líkt og hann væri úr smjöri. En Bond sigraðist á aðstæðunum þegar vít- isgeislinn var kominn uppundir hans helgustu vé. Hvað annað? Svo mætti lengi telja. Ég heiti Craig, Daniel Craig, og er kominn til að vera Það er ekki frítt við að léttur ánægjuhrollur hríslist um gamla Bond-aðdáendur þegar Craig birt- ist í Casino Royale. James „Blonde“, að vísu, því leikarinn er allt að því norrænn í útliti, skol- hærður með stingandi blá augu, en að öðru leyti er hinn upprunalegi Bond mættur til leiks. Craig skilar honum samkvæmt bókinni, fremur sín fyrstu dráp og þau vefjast ekki fyrir karli. Hann stormar í gegn- um myndina líkt og eins manns vígvél, eirir engum óvini og á hann bíta engin vopn. Ekki er laust við að gert sé grín að gömlu ímynd- inni og sú nýja í leiðinni gædd raunveruleika ofbeldisfulls sam- tímans. Þegar Bond svarar bar- þjóni – er hann spyr hinnar klass- ísku „martini-spurningar“: „Hrærðan eða hristan?“ – pírir 007, árgerð ’06, á hann ísblá augun og segir svo: „Lít ég út fyrir að vera maður sem telur slíkt skipta máli?“ Þannig er komið fyrir Bondara dagsins. En hann verður einnig ástfanginn, sýnir eftir allt ofbeldið meiri tilfinningar en allir forverar hans til samans. Craig skilar mjúka manninum óaðfinnanlega og nýtur aðstoðar hinnar stórfenglegu Evu Green. Hér er farið að miklu leyti eftir bókinni hans Flemings og er myndin sú fyrsta í háa herr- ans tíð sem getur auglýst með sanni: „Byggð á sögu eftir Ian Fleming“. Með miklu skáldaleyfi að sjálfsögðu. Craig vakti mikla lukku á þess- um bæ í The Mother (’03), þar sem hann sýndi ekki aðeins góðan leik heldur hugrekki í hlutverkavali, en hann leikur mann í tilvistarkreppu og fer að sofa hjá sér mörgum ára- tugum eldri konu. Hagur leikarans vænkaðist enn frekar eftir magn- aða frammistöðu sem svellkaldur bófi í Layer Cake (’04), sem hefur vafalaust ráðið mestu um val hans í hlutverk Bonds. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 67 menning Engar hömlur á verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Að gefnu tilefni skal það tekið fram og ítrekað að þrátt fyrir nýjar öryggisreglur geta farþegar eftir sem áður keypt allan vökva, krem og aðrar snyrtivörur á frísvæði Flugstöðvarinnar hvort heldur sem þeir eru að fara af landi brott eða koma til Íslands. Allar upplýsingar um verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nýjar öryggisreglur er að finna á heimasíðu Flugstöðvarinnar www.airport.is Fréttir á SMS Bláskjár Leikarinn er allt að því norrænn í útliti, skolhærður með stingandi blá augu. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.