Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ H ver iðrast þess á dán- arbeðinum að hafa ekki varið meiri tíma í vinnunni? Sjálfsagt fáir. Fleiri iðrast þess eflaust að hafa ekki varið meiri tíma með börnum sínum og öðrum ástvinum. Auðvitað skiptir vinnan máli en er samt ekki þegar öllu er á botninn hvolft hin djúpa hamingja fólgin í samskiptum við okkar nánustu? Margt bendir til þess að þessi samskipti séu ekki nægilega mikil í hinu kröfuharða, hraða og árangursmiðaða samfélagi samtímans. Getur verið að við séum að horfa á börnin okkar breytast í fullorðið fólk án þess að hafa hug- mynd um hver þau eru – án þess að þekkja væntingar þeirra og þrár? Erum við að missa af lestinni sem aldrei kemur aftur? Halldór Grönvold, aðstoð- arframkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ), segir fólk geta verið sammála um að mörg börn á Íslandi njóti ekki þess til- finningalega atlætis sem við vildum og í ýmsum tilvikum ekki heldur þeirra efnalegu skilyrða sem öllum ætti að vera tryggð. „Þegar maður fer að velta fyrir sér hvernig bregðast eigi við þess- um vanda er ekki til neitt einfalt svar,“ segir Halldór, „en í grunninn er það fyrst og fremst tvennt sem þarf að skoða. Annars vegar þær aðstæður sem foreldrar geta skapað sér og sínum börnum og hins vegar með hvaða hætti samfélagið styður við barnafjölskyldur.“ Halldór beinir sjónum fyrst að fjölskyldunni. „Það er auðvitað margþvæld tugga en alveg jafn mikilvæg fyrir því að vinnutíminn skiptir gífurlega miklu máli. Við Ís- lendingar áttum til skamms tíma ill- ræmt Evrópumet í löngum vinnu- tíma. Með nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins hefur þessi mynd breyst aðeins en það eru vanþróaðri ríki sem við höfum ekki og viljum ekki bera okkur saman við. Ef við lítum til þeirra ríkja sem við höfum helst borið okkur saman við komast Bretar næst okkur með langan vinnutíma en eru eigi að síð- ur býsna langt fyrir neðan.“ Vinnutíminn ekki að styttast Halldór segir það áhyggjuefni að vinnutíminn hér á landi virðist ekki vera að styttast sem neinu nemur. „Ef maður skoðar þróunina síðustu tíu árin er heildarvinnutími karla að vísu heldur að styttast en á móti kemur að heildarvinnutími kvenna er að lengjast. Þetta eru ákveðin vonbrigði. Meðalvinnutími karla á viku er yfir fimmtíu stundir og með- alvinnutími kvenna yfir fjörutíu stundir. Það segir sig sjálft að svona langur vinnutími takmarkar möguleika fólks til að sinna sínum börnum.“ Halldór segir að margt bendi til að skipulag vinnunnar sé líka fjand- samlegra fólki nú en áður. „Það byggir að töluverðu leyti á því að stöðug krafa um hagræðingu, aukna Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið birti fyrir skemmstu greinaflokk undir yfirskriftinni „Er Ísland barnvænt samfélag?“ Helsta niðurstaða hans var að efnahagslegar aðstæður til að ala upp börn hér á landi séu á heildina litið ákjósan- legar en þegar kemur að tilfinningalegu atlæti gætum við gert betur. Tilfinningaleg vanræksla barna sé jafn- vel að færast í aukana. En hvað er til ráða? Morgunblaðið leitar í þessari grein og fleiri greinum á næstunni svara við því hvernig við getum gert betur við börnin okkar og horfir þá sér í lagi til hinna hugrænu gilda. Eru foreldrar að missa af lestinni? Texti | Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Foreldrar og börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.