Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 19
Sacha Baron Cohens ætti við- kvæmni Kasaka fyrir þeirri afbök- uðu mynd úrkynjunar og afkára- skapar að vera skiljanleg öllum sem taka land sitt og þjóð alvar- lega, ef ekki hátíðlega. Það er stutt á milli þjóðarstolts og minni- máttarkenndar. Við Íslendingar verðum einatt arfavitlausir ef gert er grín að eða gert lítið úr þjóð- ararfi okkar og þjóðareinkennum, samanber nú síðast stílbrögð ein- hverra blaðamanna við danska Ekstrabladet, Íslandsinnslag Opruh Winfrey eða ummæli Quentins Tarantinos um íslenskar konur. Og skemmst er að minnast múgsefjunar sem danskar skop- teikningar ollu meðal heittrúaðra múslima víða um heim. Fólk er viðkvæmt fyrir því sem því er heil- agt. En það er einfaldlega í eðli bestu afbrigða af gamansemi að hæðast að því sem heilagt er. Með fullri virðingu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 19 „Ég féll kylliflöt í gildruna,“ er haft eftir bandarísku kynbombunni Pa- melu Anderson, draumadísinni sem Borat leggur á sig langt og strangt ferðalag fyrir í aflóga ísbíl þvert yfir Bandaríkin. Atriðið þar sem Borat hittir loks stóru ástina og biður henn- ar með formlegum „kasöskum“ hætti er ein af fjölmörgum óborganlegum uppákomum í myndinni, sem áhorf- andinn velkist í vafa um hvort eru al- farið sviðsettar og leiknar eða skrá- setning á raunverulegum atburði eða atburðarás sem Borat hrindir af stað. Eftir því sem næst verður komist eru helstu leiknu karakterarnir Borat sjálfur, eiginkona hans, aðstoðarmað- urinn og bandarísk vændiskona. Í langflestum öðrum hlutverkum eru óbreyttir borgarar, ekki síst banda- rískir, sem vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Frammistaða og framkoma sumra er með ólíkindum, eins og framkoma áhorfenda á ródeó- sýningu, sem Borat hleypir upp, og snarruglaðra háskólapilta á húsvagni. Og settlegt kvöldverðarboð í heima- húsi er eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. En tökum annað dæmi: Borat tek- ur viðtal við þrjá fulltrúa kvenrétt- indasamtakanna Veteran Feminists of America. „Það var hringt í mig vegna einhvers náunga frá Kasakst- an sem væri á ferð um Bandaríkin að gera heimildamynd,“ segir ein þeirra, Grace Welch, í viðtali við breska viku- blaðið The Observer, „og vildi fá hug- myndir sem hann gæti tekið með sér heim og notað til að fræða þjóð sína um Bandaríkin.“ Welch kveðst hafa verið alveg grandalaus, enda horfi hún ekki á HBO og hafi því ekkert vitað um Borat. Þegar viðtalið átti að fara fram kom það henni á óvart að spyrillinn væri ekki mættur, og að ekki þyrfti að fjalla um umræðuefni eða spurningar fyrirfram. Þegar spyrillinn loksins mætti fannst henni eitthvað einkennilegt á seyði; hann var druslulega klæddur og þegar hann fór að spyrja „vissi ég að gaur- inn var annað hvort auli eða fífl, en ég hafði enga hugmynd um að þetta væri grín eða gabb. Tökuliðið og framleiðandinn héldu alvörusvipnum hvað sem á gekk og Baron Cohen var allan tímann í hlutverkinu, líka eftir að tökum lauk.“ „Finnst ykkur að kvenfólk eigi að mennta?“ var dæmigerð spurning. „Sannarlega,“ svaraði femínistinn Linda Stein forviða og virtist ekki kunna að meta það þegar spyrillinn ávarpaði hana sem „pussycat“. „En er ekkert vandamál að konur hafa minni heila?“ spurði Borat og vitnaði til landa síns Dr. Yamuka sem hefði sannað að heili kvenna væri af sömu stærð og heili íkorna. „Hann hefur rangt fyrir sér! Hann hefur rangt fyrir sér!“ mótmæltu þær í kór. Þegar fréttamaðurinn fór að spyrja konurnar um heimilisfang Pamelu Anderson var þeim nóg boðið og stóðu upp. En Borat var ekki af baki dottinn: „Eigum við ekki að dansa? Í mínu landi dönsum við. Af hverju lyftið þið ekki skyrtunum og gerið eitthvað villt?“ Það skal tekið fram að eftir á sáu þessir ágætu fulltrúar fem- ínista húmorinn í uppákomunni. Allt í plati eða …? Borat Hver er að leika og hver ekki? HINN 27 ára gamli fréttamaður frá Kasakst- an hefur víða verið í viðtölum til að kynna heimildarmynd sína. Hér eru nokkur sýn- ishorn í eins bjagaðri íslenskri þýðingu og við verður komið. Viðkvæmir lesi eitthvað annað:  Um Bandaríkjaforseta: „Við í Kasakstan dáumst mjög vel að George Walter Bush. Hann mjög vitur maður og mjög sterkur, en kannski ekki eins sterkur og faðir hans, Bar- bara.“  Um hvers vegna Bilo bróðir hans var klipptur út úr kvikmyndinni: „Bilo bróðir minn hafa lítið höfuð en afar sterka hand- leggi. Hann hafa 204 tennur, 193 í munni, 11 í nefi. Maður geta gert allt við hann, hann ekki muna neitt. Hann vera kynlífsvitfirringur. Allan dag hann vera í búri sínu og horfa á klám og nudda nudda nudda.“  Um árangur þess að veita konun atkvæð- isrétt: „Við segja að veita konum atkvæð- isrétt er sama og afhenda öpum byssur. Mjög hættulegt. Við ekki gera þetta lengur síðan í dýragarðsblóðbaðinu í Almaty 2003.“  Um sérstakan dansstíl Borats: „Ég líka mjög vel dansur og poppmúsíkur. Núna allt vitlaust í kasakstönskum diskótekur gerir músík eftir dansandi negrann Michael Jack- sons. Við líka mjög vel nýja lag hans Beat It. Við hafa marga góða útflutningsvöru í landi mínu. Fyrst kemur pótassíum, annað epli og þriðja litlir drengir handa búgarði Michael Jacksons. Hvers vegna ekki? Finnst gott. Er gooott. Líka mjög vinsælt núna í Kasakstan er syngjandi klæðskiptingur Madonna. Hann virkilega líkur konu!“  Um vinsældir Borats í heimalandinu: „Myndin slá met Hollywoodmyndarinnar King Kong sem hafa verið númer eitt mynd í Kasakstan alveg síðan frumsýningu árið 1933.“ Svo mælir Borat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.