Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 32
lífshlaup 32 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ M argt hefur verið skrafað og skrifað um kyrrláta Kan- adamanninn, Willi- am Stephenson. Hann stjórnaði samræmdri leyni- þjónustu Breta í New York á stríðs- árunum, en hún annaðist fjölda leyni- aðgerða um allan Vesturheim og vann að undirbúningi annarra í Evr- ópu. Og hann aðstoðaði Bandaríkja- menn við að koma á fót leyniþjónustu erlendis. William Stephenson var goðsögn í lifanda lífi, en að honum látnum skiptust á skin og skúrir í um- sögnum manna. Í þriðju ævisögu hans; „Sannleikurinn um Órag (The True Intrepid) – William Stephenson og óþekktu fulltrúarnir hans,“ sem kom fyrst út í Kanada 1998 og hér er að meginefni stuðzt við (útgáfu frá 2001), segir höfundurinn Bill Macdo- nald, að seint verði allur sannleik- urinn um William Stephenson sagð- ur, en hann hafi reynt eftir beztu getu að færa sögu hans til sanns vegar. Það hafi hins vegar ekki reynzt auð- velt verk, því ekki einasta hvíldi mikil launung yfir starfi hans heldur var Stephenson ekki síður dulur á per- sónulegt líf sitt. Hann dró til dæmis fjöður yfir sína íslenzku móðurætt og vestur-íslenzku fósturforeldra svo að í fyrri ævisögunum tveimur er fjallað um bernsku hans og æsku á mjög svo ónákvæman hátt; foreldrar hans eru sagðir skozkir innflytjendur, reyndar er móðir hans sögð af norskum ætt- um í annarri bókinni, nafn hans og fæðingardagur eru á reiki, nöfn for- eldra hans röng, og skólinn, sem hann er sagður hafa gengið í, var aldrei til! Í grein eftir Valdimar J. Líndal, dómara, í The Icelandic-Canadian, tímariti íslenzk-kanadíska félagsins í Winnipeg, 1962 segir Valdimar frá ís- lenzkri móðurætt Stephenson og í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 26. febrúar 1989, að Stephenson ný- gengnum, tíundaði Guðmundur Hall- dórsson, blaðamaður, íslenzka hlið hans með tilvitnunum í grein Valdi- mars og samtali við mágkonu Steph- enson. Í „Sannleikanum um Órag“ fjallar Bill Macdonald um íslenzka móð- urætt Stephenson og fer ofan í saum- ana á æsku hans og uppvexti í Winni- peg. Macdonald birtir í bókinni samtal sitt við William Stevenson, höfund annarrar ævisögu Steph- enson og spyr, hvers vegna frásögn hans af æsku Stephenson sé svona villandi. Stevenson svarar því til að hann hafi byggt hana eingöngu á upplýsingum frá Stephenson sjálfum. Og Stephenson hélt íslenzku rót- unum fyrir sig alla ævi, jafnvel kjör- dóttir hans vissi ekkert um þær. Í samtali við Guðmund Halldórsson sagði Elizabeth Baptiste, að hún minntist þess að faðir hennar hafi einu sinni eða tvisvar minnzt á Ísland í sín eyru. „Ég man eftir því að hann sagði einhvern tíma að hann hefði komið við á Íslandi í stríðinu, en það var allt og sumt. Nei, hann talaði aldrei um Winnipeg eða að hann ætti ættingja þar. Ég held að hann hafi ekki átt nokkra íslenzka ættingja. Að minnsta kosti veit ég ekkert um það. Ég held að forfeður hans hafi verið skozkir. Hann talaði um það. Afi hans og amma voru frá Skotlandi.“ Þegar hún var spurð, hvort hann hefði hitt skozka ættingja sína, sagði hún: „Nei, hann átti enga ættingja á lífi, enda var hann orðinn 93 ára gamall þegar hann lézt.“ Að Stephenson látnum sögðu blöð í Kanada, að hann ætti enga ættingja í Winnipeg. Vestur-Íslendingur frá Winnipeg Í þeim hópi Íslendinga sem flutti vestur um haf 1883 voru hjónin Krist- ín Guðlaugsdóttir og Vigfús Stef- ánsson frá Klungurbrekku á Skógar- strönd, Snæfellsnesi. Með þeim voru fjögur systkini Kristínar og móðir þeirra; Karitas Guðmundsdóttir. Kristín og Vigfús settust að í Winnipeg. Þar tókst vinátta með Kristínu og Guðfinnu Söru Johnston, sem hafði flutzt vestur um haf með foreldrum sínum. Þegar þær Kristín kynntust var Guðfinna ekkja, en 1894 giftist hún aftur; William Hunter Stanger, sem Bill Macdonald segir hafa komið til Kanada frá Orkn- eyjum, en Valdimar Líndal segir hann af írskum ættum. Guðfinna og William bjuggu í Point Douglas hverfi Winnipeg. Neðanmáls með grein Valdimars er vitnað til fæðing- arvottorðs sonar hennar; William Clouston Stanger, fæðingardagur 23. janúar 1897 og móðir hans þá skráð Sarah Goodfina Johnston. Valdimar segir, að þegar stríð skall á hafi Willi- am sagzt ári eldri en hann var til þess að komast í herinn. Valdimar Líndal segir að William hafi verið yngsta barn þeirra hjóna og átt tvær systur, en Bill Macdonald segir í bók sinni, að William hafi verið elzta barnið, sem komst á legg, og átt tvö yngri systkini. Vöðvarýrnun dró William Hunter Stanger til dauða þegar sonur hans var barn að aldri. Guðfinna gat ekki séð sér og þrem- ur börnum farborða og valdi þann kostinn að gefa frá sér tvö barnanna; William og dótturina. Í samtalinu við Guðmund Hall- dórsson, segir Ninna Stephenson, tengdadóttir Kristínar og Vigfúss, að Guðfinna hafi komið með William til þeirra Kristínar og sagt við hana: „Ég get ekki alið barnið upp. Ég gef þér barnið.“ Ninna segir að Guðfinna hafi lík- legast verið Jónsdóttir. Maður henn- ar hafi verið drykkjumaður og aldrei stundað vinnu, en hún hafi gengið í þvotta og hvað annað sem til féll. Þegar Guðfinna hafði gefið William frá sér segir Ninna að hún hafi gefið dóttur sína vinkonu sinni í Saskatc- hewan, en um fleiri börn hennar viti hún ekki og ekkert um afdrif dótt- urinnar í Saskatchewan. Valdimar Líndal segir að Guðfinna hafi farið frá Winnipeg ásamt dætrum sínum tveim og látizt skömmu síðar. Bill Macdonald segir ekkert vitað um af- drif Guðfinnu og yngstu barna henn- ar; 1903 sé þeirra ekki getið í götu- skrá Winnipeg og helzt haldi fólk í Stephensonfjölskyldunni að þau hafi flutzt til Chicago. Þegar Kristín og Vigfús Steph- enson höfðu tekið son Guðfinnu upp á sína arma, breyttist nafn hans úr William Samuel Clouston Stanger í William Samuel Stephenson. Drengurinn, sem var kallaður Bill, var ekki hár í loftinu, en mynd- arlegur, þögull og einrænn, en starfs- samur og tók vel eftir öllu í kring um sig, svo vel, að athyglisgáfu hans var viðbrugðið. Í fjölskyldunni var því haldið á lofti, að hann gæti farið inn í herbergi og komið út aftur eftir stutta viðdvöl og þá með öll smáatriði í herberginu á hreinu. Í bréfi sem Valdimar Líndal skrif- aði Ísafoldarprentsmiðju, útgefanda fyrstu bókarinnar um Stephenson; Dularfulla Kanadadmannsins, og sagt er frá á innbroti bókarkáp- unnar, kemur fram að William Stephenson hafi verið gæddur óf- reskigáfu. Hann hafi eitt sinn setið í stofu á heimili fórsturforeldra sinna og snúið baki að glugga. „Sagði hann þá allt í einu, án þess að nokkur hefði orðið var mannaferða, að maður væri að læðast úti í garðinum og gægjast inn um gluggann. Jafnframt sagði hann öllum að bæra ekki á sér, fór út um bakdyr hússins og kom hinum óboðna gesti í opna skjöldu.“ Bill Stephenson gekk í Argyleskól- ann í nágrenninu, en hætti námi og fór sextán ára að vinna; fyrst við timburvinnslu og síðan sem skeyta- sendill. Bill Macdonald segir ekkert sér- stakt í æsku William Stephenson hafa búið hann undir njósnir fullorð- insáranna. Sjálfur sagði hann síðar, að hann hafi engan undirbúning fengið og eina reynslan hafi verið skýrslur hans um hernaðaruppbygg- ingu Þjóðverja á fjórða áratugnum. Macdonald nefnir þó eitt atvik úr æsku Stephenson til marks um glöggskyggni hans: glæpamaður að nafni John Krafchenko fór huldu höfði í Winnipeg og reyndist óvenju slyngur í að dulbúast og hylja slóð sína. En hann slapp ekki fram hjá vökulu auga skeytasendils, sem sá í gegn um hann og sagði lögreglunni frá honum. Þessar upplýsingar Stephenson gerðu útslagið til þess að Krafchenko var handtekinn. Fall er fararheill William Stephenson bauð sig fram til herþjónustu 1916 og fór til starfa í verkfræðisveitum kanadíska hersins. Hann hlaut slæma gaseitrun og með- an hann var að jafna sig á Englandi, lærði hann að fljúga og í ágúst 1917 gekk hann í raðir konunglega flug- hersins. Hann var sigursæll orrustu- flugmaður í fyrri heimsstyrjöldinni, en eins og um svo margt í ævi hans fer tvennum sögum af frammistöð- unni; hvort hann skaut niður 12, 18 eða 26 óvinaflugvélar. Hvað sem því líður var hann heiðraður fyrir frammistöðu sína af Belgum, Frökk- um og Bretum. Hann var reyndar skotinn niður 28. júlí 1918 og lenti í þýzkum stríðsfangabúðum, en slapp þaðan í október 1918, skömmu fyrir vopnahléð. Þegar Stephenson var sloppinn úr höndum Þjóðverja, sneri hann heim til Winnipeg. Fjölskyldumeðlimir og vinir sögðu Bill Macdonald, að Steph- enson hefði sagt ýmislegt af gangi stríðsins í Evrópu, en verið fáorður um eiginn hlut og hann lét með öllu ósagt um heiðurspeningana, sem hann var sæmdur. Hann stofnaði með vini sínum Charles Wilfrid Rus- sell fyrirtæki á sviði umboðssölu og framleiðslu og framleiddi það m.a. dósaopnara, sem átti sér sögu, sem Stephenson reyndar sór fyrir síðar og bannaði að kæmi fram í fyrstu ævisögum hans. Sagan eins og Bill Macdonald segir hana er á þá leið, að meðan Stephenson var stríðsfangi Þjóðverja hafi hann stytt sér stundir við að stela hinu og þessu smálegu frá fangavörðunum (m.a. hafði hann með sér á flóttanum ljósmynd af þýzka fangabúðastjóranum og geymdi hana alla tíð.) Dag einn komst hann yfir haganlegan dósaopnara og sagði þá m.a. samfanga sínum, að hann ætlaði að flýja og taka dósaopnarann með sér og fá einkaleyfi á honum þar sem Þjóðverjar næðu ekki til hans. Þetta gekk eftir. Þeir félagar; Stephenson og Rus- sell, stefndu hátt og urðu margir til að hrífast af eldmóði þeirra og leggja í púkkið, þar á meðal margir Vestur- Íslendingar, sem höfðu fengið trölla- trú á hugkvæmni og framtakssemi Stephenson. En þrátt fyrir háleit markmið gekk fátt eftir og fyrirtækið varð gjaldþrota 1922. Prikastaða Stephenson meðal Vestur-Íslendinga hrapaði við gjald- þrotið og hann lét sig hverfa til Eng- lands. En þetta fall í Winnipeg reyndist honum fararheill, því ólukkan sem elti Stephenson í Kanada komst ekki í farangur hans yfir Atlanzhafið. Þrátt fyrir gjaldþrotið steig hann ekki slyppur og snauður á land í Eng- landi, því fljótlega skaut fyrirtækið Stephenson og Russell upp kollinum í London. Stephenson sá framtíðina í útvarpstækni og síðar sjónvarpinu og hann fjárfesti í tveimur fyrirtækjum, sem blómstruðu og voru í fararbroddi þegar útvarpsvæðingin hófst fyrir al- vöru í Englandi 1923. Síðsumars það ár fór hann í snögga ferð vestur um haf, steig af skipsfjöl í Montreal, fór þaðan til Toronto, þar sem hann kynnti framleiðslu fyrirtækja sinna á sviði útvarps- og röntgentækni. Frá Kanada hélt hann til New York og þaðan aftur austur um haf og slóst Wilf Russell í þá ferð með honum. Meðan farkosturinn klauf öldurnar til Englands kynntust þeir félagar Simmonssystrum af þekktri tóbaks- fjölskyldu í Springfield, Tennessee. Bill Stephenson og Mary French Simmons giftust 22. júlí 1924. Bill Macdonald kannaði giftingarvott- orðið og kom í ljós, að á því er aldur Stephenson ekki réttur, nafn fóstur- föður hans er rangt og atvinna hans vitlaust skráð og heimilisfang brúð- hjónanna í London er ekki rétt! Krókur Stephenson hefur snemma beygzt til þess að fara dult með per- sónulega hagi sína! Wilf Russell kvæntist hinni Simmonssysturinni (Macdonald nafngreinir hana ekki í bók sinni!). Þau fluttu til Tennessee, en Bill og Mary settust að í Englandi. Þar varð honum enn allt að gulli. Hann fann upp tækni sem flýtti þráð- lausri myndsendingu og sú uppfinn- ing ein gerði hann að stórauðugum manni innan við þrítugt. Hann setti fleiri járn í eldinn og færði stöðugt út kvíarnar; í bygginga-, sements- og stáliðnaði og hann stofnaði flug- vélaverksmiðju og kvikmyndaver svo eitthvað sé upptalið. Hann varð einn öflugasti iðnjöfur Bretlands og gegn- um alþjóðlegt fjárfestingarfyrirtæki náði hann ítökum víðar í Evrópu, Afr- íku og Asíu. Þessum umsvifum fylgdi umgengni við helztu framámenn og þá ekki sízt í brezku viðskipalífi og stjórnmálum og með tímanum bætt- ust brezkir leyniþjónustumenn í hóp- inn. Þótt velgengi Stephenson færi ekki lágt um Evrópu, fréttist fátt um hagi hans heim til Winnipeg, þar sem fjöl- skylda hans svo til hætti að heyra frá honum um miðjan þriðja áratuginn. Ráðagerð um að myrða Hitler Í tíðum viðskiptaferðum yfir á meginlandið og þar til Þýzkalands fékk Stephenson kjörið tækifæri til þess að fylgjast með gangi mála. Og ekkert fór framhjá glöggu auga gamla skeytasendilsins frá Winnipeg. Honum duldist hvorki hernaðar- Vestur-íslenzki njósnaforinginn Fyrri hluti Hann var einn fremsti njósnaforingi Breta í heimsstyrjöldinni síðari. Móðurætt hans var íslenzk, sem hann leyndi alla tíð sem og vestur- íslenzkum fósturforeldrum sínum og fjölskyldu þeirra. Þegar William Stephenson lézt sagði kjördóttir hans í samtali við Morgunblaðið, að hún vissi ekkert um íslenzkar rætur hans. Freysteinn Jóhannsson fletti blöðum og bókum um Stephenson. Óragur William Stephenson - vestur-íslenzki njósnaforinginn. Í slaginn William Stephenson í orrustuflugvél í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.