Morgunblaðið - 17.11.2006, Side 24

Morgunblaðið - 17.11.2006, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Multidophilus-12 12 tegundir lifandi mjólkursýrugerla LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir í kvöld nýtt leikverk, Sambúðarverki, en höfundar eru sex heimamenn. Níu sýningar eru áætlaðar. Verkið samanstendur af fimm ein- þáttungum sem eiga það sameigin- legt að gerast í raðhúsi og það á ein- um og sama deginum. Áhorfendur fá að kíkja inn í fjórar íbúðir og kynn- ast lífi íbúanna; fólki af báðum kynj- um, á öllum aldri og með mismun- andi bakgrunn og áherslur í lífinu. LD leitaði í vor til átta höfunda í byggðarlaginu vegna skrifa á ein- þáttungum fyrir félagið. Lagt var upp með samræmda umgjörð eða grind sem allir unnu eftir. Sex þess- ara höfunda skiluðu svo fimm verk- um til félagsins. Höfundarnir eru Lovísa María Sigurgeirsdóttir, Freyr Antonsson, Júlíus Júlíusson, Ingibjörg Hjartardóttir, Arnar Sím- onarson og Sólveig Rögnvaldsdóttir. Leikendur eru 14 og margir koma fram í fleiru en einu hlutverki, og eru margir þeirra að þreyta frumraun sína á sviðinu í Ungó. Önnur sýning verður á morgun, laugardag, og sú þriðja á sunnudag- inn. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir, Þórarinn Blöndal hannar leikmynd og Pétur Skarphéðinsson lýsingu. Sambúðarverkir frum- sýndir á Dalvík í kvöld AKUREYRI FJÓRTANDA starfsár Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands er haf- ið. Skólatónleikar skipa stóran sess í dagskrá vetrarins og hófust þeir í október. Á morgun, laugardag, verða fyrstu tónleikarnir fyrir al- menning á starfsárinu. Á skólatónleikunum flytur hljóm- sveitin verk eftir hollenskt tón- skáld, Theo Loevendie, við ævintýr- ið um Næturgalann eftir H.C. Andersen. Næturgalinn verður ein- mitt fluttur á fjölskyldutónleikum á morgun kl. 14 í Samkomuhúsinu á Akureyri og er aðgangur ókeypis.  Aðventuveisla verður haldin í Íþróttahöllinni laugardaginn 9. des- ember. Hljómsveitin og knatt- spyrnudeild Þórs halda veisluna; dagskráin hefst með tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands. Með hljómsveitinni koma fram Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Karlakór Dalvíkur. Á efnisskrá tónleikanna verður jóla- og aðventutónlist. Að tónleikunum loknum verður boðið upp á jólahlaðborð frá Bautanum.  Þriðjudaginn 6. febrúar heim- sækir Sinfóníuhljómsveit Íslands Akureyri og verður með tónleika í íþróttahúsi Síðuskóla. Á efnis- skránni er; Jón Leifs: Galdra- Loftur, forleikur op. 10; Sergei Rakmaninoff: Tilbrigði um stef eft- ir Paganini; Dímítrí Sjostakovítsj: Sinfónía nr. 5 í dmoll op. 47. Ein- leikari: Lilya Zilberstein og stjórn- andi Rumon Gamba.  Strengjasveitatónleikar verða sunnudaginn 4. mars í Akureyr- arkirkju. Tónleikarnir eru í sam- vinnu við Tónlistarskólann á Ak- ureyri.  Fimmtudaginn 5. apríl, á skír- dag, verða tónleikar í Glerárkirkju. Á efnisskrá tónleikanna er konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Max Bruch þar sem fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson verður í aðal- hlutverki. Einnig verður flutt sin- fónía no. 5 eftir Ludwig. van Beethoven sem nefnd hefur verið Örlagasinfónían.  Samstarf við Kirkjulistaviku Ak- ureyrarkirkju, tónleikar sunnudag- inn 6. maí. Á efnisskrá er Symph- ony no. 1 fyrir orgel og hljómsveit eftir F.A. Guilmant og Te Deum eft- ir A. Dvorak.  Kórastefna við Mývatn, tón- leikar sunnudaginn 10. júní í íþróttahúsinu Reykjahlíð. Á efnis- skrá tónleikanna er m.a. messa eft- ir John Rutter. Skólatónleikar skipa stóran sess í vetur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsæl Gríðarlegur fjöldi fylgdist með óperutónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands og valinkunna söngvara á Akureyrarvöku í sumar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að hefja fjórtánda starfsárið Í HNOTSKURN »Aðalstjórnandi Sinfón-íuhljómsveitar Norður- lands er Guðmundur Óli Gunnarsson. »Næturgalinn verður flutt-ur í skólum frá Ólafsfirði og austur á Raufarhöfn. Þar eru sjö hljóðfæraleikarar, sögumaður og stjórnandi. FJÖGUR ungmenni voru handtekin á Akureyri í gærmorgun eftir að þau brutust inn í Glerárskóla í fyrrinótt, unnu þar miklar skemmdir og stálu búnaði fyrir um það bil eina milljón króna. Skemmdir í skólanum eru metnar á nokkur hundruð þúsund krónur. Stolið var fimm fartölvum, tveimur skjávörpum og ýmsu öðru. Að sögn Daníels Snorrasonar rannsóknarlögreglumanns vöknuðu fljótlega grunsemdir um hverjir hefðu verið þarna að verki og í fram- haldi þess voru tveir piltar og tvær stúlkur, öll um tvítugt, handtekin heima hjá einu þeirra strax í gær- morgun. Þar fannst allt þýfið úr skólanum. Aðspurður játti Daníel því að viðkomandi ungmenni væru góðkunningjar lögreglunnar. Stálu tækjum fyrir milljón í Glerárskóla Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mosfellsbær | Krónan hefur opnað nýja verslun í Mosfellsbæ og er hún talsvert öðruvísi en aðrar Krónu- verslanir. „Þetta er ný stefna, annar heimur, og svona verða Krónuversl- anirnar í framtíðinni,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Nýja verslunin er skammt frá fyrri versluninni og mun stærri eða um 2.000 fermetrar. Að sögn Krist- ins eru venjulega um 2.500 til 3.000 vörunúmer í lágvöruverðsverslunum en í þessari eru um 7.000 númer. Þegar inn er komið blasir við stór grænmetisdeild og í horni hennar er brauðdeild þar sem ýmsar tegundir af brauði eru bakaðar allan daginn. Í versluninni er stórt frystipláss, mik- ið úrval af lífrænum vörum og 20 metra langt kjötborð. Kjötið er unn- ið og pakkað í kældu rými á staðnum og segir Kristinn að vegna þessa sé hægt að bjóða upp á lægra vöruverð. „Ferskleikinn getur ekki verið meiri,“ segir Kristinn, en auk fersks kjöts er boðið upp á ferskt sjáv- arfang. Hægt er að kaupa heitan mat í há- deginu og á kvöldin og salatbarinn er opinn allan daginn. Vörur eru vel og greinilega merktar, hillumerk- ingar eru rafrænar og afgreiðslu- fólkið setur vörurnar í poka fyrir viðskiptavini, en pokarnir eru á sér- stakri snúningsgrind. Morgunblaððið/RAX Nýjung Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, í ávaxtadeildinni þar sem vöruframboð er mun meira en áður. Til hægri er langa kjötborðið. Annar heimur í Krónunni Morgunblaðið/RAX Rými Nýja verslun Krónunnar er um 2.000 fermetrar að stærð. Í HNOTSKURN » Fyrstu fjórar Krónuversl-anirnar voru opnaðar í des- ember árið 2000 og síðan hafa fleiri bæst jafnt og þétt við. » Krónan er á 12 stöðum ognæsta verslun verður opnuð á Akranesi í desember. » Krónan hefur verið í Mos-fellsbæ síðan í mars 2003 og er nýja verslunin eins og þær eiga að vera í framtíðinni. Reykjavík | Tekið var tillit til athuga- semda og settir fyrirvarar við land- notkun næst flugbrautunum og færslu Hlíðarfótar og gangamunna Öskju- hlíðarganga í tillögu að breytingu á að- alskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 varðandi landnotkun á austursvæði Vatnsmýrar, sem borgarráð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt. Breyt- ingartillagan er nú hjá Skipulags- stofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. Samkvæmt breytingunni á alhliða samgöngumiðstöð að rísa norðan Loft- leiðasvæðisins. Á svæðinu er annars aðallega gert ráð fyrir starfsemi sem tengist flugvellinum auk almennrar starfsemi sem samræmist landnotkun á miðsvæðum. „Nýtingarhlutfall nýrr- ar uppbyggingar skal taka almennt mið af nýtingu á Loftleiðasvæðinu og athafnasvæði Flugmálastjórnar,“ seg- ir í breytingartillögunni. Breytingin gerir ráð fyrir að ganga- munni fyrirhugaðra Öskjuhlíðarganga færist örlítið norðar. Stofnstíg sem liggur undir Öskjuhlíð er hnikað að- eins til vegna breyttrar legu ganga- munna og er gert ráð fyrir göngubrú/ undirgöngum við Flugvallarveg. „Í samræmi við deiliskipulag Hlíðar- endasvæðis og göngubrú á nýrri Hringbraut, er væntanlegum stofnstíg norður af Flugvallarvegi hnikað til vesturs þannig að hann liggi með Hlíð- arfæti. Þessi færsla Hlíðarfótar og gangamunna Öskuhlíðarganga er sett fram með fyrirvara um niðurstöður hugmyndasamkeppni um heildar- skipulag Vatnsmýrar, niðurstöður út- tekta samstarfsnefndar ríkis og borg- ar um Reykjavíkurflugvöll og endanlega ákvörðun um framtíð flug- vallarstarfsemi í Vatnsmýri.“ Fyrirvarar settir við landnotkun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.