Morgunblaðið - 17.11.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.11.2006, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Multidophilus-12 12 tegundir lifandi mjólkursýrugerla LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir í kvöld nýtt leikverk, Sambúðarverki, en höfundar eru sex heimamenn. Níu sýningar eru áætlaðar. Verkið samanstendur af fimm ein- þáttungum sem eiga það sameigin- legt að gerast í raðhúsi og það á ein- um og sama deginum. Áhorfendur fá að kíkja inn í fjórar íbúðir og kynn- ast lífi íbúanna; fólki af báðum kynj- um, á öllum aldri og með mismun- andi bakgrunn og áherslur í lífinu. LD leitaði í vor til átta höfunda í byggðarlaginu vegna skrifa á ein- þáttungum fyrir félagið. Lagt var upp með samræmda umgjörð eða grind sem allir unnu eftir. Sex þess- ara höfunda skiluðu svo fimm verk- um til félagsins. Höfundarnir eru Lovísa María Sigurgeirsdóttir, Freyr Antonsson, Júlíus Júlíusson, Ingibjörg Hjartardóttir, Arnar Sím- onarson og Sólveig Rögnvaldsdóttir. Leikendur eru 14 og margir koma fram í fleiru en einu hlutverki, og eru margir þeirra að þreyta frumraun sína á sviðinu í Ungó. Önnur sýning verður á morgun, laugardag, og sú þriðja á sunnudag- inn. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir, Þórarinn Blöndal hannar leikmynd og Pétur Skarphéðinsson lýsingu. Sambúðarverkir frum- sýndir á Dalvík í kvöld AKUREYRI FJÓRTANDA starfsár Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands er haf- ið. Skólatónleikar skipa stóran sess í dagskrá vetrarins og hófust þeir í október. Á morgun, laugardag, verða fyrstu tónleikarnir fyrir al- menning á starfsárinu. Á skólatónleikunum flytur hljóm- sveitin verk eftir hollenskt tón- skáld, Theo Loevendie, við ævintýr- ið um Næturgalann eftir H.C. Andersen. Næturgalinn verður ein- mitt fluttur á fjölskyldutónleikum á morgun kl. 14 í Samkomuhúsinu á Akureyri og er aðgangur ókeypis.  Aðventuveisla verður haldin í Íþróttahöllinni laugardaginn 9. des- ember. Hljómsveitin og knatt- spyrnudeild Þórs halda veisluna; dagskráin hefst með tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands. Með hljómsveitinni koma fram Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Karlakór Dalvíkur. Á efnisskrá tónleikanna verður jóla- og aðventutónlist. Að tónleikunum loknum verður boðið upp á jólahlaðborð frá Bautanum.  Þriðjudaginn 6. febrúar heim- sækir Sinfóníuhljómsveit Íslands Akureyri og verður með tónleika í íþróttahúsi Síðuskóla. Á efnis- skránni er; Jón Leifs: Galdra- Loftur, forleikur op. 10; Sergei Rakmaninoff: Tilbrigði um stef eft- ir Paganini; Dímítrí Sjostakovítsj: Sinfónía nr. 5 í dmoll op. 47. Ein- leikari: Lilya Zilberstein og stjórn- andi Rumon Gamba.  Strengjasveitatónleikar verða sunnudaginn 4. mars í Akureyr- arkirkju. Tónleikarnir eru í sam- vinnu við Tónlistarskólann á Ak- ureyri.  Fimmtudaginn 5. apríl, á skír- dag, verða tónleikar í Glerárkirkju. Á efnisskrá tónleikanna er konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Max Bruch þar sem fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson verður í aðal- hlutverki. Einnig verður flutt sin- fónía no. 5 eftir Ludwig. van Beethoven sem nefnd hefur verið Örlagasinfónían.  Samstarf við Kirkjulistaviku Ak- ureyrarkirkju, tónleikar sunnudag- inn 6. maí. Á efnisskrá er Symph- ony no. 1 fyrir orgel og hljómsveit eftir F.A. Guilmant og Te Deum eft- ir A. Dvorak.  Kórastefna við Mývatn, tón- leikar sunnudaginn 10. júní í íþróttahúsinu Reykjahlíð. Á efnis- skrá tónleikanna er m.a. messa eft- ir John Rutter. Skólatónleikar skipa stóran sess í vetur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsæl Gríðarlegur fjöldi fylgdist með óperutónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands og valinkunna söngvara á Akureyrarvöku í sumar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að hefja fjórtánda starfsárið Í HNOTSKURN »Aðalstjórnandi Sinfón-íuhljómsveitar Norður- lands er Guðmundur Óli Gunnarsson. »Næturgalinn verður flutt-ur í skólum frá Ólafsfirði og austur á Raufarhöfn. Þar eru sjö hljóðfæraleikarar, sögumaður og stjórnandi. FJÖGUR ungmenni voru handtekin á Akureyri í gærmorgun eftir að þau brutust inn í Glerárskóla í fyrrinótt, unnu þar miklar skemmdir og stálu búnaði fyrir um það bil eina milljón króna. Skemmdir í skólanum eru metnar á nokkur hundruð þúsund krónur. Stolið var fimm fartölvum, tveimur skjávörpum og ýmsu öðru. Að sögn Daníels Snorrasonar rannsóknarlögreglumanns vöknuðu fljótlega grunsemdir um hverjir hefðu verið þarna að verki og í fram- haldi þess voru tveir piltar og tvær stúlkur, öll um tvítugt, handtekin heima hjá einu þeirra strax í gær- morgun. Þar fannst allt þýfið úr skólanum. Aðspurður játti Daníel því að viðkomandi ungmenni væru góðkunningjar lögreglunnar. Stálu tækjum fyrir milljón í Glerárskóla Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mosfellsbær | Krónan hefur opnað nýja verslun í Mosfellsbæ og er hún talsvert öðruvísi en aðrar Krónu- verslanir. „Þetta er ný stefna, annar heimur, og svona verða Krónuversl- anirnar í framtíðinni,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Nýja verslunin er skammt frá fyrri versluninni og mun stærri eða um 2.000 fermetrar. Að sögn Krist- ins eru venjulega um 2.500 til 3.000 vörunúmer í lágvöruverðsverslunum en í þessari eru um 7.000 númer. Þegar inn er komið blasir við stór grænmetisdeild og í horni hennar er brauðdeild þar sem ýmsar tegundir af brauði eru bakaðar allan daginn. Í versluninni er stórt frystipláss, mik- ið úrval af lífrænum vörum og 20 metra langt kjötborð. Kjötið er unn- ið og pakkað í kældu rými á staðnum og segir Kristinn að vegna þessa sé hægt að bjóða upp á lægra vöruverð. „Ferskleikinn getur ekki verið meiri,“ segir Kristinn, en auk fersks kjöts er boðið upp á ferskt sjáv- arfang. Hægt er að kaupa heitan mat í há- deginu og á kvöldin og salatbarinn er opinn allan daginn. Vörur eru vel og greinilega merktar, hillumerk- ingar eru rafrænar og afgreiðslu- fólkið setur vörurnar í poka fyrir viðskiptavini, en pokarnir eru á sér- stakri snúningsgrind. Morgunblaððið/RAX Nýjung Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, í ávaxtadeildinni þar sem vöruframboð er mun meira en áður. Til hægri er langa kjötborðið. Annar heimur í Krónunni Morgunblaðið/RAX Rými Nýja verslun Krónunnar er um 2.000 fermetrar að stærð. Í HNOTSKURN » Fyrstu fjórar Krónuversl-anirnar voru opnaðar í des- ember árið 2000 og síðan hafa fleiri bæst jafnt og þétt við. » Krónan er á 12 stöðum ognæsta verslun verður opnuð á Akranesi í desember. » Krónan hefur verið í Mos-fellsbæ síðan í mars 2003 og er nýja verslunin eins og þær eiga að vera í framtíðinni. Reykjavík | Tekið var tillit til athuga- semda og settir fyrirvarar við land- notkun næst flugbrautunum og færslu Hlíðarfótar og gangamunna Öskju- hlíðarganga í tillögu að breytingu á að- alskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 varðandi landnotkun á austursvæði Vatnsmýrar, sem borgarráð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt. Breyt- ingartillagan er nú hjá Skipulags- stofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. Samkvæmt breytingunni á alhliða samgöngumiðstöð að rísa norðan Loft- leiðasvæðisins. Á svæðinu er annars aðallega gert ráð fyrir starfsemi sem tengist flugvellinum auk almennrar starfsemi sem samræmist landnotkun á miðsvæðum. „Nýtingarhlutfall nýrr- ar uppbyggingar skal taka almennt mið af nýtingu á Loftleiðasvæðinu og athafnasvæði Flugmálastjórnar,“ seg- ir í breytingartillögunni. Breytingin gerir ráð fyrir að ganga- munni fyrirhugaðra Öskjuhlíðarganga færist örlítið norðar. Stofnstíg sem liggur undir Öskjuhlíð er hnikað að- eins til vegna breyttrar legu ganga- munna og er gert ráð fyrir göngubrú/ undirgöngum við Flugvallarveg. „Í samræmi við deiliskipulag Hlíðar- endasvæðis og göngubrú á nýrri Hringbraut, er væntanlegum stofnstíg norður af Flugvallarvegi hnikað til vesturs þannig að hann liggi með Hlíð- arfæti. Þessi færsla Hlíðarfótar og gangamunna Öskuhlíðarganga er sett fram með fyrirvara um niðurstöður hugmyndasamkeppni um heildar- skipulag Vatnsmýrar, niðurstöður út- tekta samstarfsnefndar ríkis og borg- ar um Reykjavíkurflugvöll og endanlega ákvörðun um framtíð flug- vallarstarfsemi í Vatnsmýri.“ Fyrirvarar settir við landnotkun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.