Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 2

Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,               Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Staksteinar 8 Viðhorf 32 Veður 8 Umræðan 32/35 Úr verinu 14 Minningar 36/43 Viðskipti 11/18 Leikhús 50 Erlent 19 Myndasögur 52 Menning 20/21, 46/52 Dagbók 53/57 Höfuðborgin 22 Bíó 54/57 Akureyri 22 Staður og stund 54 Austurland 23 Víkverji 56 Landið 23 Velvakandi 56 Daglegt líf 24/28 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  Fjárfestingafélögin CVIL og Bivideon, sem að stærstum hluta eru í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, hafa selt eignarhlut sinn í tékkneska fjarskiptafyrirtækinu CRa fyrir jafnvirði 120 milljarða króna. Ætla má að söluhagnaður Björólfs gæti numið um 56 millj- örðum króna. » Forsíða  Ríflega 2.500 fólksbifreiðar í um- ferðinni eru óvátryggðar, sam- kvæmt upplýsingum frá Umferð- arstofu, en alls eru óvátryggð ökutæki í umferðinni 3.640 talsins. Fleiri tjón hafa verið skráð af völd- um óvátryggra ökutækja á þessu ári en allt árið í fyrra. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir eftirgrennslan eft- ir óvátryggðum ökutækjum tíma- freka og oft árangurslitla. » 6  Tveir karlmenn á fertugsaldri voru dæmdir í sjö ára fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til innflutnings á 11,9 kg af afar sterku amfetamíni til landsins. Mennirnir komu til landsins með ferjuni Nor- rænu í sumar og voru handteknir eftir tollskoðun. » 4  Gert er ráð fyrir að ákvæði í sam- keppnislögum um ábyrgð ein- staklinga verði skýrð nánar sam- kvæmt frumvarpi sem nefnd á vegum iðnaðar- og viðskiptaráð- herra hefur skilað ráðherra. Frum- varpið verður væntanlega lagt fyrir ríkisstjórn fljótlega. » Miðopna Erlent  Um 160 manns týndu lífi í Bagdad í gær þegar fjórar bílsprengjur sprungu í Sadr-borg, einu helsta hverfi sjíta í borginni. Er um að ræða mannskæðasta hryðjuverkið í landinu frá því Bandaríkjamenn réð- ust þar inn í mars 2003. Sjítar svör- uðu strax fyrir sig með því að láta sprengjum rigna yfir nálægt hverfi súnníta og líklegt þykir, að þeir eigi eftir að leita meiri hefnda. Nouri al- Maliki, forsætisráðherra Íraks, kom fram í sjónvarpi í gærkvöld og skor- aði á landsmenn að standa saman á þessum erfiðu tímum. » Forsíða Viðskipti  Sparisjóðabanki Íslands, sem hefur verið í eigu sparisjóðanna í 20 ár, hefur fengið nafnið Icebank og stefnt er að skráningu í Kauphöll Ís- lands árið 2008. » 15 HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt nítján ára pilt, Arnar Val Valsson, til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, þjófnað og tilraun til nytjastuldar. Honum er að auki gert að greiða fórnarlambi sínu 1,7 milljónir kr. í skaðabætur og 1,6 milljónir kr. í sakarkostnað. Ákærða var gefið að sök að hafa í maí sl. stungið fórnarlamb sitt með hnífi neðarlega í bakið hægra megin, með þeim afleiðingum að það hlaut lífshættulegan áverka en hnífurinn gekk inn á milli hryggjartinda, inn í mænugöng og skaðaði taugar. Af- leiðingar hnífstungunnar til lengri tíma eru m.a. skert geta til að stunda kynlíf, minnkaður máttur og skyntap í vinstri fæti. Miklar líkur eru taldar á því að svo verði ævi- langt. Ákærði játaði sök en neitaði því fyrir dómi að hafa ætlað að valda fórnarlambi sínu líkamstjóni. Í nið- urstöðu dómsins kemur hins vegar fram að yfir allan vafa sé hafið að beinn ásetningur hafi verið fyrir hnífstungunni og hún til þess fallin að binda enda á líf fórnarlambsins. Héraðsdómur var fjölskipaður og ásamt Sveini Sigurkarlssyni dóms- formanni sátu í dóminum Guðmund- ur L. Jóhannesson héraðsdómari og Halldór Björnsson settur héraðs- dómari. Sigríður J. Friðjónsdóttir sak- sóknari sótti málið af hálfu ákæru- valdsins og Hilmar Baldursson hdl. varði manninn. Stakk fórnar- lamb sitt í bakið Nítján ára piltur dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps Í HNOTSKURN » Fórnarlambið hlaut allt að15 cm langan skurð sem náði niður í vöðvalög. Töluverðu afli var því beitt við stunguna. » Ef dregist hefði að komafórnarlambinu undir lækn- ishendur er fullvíst að það hefði látist af sárum sínum. KARLMAÐUR var handtekinn á Akureyrarflugvelli í gærmorgun þegar hann hugðist fara með sex mánaða son sinn í flugi þaðan til Kaupmannahafnar. Foreldrar barnsins eiga í forsjárdeilu skv. upp- lýsingum blaðsins. Móðurinni hefur verið úrskurðað forræði af Héraðs- dómi á meðan málið er fyrir dómi en maðurinn fékk að vera með syni sín- um um stund fyrir nokkrum dögum. Lögreglu barst á laugardag beiðni frá barnaverndarnefnd vegna þess að talið var að faðirinn hefði numið barnið á brott. Í gærmorgun barst lögreglu svo formleg beiðni um af- skipti af málinu. Var faðirinn hand- tekinn á flugvellinum sem fyrr segir. Hugðist nema sex mán- aða son sinn úr landi „MÉR finnst fínt að honum verði veitt frelsi,“ sagði Sigurbjörg Sandra Péturs- dóttir, 12 ára Grundfirðingur, sem í dag fær það verkefni að sleppa út í náttúruna haf- erni sem hún bjargaði úr háska í sumar. Haförninn hafði lent í vand- ræðum, var óflugfær og hrapaði ofan í Kirkjufellslón. Sigurbjörg óð út í lónið og dró örninn upp úr. Hún fékk það verkefni að nefna örninn sem hlaut nafnið Sigurörn. Sigurerni var nýverið þyrmt þegar ákvörðun var tekin um að farga 56 fuglum í Húsdýragarðinum en sýni úr fjórum hænsnum reyndist jákvætt vegna mótefna gegn vægum teg- undum af fuglaflensu af H5-stofni. Erninum verður sleppt eftir há- degi ofan við grunnskóla Grund- arfjarðar og á Sigurbjörg Sandra von á að kennarar skólans gefi nem- endum frí frá kennslustund til að fylgjast með Sigurerni endurheimta frelsi sitt. Verður feg- inn frelsinu Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir MIKLAR hækkanir hafa orðið á áburði en á vef Landssambands kúa- bænda er greint frá því að verðskrár áburðarsala séu komnar út. Þannig munu allar áburðarteg- undir frá Yara hafa hækkað milli ára um 17%. Sé litið lengra aftur í tím- ann en til nóvember á síðasta ári hafa einstakar áburðartegundir hækkað um allt að 29% frá árinu 2004. Fyrir meðalbú þýðir þetta út- gjaldaaukningu upp á 100 þúsund krónur að lágmarki, segir á vef LK. Miklar hækk- anir á áburði Kynningar – Morgunblaðinu fylgir af- mælisrit Fjölbrautaskóla Suðurnesja. ♦♦♦ HÚSVERÐIRNIR í Austurbæjarskóla sýndu mikla fyr- irhyggju er þeir létu hreinsa snjóinn af húsþakinu, þannig að hann félli ekki niður á nemendur og aðra vegfarendur á skólalóðinni. Í hlákunni getur fallandi klaki verið stórhættulegur, ekki síst þegar hæðin er mikil eins og í þessu tilviki í skólanum. Morgunblaðið/ÞÖK Fyrirhyggjan í öndvegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.