Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Sjálfvirk hnakka- púðastilling, aðeins í Stressless – Þú getur lesið eða horft á sjónvarp í hallandi stöðu. Ótrúleg þægindi. Sérstakur mjóbaks- stuðningur samtengdur hnakkapúða- stillingu. Þú nýtur full- komins stuðnings hvort sem þú situr í hallandi eða uppréttri stöðu. Ármúla 44 108 Reykjavík Sími 553 2035 www.lifoglist.is THE INNOVATORS OF COMFORT ™ Réttu sætin fyrir heimabíóið VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 0,63% í gær í 6.236 stig en verslað var með hluta- bréf fyrir 6,6 milljarða króna, mest með bréf í Kaupþingi banka eða fyrir liðlega 1,7 milljarða króna. Mest hækkun varð á gengi bréfa Nýherja sem hækkaði um 5,3% en gengi bréfa í Exista hækkaði um 3,8%. Mest lækkun varð á gengi bréfa Teymis eða 0,7%. Hækkun í Kauphöllinni ● ÍSLENSKA heildsöluverslunin Inn- nes ásamt meðfjárfestum hefur keypt norska heildsölu og dreifing- arfyrirtækið Haugen-Gruppen en seljandinn var R.Twinings & C sem aftur er í eigu Associate British Foods að því er kemur fram í frétt á vef M2.. Haugen Gruppen er með starfsemi í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og ekki verða gerðar breyt- ingar á yfirstjórn fyrirtækisins. Innnes, sem stofnað var árið 1987, er ein af stærstu heild- verslunum Íslands með matvörur og hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Innnes í útrás SPARISJÓÐABANKI Íslands hef- ur fengið nýtt nafn, Icebank, og hef- ur áherslum í starfsemi bankans ver- ið breytt. Í tilkynningu frá bank- anum segir að Icebank verði fram- vegis öflugur banki á fyrirtækja- markaði með áherslu á langtímalán og gjaldeyris- og afleiðuviðskipti við fyrirtæki, fagfjárfesta og aðra um- svifamikla viðskiptavini. Stefnt er að skráningu Icebank í Kauphöll Íslands árið 2008. Fylgja útrásinni eftir Icebank er sérhæfður viðskipta- banki sem hefur verið í eigu spari- sjóðanna í 20 ár en ólíkt þeim á hann ekki viðskipti við almenning. Segir í tilkynningunni að bankinn muni áfram veita sparisjóðunum margvís- lega þjónustu en leggja aukna áherslu á að fylgja eftir íslenskum félögum í útrás með ráðgjöf, lánveit- ingum og þátttöku í fjárfestingum samhliða því að taka þátt í sam- bankalánum og sérhæfðum lána- verkefnum innanlands og erlendis. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Icebank, segir að bankinn ætli að vinna sér sess hér á landi sem sér- hæfður banki í gjaldeyrisviðskiptum, afleiðuviðskiptum hvers konar og í sérhæfðum stærri lánaverkefnum. Flóknari gjaldeyrisviðskipti og af- leiðuafurðir og veltan á millibanka- markaði með gjaldeyri séu mjög að aukast og Icebank vilji vera með í því. Bankinn muni nýta sameiginlegt afl sitt og sparisjóðanna til að takast á við stærri verkefni. Hann segir að eðli máls sam- kvæmt séu takmarkaðir vaxtamögu- leikar hér á landi og því stefni bank- inn að aukinni starfsemi erlendis. „Við höfum í vaxandi mæli verið að kaupa okkur inn í lánapakka, sam- bankalán. Það er frekar einfalt og auðvelt og við getum haldið áfram á þeirri braut en við ætlum að þroska þetta hjá okkur. Við sjáum fyrir okk- ur að opna starfsstöð í útlöndum, á Norðurlöndunum, í Eystrasaltslönd- unum eða á Bretlandseyjum, á svæð- um þar sem Íslendingar eru þekktir. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efn- um.“ Hagnaður Sparisjóðabankans nam rúmum 2,4 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrstu sex mánuði þessa árs nam hagnaðurinn 1,8 milljörðum og segir í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir mjög góðri afkomu á síðari hluta ársins þannig að heildarhagn- aður ársins verði meiri en nokkru sinni fyrr. Eigið fé bankans í lok síð- asta árs nam tæpum 5,7 milljörðum króna en var rúmir 3,2 milljarðar króna árið áður. Stefnt er að hröðum vexti bankans næstu árin en gerðar eru kröfur um 18% arðsemi eigin fjár á ári. Nafnið Icebank er ekki nýtt, því það hefur verið notað gagnvart er- lendum viðskiptavinum Sparisjóða- bankans allt frá stofnun bankans 1986 auk þess sem vefslóð bankans er www.icebank.is. Verður sérhæfður banki á fyrirtækjamarkaði Sparisjóðabankinn fær nýtt nafn, Icebank, og stefnt er að skráningu í Kauphöll Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Horfa út fyrir landsteinana Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri og Geirmundur Kristinsson, formaður bankaráðs Icebank.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.