Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 15

Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Sjálfvirk hnakka- púðastilling, aðeins í Stressless – Þú getur lesið eða horft á sjónvarp í hallandi stöðu. Ótrúleg þægindi. Sérstakur mjóbaks- stuðningur samtengdur hnakkapúða- stillingu. Þú nýtur full- komins stuðnings hvort sem þú situr í hallandi eða uppréttri stöðu. Ármúla 44 108 Reykjavík Sími 553 2035 www.lifoglist.is THE INNOVATORS OF COMFORT ™ Réttu sætin fyrir heimabíóið VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 0,63% í gær í 6.236 stig en verslað var með hluta- bréf fyrir 6,6 milljarða króna, mest með bréf í Kaupþingi banka eða fyrir liðlega 1,7 milljarða króna. Mest hækkun varð á gengi bréfa Nýherja sem hækkaði um 5,3% en gengi bréfa í Exista hækkaði um 3,8%. Mest lækkun varð á gengi bréfa Teymis eða 0,7%. Hækkun í Kauphöllinni ● ÍSLENSKA heildsöluverslunin Inn- nes ásamt meðfjárfestum hefur keypt norska heildsölu og dreifing- arfyrirtækið Haugen-Gruppen en seljandinn var R.Twinings & C sem aftur er í eigu Associate British Foods að því er kemur fram í frétt á vef M2.. Haugen Gruppen er með starfsemi í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og ekki verða gerðar breyt- ingar á yfirstjórn fyrirtækisins. Innnes, sem stofnað var árið 1987, er ein af stærstu heild- verslunum Íslands með matvörur og hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Innnes í útrás SPARISJÓÐABANKI Íslands hef- ur fengið nýtt nafn, Icebank, og hef- ur áherslum í starfsemi bankans ver- ið breytt. Í tilkynningu frá bank- anum segir að Icebank verði fram- vegis öflugur banki á fyrirtækja- markaði með áherslu á langtímalán og gjaldeyris- og afleiðuviðskipti við fyrirtæki, fagfjárfesta og aðra um- svifamikla viðskiptavini. Stefnt er að skráningu Icebank í Kauphöll Íslands árið 2008. Fylgja útrásinni eftir Icebank er sérhæfður viðskipta- banki sem hefur verið í eigu spari- sjóðanna í 20 ár en ólíkt þeim á hann ekki viðskipti við almenning. Segir í tilkynningunni að bankinn muni áfram veita sparisjóðunum margvís- lega þjónustu en leggja aukna áherslu á að fylgja eftir íslenskum félögum í útrás með ráðgjöf, lánveit- ingum og þátttöku í fjárfestingum samhliða því að taka þátt í sam- bankalánum og sérhæfðum lána- verkefnum innanlands og erlendis. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Icebank, segir að bankinn ætli að vinna sér sess hér á landi sem sér- hæfður banki í gjaldeyrisviðskiptum, afleiðuviðskiptum hvers konar og í sérhæfðum stærri lánaverkefnum. Flóknari gjaldeyrisviðskipti og af- leiðuafurðir og veltan á millibanka- markaði með gjaldeyri séu mjög að aukast og Icebank vilji vera með í því. Bankinn muni nýta sameiginlegt afl sitt og sparisjóðanna til að takast á við stærri verkefni. Hann segir að eðli máls sam- kvæmt séu takmarkaðir vaxtamögu- leikar hér á landi og því stefni bank- inn að aukinni starfsemi erlendis. „Við höfum í vaxandi mæli verið að kaupa okkur inn í lánapakka, sam- bankalán. Það er frekar einfalt og auðvelt og við getum haldið áfram á þeirri braut en við ætlum að þroska þetta hjá okkur. Við sjáum fyrir okk- ur að opna starfsstöð í útlöndum, á Norðurlöndunum, í Eystrasaltslönd- unum eða á Bretlandseyjum, á svæð- um þar sem Íslendingar eru þekktir. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efn- um.“ Hagnaður Sparisjóðabankans nam rúmum 2,4 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrstu sex mánuði þessa árs nam hagnaðurinn 1,8 milljörðum og segir í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir mjög góðri afkomu á síðari hluta ársins þannig að heildarhagn- aður ársins verði meiri en nokkru sinni fyrr. Eigið fé bankans í lok síð- asta árs nam tæpum 5,7 milljörðum króna en var rúmir 3,2 milljarðar króna árið áður. Stefnt er að hröðum vexti bankans næstu árin en gerðar eru kröfur um 18% arðsemi eigin fjár á ári. Nafnið Icebank er ekki nýtt, því það hefur verið notað gagnvart er- lendum viðskiptavinum Sparisjóða- bankans allt frá stofnun bankans 1986 auk þess sem vefslóð bankans er www.icebank.is. Verður sérhæfður banki á fyrirtækjamarkaði Sparisjóðabankinn fær nýtt nafn, Icebank, og stefnt er að skráningu í Kauphöll Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Horfa út fyrir landsteinana Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri og Geirmundur Kristinsson, formaður bankaráðs Icebank.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.