Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 24
STÖÐUGT fleirum Norðmönnum finnst í lagi að
verða af jólagjöf renni andvirði hennar í staðinn til
hjálparsamtaka. Þetta kemur fram í könnun sem
gerð var fyrir Rauða krossinn í Noregi.
Að því er fram kemur á vefsíðu Dagsavisen vilja 73
prósent Norðmanna gjarnan afsala sér jólagjöfum í
stað peningagjafar sem rynni til hjálparsamtaka.
Þetta gætu verið jákvæðar fréttir fyrir þá sem eru
uppiskroppa með hugmyndir fyrir jólagjafir eða
hafa kaupæði jólanna á hornum sér. „Gjöf til hjálpar-
samtaka gæti verið pottþéttasta jólagjöfin,“ segir að-
alritari norska Rauða krossins, Trygve G. Nordby.
„Það á sérstaklega við um gjafir til konunnar, kær-
ustunnar eða systur þinnar,“ bætir hann við.
Þar gæti hann hitt naglann á höfuðið því fleiri
konur en karlar voru hrifnir af hugmyndinni um
góðverk í jólagjöf. 77 prósent þeirra vildu gjarnan
ávísun stílaða á hjálparsamtök í gjöf á aðfangadag.
Í tengslum við könnunina opnaði norski Rauði
krossinn vefsvæðið www.julegavermedmening.no
þar sem hægt er að kaupa jólagjafir með hugsjón,
eins og súpu til handa fátækum börnum í Rússlandi. Í
staðinn fær gefandinn sent þakkarkort sem hægt er
að merkja vinum eða ættingjum og senda í pósti eða
leggja undir jólatréð.
Vilja góðverk í jólagjöf
Morgunblaðið/RAX
|föstudagur|24. 11. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Æ fleiri konur sjást nú skarta
handprjónuðum og oft ísaum-
uðum handstúkum sem eru
hafðar um úlnliðina. » 26
tíska
Steingrímur Sigurgeirsson
gagnrýnir veitingahúsið Deco
sem er til húsa í Austurstræt-
inu. » 29
sushi
Margir eru farnir að huga að
jólabakstri og hér eru tvær góð-
ar uppskriftir að hnetukökum
og súkkulaðibitaköku. » 29
kökur
Það er ýmislegt um að vera um
helgina, tónleikar, jólamarkaður
og búið er að opna jólaþorpið í
Hafnarfirði. » 26
helgin
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
gefur lesendum uppskrift að
nautalund, kartöflugratíni og
heimalöguðum ís. » 28
matur
ÁThorsplaninu í Hafn-arfirði standa nú tuttugulítil jólahús og jólatrésem umlykja húsin bíða
þess að öðlast nýtt líf. 800 leik-
skólabörn mæta í dag til að skreyta
trén en Jólaþorpið í Hafnarfirði
verður opnað á morgun, 25. nóv-
ember, kl. 12 og þar með eru
tendruð ljósin í fjórða sinn í þorp-
inu.
Arna Kristín Einarsdóttir er
verkefnastjóri Skrifstofu menning-
ar- og ferðamála í Hafnarfirði sem
stendur að Jólaþorpinu og hefur
ýmsum hnöppum að hneppa þessa
dagana. Fyrir utan skipulagningu
verkefnisins er Arna á lokasprett-
inum við að klára meistararitgerð.
„Ef allt gengur að óskum útskrifast
ég með meistarapróf í mennta- og
menningarstjórnun frá Við-
skiptaháskólanum á Bifröst nk.
febrúar,“ tjáir Arna blaðamanni og
sér fram á ritgerðarsmíð um
helgina. Hún er auk þess flautu-
leikari hjá hljómsveit Íslensku
óperunnar og vinnur einnig sjálf-
stætt. „Ég spila þar af leiðandi á
mörgum tónleikum og það er alltaf
mikið að gera á aðventunni. Mjög
gaman er að spila í Langholts-
kirkju en aðventutónleikar kórsins
eru orðnir hluti af jólunum hjá
mér, þá koma jólin. Tónleikarnir
eru allt að fernir talsins og alltaf
fullt út úr dyrum. Og þó að ég sé
að spila nýtur maður hverrar
stundar. Mér finnst mjög yndislegt
að fara á kórtónleika og sinfón-
íutónleika.“
Þakkar fyrir hverja stund
með fjölskyldu sinni
Það er sem sagt „alveg brjálað“
að gera hjá Örnu og þegar þannig
stendur á langar hana helst að geta
átt góða stund með fjölskyldu sinni.
„Þá nýtur maður og þakkar fyrir
hverja stund sem maður á með fjöl-
skyldunni. Maður þarf sérstaklega
á samverunni að halda í skamm-
deginu. Það hvílir hins vegar mest
á mér að ljúka ritgerðinni en að
sjálfsögðu ver ég tíma einnig í Jóla-
þorpinu um helgina. Ég byrja laug-
ardagsmorguninn á því að kenna
frábærum nemendum mínum á
flautu í Tónlistarskóla Reykjavíkur
en þar næst bruna ég til Hafn-
arfjarðar til að stýra Jólaþorpinu.
Ég ætla þrátt fyrir allt að gefa
mér tíma til að elda góðan mat á
laugardagskvöldinu en kvöldmat-
urinn er hálfgerð helgistund á mínu
heimili. Við slökkvum á útvarpi og
sjónvarpi, spjöllum saman og förum
yfir daginn. Oft eru þetta einu
stundirnar sem allir hittast og við
njótum þess.
Eftir þessa löngu törn ætlum við
svo að stinga af á jólunum og leita
til heitari landa. Við förum í lang-
þráð frí til Kanaríeyja en þetta
verður í fyrsta skipti sem yngsti
fjölskyldumeðlimurinn fer til út-
landa og við erum öll mjög spennt,“
segir Arna og er flogin á vit æv-
intýraþorpsins. » Mælt með | 26
Morgunblaðið/Golli
Heima Arna Kristín Einarsdóttir, flautuleikari og verkefnastjóri Jólaþorpsins, ásamt litla manninum á heimilinu,
Hilmari Starra, 2 ára. Arna er önnum kafin þessa dagana en nýtur hverrar stundar sem hún á með fjölskyldunni.
Kvöldmaturinn hálfgerð helgistund
Morgunblaðið/Ómar
Af gleði Blik var í augum barna í
Jólaþorpinu í Hafnarfirði í fyrra.
Njótið samveru með fjölskyldunni í skammdeginu.
Heimsækið Jólaþorpið í Hafnarfirði, farið t.d. á jólaball með Gunna og Felix á sunnudaginn.
Takið góðan tíma í að elda mat, kveikið á kertum og sötrið smá hvítvín.
Farið að sjá nýjustu James Bond-myndina. Daniel Craig er frábær leikari.
Sækið ljúfa tónleika.
Fáið ykkur góðan tebolla sem er, eins og Englendingar segja, svar við öllu.
Arna mælir með