Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/Kristinn Eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur HÉR eru uppskriftir sem passa í saumaklúbbinn, afmælið, partýið, kaffiboðið og bara hvar sem er. Þær geymast báðar mjög vel, settar í form og skornar niður í hæfilega bita þegar veislan er að fara að byrja. Hnetubitana þarf ekki einu sinni að baka og auk þess að vera syndsamlega góðir eru þeir fullir af heilsusamlegum hnetum og þurrk- uðum ávöxtum sem gera okkur bara gott. Þar fyrir utan er alltaf verið að birta fleiri og fleiri rannsóknir sem segja okkur að súkkulaði er hollt þrátt fyrir að það sé orkuríkt. Hver segir að heilsusamlegur matur sé ekki góður matur? Súkkulaðibitakaka 200 g smjör 1 dl hrásykur 2 dl flórsykur 2 egg 6 dl hveiti 1 tsk. matarsódi 3 tsk. vanillusykur 1 dl ljóst súkkulaði, saxað 1 dl dökkt súkkulaði, saxað Hrærið saman smjör og sykur, bætið eggjum út í og hveiti, mat- arsóda, vanillusykri og súkkulaði. Hrærið saman þannig að blandist og setjið í bökunarform (tvöföld upp- skrift passar í ofnskúffu) og bakið við 180°C í u.þ.b. 30 mínútur. Hnetubitar 300 g suðusúkkulaði 1½ dl rjómi ½ pakki digestive-kex, mulið í grófa bita 2 msk. amaretto 1 dl þurrkað papaya (keypt í pok- um) 2 dl þurrkaðar gráfíkjur, í bitum 1 dl furuhnetur 2 dl heslihnetur 2 dl pistasíuhnetur ½ dl sesamfræ 1 dl graskersfræ 1 dl rúsínur Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Hellið smá amaretto (ef vill) yfir di- gestive-kexið. Hrærið rjómanum saman við brætt súkkulaðið og setjið kexið saman við. Blandið öllu út í (geymið aðeins af hnetum til skrauts). Klæðið bökunarform að innan og setjið súkkulaðiblönduna í það og látið kólna alveg. Það tekur að minnsta kosti 8 tíma. Skerið í hæfilega bita og njótið. Tvær gómsætar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 29 Það hefur orðið gífurleg breyting ámiðborg Reykjavíkur á örfáum ár-um og þá ekki síst á Kvosinni semhefur á undraskömmum tíma breyst í kaffi- og veitingahúsahverfi. Um leið og nokkrir fermetrar á götuhæð losna má ganga út frá því að innan skamms verði komin veitingasala af einhverju tagi í rým- ið. Þetta hefur nú gerst í Austurstræti 12 þar sem til skamms tíma var rekið apótek. Deco heitir staðurinn og skilgreinir sig sem „bar – café“. Staðurinn er hlýlegur að sjá að utan en stendur ekki alveg undir vænt- ingum að innan. Nokkuð hefur verið lagt í innréttingar og þá ekki síst myndarlega set- bekki úr eik sem felldir hafa verið inn í inn- skot í veggjunum. Innanstokksmunir, borð og stólar, eru hins vegar í allt öðrum stíl og gefa veitingarýminu svolítið billegt yf- irbragð. Að minnsta kosti er ljóst að heiti stað- arins vísar ekki til Art Deco hönnunarbylgj- unnar sem var upp á sitt besta á fyrri hluta síðustu aldar. Hugsanlega er átt við mið- herjann knáa hjá FC Barcelona, Anderson Louis de Sousa, sem flestir þekkja sem Deco. Deco er ekki hreinræktaður veitinga- staður þótt matur sé í boði heldur staðsetur sig á svæðinu á milli kaffihúsa, bara og veitingahúsa líkt og staðir á borð við Sólon. Við byrjuðum á því að fá disk af „tapas deco style“ á 1.060 krónur og birtist þjónn- inn von bráðar með disk af blönduðum smá- réttum, þarna voru fjórir sushi-bitar, mar- ineraðir sveppir og perlulaukar ásamt ólífum. Allt leit þetta ágætlega girnilega út en þegar ráðist var á diskinn kom í ljós að allt hafði þetta fyrir ekki svo löngu verið tekið út úr frysti eða í besta falli mjög köld- um ísskáp. Enn var frostkrap í sveppunum og sushi-bitar sem hafa fengið kælimeðferð sem þessa bíða þess aldrei bætur þó svo að þeir líti ágætlega út. Á disknum voru tvær litlar klípur af grænu og sterku wasabi- sinnepi líkt og vera ber með sushi en engin sojasósa til að blanda sinnepinu saman við. Þarna var þó lítil skál með sætri austur- lenskri sósu í hoi- sin stíl; lagði þó ekki í að reyna hana í bland við wasabi. Þá kom volgt kjúklingasalat með furuhnetum og „afrik- an“-sósu. Á disknum voru smátt skornir kjúklingateningar í mildri sósu. Svo sem ekkert sérstaklega „afrískt“ þótt þarna mætti greina krydd sem notuð eru í norður- afrískri matargerð. Með þessu blandað sal- at. Sama salatsamsetning kom einnig á næsta disk, tandoori-kjúkling með masala- sósu, hrísgrjónum og naan-brauði. Það fór lítið fyrir tandoori-marineringunni á sjálf- um kjúklingnum en sósan var bragðgóð og eilítið rjómaþykkt. „Naan“-brauðið var hins vegar skyldara pítubrauði en Naan. Á heild- ina litið vel frambærilegur réttur á stað sem þessum. Við höfðum í upphafi rekið augun í að hægt væri að fá Moët et Chandon kampavín í glösum á 1.200 krónur og ákváðum að skella okkur á það með matnum enda að- allega einföld og ekki mjög spennandi nýja- heimsvín í boði á stuttum vínseðlinum. Það kom hins vegar babb í bátinn þegar átti að panta og okkur tilkynnt að þarna væri um prentvillu að ræða, glasið kostaði í raun 2.200 krónur. Við skelltum okkur því á ástr- alska rauðvínið. Þjónustufólkið var ungt og hafði líklega ekki fengið mikla þjálfun í sínu starfi en var liðlegt og vinalegt, sem skiptir miklu máli. Kaffið var gott. Svalt sushi á Deco Morgunblaðið/Kristinn Deco Nokkuð hefur verið lagt í innréttingar og þá ekki síst myndarlega setbekki úr eik. Steingrímur Sigur- geirsson gagnrýnir veitingastaðinn Deco sem er í Austurstræti Deco  Austurstræti 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.