Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 31
og 11. grein að þær beindust að þeim persónulega heldur beindust þær gegn fyrirtækjunum. Tveir þingmenn sem einnig eru lögfræðingar, þeir Birgir Ár- mannsson, Sjálfstæðisflokki og Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu voru í pallborði og sögðu þeir báðir að niðurstöður Róberts væru rót- tækar. Birgir sagði að þingmenn hefðu ekki litið svo á að þessi vafi væri til staðar. Á hinn bóginn yrði að líta til þess að þetta tiltekna atriði hefði ekki fengið mikla umfjöllun á þingi og lögskýringagögn gæfu ekki mikla vísbendingu um hvern- ig á það hefði verið litið. Rök Ró- berts væru hins vegar „harla sterk“ og þess eðlis að það þurfi að taka ákvæðin til skoðunar og gera þau skýrari. Lúðvík Bergvinsson sagði að það væri „fullkomin fásinna“ að halda því fram að það hafi ekki ver- ið vilji löggjafans að refsiákvæði samkeppnislaga tækju ekki til grófustu brota á samkeppnislög- um. Það væri alveg ljóst að í huga allra þeirra sem tóku til máls þeg- ar lögin voru sett að brot á fyrr- nefndum ákvæðum samkeppnis- laga vörðuðu einstaklinga refsingu. Þá hlyti niðurstaða Ró- berts að koma starfsmönnum rík- islögreglustjóra og ríkissaksókn- ara mjög spánskt fyrir sjónir enda hefði verið ráðist í umfangsmikla lögreglurannsókn á meintum refsiverðum brotum starfsmönn- um olíufélaganna. „Ljóst er að í mínum huga að ríkissaksóknari fyrirskipar ekki umfangsmikla rannsókn nema hann sé sæmilega viss um að háttsemin sé refsiverð,“ sagði Lúðvík. öggjaf- kýrt á ga í 12. ir vafa ati léki og 11. irri að- því léki aklinga æka irlestri uleiðis hann sbend- túlka ð hann arlaga, nn o.fl. ndir þá i á því siverða nig að r væri rtækja n af 10. m irtækja? Morgunblaðið/Ásdís á refsiábyrgð einstaklinga vegna brota fyr- skal túlka sakborningum í hag. anó m- a ti n - . rð- ðu ka“. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 31 Það er tímanna tákn að almenningurtreystir mun frekar upplýsingum fráfrjálsum félagasamtökum en upplýsing-um frá opinberum stofnunum, fyrirtækj- um eða fjölmiðlum þegar kemur að umhverfis- og mannréttindamálum. Þetta sagði Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, á fundi sem Félag forstöðumanna ríkis- stofnana boðaði til á Grand hóteli í gær, undir yfir- skriftinni: Opinberar stofnanir í orrahríð fjölmiðla og hagsmunasamtaka. Á þessum fundi fjölluðu þeir Friðrik Sophusson og Magnús Pétursson, forstjóri Landsspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH), um reynslu þeirra af því að standa í eldlínunni sem forsvarsmenn fyrir- tækja sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum á undanförnum misserum. Viðstaddir voru hátt í hundrað gestir, mest úr opinbera geiranum; stjórnendur fyrirtækja, upplýsingafulltrúar, auk nokkurra þingmanna og heilbrigðisráðherra. Það verkefni Landsvirkjunar sem, að öðrum ólöstuðum, hefur hvað helst orðið tilefni til um- ræðu hér á landi á undanförnum árum er Kára- hnjúkavirkjun. Friðrik sagði að ákveðið hafi verið að gera þessa virkjun að sýningarverkefni fyrir þjóðina. Ráðinn hafi verið sérstakur talsmaður og settur upp sérstakur vefur. Auk þess hafi verið sett upp upplýsingamiðstöð í Végarði sem tugir þús- unda hafi heimsótt. Að auki hafi almenningur verið hvattur til að kynna sér framkvæmdir, enda verði heimamennirnir að vera með í svo stórum málum. Friðrik upplýsti ennfremur að Landsvirkjun hafi svarað þúsundum mótmælabréfa sem fyrir- tækinu hafi borist vegna Kárahnjúkavirkjunar. Það hafi verið gert með stöðluðum bréfum, en með persónulegum ávörpum og það hafi virkað mjög vel. Hann sagði að Landsvirkjun líti ekki á félaga- samtök og hagsmunaaðila sem andsnúnir séu áformum fyrirtækisins sem andstæðinga. „Við vinnum núna alveg hiklaust að verkefni með Land- vernd, við lítum ekki á þetta fólk sem andstæðinga okkar, heldur staðreynd sem við þurfum að lifa við.“ Í skjóli fallegs og góðs málstaðar Friðrik sagði áhrif frjálsra félagasamtaka fara vaxandi og sagði nauðsynlegt fyrir öll opinber fyr- irtæki og stofnanir að veita slíkum samtökum upp- lýsingar eins og frekast sé unnt. „Ég hef séð skoð- anakönnun sem sýnir fram á að þegar verið er að ræða um umhverfismál eða mannréttindamál þá er miklu fleira fólk sem treystir upplýsingum frá þessum aðilum [frjálsu félagasamtökunum] heldur en frá opinberum aðilum, fyrirtækjum eða fjöl- miðlum,“ sagði hann. „Ástæðurnar eru þær að það veit enginn hver kýs þá, það veit enginn hver fjármagnar þá, og þeir sem starfa þar geta gert nokkurn veginn það sem þeim sýnist, í skjóli einhvers fallegs og góðs mál- staðar. Þetta er bara tímanna tákn, þetta eru stað- reyndir sem við verðum að taka tillit til í öllu fjöl- miðlaumhverfi.“ Sem dæmi um áhrif félagasamtaka nefndi Frið- rik að umhverfisverndarsamtökin World Wide Fund for Nature (WWF) hafi viðurkennt að hafa fælt fyrirtækin NCC og SKANSKA frá því að bjóða í Kárahnjúkavirkjun. Fulltrúar NCC hafi svo beðist afsökunar á því að hafa látið samtökin hafa þessi áhrif á sig. Friðrik sagði opinber fyrirtæki sem starfa á samkeppnismarkaði, svo sem Landsvirkjun, í erf- iðri stöðu. Gerðar séu mismunandi kröfur til fyr- irtækjanna; annars vegar um gegnsæi og upplýs- ingagjöf til almennings, en hins vegar um viðskiptaleynd, svo sem um verð á raforku. Reynt hafi verið að ganga bil beggja með því að upplýsa um arðsemiskröfur af tilteknum verkefnum. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, sagði sífellt auknar kröfur gerðar til stjórnenda opinberra fyr- irtækja og stofnana, þrýst sé á þá að reka stofn- unina eða fyrirtækið með sama árangri og ef um einkavætt fyrirtæki væri að ræða. Alþjóðavæðing, samkeppni og samanburður væru allsráðandi, allir verði að mæla árangur og standa sig í samanburði við aðra. Hann segir að upplýsingalögin svokölluðu hafi verið mikil framför, þegar þau voru sett. Ekki ein- göngu vegna þess að þau geri fjölmiðlum kleift að krefjast upplýsinga, heldur einnig vegna þess að það gefi stjórnendum og starfsmönnum stofnana vitneskju um hvað þeir megi og eigi að gera. „Ég tek undir með Friðrik, að við eigum að upplýsa. Samfélagið er fært um að taka á móti upplýsing- um, vega þær og meta og álykta út frá þeim.“ Magnús sagðist þeirrar skoðunar að LSH njóti sérstöðu vegna persónuverndarsjónarmiða og það þurfi fjölmiðlar að virða. Þó eigi að gera miklar kröfur til spítalans um vandaða upplýsingagjöf, al- menningi til hagsbóta. Aðhald komi þó ekki ein- göngu frá fjölmiðlum, heldur séu kröfuhörðustu aðilarnir á spítalanum sjúklingar og aðstandendur þeirra. Saknar vandaðrar fréttaumfjöllunar „Ég er ekki tilbúinn til að fallast á þá mótbáru sem stundum er sett fram af fjölmiðlum um að þeir hafi ekki tíma, aðstæður, mannafla og peninga til að vanda fréttaflutning. Ég sakna þess að fjöl- miðlar hafi ekki vandaðri fréttaumfjöllun um mál- efnin,“ sagði Magnús. Þau Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarps, og Gunn- ar Steinn Pálsson, markaðs- og kynningarráðgjafi, voru ásamt frummælendum í pallborðsumræðum eftir framsögur Friðriks og Magnúsar. Elín gagn- rýndi Landsvirkjun fyrir að vera of mikið í vörn þegar kemur að umfjöllun um málefni sem tengj- ast fyrirtækinu. Fremur ætti að fagna því að þjóðin vilji ræða málin. Gunnar Steinn sagðist lítið geta kennt þeim Magnúsi og Friðrik um gildi góðra almanna- tengsla. Sér finnist þó að opinberar stofnanir, og jafnvel ráðuneyti, hafi hreinlega ekki peninga til að kaupa aðstoð og ráðgjöf sérfræðinga í almanna- tengslum þegar þess sé þörf. Ljóst sé að bæði Landsvirkjun og LSH hafi verið í vörn og það sé ekki endilega rétta stefnan. Friðrik sagði það sína reynslu að stjórnendur opinberra fyrirtækja og stofnana séu hræddir við að leita til almannatengslasérfræðinga. Líklega helgist sú afstaða af ótta stjórnendanna við að al- menningur haldi að verið sé að fela eitthvað, blekkja eða segja ósatt sé leitað til þeirra. Sífellt auknar kröfur gerðar til stjórnenda Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Stofnanir í orrahríð Þau Magnús Pétursson (t.v.), Elín Hirst, Gunnar Steinn Pálsson og Friðrik Soph- usson ræddu um opinberar stofnanir í orrahríð fjölmiðla og hagsmunasamtaka í gær. MAGNÚS Pétursson, forstjóri Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH), gagnrýndi Morgunblaðið í erindi sínu og í pallborðsumræðum á fundi Fé- lags forstöðumanna ríkisstofnana í gær. „Mér sýnist að sumir fjölmiðlar, og ég nafn- greini Morgunblaðið, telji heppilegra að þeir veki viðbrögð lesenda við fréttum, umfjöllun og leiðurum með því að taka afstöðu til manna og málefna, fremur en að setja fram hlutlausar fréttir,“ sagði Magnús. „Þetta má vel vera rétt afstaða fyrir mál- efnalega, lýðræðislega umfjöllun í landinu – ég er ekki að hafna þessu, en hitt þykir mér einnig koma sterklega til álita að upplýstir lesendur dragi mestar ályktanir af vönduðum fréttum þar sem flestum hliðum mála er lýst og þær settar fram. Fyrir minn smekk eru það vönduðustu fjöl- miðlarnir sem hafa burði til að varpa ljósi á sem flestar hliðar mála og hafa rúm fyrir sjónarmið fólks í samræmi við það.“ Segir Morgunblaðinu uppsigað við LSH Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra var einn gesta fundarins og tók til máls í pallborðs- umræðum. „Ég hef tekið eftir því að Morg- unblaðinu er frekar uppsigað við Landspítalann og við ýmislegt sem átt hefur sér stað í heilbrigð- ismálum. Ég hef ákveðnar skýringar á því sem ég ætla að halda fyrir sjálfa mig,“ sagði hún. Siv tók sem dæmi að Morgunblaðið hafi haldið því á lofti að andrúmsloft þöggunar ríkti á LSH. Blaðið hafi einnig tekið með fremur óréttmætum hætti upp úr viðhorfum landlæknis þar sem að- eins hafi verið fjallað um það sem var óþægilegt fyrir LSH en ekki það sem var jákvætt. „Það sem ég á við er það að í þeirri greiningu sem ég hef fengið [frá Fjölmiðlavaktinni] kemur fram að Morgunblaðið er sá fjölmiðill sem tekur mest afstöðu til málefna sem varðar heilbrigð- ismál eða spítalann [LSH]. Eitthvað af því er já- kvætt, annað neikvætt og annað er hlutlaust en ég hef ekki komið nálægt því hvernig það mat er unnið, ég verð bara að taka því eins og nýju neti,“ sagði Magnús. „Þar kemur fram að 60% af umfjöllun Morg- unblaðsins er með afstöðu. Það er hærra en ann- ars staðar í öðrum fjölmiðlum. Ríkisútvarpið, sem kannski á að vera hlutlaust, [...] er þó með um 40% þar sem er [gildis]hlaðin afstaða,“ sagði Magnús. „Ég hef ekkert á móti því að menn hafi afstöðu, það er allt í lagi. En ég vil að lesandinn átti sig á því þegar fjölmiðill hefur afstöðu og það eru margir vandaðir og góðir fjölmiðlar sem hafa það en lesandinn verður að átta sig á því.“ Hann sagði greinilegt að hann og Siv væru sammála um það að Morgunblaðið hafi komið með mjög skýra afstöðu, stundum gagnrýna og stundum ekki. Morgunblaðið hafi þó stundum einnig komið með ljómandi góðar fréttir, af þeirri gerð sem hann vilji sjá, „upplýsandi fréttir, ekta fréttir fyrir almenning að álykta út frá“. Í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn, þar sem Magnús var beðinn um að skýra þessa af- stöðu sína nánar, sagði hann að þegar hann segi að 60% af umfjöllun Morgunblaðsins sé hlaðin af- stöðu sé hann að vitna í úttekt sem Fjölmiðla- vaktin vann fyrir LSH. Þar sé ekki greint á milli aðsends efnis, forystugreina blaðsins og frétta í blaðinu, inn í tölunni sé allt þrennt. Spurður hvort hann telji að í fréttum um LSH sem birtar eru í Morgunblaðinu sé tekin afstaða sagði Magnús. „Ég held að það sé, já, ég geri ekki lítið úr því. Ég tel að fréttir séu gild- ishlaðnar og þær geta verið gildishlaðnar já- kvætt eða neikvætt.“ 51–52% efni Fréttablaðsins gildishlaðið Aðspurður hvort honum finnist Morgunblaðið skera sig úr hvað þetta varðar, sagði Magnús: „Samkvæmt því sem ég hef um þetta er allt sem í blaðinu er gildishlaðnara en hjá öðrum fjöl- miðlum.“ Hann nefndi til samanburðar að um 40% umfjöllunar fréttastofu RÚV sé gildishlaðin, og 51–52% af því sem birtist í Fréttablaðinu. Hann vildi ekki tjá sig um ummæli heilbrigð- isráðherra á fundinum en sagði þó að sér þætti Morgunblaðið stundum gera óþarflega lítið úr ýmsum jákvæðum hlutum sem eiga sér stað á LSH, frekar en aðrir fjölmiðlar. Efni í Morgunblaðinu sagt gild- ishlaðnara en í öðrum miðlum , segir dum „Það sem einkum stendur upp úr við valið að þessu sinni er ein- stök gestrisni og hlýlegar mót- tökur starfsmanna 12 Tóna, auk þess sem þeir búa yfir stað- góðum upplýsingum um íslenska tónlist. Einnig hafa tónlistar- viðburðir af ýmsu tagi aukið hróður verslunarinnar meðal bæjarbúa, en ekki síður meðal erlendra ferðamanna,“ segir í umsögn dómnefndar. Verslunin 12 Tónar var sett á laggirnar árið 1998 og verður því níu ára á næsta ári. Hún er því eflaust ívið eldri en margir myndu ætla enda lét hún fremur lítið yfir sér fyrstu árin á horni Barónsstígs og Grettisgötu þar sem Jóhannes Ágústsson og Lár- us Jóhannesson opnuðu 12 Tóna fyrst. Verslunin fluttist á Skóla- vörðustíginn árið 2001. ðarskjöldinn r Gauti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.