Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 41

Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 41 ✝ Málfríður Þor-valdsdóttir (Fríða Þorvalds) fæddist á Akranesi 15. sept. 1914. Hún lést á heimili sínu Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hinn 19. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorvaldur Ólafsson, f. 14. sept. 1872, d. 16. maí 1944, og Sig- ríður Eiríksdóttir, f. 26. júní 1875, d. 9. júní 1902. Systkini Fríðu eru: Val- dís, Ólafía, Tómas Jóhannes, Sig- urður Kristinn, Margrét Sigríður, Eiríkur, Teitur, Ólafur og Þor- steinn. Þau eru öll látin nema Þor- steinn sem býr á Akranesi. Eiginmaður Fríðu var Runólfur Ólafsson, f. á Vopnafirði 24. okt. 1904, d. á Akranesi 14. febr. 1991. Foreldrar hans voru Ólafur Odds- son og Oddný Runólfsdóttir. Synir Fríðu og Runólfs eru: 1) Tómas Jó- hannes, f. á Akranesi 6. apríl 1941, kvæntur Kristrúnu Guðmunds- dóttur, dóttir þeirra er Fríða Björk Tómasdóttir, maki Bjarni Sölva- son, börn þeirra Kristrún Sara, Heið- rún Ýr og Tómas. 2) Jón Rafns Runólfs- son, f. á Akranesi 19. sept 1945. kvæntur Ingu Harð- ardóttur, börn Þór- hallur Rafns, maki Arndís Inga Magn- úsdóttir, börn þeirra Inga og Daði; og Bergþóra, maki Ragnar Ingi Jóns- son, dóttir þeirra Álfhildur Anna; og Þórhildur Rafns, maki Stefán Þór Steindórsson, sonur þeirra Logi Snær. Fríða bjó á Akranesi allan sinn aldur, vann við fiskverkun og síð- ar við Íþróttahúsin á Akranesi um árabil. Hún starfaði mikið að fé- lagsstörfum skáta, slysavarna- félagsins og íþróttahreyfing- arinnar og var heiðursfélagi Skátafélags Akraness og ÍA. Útför Fríðu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma mín. Þá er komið að kveðjustund þinni. Þó að þú værir orðin 92 ára gömul varstu svo ótrú- lega ung í anda. Þú varst alltaf til í að taka þátt í lífinu af fullum krafti. Þó að líkaminn hafi verið farinn að segja stopp, þá varstu drifin áfram í krafti lífsgleðinnar sem einkenndi þig alltaf. Við barnabörnin vorum bara fjögur en samt hafði maður það oft á tilfinn- ingunni að þú værir amma flestra barna á Skaganum, því þú þekktir alla og varst alltaf að gefa hinum og þessum börnum gjafir. Ekki fóru langömmubörnin var- hluta af ástríki þínu og sóttu eftir samveru þinni. Já, elsku amma mín, þú varst ekki bara einstök amma heldur einstök persóna sem deildi lífsgleði sinni með hverjum þeim sem varð á vegi þínum. Ég mun sakna þín. Þín Fríða Björk. Tólf-nítján, nú er enginn sem svar- ar því númeri lengur. Hún Fríða föð- ursystir mín er dáin. Fríða var Skagamaður í húð og hár og ein af þeim sem hefur alltaf verið til staðar, stór hluti af tilverunni og fastur punktur í mínu lífi. Fríða frænka mín var engin venju- lega kona, af henni lærði ég ýmislegt og í gegnum hana komst ég í kynni við margt sem krakka dreymdi um. Fyrstu minningar mínar tengjast Fríðu og Runka og húsinu sem við bjuggum í, Akurgerði 4 á Akranesi. Fríða var einhvern veginn alltaf heima en samt vann hún baki brotnu í íþróttahúsinu, við að salta síld eða að sinna félagsmálum. Margir krakkar héldu að hún væri amma mín og ég var stolt af því. Fríða sat ekki heima og eyddi „frítímanum“ í eitthvað fá- nýtt, a.m.k. man ég ekkert eftir því. „Hún var greind kona en gekk þó aldrei í kvenfélagið,“ þetta var ekki hægt að segja um Fríðu frænku, þvert á móti. Hún var bæði greind og gekk í kvenfélagið, slysavarnafélagið, íþróttafélagið og tók ríkan þátt í skátastarfinu. Í gegnum félagsstörf Fríðu kynntist ég merkjasölu, tom- bólum og skátaútilegum og því mun ég aldrei gleyma. Kannski er rétt að upplýsa það að í gegnum Fríðu varð ég skáti, líklega hefur öllum þótt það eðlilegur hluti að ég gengi sama veg og Fríða og ynni skátaheitið. Ég náði aldrei svo langt, en skátanafnbótina fékk ég, þökk sé Fríðu! Þrátt fyrir flutninga á Hjarðarholt- ið minnkaði ekki samneyti mitt við Fríðu frænku. Það var siður hjá mér í mörg ár að gista hjá Fríðu frænku eina helgi á aðventunni. Einn þáttur í þeim sið var að fara með Fríðu að skoða skreytingar í búðargluggum. Undirbúningur jólanna gat hafist þegar jólasveinninn var kominn í gluggann á bókabúðinni. Við þrædd- um allar búðir og enduðum í Arnórs- búð en þar var venjan að ég fengi að kaupa mér eitthvað smálegt, Fríða vissi hvernig átti draga úr spennunni fyrir jólin. Fram yfir nírætt hélt Fríða uppteknum hætti að vísu vor- um við hættar að skoða skreytingar í gluggum en staðinn kom ég og fleiri eftir hádegið á aðfangadag í hangi- kjöt og hveitikökur til Fríðu, ómiss- andi hluti jólanna. Fríða fylgdist alla tíð vel með frétt- um og öllum þeim sem í kringum hana voru. Hún hvatti alla til dáða bæði þegar vatnshræðslan var að ná yfirhöndinni á sundnámskeiðinu og þegar peningaáhyggjur vegna hús- næðiskaupa létu á sér kræla. Þá var viðkvæðið: „Þú getur þetta. Flott hjá þér.“ Fríða frænka sá alltaf jákvæðar hliðar á málunum, hún var ekki að velta sér upp úr óþarfa áhyggjum. Hún var ákaflega félagslynd og hafði gaman af öllum mannfagnaði hvort sem það var fótboltaleikur eða skáta- fundur enda laðaði hún að sér bæði börn og gamalmenni. Fríða frænka var mikil flökkukind, hún fór bæði um eigið kjördæmi og önnur. Hún hafði einnig ánægju af því að fara „einn rúnt“ um bæinn til að fylgjast með mannlífinu, núna hefur hún farið sinn síðasta „rúnt“ og er komin á áfangastað. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til Tomma, Nonna og fjölskyldna þeirra. Megi minningin um Fríðu frænku lifa sem lengst. Lilja Sesselja Ólafsdóttir (Lella). Fríða frænka er dáin. Þó hún hafi verið komin á tíræðisaldurinn þá kom andlátsfréttin flestum að óvörum. Hún sem var svo lífsglöð og lét engan bilbug á sér finna og virtist ekkert ama að henni. Hugurinn kristalstær og minnugur en líkaminn aðeins far- inn að verða lúinn, sem hún gerði allt- af lítið úr þegar hún var spurð þess hvernig hún væri til heilsunnar. En þótt Fríðu sé sárt saknað má segja að skaparinn hafi farið um hana mjúkum höndum, er hún lést snögglega á 93. aldursári. Hún hefði ekki viljað hafa það öðruvísi þegar að þeirri stundu kom. Í stórfjölskyldunni var Fríða ætíð sú sem hélt utan um alla hluti. Hún var með flesta afmælisdaga þeirra sem næst henni stóðu á hreinu. Á þeim dögum var hún ætíð fyrst til þess að hringja og óska viðkomandi til hamingju með daginn. Hún fylgdist með framgangi allra sinna ættmenna og var ótrúlega minnug á hvað hvert og eitt okkar var að sýsla hverju sinni þótt hópurinn væri orðinn stór. Hún ól allan sinn aldur á Akranesi og þeir voru ekki margir á Skaga- mennirnir sem ekki vissu hver Fríða á Bragagötunni, Fríða í íþróttahúsinu eða Fríða í skátahúsinu var. Hún vann stóran hluta starfsferils síns ásamt eiginmanni sínum, Runólfi Ólafssyni, við Íþróttahúsið á Laugar- brautinni. Fyrir störf sín þar öfluðu þau sér vinsælda og virðingar íþrótta- hreyfingarinnar á Akranesi, sem heiðraði þau fyrir störf sín síðar á lífs- leiðinni. Hún var einlægur stuðnings- maður síns heimaliðs ÍA í fótboltanum og mætti á flesta leiki liðsins á meðan hún treysti sér til. Hún var mikill skáti og var einn af máttarstólpum Skátafélags Akraness í áratugi. Áhugi hennar og kraftur smitaðist til fjölskyldu og ættingja og flestir gengu í skátafélagið og er stór hluti þar starfandi enn. Nú síðast stjúpsonur minn Kolbeinn Helgi, sem hreifst af eldmóði og frásögnum Fríðu um starf skátanna á Akranesi. Það var okkur ættmennum Fríðu ómetanlegt og ógleymanlegt að vera með henni á ættarmóti Valdastaða- ættarinnar í skátaskálanum í Skorra- dal í ágúst sl., þar sem hún naut sín vel meðal frændfólks og fjölskyldna þeirra. Að leiðarlokum þökkum við Fríðu samfylgdina og varðveitum minn- inguna um yndislega frænku og vin. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til sona hennar Tómasar og Jóns Rafns og fjölskyldna þeirra, barna og barnabarna. Sigþór Eiríksson og fjölskylda. Fríða frænka dáin, getur ekki verið, hún var ekki tilbúin en hún hefði aldr- ei orðið það. Þó árin hafi verið orðin 92 þá var hún í huganum ekki eldri en 30 ára. Alltaf á fullu í félagsstarfi, fylgdist með öllu og fór allt sem hún komst og fannst oft erfitt að geta ekki verið á tveimur stöðum í einu. Lifði lífinu til fulls til síðasta dags og dó glöð og ánægð, búin að ákveða að fara til Dan- merkur um jólin og vera með allri fjöl- skyldunni. Skaparinn var henni góður að taka hana til sín svona mildum höndum, fá bara að leggjast til hvílu og vakna ekki meir. Fríða var mikill skáti og búin að vera það í 80 ár, starfað þar meira en flestir. Í tugi ára var ekki hellt upp á kaffi í skátahúsinu nema hún gerði það, var þar öll kvöld að fylgjast með að vel væri gengið um. Á skátamótum var hún í eldhústjaldinu, eldaði handa öllum Akranesskátum og alltaf heitt kakó að loknum varðeldi. Ég held að margir minnist þess og það miklu fleiri en Akranesskátar, allir fengu kakó. Vil ég þakka henni alla skemmt- unina í skátunum síðan ég gekk í fé- lagið níu ára gömul og fékk ég þá fyrsta skátabúninginn hennar til af- nota. Hún var eindreginn stuðningsmað- ur ÍA í fótboltanum og sótti alla leiki sem hún mögulega komst á, ég smit- aðist af þessum áhuga hennar enda var hún uppáhaldsfrænka mín og ekki fyrir svo löngu sagði hún mér að ég væri uppáhaldsfrænka hennar og gladdi það mig mikið. Nú er hún farin heim eins og við skátarnir segjum og vil ég þakka henni fyrir samfylgdina. Kveð hana með söknuði en á svo margar góðar minningar. Hvíl í friði, Fríða frænka mín. Sigríður Eiríksdóttir. Kær vinkona mín, Málfríður Þor- valdsdóttir hefur kvatt þessa jarðvist eftir langt og gjöfult ævistarf. Að leið- arlokum er mér bæði ljúft og skylt að kveðja Fríðu eins og hún var ætíð köll- uð og þakka henni fyrir ómælda vin- áttu og góða samfylgd með nokkrum orðum þó ég þykist vita að það hefði henni fundist algjör óþarfi. Það er af mörgu að taka þegar ég rifja upp samskipti okkar Fríðu sem ég hef þekkt frá barnsaldri. Í minning- unni var alltaf eitthvað sérstakt við hana. Hún var áberandi dugnaðar- forkur, sérlega félagslynd og átti auð- velt með að umgangast samborgara sína. Þessum eiginleikum hennar átti ég eftir að kynnast betur síðar á lífs- leiðinni. Fríða umgekkst unglinga á Akra- nesi um áratugaskeið, bæði í skáta- og íþróttastarfi og margir þeirra áttu at- hvarf í skjóli hennar. Hún var mjög virkur félagi í skátahreyfingunni og húsvörður í Skátahúsinu um árabil. Jafnframt þessu starfi sinnti hún einn- ig húsvörslu í gamla íþróttahúsinu við Laugarbraut með Runólfi eiginmanni sínum. Hún kom sér einkar vel við börn og unglinga og eignaðist marga vini fyrir lífstíð í þessum störfum sín- um. Oft var vinnudagurinn langur en það kom ekki í veg fyrir að hún sinnti ýmsum hugðarefnum sínum í fjöl- breyttu félagsstarfi. Öll þessi störf vann hún með bros á vör. Síðar á lífs- leiðinni fékk hún að launum heiðurs- viðurkenningar og það sýndi vel hver hugur samferðafólks var í þakklæti til hennar fyrir sín óeigingjörnu störf. Þó samskipti okkar Fríðu hafi snemma legið saman, einkum í gegn- um skátahreyfinguna, átti ég eftir að eiga enn meira samstarf við hana þegar við hófum störf í nýja íþrótta- húsinu við Vesturgötu. Þegar húsið var tekið í notkun 1976 færðist Fríða úr gamla íþróttahúsinu í það nýja og var fyrsti starfsmaðurinn sem ég réði í fast starf eftir að ég tók við forstöðu hússins. Þarna fór Fríða fremst í flokki frábærra starfsmanna enda hafði hún góða reynslu úr gamla íþróttahúsinu. Hún þekkti flest börn- in með nafni og átti einkar auðvelt með að setja sig inn í þankagang þeirra. Þetta var ómetanlegur kostur, því það var ekki alltaf auðvelt að eiga við óstýriláta unglinga. Hún gerði yf- irleitt gott úr öllu og uppskar oft virð- ingu þeirra og vináttu. Helst vildi hún alltaf vera í vinnunni og oft fannst mér hún áorka ótrúlegu dagsverki. Hún hvatti mig líka áfram í starfi mínu og hafði mikinn metnað fyrir mína hönd. Fyrir það vil ég nú að leið- arlokum þakka af heilum hug. Í skátastarfinu áttum við félagarn- ir í skátaflokknum Útlögum Fríðu mikið að þakka. Við vorum nær dag- legir gestir í skátahúsinu um árabil við leik og störf. Hún var okkur mikil hjálparhella og studdi okkur að heil- um hug. Við vorum oft fyrirferðar- miklir og ekki allir sáttir við það en Fríða tók okkur alltaf af sömu ljúf- mennskunni og vildi ekkert misjafnt um okkur vita.Við eigum allir skemmtilegar minningar um þennan tíma og þar kemur Fríða vinkona okkar oftast við sögu. Nú þegar Fríða hefur lokið sinni jarðvist og er kvödd hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast góðri og heil- steyptri konu og ég er þess fullviss að bjartar minningar um hana verða sonum hennar Tómasi og Jóni og fjöl- skyldum þeirra huggun í sorginni. Blessuð sé minnig Málfríðar Þor- valdsdóttur. Jón Gunnlaugsson. Látin er Málfríður Þorvaldsdóttir eða Fríða eins og hún var alltaf köll- uð. Fyrir mörgum árum skapaðist hefð fyrir því að við fimm sem köllum okkur vallarvini hennar sátum alltaf á sama stað og helst í sömu röð á knatt- spyrnuleikjum hér á Akranesi og var hún sjötti félaginn í þessum hópi. Fyrstu árin var setið í grasbrekkunni, alltaf fyrir miðju vallar, en síðan þeg- ar stúkan var byggð fengum við merkt sæti og þá auðvitað fyrir miðju vallar. Fríða var mikill áhugamaður um knattspyrnu, hún fylgdist vel með gengi liðsins, leikmannamálum, þjálf- aramálum og öllu sem máli skipti í tengslum við boltann. Hún var oft betur inni í þessum hlutum en við sem erum þó nokkru yngri en hún, en fyr- ir Fríðu virtist aldur vera afstæður, maður hafði það ekki á tilfinningunni í nærveru hennar að aldursmunurinn væri hjá sumum okkar rúmlega þrír áratugir. Að leiðarlokum viljum við þakka Fríðu af alhug margar ánægjulegar stundir á vellinum og annars staðar þar sem leiðir okkar lágu saman. Víst er að hennar verður sárt saknað með sína léttu lund og jákvæða viðhorf en við hlýjum okkur við minningarnar um skemmtilega og góða konu. Að- standendum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Vallarvinirnir Jóhannes Karl, Friðrikka, Eiríkur, Sylvía og Sigurbjörg. Málfríður Þorvaldsdóttir garpur. Pétur þekkti landið sitt vel og hafði unun af að segja frá. Sem vinnu- félagi var hann einstakur, hann var fé- lagslyndur og skemmtilegur, sagði fyndnar sögur af sjálfum sér og sam- ferðamönnum sínum og sá gjarnan broslegu hliðarnar á hverju máli. Hann kom sér einstaklega vel við alla sam- starfsmenn og kom á sáttum á milli manna ef því var að skipta, enda fann hann yfirleitt fleiri fleti á málum en blöstu beint við. Farþegum sínum var hann góður uppfræðari, enda fékk hann hrós fyrir vinnu sína í meira mæli en nokkur annar leiðsögumaður hefur fengið. Á samkomum starfsmanna var hann hrókur alls fagnaðar, en hann var líka sá sem samstarfsmenn gátu treyst fyrir leyndarmálum og persónulegum vandkvæðum. Péturs hefur verið sárt saknað frá því að hann þurfti að hætta að vinna vegna veikinda árið 2004. Fregnir af honum voru samt alltaf í hans anda; allt var á besta veg og hann væri vænt- anlegur aftur til vinnu fljótlega. Svo leið tíminn og nú er hann allur og kemur víst ekki aftur til vinnu. Við huggum okkur við þá vissu að minning góðs drengs lifir og að veraldlegum þjáning- um hans er lokið. Við sendum samúðarkveðjur til Sveins og fjölskyldu Péturs. Samstarfsmenn hjá Kynnisferðum Hjartkær vinur er látinn. Veröldin veltur áfram og engin leið að stöðva öll úrverkin, hvað þá slökkva á stjörnun- um. Hann var öllum góður og þess vegna var öllum hlýtt til hans. Hann var afburðagreindur án þess að gera lítið úr öðrum. Vináttan hófst með Pétri, Heide og Baby og vináttan hélt áfram með Sveini. Ég var sú sem naut og græddi á hverri samverustund. Það var hann sem hvatti og studdi, rök- ræddi og skildi. Hann var alltaf svo fyndinn og sniðugur og klár. Hann elskaði að ferðast og það var lán mitt að fara með honum í tvær ógleymanlegar ferðir, en án hvatningar hans hefði ég sennilega ekki farið. Allt var svo átakalaust og auðvelt þegar hann var nálægur. Í Dublin; hestvagn seint um kvöld, ótal barir og mikill bjór, kastalinn í kulda og trekki með örflösku af brennivíni sem eina nestið, bið eftir tveggja hæða strætó, Book of Kells í Trinity College, sundurskotið pósthús- ið við aðalgötuna og allt hjalið og malið. Það eru forréttindi að vera á ferðalagi og fórna ekki tíma til að sofa – hlakk- andi til næsta dags og samverustund- anna góðu. Við fórum til Arizona 1997 að heimsækja Heide. Við byrjuðum í New York, bjuggum á skuggalegu hót- eli í Tribeca, heimsóttum Stonewall- barinn og rifjuðum upp hvað gekk þar á í byrjun sjöunda áratugarins. Í Tucson fengum við hús út af fyrir okkur, en flökkuðum um nágrennið á lánsbíl, suma dagana mörg hundruð mílur. Allt vakti athygli, sagóaróar og organ pipe kaktusar og annar villtur eyðimerkur- gróður, kólibríar og kardinálar og einu sinni sáum við tarantúlu hlaupa rétt hjá bílnum. Landslagið ólíkt öllu sem við eigum að venjast. Við létum eins og börn og þóttust vera frá Fargo í Norð- ur-Dakóta þegar við vorum spurð hvað- an við værum. Við fórum líka á vernd- arsvæði indíána og fengum okkur frybread; trúboðsstöð sem Jesúítar settu á stofn á átjándu öld og einn dag- inn skruppum við til Mexikó. Allur þessi tími leið eins og í fallegum og góð- um draumi. Förunauturinn ljúfur, fróð- ur og skemmtilegur, hann hermdi eftir Marilyn og við sungum lögin úr Galdra- karlinum í Oz eins hátt og raddirnar leyfðu. Síðustu 2 ár voru Pétri erfið, þó hélt hann alltaf í vonina um bata. Sveinn stóð við hlið hans eins og klettur allan tímann og gerði honum lífið bærilegt og sá til þess að Pétur héldi virðingu sinni og reisn. Þeir ferðuðust eins mikið og þeir gátu og nutu þess að vera saman heima og að heiman. Ég sendi Sveini og öðrum ástvinum samúðarkveðjur – minningin um Pétur lifir áfram, björt og falleg. „We’re off to see the Wiz- ard...“. Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Pét- ur Magnús Guðmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Bergljót Arnalds.  Fleiri minningargreinar um Mál- fríði Þorvaldsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Elín og Bragi, og Guðbjartur Hannesson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.