Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 46
|föstudagur|24. 11. 2006| mbl.is staðurstund Ingveldur Geirsdóttir fjallar um bókakaffihús, þar sem hægt er að skoða bækur og blöð í friði og drekka rjúkandi kaffi. » 49 af listum Keppt verður í rappi og rímum á Rímnaflæði í félagsmiðstöðinni Miðbergi í Efra-Breiðholti í kvöld. » 50 fólk Út eru komnar þrjár nýjar ís- lenskar plötur sem taka höf- undarverk annarra og gera þeim skil upp á nýtt. » 51 tónlist Dagur Kári Pétursson hefur hlotið tvenn dönsk kvikmynda- verðlaun á árinu. Hann vinnur nú að nýrri mynd. » 51 kvikmyndir Gísli Árnason gefur nýjum geisladiski Möggu Stínu með lögum Megasar fjórar stjörnur af fimm mögulegum. » 53 plötudómur Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Útskriftarárgangur leiklistardeildarListaháskóla Íslands frumsýnir íkvöld leikritið Blóðbrúðkaup eftirF.G. Lorca. Blóðbrúðkaup er hin klassíska saga óleysan- legra átaka ástríðna og hefða. Ung stúlka er lofuð eigulegum pilti, en hjarta hennar til- heyrir enn fyrrum unnusta sem er giftur ann- arri konu. Á brúðkaupsdegi stúlkunnar hleyp- ur hún á brott með unnustanum fyrrverandi út í skóg. Brúðguminn og fjölskylda hans fylgja fast á hæla parsins í leit að hefnd og dauðinn virðist óumflýjanlegur. Til að leikstýra þessu verki var fengin til landsins danski leikstjórinn Kamilla Bach Mortensen sem er aðeins 29 ára. „Ég lauk námi í leikstjórnun seinasta sumar í Dan- mörku. Ég þekki Egil Heiðar Anton Pálsson, hann sá sýningar sem ég setti upp í Danmörku og vildi að ég kæmi til Íslands og leikstýrði,“ segir Kamilla sem blaðamaður hitti baksviðs í Borgarleikhúsinu eftir æfingu á Blóðbrúð- kaupi. „Ég hef sett upp heilmikið af verkum í Danmörku bæði með nemendum og atvinnu- leikurum en Blóðbrúðkaup er mitt fyrsta verk- efni sem atvinnuleikstjóri. Það er gott að vinna með leiklistarnemum svona í fyrsta skipti utan skólans. Með þeim er oft hægt að prófa aðra hluti, þeir eru oft frjálsari en atvinnuleikarar og frekar til í tilraunastarfsemi.“ Ljóðrænn raunveruleiki Það kom ekki annað til greina hjá Kamillu en að slá til þegar starfið á Íslandi bauðst. „Ég hugsaði auðvitað; hvernig á ég að leikstýra leikriti sem er á tungumáli sem ég kann ekki, en það hefur ekki verið vandamál. Ég leikstýri á ensku og ég skil leikritið þótt ég skilji ekki orðin í textanum.“ Aðspurð hvernig leikrit Blóðbrúðkaup er verður Kamilla hugsi. „Þetta er ljóðrænn raunveruleiki, fallegur texti og einföld saga. Það er þungt, hreint og beint og sterkt með ævintýrablæ. Þetta er harmsaga um ástir og hefndir í óbilgjarnri veröld sem endurtekur grimmdarverk og fávisku ætt fram af ætt, mann fram af manni jafnvel þó að allir viti að það endi aðeins með blóðbaði,“ segir Kamilla og bætir við að leikritið gerist í fortíðinni. „Það gerist á fyrri helmingi tuttugustu aldarinnar. Þótt við séum öll ung sem komum að verkinu þá staðfærðum við það ekki og gerðum nú- tímalegra. Við héldum í klassíkina og vorum heiðarleg, ég vil enga tilgerð.“ Samstiga leikarar „Þeir hjá Listaháskólanum vildu að ég setti upp klassískt verk og ég valdi Blóðbrúðkaup því þetta er einföld saga með flóknu formi. Ég endurskrifaði handritið heilmikið um leið og ég leikstýrði, mér fannst danska handritið að leikritinu betra en það íslenska svo ég hef breytt texta, atriðum og skrifað persónur út auk þess að skrifa sögumenn inn. Við vorum þannig séð að endurgera leikritið meðan við æfðum það.“ Kamilla segir leikarahópinn mjög góðan og samstiga og að Blóðbrúðkaup hafi verið gott leikrit með tilliti til þess að allir hafi fengið góð hlutverk. „Þau eru öguð og gera þetta af ástríðu. En ég finn að þau eru ennþá nem- endur sem eru að springa út í að vera alvöru leikarar.“ Nokkur tónlist er í verkinu en um hana sá Egill Guðmundsson nemi í tónlistardeild Listaháskólans. „Það er heilmikið af tónlist og söng í verkinu. Börkur Jónsson sá svo um leik- mynd og búningahönnun og hann þykir mér virkilega fær í sínu starfi.“ Kamilla kann vel við sig á Íslandi og væri til í að koma aftur til að leikstýra en hún ætlar fyrst að koma næsta sumar sem ferðamaður til að skoða landið betur. Vert er að spyrja hana að lokum hvort frumsýningarskjálfti sé byrj- aður að gera vart við sig. „Ég er ekkert stress- uð, vona bara að allt fari vel.“ Blóðbrúðkaup er frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20, sýningar standa til 10. desember. Leikhús | Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir Blóðbrúðkaup í Borgarleikhúsinu Óleysanleg átök ástríðna og hefða Morgunblaðið/Ásdís Hópurinn Leiklistarnemar Listaháskóla Íslands sem taka þátt í Blóðbrúðkaupi ásamt Kamillu Bach Mortensen leikstjóra sem er fyrir miðju. Blóðbrúðkaup Harmsaga um ástir og hefndir. Verkið segir frá ungri stúlku sem er lofuð eigu- legum pilti en hjarta hennar tilheyrir enn fyrrverandi unnusta sem er giftur annarri konu. Höfundur: Frederico Garcia Lorca Þýðing: Byggt á þýðingu Hannesar Sig- fússonar Leikstjóri: Kamilla Bach Mortensen Leikarar: Anna Svava Knútsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Hallgrímur Ólafs- son, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Magnús Guðmundsson, Sara Marti Guðmunds- dóttir, Sigrún Huld Skúladóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir og Vignir Rafn Val- þórsson. Leikmynd og búningar: Börkur Jónsson Ljós og tæknistjórn: Egill Ingibergsson Tónlist: Egill Guðmundsson Blóðbrúðkaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.