Morgunblaðið - 07.12.2006, Side 8

Morgunblaðið - 07.12.2006, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þvílíkur þingflokkur, ekki treyst til að keyra upphækkaða jeppa sem eru með öllu, meira að segja upptakara og greiðu, og ef eitthvað á bjátar þarf ekkert annað að gera en að hleypa úr tuðrunum. VEÐUR Jakob Falur Garðarsson, fram-kvæmdastjóri Frumtaka, sam- taka framleiðenda frumlyfja, tjáði sig um tengsl lækna og lyfjafyrir- tækja í Morgunblaðinu í gær. Í frá- sögn blaðsins af samtalinu við Jak- ob Fal segir m.a.:     Jakob Falursegir enn- fremur, vegna ummæla ráð- herrans um tengsl lækna og lyfjafyrirtækja, að mikilvægt sé að fyrirtækin geti kynnt lækn- um nýjustu lyfin. Það sé í raun mikilvægur hluti af endur- og sí- menntun lækna. „Vinnuveitendur lækna standa sig ekki í því að leggja þeim lið í slíkri endur- og sí- menntun en lyfjafyrirtækin hafa þar komið sterklega til aðstoðar.““     Hvað er Jakob Falur að segja? Erþað hlutverk lyfjafyrirtækja að kosta endurmenntun og símenntun lækna? Er það ekki hlutverk læknanna sjálfra? Hvers konar hugsunarháttur er þetta? Eru ein- hverjar aðrar stéttir, sem geta leit- að til fyrirtækja til að greiða kostn- að við endurmenntun?     Það er augljóst að lyfjafyrirtækinhafa mikla hagsmuni af því að koma sér vel við lækna en það er jafn ljóst að læknar hafa mikla hagsmuni af því gagnvart sjúkling- um sínum að sýna fram á, að tengsl þeirra og lyfjafyrirtækjanna séu eðlileg.     Vill Jakob Falur upplýsa hverniglyfjafyrirtækin hafa komið læknum „sterklega“ til aðstoðar við sí- og endurmenntun þeirra?     Auðvitað þurfa lyfjafyrirtækin aðkynna ný lyf fyrir læknum, en þetta mál snýst um það hvernig það er gert. Lyfjafyrirtækin geta efnt til fræðslufunda fyrir lækna um ný lyf en það þarf hvorki að halda þá fræðslufundi í öðru landi eða með dýrum umbúnaði. STAKSTEINAR Jakob Falur Garðarsson Lyfjafyrirtækin koma til aðstoðar SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. / -' -' -0 / 1-( 2 ( - '3 4 5! 4 5! 5! 6*%   5! )*5! 4 5!  !  *%   5! )*5! 5!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   ( ( 7 7 ( / / -2 -2 8 8 5! 5!    5! 4 5! 5! 4 5! 5! 5! )*5! 5! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 1- 1- 13 1' 1- 10 ' 17 3 0 / 4 5! 6   %   5!  !4 4 5! 5! 5! 5! 5!    5! 9! : ;                         ! "# #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   9:    =  -         !!  * ;01-39)*     6  ; < <    2 8  /    =  ) < *  5!  < >  ?  @ A1*   B %  B% )             <  =  2 8 ; )5  B  <6   (1-39 4 A   ) )     B1   !  =   ;    6  !  C< *5  *B    "3(4> ><4?"@A" B./A<4?"@A" ,4C0B*.A" -'3 3'' 03. 2;0 2;3 2;3 8.2 /'( --.' ..7 -.2- -72( -(-7 --2/ '227 '-0/ -708 --2- --.- --'7 -23( -038 -028 -..( -.0('327 .;' ';3 -;3 ';3 2;7 2;3 2;- 2;. 3;7 -;( -;( 2;3             MENNTARÁÐ Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka niðurgreiðslur vegna skólamáltíða til grunnskóla sem sökum aðstöðuleysis hafa þurft að bjóða nemendum upp á aðkeyptan heitan mat. Niðurgreiðsla til þessara skóla hækkar úr 20 krónum í 70 krónur á máltíð og tekur ákvörðunin gildi frá næstu áramótum. Að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar, for- manns menntaráðs, hafa skólarnir sem hér um ræðir tekið hærra gjald fyrir skólamáltíðir en þeir sem eru með skólamötuneyti enda að- keyptur matur dýrari. Hann sagði að ábend- ingar hafi komið frá foreldrum um að misræmis gætti í verði skólamáltíða eftir hverfum og skól- um. Með ákvörðun sinni sé menntaráð að bregðast við því og auka jöfnuð að þessu leyti. Tillaga um þessar auknu niðurgreiðslur var samþykkt samhljóða á fundi menntaráðs. Í henni segir m.a. að skólamáltíðir séu sjálfsagð- ur hluti skólastarfs, enda öllum ljóst mikilvægi þess að grunnskólanemendur fái í skólum sín- um næringarríka og holla máltíð um hádegi. Það sé á valdi hvers og eins skóla hvernig gjald- töku skólamáltíða sé almennt háttað. „Engu að síður verður ekki horft fram hjá því eðlilega jafnréttissjónarmiði að nokkuð gott samræmi sé á milli hverfa og skóla að þessu leyti. Með tilliti til þessa samþykkir menntaráð að auka niðurgreiðslur til þeirra grunnskóla borg- arinnar sem nú bjóða nemendum aðkeyptan mat og hafa af þeim sökum tekið hærra gjald fyrir skólamáltíðir en almennt er tekið í þeim grunnskólum þar sem mötuneyti eru á staðn- um.“ Útgjaldaaukningin rúmast innan fjárhags- ramma menntasviðs á árinu 2007. Hækkun vegna skólamáltíða ERLENDUR sakborningur í fíkniefnamáli, sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti í maí sl., er flúinn úr landi eftir að hann fékk far með franskri skútu frá Reykja- víkurhöfn. Hefur alþjóðadeild ríkislögreglustjóra lýst eftir manninum. Þegar dómur var fallinn yfir manninum í maí bað hann um frest til afplánunar. Á meðan sætti hann farbanni samkvæmt úrskurði hér- aðsdóms, en hann braut gegn þeim úrskurði og útvegaði sér far úr landi. Í september fór hann síðan niður að Reykjavíkurhöfn og fór um borð í skútuna og flúði land. Að sögn Smára Sigurðssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns hjá alþjóða- deild rls., er farbann orðið úrelt fyrirbæri enda stöðvi það ekki þá sem ætla sér að flýja land. Við nú- tímaaðstæður, þar sem ekki þurfi lengur vegabréf innan Schengen- svæðisins, geti menn flúið, þótt þeir séu úrskurðaðir í farbann. „Við höldum að farbann dugi, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn í farbanni hafa látið sig hverfa,“ segir hann. „Eins og allir vita þarf ekki lengur að sýna vega- bréf til að komast í burtu, að ekki sé talað um þegar menn fara niður að höfn til að ná sér í næstu skútu.“ Flúði fang- elsi á skútu Interpol lýsir eftir sakborningnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.