Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 14
UM 140 milljónum króna verður varið í verk- efni sem tengjast aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, en áætlunin gildir til ársins 2011. Þetta kom fram í máli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á fundi í gær en þar kynnti hann áætlunina sem felur í sér 37 aðgerðir. Aðgerðaáætlunin var samin á vettvangi samráðsnefndar félagsmálaráðu- neytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- málaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en við gerð hennar voru meðal annars höfð til hliðsjónar drög frjálsra fé- lagasamtaka að aðgerðaáætlun gegn kyn- bundnu ofbeldi sem samin var árið 2004. Ráð- herra tilkynnti á fundinum í gær að hann hefði ákveðið að endurskipa samráðsnefndina, en skipunartími hennar hefði að óbreyttu runnið út í janúar næstkomandi. Helsta verk- efni nefndarinnar á að verða að fylgja að- gerðaáætluninni eftir í framkvæmd. „Í mínum huga er hér um að ræða ein- staklega metnaðarfulla áætlun,“ sagði Magnús á fundinum í gær. Ekki þyrfti að hafa mörg orð um það að ofbeldi gegn konum og börnum væri samfélagslegur vandi sem krefðist sam- stilltra aðgerða. Ýmislegt hefði verið gert í þessum málum undanfarin ár en betur mætti ef duga skyldi. Sagði Magnús að áætlunin, sem byggist á samþykkt ríkisstjórnarinnar, væri sú fyrsta sem samþykkt væri hér á landi, en hliðstæðar aðgerðaáætlanir væru til í nágrannalönd- unum, svo sem í Danmörku og Noregi. Magnús sagði að aðgerðaáætlunin skiptist í tvo hluta. Annars vegar snerist hún um að- gerðir vegna ofbeldis á heimilum og vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum og hins vegar um aðgerðir vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis gegn konum. Helstu markmið væru að auka fyrirbyggjandi aðgerð- ir sem m.a. stuðluðu að viðhorfsbreytingum í þjóðfélaginu, að styrkja starfsfólk stofnana í því að koma auga á einkenni kynbundins of- beldis og að rjúfa vítahring ofbeldis með því að styrkja meðferðarúrræði fyrir gerendur. Fjárframlög til nýrra verkefna Magnús lagði áherslu á að einstök ráðu- neyti hefðu verið gerð ábyrg fyrir fram- kvæmd sérhverrar aðgerðar í áætluninni. „Hvað félagsmálaráðuneytið varðar verður 3,4 milljónum króna varið sérstaklega til nýrra verkefna á þessu sviði á næsta ári og síðan aukast fjárframlög verulega árið 2008,“ sagði Magnús. Það ár væri gert ráð fyrir 9,5 millj- óna króna framlagi og svo um 16 milljóna framlagi ár hvert til loka áætlunarinnar árið 2011. Aðgerðaáætlunin hefur jafnframt verið samþykkt í stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga (SÍS). Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi SÍS í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, sagði á fundinum að hún teldi samræmingu milli ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði mikilvæga. 140 milljónir króna í aðgerða- áætlun gegn kynbundnu ofbeldi Félagsmálaráðherra kynnti í gær aðgerðaáætlun stjórnvalda sem miðar að því að vinna gegn ofbeldi á heimilum og kynferð- islegu ofbeldi gegn börnum. Aðgerðaáætlun kynnt Thelma Ásdísardóttir, Sigrún Jónsdóttir, Magnús Stefánsson félagsmálaráð- herra og Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins. Morgunblaðið/RAX 14 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is MEIRIHLUTI karla sem kaupa vændi af er- lendum konum í Danmörku er sannfærður um að konan sem um ræðir sé í vændi af fúsum og frjálsum vilja. Aðspurðir hafa þeir þó lítinn rök- stuðning annan en að konan hafi brosað og verið vingjarnleg. Þetta kom fram í máli Doritar Ot- zen á fundi á vegum Stígamóta í Norræna hús- inu í fyrradag. Otzen er framkvæmdastýra Hreiðursins, sem er athvarf fyrir vændiskonur í Kaupmannahöfn, og umsjónarkona verkefna sem miða að því að stöðva verslun með konur og bjóða upp á meðferðarúrræði fyrir vændiskon- ur. Hún hefur starfað með vændiskonum í meira en þrjátíu ár og heimsótti Ísland í tilefni af 16 daga átaki um kynbundið ofbeldi. Otzen segir hugmyndir vændiskaupenda um konur í vændi oft vera á skjön við veruleikann. „Í vinnu Hreiðursins með meira en 900 erlend- um vændiskonum og 85 fórnarlömbum mansals höfum við komist að því að vændiskonur eru iðu- lega beittar ofbeldi af milliliðum ef þær eru ekki elskulegar og brosandi þegar kaupandi nálg- ast.“ Otzen bendir á að vændiskaup séu mismun- andi eftir löndum sem styðji þá kenningu að samfélagið og löggjöf hafi áhrif á hvort karlar kaupi vændi eða ekki. „14% norrænna karla kaupa vændi og 7% enskra karla en 40% spænskra karla og 70% taílenskra karla,“ segir Otzen og að kaupendur séu oftast giftir menn eða í sambandi. Það hreki þá hugmynd að flestir karlar sem kaupi vændi geri það því þeir geti ekki nálgast kynlíf á annan hátt. Otzen segir að í danskri rannsókn á yfir sex þúsund vændiskaupendum hafi komið fram að aðeins 8% þeirra töldu það einu leiðina til að stunda kynlíf. „Sex af hverjum tíu sögðust hafa keypt vændi vegna þess að möguleikinn var í boði, þetta hafi verið eitthvað sem þeir urðu að prófa og þar sem það sé ekki ólöglegt þyrftu þeir ekki að hugsa sig tvisvar um. Ég hef þvælst um göturnar í meira en þrjátíu ár og veit að vænd- iskaupendur eru ekki úr einum sérstökum hópi heldur eru þetta allar gerðir karla,“ segir Otzen. Vændi er löglegt í Danmörku og yfirvöld hafa jafnvel greitt niður vændi fyrir karla sem dvelja á stofnunum, t.d. vegna þess að þeir eru fatlaðir eða gamlir. Otzen hefur hins vegar aldrei heyrt um að sambærileg „þjónusta“ hafi verið í boði fyrir konur í svipaðri aðstöðu. „Á Norðurlönd- unum er vændi skilgreint sem félagslegt vanda- mál en samt ýtir ríkið undir það í Danmörku,“ segir Otzen og undirstrikar að rót vændis liggi í valdaójafnvægi milli karla og kvenna. Vændi neðanjarðar Öfugt við það sem oft er haldið fram, að þar sem vændi sé löglegt sé það uppi á yfirborðinu, segir Otzen að 92% af vændismarkaðinum í Danmörku sé neðanjarðar. Flestar vændiskon- ur séu frá austurhluta Evrópu, Asíu eða Róm- önsku-Ameríku og þær séu undantekningarlítið ólöglegir innflytjendur eða með þriggja mánaða ferðamannavegabréfsáritun. „Stöðugur straumur erlendra kvenna til Dan- merkur, sem er stjórnað af milliliðum hefur þan- ið mörkin í vændi svo aðeins ímyndundaraflið setur mörk,“ segir Otzen og bætir við að vændi innihaldi nú um mundir hegðun sem var óhugs- andi aðeins fyrir nokkrum árum, t.d. kynmök án smokka, vændi þar sem fleiri en einn karl deili vændiskonunni, salerniskynmök og jafnvel vændi þar sem dýr komi við sögu. Mikil umræða hefur verið um það síðastnefnda í Danmörku en Otzen segir það vera til marks um stöðu vænd- iskvenna að fleirum þyki mikilvægt að vera með lög og reglur sem nái til sölu á dýrum til notk- unar í kynferðislegum tilgangi en sölu á konum, þrátt fyrir allar rannsóknirnar sem sýni að vændiskonur séu sjaldnast í vændi af fúsum og frjálsum vilja. Otzen segir margar goðsagnir vera um vændi, t.d. að það sé auðveld leið til fjáröflunar fyrir konur. „Til að nálgast „auðfengið fé“ þurfa konur að fullnægja körlum kynferðislega, jafn- vel allt að 25–30 sinnum á dag. Auðfengna féð er aðeins auðfengið fyrir vændishúsið, hótelið, bar- inn, leigubílstjórann, milliliðina eða handrukk- arann. Í hvert skipti sem kynlíf er selt eru það yfirleitt allir aðrir en konan eða barnið sem um ræðir sem fá peninga,“ segir Otzen og að það sé aðeins karlinn sem kaupir vændið sem hefur í raun frjálst val. Seldar alla vikuna Otzen segir hræðilegt ofbeldi eiga sér stað í vændisheiminum í Danmörku. „Ég hef setið í borgarrétti Kaupmannahafnar og hlustað á vitnisburð fórnarlamba mansals. Ég hef heyrt að nauðganir eru algengar þegar konur eru sendar frá einum „pimp“ til annars. Ég hef heyrt um samfleytt vændi í heilu sólarhringana, um 25–30 kúnna á dag sjö daga vikunnar, um of- beldi, hótanir, mannrán og ógnanir við fjöl- skyldu konunnar í heimalandi hennar. Ég hef heyrt um þvingaða eiturlyfjainntöku, matar- skort og hegðun þar sem valtað er yfir öll mörk sem konan gæti nokkurn tíma hafa sett sér,“ segir Otzen og bætir við að allt niður í 15 ára gamlar stúlkur hafi fundist á vændishúsum í Danmörku. Frá vinnu sinni með vændiskonum þekkir Ot- zen afleiðingar vændis mjög vel. Hún segir kon- ur sem reyna að hætta í vændi lýsa samfélags- legri einangrun, erfiðleikum með nánd og skömm. Konurnar eigi oft mjög erfitt með að fóta sig í lífinu. „Margar vændiskonur lýsa sömu tilfinningum og konur sem hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi eða pyntingum.“ Otzen leggur áherslu á hina svonefndu sænsku leið sem felur í sér að kaupandi vændis sé sekur. „Ég geri mér grein fyrir að löggjöf eyðir ekki vændi á einni nóttu en ég trúi því að lög geti haft áhrif á stóran hluta fólks og fengið menn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ganga inn í vændishús. Á Norðurlöndunum höf- um við löggjöf til verndar konum. Karlar mega ekki ráðast á okkur á götu, ekki áreita okkur kynferðislega á vinnustöðum, ekki lemja okkur, nauðga eða selja í vændi. En þegar kona er orð- in vændiskona má borga nokkur hundruð [danskar] krónur og kaupa sig þannig frá allri ábyrgð og þeim lögum sem gilda,“ segir Otzen. Kaupendur oft með ranghugmyndir Vændi Dorit Otzen sem hefur starfað með vændiskonum í meira en 30 ár. Í HNOTSKURN »92% af vændismarkaðinum í Danmörku er neðanjarðar. »Meirihluti karla sem kaupa vændi ergiftur eða í sambandi. »Vændiskaup eru sögð mismunandieftir löndum. Um 14% norrænna karla kaupa vændisþjónustu THELMA Ásdísardóttir var meðal þeirra sem sat fundinn í gær en hún tók þátt í skipulagningu 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur yfir þessa dagana. Um er að ræða al- þjóðlegt átak sem rekja má til ársins 1991 en er í ár haldið hér á landi í þriðja sinn. Thelma sagði á fundinum að hún kæmi bæði að starfsemi Stígamóta og Kvennaathvarfsins og stæði mjög nálægt þolendum í þeim málaflokk- um sem aðgerðaáætlunin væri samin fyrir. Það sem einna mestu skipti við aðgerðaáætlunina væri að hún fæli í sér viðurkenningu stjórnvalda um að „við ætlum að standa saman í þessu. Það hefur verið svolítil hneigð til að líta á þennan málaflokk sem málaflokk kvenna, málaflokk sem konur í mussum úti í bæ eru að rífast yfir,“ sagði Thelma. Áætlunin væri „mjög skýr, sterk og frá- bær yfirlýsing um að svo er ekki lengur, heldur ætlar íslenska þjóðin að standa saman að því að berjast gegn þessu,“ sagði Thelma. Gott væri að heyra að samráðsnefndin hefði verið end- urskipuð og að fjármagn til málaflokkanna væri tryggt. „Ég ætla að leyfa mér að líta á þetta sem jólagjöfina í ár,“ sagði Thelma. Áætlunin „jólagjöfin í ár“ HJÖRLEIFUR Hallgríms Her- bertsson, búsett- ur á Akureyri og fæddur og upp alinn þar, gefur kost á sér í 3. sæti á framboðs- lista Framsókn- arflokksins í Norðausturkjör- dæmi. Kosið verður um lista flokksins á kjör- dæmisþingi, sem haldið verður í Mývatnssveit 13. janúar nk. Hjörleifur hefur víða komið við í atvinnulífinu. Hann hefur starfað að landbúnaði, sjómennsku og út- gerð. Hann rak um tíma fataversl- anir og um skeið rak hann ferða- skrifstofu í London. Eftir heimkomuna beindist hugur hans að útgáfumálum, en hann gaf út á sínum tíma fjögur tímarit og nú síðustu árin vikublaðið Vikudag á Akureyri, sem hann einnig rit- stýrði um tíma. Hjörleifur hefur verið flokks- bundinn í Framsóknarflokknum í um 16 ár og hans aðaláhugamál eru atvinnumál, samgöngumál og ekki síst málefni eldra fólksins. Gefur kost á sér í 3. sæti Hjörleifur Hall- gríms Herbertsson VERJENDUR í Baugsmálinu hafa ákveðið að kalla Kjartan Gunn- arsson, fráfarandi framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins, og Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, fyrir dóm við að- almeðferð í Baugsmálinu, sam- kvæmt fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Aðalmeðferð málsins hefst 12. febrúar 2007. Alls er gert ráð fyrir um 100 vitnum og að vitnaleiðslur taki hátt í mánuð. Um eitt hundrað vitni ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.