Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
BANDARÍKJASTJÓRN verður að
breyta stefnu sinni í Írak til að taka á
grafalvarlegri stöðu sem fer versn-
andi. Hún verður að hætta hernaði í
landinu á næstu 15 mánuðum og fá
nágrannaríki landsins, Íran og Sýr-
land, til að koma að lausn mála. Þetta
kemur fram í viðamikilli skýrslu
þverpólitísks rannsóknarhóps vegna
Íraks, en George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, fékk skýrsluna í
hendur í Hvíta húsinu í gær.
James A. Baker III, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
og Lee H. Hamilton, fyrrverandi
þingmaður demókrata, fóru fyrir
starfshópnum, sem þingið skipaði í
mars sl. til að skilgreina stöðuna í
Írak og leggja fram tillögur til lausn-
ar ástandinu í landinu. Skýrslan var
gerð opinber í gær og eru þar lagðar
fram 79 tillögur á 160 síðum.
Við kynningu skýrslunnar sagði
Baker að engar töfralausnir væru
fyrirliggjandi til að leysa vandamálin
í Írak en í skýrslunni er lagt til að í
stað þess að vera í fremstu fylkingu
eigi hlutverk bandarískra hermanna
frekar að vera leiðbeinandi. Komi
ekkert óvænt upp á geti bandarískar
herdeildir, sem séu í aðgerðum gegn
hryðjuverkum í Írak, verið farnar úr
landinu á fyrsta ársfjórðungi 2008
eða eftir um 12 til 15 mánuði. Eftir
það yrðu bandarískar herdeildir að-
eins í sérstökum aðgerðum.
Í skýrslunni er varað við skelfileg-
um afleiðingum, bæði heima og er-
lendis, takist Bandaríkjastjórn ekki
að bregðast við stöðunni. Fram kem-
ur að Bandaríkjastjórn nái ekki
markmiðum sínum í Mið-Austur-
löndum nema hún skuldbindi sig til
að vinna að því að koma á friði á öll-
um vígstöðvum. Til að það takist
verði Bandaríkjastjórn að vinna með
Íran og Sýrlandi að lausn mála. Þótt
Bandaríkjaforseti hafi sagt að mark-
mið hans sé að aðstoða Írak við að
koma á stjórn sem geti haldið stöð-
ugleika í landinu og varið hann kem-
ur fram í skýrslunni að það takist
ekki án aðstoðar annarra ríkja í Mið-
Austurlöndum.
Íranar og Sýrlendingar
komi að málum Íraks
Reuters
Kynning James Baker og Lee Hamilton kynna skýrsluna í Washington.
Tillögur nefndar
um Íraksmálin
lagðar fram
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ALLIR vita að Sviss er á meðal
auðugustu ríkja heims. Úrin, sem
kosta jafnvel margföld árslaun
verkamanns, eru víðfræg, Alparnir
vinsæll leikvangur auðjöfra og íbú-
ar Genfar þekktir fyrir dýran
smekk. Sumir geta þó veitt sér ívið
meira salt í grautinn en aðrir, því
komið hefur í ljós, að samanlagðar
eignir 300 auðugustu íbúa landsins
jafngilda þjóðarframleiðslu sviss-
neska ríkisins.
Þessi misskipting er þó ekkert
einsdæmi, líkt og kemur fram í
nýrri rannsókn á vegum Samein-
uðu þjóðanna, þar sem komist er
að þeirri niðurstöðu, að efnuðustu
tvö prósent jarðarbúa eigi meira en
helming heildarauðs heimilanna.
Er skýrslan sögð sú umfangs-
mesta sinnar tegundar til þessa en
þar er komist að því, að gjáin á
milli ríkra og fátækra sé að
breikka: Ríkustu 10 prósentin eiga
85 prósent auðsins og efnaðasta
prósentið upp undir helming, eða
40 prósent.
Heildareignir heimila árið 2000
eru sagðar 125 trilljónir dollara,
eða sem svarar 125.000 milljörðum
dollara, jafngildi um 8.608.750
milljarða króna.
Meðal ríkustu Svisslendinganna,
þ.m.t. þeirra sem hafa tekið sér
þar ríkisfang, eru Ingvar Kamp-
rad, stofnandi IKEA sem sænska
tímaritið Bilan segir eiga um 1.495
milljarða króna og Rússinn Viktor
Vekselberg en auður hans sem er
m.a. fenginn úr áliðnaðinum, er
metinn á um 863 milljarða króna.
Þegar eignir hinna 300 ríkustu í
landinu eru lagðar saman telst sér-
fræðingum til að eignir þeirra séu
að verðmæti um 26.176 milljar. kr.,
sem sé 14 prósent meira en 2005.
Til samanburðar kemur fram í
skýrslunni, að ríkustu 10 prósentin
í Sviss eigi 71,3 prósent af eignum
í landinu, miðað við árið 1997, á
meðan sama hlutfall í Bandaríkj-
unum eigi 69,8 prósent, miðað við
árið 2001. Hjá frændum okkar
Norðmönnum er hlutfallið 50,5 pró-
sent, miðað við árið 2000, og 58,6
prósent hjá Svíum, miðað við árið
2002. Athygli vekur, að sama ár
var hlutfallið í Kína 58,6 prósent,
en stjórnin þar hefur sem kunnugt
er áhyggjur af ójöfnuði.
Skulda meira en þeir eiga
Það vekur jafnframt athygli að
skýrsluhöfundar benda á að margir
íbúa ríku þjóðanna, sem svo eru
nefndar, eru á meðal þeirra fátæk-
ustu í heiminum þegar litið er til
eigna heimila vegna þess að þeir
skuldi meira en þeir eiga.
Á móti kemur að þeir hafa það
betra en margir íbúar þróunarríkj-
anna sé litið til aðgangs að neyslu-
vörum, eins og kemur fram á vef
breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær.
Tvö prósent eiga helming auðsins
Ný skýrsla á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna sýnir fram á gríðarlega misskiptingu í heiminum
Í HNOTSKURN
»Fátækari helmingurheimsbyggðarinnar, sem
telur hátt í 7. milljarð manna,
á um 1,1 prósent auðsins.
»Níundu tíundu hluta hanser að finna í N-Ameríku,
Evrópu, og ríkum Kyrrahafs-
ríkjum, á borð við Japan. Reuters
Skiptimynt Airbus 380-risaþotan kostar frá 22 milljörðum ísl. króna. Það
jafngildir eignaaukningu stofnanda IKEA í einn tunglmánuð í fyrra.
STJÓRNVÖLD
á Srí Lanka
samþykktu í gær
ný gagnhryðju-
verkalög sem
talin eru beinast
gegn uppreisn-
armönnum úr
röðum Tamíl Tí-
granna, sem
voru ekki bann-
aðir, líkt og orð-
rómur hafði verið um. Jafnframt
báðu stjórnvöld Norðmenn, sem
leitt hafa friðarferlið á eyjunni, um
að fá Tígranna aftur að samninga-
borðinu. Aðeins nokkrir dagar eru
liðnir frá því að sendifulltrúi Norð-
manna, Jon Hanssen-Bauer, var
beðinn um að fresta fund sínum
með Tígrunum, á meðan stjórnvöld
í Colombo endurskoðuðu afstöðu
sína til þeirra.
Að sögn Þorfinns Ómarssonar,
talsmanns norrænu eftirlitssveit-
anna, SLMM, hefur stjórnin verið
undir þrýstingi í kjölfar misheppn-
aðs morðtilræðis á varnarmálaráð-
herra landsins fyrir síðustu helgi.
„Þrautalendingin er að Tígrarnir
verða ekki bannaðir, á sama tíma
og veittar verða auknar heimildir
til gagnhryðjuverkaaðgerða,“
sagði Þorfinnur frá Colombo í gær.
Ný hryðju-
verkalög á
Srí Lanka
Þorfinnur
Ómarsson
BRESKT reykingafólk getur nú
keypt nýtt lyf sem hjálpar því að
venja sig af tóbakinu.
Lyfið nefnist varenicline (cham-
pix) og er fyrsta lyfið sem inniheldur
ekki nikótín og var þróað sérstak-
lega til að hjálpa fólki að hætta reyk-
ingum, að sögn fréttavefjar breska
ríkisútvarpsins, BBC.
Lyfið líkir eftir áhrifum nikótíns á
líkamann og er talið draga úr löng-
uninni í tóbak og fráhvarfseinkenn-
um.
BBC hefur eftir sérfræðingum að
búast megi við því að lyfið rokseljist
áður en bann við reykingum á al-
menningsstöðum tekur gildi í Bret-
landi 1. júlí á næsta ári.
Dagsskammtur af lyfinu kostar
1,95 pund, sem svarar um 270 krón-
um. Það er yfirleitt tekið í þrjá mán-
uði og ógleði virðist vera helsta hjá-
verkun þess.
Nýtt lyf gegn
tóbaksfíkn á
markaðinn
♦♦♦
BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í
Víetnam í gær þar sem hann gekk frá samkomulagi við
stjórnvöld um stuðning Clinton-stofnunarinnar við bar-
áttuna gegn alnæmi. Clinton, sem hér er staddur í
verslunargötu í Hanoi, nýtur mikillar hylli landsmanna
sem fögnuðu honum víða þúsundum saman.
AP
Clinton fagnað í Víetnam
SAMKVÆMT nýrri lesendakönnun
í Danmörku lesa tæplega 197.000
manns fríblaðið Nyhedsavisen, sem
gefið er út af 365 miðlum. Fríblaðið
24timer er hins vegar lesið af tæp-
lega 400.000 manns.
Um er að ræða Gallup-könnun að
ósk Nyhedsavisen en í sams konar
könnun áður voru lesendur blaðsins
167.000. Þegar blaðinu var hleypt af
stokkunum var markið sett á milljón
lesendur. Morten Nissen Nielsen,
framkvæmdastjóri blaðsins, kveðst
ánægður með stöðuna og spáir því,
að markinu verði náð næsta sumar.
Torsten Bjerre Rasmussen, yfir-
maður á 24timer, er líka mjög
ánægður með, að blaðið skuli vera
helmingi stærra en Nyhedsavisen.
Er 24timer nú fimmta stærsta blaðið
en það stærsta er fríblaðið Metrox-
press, sem einkum er dreift á um-
ferðarmiðstöðvum, en það lesa
598.000 manns. Í öðru sæti er sams
konar blað, Urban, sem 536.000 lesa.
Stærstu áskriftarblöðin eru Jyl-
lands-Posten og Politiken með
475.000 lesendur hvort og síðan
Berlingske Tidende með 305.000.
Fríblaða-
lestur eykst
197.000 manns
lesa Nyhedsavisen