Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 20

Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING 1. sæti „Írónísk, launfyndin, bókmenntaleg spennusaga.“ Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljós NÝ skáldsaga Auðar Jónsdóttur, Tryggðarpantur, var óhjákvæmi- lega opnuð með nokkurri eftirvænt- ingu. Fyrir síðustu skáldsögu sína, Fólkið í kjallaranum (2004), hlaut Auður Íslensku bókmenntaverð- launin og tilnefningu til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókin kom nýverið út í Danmörku og hefur hlotið mikið lof gagnrýn- enda þarlendis. Það er skemmst frá því að segja að Auður stendur fylli- lega undir þeim væntingum sem eðlilegt er að gera til hennar eftir slíkt brautargengi – og gott betur. Tryggðarpantur er mögnuð bók, saga sem hefur sterkar skírskot- anir; til Íslands og íslenskra bók- mennta, til Evrópu og heims- bókmenntanna og – það sem skiptir kannski mestu máli – hér er um að ræða verk sem, í formi tákn- sögu, tekur á áhrifamikinn hátt þátt í einni brýnustu umræðu sam- tímans, spurningunni um það hvernig hinar ríku Evrópuþjóðir ætla að búa að innflytjendum frá fátækari heimshlutum og hvað þeir þurfa að „borga“ til þess að fá að vera – og njóta þeirra gæða sem Evrópubúar telja sig eiga erfðarétt á. Tryggðarpantur segir frá Gísellu, konu á fertugsaldri sem hefur lifað áhyggjulausu lífi alla ævi á arfi ömmu sinnar. Hún býr í stærðar íbúð á besta stað í ónefndri evr- ópskri stórborg, hefur ferðast um heiminn, lagt stund á hitt og þetta nám – án þess að ljúka prófum – og skrifar öðru hvoru greinar í tímarit ef nógu „exótískur efnivið- ur“ verður á vegi hennar. En Gís- ella hefur ekki verið aðgætin í fjár- málum, hún trúði því að arfurinn væri ótæmandi og þegar hún stendur skyndilega frammi fyrir því að bankabækurnar eru að tæm- ast grípur hún til þess ráðs að fá sér leigjendur í íbúðina. Um leið og leigutekjurnar geta tryggt afkomu Gísellu og viðhaldið lifnaðarháttum hennar, telur hún sig vera að fram- kvæma góðverk, því mikill húsnæð- isskortur er í borginni og heim- ilislaust fólk hefst við á götunni, í görðum og á öskuhaugum. Til að gera langa sögu stutta, þá tekur Gísella inn í íbúðina til sín þrjár heimilislausar konur, Mörtu, Da- símu og Önnu og sú síðastnefnda er með stúlkubarn með sér sem Gísella tekur sérstöku ástfóstri við. En Gísella hefur varann á, hún vill ekki að leigjendurnir valdi of mik- illi truflun á lífi sínu þannig að hún setur þeim ýmsar húsreglur til að fara eftir og þar fer fremst í flokki sú regla að „ef ágreiningur kemur upp er síðasta orðið húsráðanda“ og fyrstu tveir mánuðirnir eru reynslutími. Eins og gengur og gerist í sambúð ólíkra einstaklinga koma fljótlega upp „vandamál“ í sambúðinni þannig að Gísella sér sig tilneydda til að setja fleiri og æ ósanngjarnari reglur sem leigj- endur hennar verða að fylgja, enda þótt hún njóti að mörgu leyti þess sem sambúðin færir henni; ekki síst nýtur hún fjölbreytilegrar mat- argerðar kvennanna, enda sjá þær alfarið um matseld og þrif. Eftir því sem líður á reynslutímann verð- ur sambúðin stirðari og ljóst verð- ur að einhvers konar uppgjör er óumflýjanlegt. Samskipti Gísellu við leigjendur sína er öðrum þræði stúdía í sam- skiptum á milli þess sem valdið hefur og hinna sem neyðast til að beygja sig undir valdið; samskipti kúgarans og hins kúgaða. Þetta svið frásagnarinnar hefur ýmsar skírskotanir til skáldsögu George Orwells, Dýrabær (Animal Farm) og það er því ekki tilviljun að Gís- ella festir kaup á svínsgrímu sem hún gefur smástelpunni en tekur síðan sjálf upp þar sem hún finnur hana á gólfi íbúðarinnar. Húsregl- urnar og refsistig sem Gísella beit- ir á leigjendur sína vísa einnig til sögu Orwells. En skoðuð í heild minnir Tryggðarpantur einnig á sögu Svövu Jakobsdóttur, Leigj- andann, sem lesa má sem táknsögu fyrir samskipti íslensku þjóð- arinnar og bandaríska setuliðsins. Tryggðarpantur er á sína vísu táknsaga (allegóría) fyrir samskipti Evrópubúa við innflytjendur frá ólíkum menningarheimum og sem slík er hún afar vel heppnuð. Báðar eru þessar sögur einnig rannsókn á ofsóknarkennd og fordómum. En hins vegar er Tryggðarpantur miklu meira en táknsaga, frásögnin af Gísellu og leigjendum hennar er mjög vel byggð og persónur sög- unnar eru langt frá því að vera flatar steríótýpur, eins og stundum vill verða í táknsögum. Allar per- sónurnar þróast og dýpka í rás frá- sagnarinnar, góður stígandi er í söguþræði og smám saman verður ljóst á hverju líf og gervilegir lifn- aðarhættir Gísellu byggjast um leið og hún sjálf afhjúpast sem það sjálfselska og spillta dýr sem minn- ir helst á svínið Napóleon í Dýrabæ Orwells. Með Tryggðarpanti hefur Auður Jónsdóttir skrifað sögu sem hlýtur að vekja lesendur til umhugsunar um það samfélagsmál sem einna brýnast er að Íslendingar beri gæfu til að leysa farsællega á kom- andi árum; sanngjarna aðlögun inn- flytjenda að íslensku samfélagi. Um leið hefur hún skipað sér í hóp at- hyglisverðustu rithöfunda á Íslandi – og þótt víðar væri leitað – og kæmi það ekki á óvart ef hún gerði tilkall til hinna Íslensku bók- menntaverðlauna í annað sinn. „Hversu mikið þarf að borga til að fá að vera?“ BÓKMENNTIR Skáldsaga Eftir Auði Jónsdóttur. Mál og menning 2006, 335 bls. Tryggðarpantur Auður Jónsdóttir Soffía Auður Birgisdóttir Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Jólatilboð Handklæði með merkingu                        !!"                            !"   !   "  !   " " # $ !  %&     '    (   )# *  "    !' &" !   !     # +     ,                 !!" !#$%#&'#- $ '  .   / ()&)$*+,%0  )   +110 -,* ./0-1' )&2!3#$#*#$#442     +110 5# ))6!76#863*.      .3  !#$()930&)$&! ))4  /  3  .3  /#*,3:3#)0! *   5   +110 ;%#33<6 &! !/%**()+!(36)0 !6 $    #!+#'#++ 0  .3  .!&=/* *#$#5     +110 30 )$#!.&! ))6 . 6  +110 #  $  % " &  ' #! ()&)$*+,%0  )   +110 30 )$#!.&! ))6 . 6  +110 % ' .$  ( .3  6)0 86!!#))7 6  +110 ! )$&! #)%#0(*1 7 8 7  "!$!6&!$!>9  $      !?$$.#!'#)&!0  .   +110  33&= ))#5 33-#!.@  $8 /.3  6 5#6!6)$&>.!&3/%(  4 $     #!76$ ))- :    3*  3 .3  #  $  % " &  ' #! ,3 )%(5#.  * !+110 >!) )*?)$-#-,3#3>$6 5    $  A$*? 5"!36 .44+ ( 5 !  +110 ?! !%=>300?!&5 3&  +110 ? !*%*%655 3-,.7 )     ! 7 # &.3#&* !56))9&$36 . )$#!&544)  $ " 7  #!%#%B3 1!!":  5 !  ;< ,3#3-,.*  6!   $  ,3#*=6 )#!) !7!6:)+ +#5   + +#5   -,.5C3 . 0  .3  #  $  % " &  '(#! '(#! !#$()930&)$&! ))4  /  3  .3  /#*,3:3#)0! *   5   +110 #!+#'#++ 0  .3  .!&=/* *#$#5     +110 #6 ))&!+!,%($3/C%) 36$#441 3 .3  )$!1 ,3#2     .3  A$6!6%% 0!#5#0!() )$$ $!   +110 !6%#!C. 1 #+ 1 7  6!!# ,3 2     .3  !65 *(D3< ?-#)B)0#+  4   .3  #  $  % " &  ' #! #  $  % " &  ' #! -,* ./0-1' )&2!3#$#*#$#442     +110 63'#)!:(%%*6?! :   $    7# #))6*< , )6!+3:5#55#6 (  ;   ;< %:30#3/<=  ))1!44   5 !  .3  ) 3!:*#$)#!)!! = &) > '$+ 8 .3  3#/#2$  1 * !   .3  !&5*%,$#!*63'#)$  *    &.) /&))&2 )0&!5 )) )$#!0  5  +110 '': $&!8C. !: +    !   .3  .(')#0?! %    :  ! 5 7#? #  $  % " & (' (' #!    7 '(  "'2  "'$ '   7  '$  !'@  '0   + !' 3  A+!  '$ ' !  ! 3  A+!  '5   '0  $ ! /B  '$ ';  '7   7 '$    '$   0   $ ! /B$ C'% !' *  '*      ' 3  A7 *   '*   3  A7 0 & '0  3  A7   '@   3  A7    "'0  7  5!   '7   $    0    /'0  ;'0    7 ( !   'D   7         7 '$ '*  '*       !'  ' "'D  !' $/  'E  '$!  $!      +!  '*   5  '$    /'+ '*   '$  $/  '$!   5  "' ) 'D"   ' ;'( ' 3  A+!  ' 0   "   ! '( '$!     3  '7  " *      ! ' $ ! /B$ C'   $ ! /B  '    !!" !#$%#&'#- $ '  .   / 5# ))6!76#863*.      .3  ;%#33<6 &! !/%**()+!(36)0 !6 $    6 5*56#+,%& ))6**EFFG$ #5 !  < +110 = ) !!/% * )*5   #.  +110 -,)#+#)0 .($*#5+1.:  ! .3  ; #.#%#+ *  '6 5  .3  *3#)0/#30#))#44HIFFHIJJ7 7   # #.3  #*6) )$#!(!.#+,% )2#1     .3  #3(!/&%=, ))$%    .3  ,%#+1. !*65,%&7:/%>))&) )) 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.