Morgunblaðið - 07.12.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 07.12.2006, Síða 26
|fimmtudagur|7. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Rakaskemmdir eru önnur al- gengasta bilanaorsökin í far- símum og því skal halda síman- um fjarri öllum raka. » 29 neytendur Kjötvörur og margs konar sæt- indi eru áberandi í helg- artilboðum verslana í jólamán- uðinum. » 28 helgartilboðin Ferðaþráin er sterk hjá Hjördísi Guðmundsdóttur sem gefur lít- ið fyrir íslenska lífsgæðakapp- hlaupið. » 29 ferðalög Það eru ófáar kökur bakaðar fyrir jólin og þó gömlu, góðu formin dugi vel þá njóta sílikon- form vaxandi vinsælda. » 28 bakstur Nýtt heilsu- og lífsstílshótel verður opnað á Klaustri um áramótin. Þar verður í boði slökun og fræðsla. » 31 gisting Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Við erum ekki að predika neina pólitíkmeð þessu spili og tökum þetta ekk-ert of hátíðlega. Okkur langar bara til að fólk taki sér smápásu frá tölvuleikjum og sjónvarpsglápi og eigi skemmtilega stund saman yfir spili. En auðvitað er það af hinu góða ef spilið vekur fólk til umhugsunar um framtíðartækifæri þjóðarinnar,“ segir Árni Stefánsson, höfundur Draumaeyjunnar, sem er nýtt fjölskylduspil með undirtitilinn sjálfshjálparspil handa spenntri þjóð. Árni er viðskiptafræðingur en samdi ljóð og smá- sögur á menntaskólaárunum og segir það hafa verið skapandi vinnu að búa spilið til. „Ég spila mikið við eldri son minn og fyrir tveimur árum kom upp hugmynd hjá fjöl- skyldunni um að það væri gaman að búa til spil. Og þegar gamall skólafélagi minn, Andri Snær Magnason, gaf út bókina Draumalandið, þá datt okkur í hug að búa til spil með tengingu inn á bókina. Andri hefur verið á hliðarlínunni með okkur í hönnun spilsins, prófað og komið með góðar tillögur. Svo vel vildi til að frændi minn, Jón Páll Halldórsson, yfirhönnuður hjá Latabæ, var einmitt á þessum tíma í fæðingarorlofi, og hann tók því að sér að teikna spilið.“ Spilið gengur út á að byggja upp land- svæði og þátttakendur velja að vera frum- kvöðlar, stjórnmálamenn, umhverfissinnar, útgerðarmenn, bændur eða auðjöfrar. Hægt er að byggja upp stóriðju, þekkingariðnað, ferðaiðnað, sjávarútveg, landbúnað eða sitt lítið af hverju. „Til að byggja sér mannvirki í þessu spili þarf maður að hafa hugvit, mannauð, fjármagn, orku og hráefni. Til dæmis dugar ekki það eitt að eiga peninga. Fréttir, atburðir, mótherjar og náttúruöflin hafa líka áhrif á framvinduna. Þeir sem ná því að byggja fjögur mannvirki geta reist undur og stórvirki og þar á meðal eru ís- lenska geimferðaáætlunin, segulhraðlest og sauðfjársetur. Sá vinnur sem setur mest mark sitt á framtíð landsins. Til gamans má geta þess að Reynir Harðarson, sem er í stjórn Framtíðarlandsins, rak harða virkj- anastefnu í spilinu þegar hann prófaði að spila með okkur og fyrir vikið var mikið fjör í þeirri spilamennsku. Við hönnuðum þetta spil með það í huga að hafa það ekki of flókið og fólk þarf ekki að hafa neina sérþekkingu til að geta spilað. Þetta er fyrst og fremst skemmtilegt fjöl- skylduspil og til marks um það þá hefur ell- efu ára sonur minn unnið mig síðustu tvö skipti sem við spiluðum Draumaeyjuna.“ Morgunblaðið/ÞÖK Feðgar spila Árni og sonur hans Stefán Ingi láta reyna á hugvit, útsjónarsemi og heppni. Spil fyrir spennta þjóð www.leikmenn.net Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is V iðbrögðin hafa aldeilis verið stórkostleg og hingað eru skór í tuga- tali farnir að streyma inn auk íþróttafatn- aðar sem farið er að deila út meðal þeirra sem nenna að koma til að hreyfa sig,“ segir Martha Ernsts- dóttir, sjúkraþjálfari og hlaupa- kona til margra ára, en hún var ráðin í 30% starf á Kleppsspítala fyrir þremur mánuðum til að byggja upp þjálfun fyrir þá sem eru að glíma við geðheilsu sína. Fljótlega varð henni ljóst að skó- búnaði skjólstæðinga hennar var mjög ábótavant enda segir hún að varla sé hægt að ætlast til þess að fólk, sem ekki hefur mikið á milli handanna eftir margra ára heilsu- brest, fari út í næstu búð og kaupi sér rándýra hlaupaskó. Barst um eins og eldur í sinu „Eins og við vitum, er staða ör- yrkja yfir höfuð slæm. Eitt kvöldið þegar ég var sjálf úti að skokka datt mér í hug að biðla til hlaupafélaga sinna og sendi tölvupóst á fimmtíu manna hóp hlaupara í kringum mig. „Óhætt er að segja að hlauparar Ís- lands hafi tekið vel við sér. Þessi tölvupóstur barst eins og eldur um sinu út um allt á tveimur dögum.“ Í bréfi Mörthu segir m.a.: „Í kvöld þegar ég var úti að skokka og hugsa um hvað ég gæti gert, þá kom upp sú hugmynd hjá mér að biðla til hlaup- ara Íslands um að veita þessu fólki styrk í formi þess að gefa skó. Lum- ar þú á gömlum hlaupas- kóm sem þú ert hætt/ur að nota, ekki ónýta kannski en margir luma á skóm sem þeir hafa ekki „fílað“ eða eru af einhverjum ástæðum hættir að nota. Ef svo er, þá þigg ég skóna fyr- ir hönd skjólstæðinga minna á Kleppi. Einnig ef þú/þið ættuð íþróttafatnað, sem þið eruð hætt að nota og vilduð gefa til góðgerð- armála, þá þigg ég það líka. Ég tek við öllu og ég bið ykkur frá mínum innstu hjartarótum að veita þessum málalið athygli og hver veit nema að Kleppur mæti á næsta ári í Reykja- víkurmaraþon með skokkhóp í skóm og fötum frá ykkur, kæru hlauparar Íslands.“ Martha segir að viðbrögðin hafi verið hreint frábær og hún geti vart nógsamlega þakkað þennan frábæra samhug. Sem dæmi má nefna að hlaupahópar út um allt eru nú að safna skóm í púkk. Eigandi lítillar íþróttavöruverslunar, sem heitir Af- reksvörur, vill gefa lager af nýjum hlaupaskóm og Frjálsíþrótta- sambandið vill gefa fatnað. Hefur ofurtrú á hreyfingu „Ég hef aldrei starfað á geðdeild áður, en ég hef ofurtrú á hreyfingu fyrir alla, burtséð frá því hvaða verk- efni fólk er að fást við,“ segir Martha og bætir við að hún hafi verið ráðin til að sinna nýrri þjónustu. „Þetta er ný þjónusta og nauðsynlegur þáttur í þeirri sterku endurhæfingu sem ver- ið er að byggja upp á Kleppi. Við er- um að fara út að ganga og skokka, gerum æfingar, og förum í jóga, önd- un, slökun og hugleiðslu. Við erum einfaldlega að rækta líkama og sál.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkraþjálfarinn Hlaupakonan Martha Ernstsdóttir hefur mikla trú á hreyfingu og segir að allir þurfi að hreyfa sig. „Hlaupaskórnir streyma inn“ Hlaupaskór Martha segir marga luma á skóm í skápum, sem séu lítið notaðir, en þeir þurfi helst að hafa góða dempun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.