Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 30

Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 30
ferðalög 30 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ M aður verður ekki samur eftir svona ferðalag. Þegar fjölskylda í Bras- ilíu, sem býr í ruslapoka, býður mér í mat og gef- ur af gleði af því litla sem hún á, þá finnst mér lífsgæðakapphlaupið á Íslandi óskaplega hégómlegt. Ég hef engan áhuga á að búa í slíku samfélagi og þess vegna fer ég aft- ur úr landi í janúar,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir sem kom heim í sumar eftir sjö mánaða ferðalag um Suður-Ameríku en hún vinnur nú hörðum höndum til að safna fyrir næsta ferðalagi. „Ég kom líka heim til að ljúka stúdentsprófinu mínu og knúsa fjölskylduna mína, maður má ekki alveg vanrækja hana þó útþrá- in sé sterk. Ég á flugmiða til Lond- on 17. janúar og ég er ekki búin að ákveða hvert ég fer þaðan. Kannski verður Asía fyrir valinu,“ segir Hjördís sem býr hjá ömmu sinni og nöfnu Hjördísi Jensdóttur. „Mér finnst svo gaman að þessu heims- hornaflakki stelpunnar, enda er ég sjálf með sterka ferðaþrá og hef farið víða. Ætli hún hafi ekki fengið þetta flökkueðli frá mér,“ segir amma og brosir út í annað. Að kynnast öðrum lífsgildum Hjördís er óvenju víðförul miðað við aldur en hún er rétt rúmlega tvítug. „Þetta byrjaði allt þegar ég fór sem skiptinemi til Brasilíu, þeg- ar ég var 17 ára, og var þar í eitt ár. Þá fékk ég Brasilíubakteríuna og stoppaði ekki heima á Íslandi nema í eitt ár eftir að ég kom það- an. Þá fórum við ég og vinkona mín saman í hálfs árs ferðalag meðfram strandlengju Brasilíu. Í byrjun þessa árs lagðist ég svo einsömul í flakkið um Suður- Ameríku og þá fór ég meðal ann- ars til Bólivíu, Perú, Chile, Argent- ínu og Brasilíu. Þetta eru ótrúlega ólík lönd og öll heillandi, hvert á sinn hátt. Ég held það sé mjög hollt fyrir okkur sem búum við alls- nægtir að kynnast öðrum lífsgildum en þeim sem viðgangast hér á Vest- urlöndum.“ Löðrungur á kvennadaginn Á flakki sínu lagði Hjördís mikið upp úr því að kynnast hinum al- menna borgara, að vera á meðal fólksins í þeirra hversdagslega lífi, og fá nasaþefinn af menningunni í hverju landi. „Þó margt sé frábært þá eru jafnréttismálin til dæmis mjög skammt á veg komin í Suður- Ameríku. Ég lenti í þó nokkrum rifrildum um kvenréttindi og ég fékk til dæmis löðrung frá karl- manni á Alþjóðlega kvennadeginum 8. mars vegna þess að ég lenti í mjög frummannlegum rökræðum við karlmann sem sagði það rang- læti að konur mættu slá menn en karlar mættu ekki slá konur, af því þær færu að grenja. Ég hélt nú ekki og gaf honum einn á lúðurinn og þá sló hann mig og ég fór auð- vitað ekkert að grenja. Svo var aumingja maðurinn alveg miður sín yfir því að hafa löðrungað kven- mann.“ Löggan sagði að Ísland væri ekki til Hjördís lenti í ýmsum ævintýrum á ferðalagi sínu um Suður Ameríku sem lesa má um á bloggsíðunni hennar. „Það var ævintýri út af fyr- ir sig þegar ég fór með innfæddum á Inkaslóðir í Perú. Ég fór ekki hefðbundna leið og það var magnað að þramma í gegnum frumskóginn og fara yfir hálfbrotnar brýr til að skoða þessar minjar. Við vorum að- eins fimm saman og við borðuðum og gistum heima hjá innfæddum. Kjötkveðjuhátíðirnar sem ég hef farið á í Brasilíu voru líka ógleym- anlegar, sérstaklega í Norður- Brasilíu þar sem menning svartra er ríkjandi. Þetta er fimm daga götupartí, rosalega gaman þó hitinn og mannhafið sé svakalegt.“ En það er ekki bara fjör í þessum heims- hluta, þar eru líka margar hættur. „Ég var dugleg að finna mér vini vegna þess að það er ekki sniðugt að vera mikið einn á ferð á þessum slóðum ef maður er ljóshærð, blá- eygð ung kona. Ég hef nokkrum sinnum verið rænd en aðeins einu sinni þurft að tilkynna það. Það var í Brasilíu. Þegar ég fór á lög- reglustöðina til að tilkynna þjófn- aðinn og sýndi þeim passann minn, þá hló lögreglumaðurinn að mér og sagði að Ísland væri ekki til. Hann hafði aldrei heyrt um það land og þegar hann fletti upp í tölvunni þá var Ísland ekki á skrá hjá þeim. En allt fór þetta vel að lokum.“ Afmæli með höfrungum á Indlandi Sumt af því sem varð á vegi Hjördísar breytti lífsháttum henn- ar. „Ég gerðist grænmetisæta eftir að ég sá nauti slátrað í hinu mikla kjötlandi Brasilíu en hreinlæti var af mjög skornum skammti við þá kjötvinnslu,“ segir Hjördís sem tal- ar portúgölsku og spænsku reip- rennandi. Hún átti því ekki í nein- um vandræðum með að leiðsegja foreldrum sínum, litla bróður og Hjördísi ömmu þegar þau komu út til hennar í fjórar vikur. „Ég hitti þau í Buenos Aires og þvældist með þau um allt.“ Hjördís amma flökkukind var sérlega ánægð með ferðalagið. „Ég ætla að plata hana með mér til Víetnam bráðum,“ seg- ir amma og blikkar nöfnu sína. Hún segist vissulega stundum hafa verið hrædd um ömmustelpuna, eina svona langt úti í heimi. „En eftir að hafa verið með henni þarna úti, þá sá ég hvað hún er klár að bjarga sér og hún kann að stappa niður fótum þegar við á og lætur ekki vaða yfir sig.“ Sporðdrekastelpan lét sig ekki muna um að skreppa til Indlands í tvær vikur til að halda upp á tutt- ugu og tveggja ára afmælið sitt í nóvember síðastliðnum og ferðaðist um Góa fylki. „Þetta var æðislegt afmæli í árabáti úti á arabíska haf- inu og fiskimennirnir sem áttu bát- inn sýndu mér höfrunga. Í fyrra hélt ég upp á afmælið mitt á Kúbu með Hjördísi ömmu. Mér finnst það ágæt regla að halda upp á afmælin mín í ólíkum löndum.“ Þrammað í gegnum frumskóg Morgunblaðið/Sverrir Flökkukindur Nöfnurnar Hjördís og Hjördís kunna því vel að horfa til hafs og halda út í heim. Hún fékk Brasilíubakt- eríuna þegar hún var 17 ára, ferðast ein um Suður Ameríku rúm- lega tvítug og hélt upp á síðasta afmælið sitt á Indlandi. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti Dísu sem er með ólæknandi útþrá. Apalingur Dísa með apa sem hún mætti í frumskóginum umhverfis Inkaveldið. Perúsk fegurð Dísa heimsótti hina frægu Inkaborg Machu Picchu sem „fannst“ árið 1911, þar sem fornar minjar ber við himin. www.hvarerdisa.com Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.