Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 32

Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÖRYGGI Á EINKASTOFUM Íslendingar gera miklar kröfur tilheilbrigðisþjónustu. Í langflest-um tilfellum stendur hún undir þeim kröfum enda hefur íslenzka heilbrigðiskerfið á að skipa frábæru fagfólki og góðum búnaði. Ein af þessum kröfum er að gætt sé fyllsta öryggis við skurðaðgerðir. Vitað er að margt óvænt og ófyrirséð getur komið upp í skurðaðgerð en þá skipt- ir þeim mun meira máli að viðbrögð við slíkum uppákomum séu þaulæfð og búnaður til að bregðast við eins og bezt verður á kosið. Heilbrigðisþjónustan er að mestu leyti rekin af hinu opinbera, ekki sízt flóknari og tæknivæddari læknis- þjónusta, sem útheimtir vel útbúna spítala. Þó færist það í vöxt að lækn- isaðgerðir, sem sumar hverjar krefj- ast svæfingar, sem alltaf fylgir áhætta, séu gerðar á einkareknum læknastofum. Það er jákvæð þróun sem m.a. Morgunblaðið hefur hvatt til. Og sú þróun á að halda áfram. En þá er líka alveg gríðarlega mikilvægt að notendur læknisþjónustu geti treyst því að öryggið á einkastofu sé það sama, komi eitthvað upp á, eins og á sjúkrahúsi sem hið opinbera rek- ur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem konu voru dæmdar bæt- ur vegna heilaskaða, sem hún hlaut í brjóstastækkunaraðgerð á einkarek- inni læknastofu, vekur efasemdir um að þessa öryggis hafi verið gætt til hins ýtrasta í því tilviki. Í dómnum segir að við svæfingu konunnar hafi ekki verið notaður svokallaður koltví- sýringsmælir, sem sé öruggasta leið- in til að staðfesta rétta legu barka- rennu, sem notuð er við svæfingu. Þar kemur jafnframt fram að hringt var á sjúkrabíl eftir að hjarta kon- unnar stöðvaðist og beðið í sex mín- útur eftir sjúkraflutningamönnum með hjartastuðstæki, sem kom hjart- slættinum af stað á nýjan leik. Í dóminum, þar sem meðdómendur voru úr hópi læknismenntaðra sér- fræðinga, segir: „Rétt var að kalla þegar í stað til neyðarbíl og leggja áherslu á hjartahnoð auk öndunar- hjálpar. Hins vegar verður að geta þess að venjan er við slíkar aðstæður, þegar fagfólk á í hlut, að greina ástæður púlsleysis með því að tengja hjartalínuritssírita. Hjartarafstuð- stæki, sem einnig hefur að geyma slíkan sírita, var tiltækt í grennd við skurðstofuna en engin tilraun var gerð til að láta sækja og nota tækið þrátt fyrir að auk læknanna tveggja væru tveir hjúkrunarfræðingar á skurðstofunni. Er ljóst af gögnum málsins að rafstuð, sem kom hjartanu úr sleglatifi í réttan takt, var ekki gefið fyrr en að minnsta kosti sex mínútum eftir að púlsleysi greindist. Vitað er að því fyrr, sem rafstuði er beitt við sleglatifi, þeim mun betur farnast sjúklingi. Þar eð fjórir heil- brigðisstarfsmenn voru á staðnum átti að vera unnt að sækja og virkja tækið og þau rök stefndu, að þeir hafi ekki viljað yfirgefa stefnanda til að sækja tækið, eru því haldlaus … Er líklegt að tjón stefnanda hefði orðið minna hefði rafstuði verið beitt fyrr í stað þess að beðið var eftir neyðar- bílnum í að minnsta kosti sex mín- útur. Að áliti dómsins verður tjón stefnanda samkvæmt framansögðu rakið til mistaka við svæfingu og end- urlífgun.“ Kristján Oddsson aðstoðarland- læknir segir hér í blaðinu í dag að ekki eigi að vera neinn munur á því að fara í aðgerð á einkastofu og á sjúkra- stofnun. Gott eftirlit sé á vegum emb- ættis landlæknis með öllum heil- brigðisstofnunum og ekki meiri áhætta á einkastofum. En þá hljóta menn að spyrja: Hefðu læknar á stóru sjúkrahúsi hringt á sjúkrabíl til að fá hjartastuðstæki þegar þeir vissu af slíku tæki í nálægu herbergi? Og á ekki að vera regla að slík tæki séu við höndina í skurðaðgerð með svæfingu ef eitthvað kemur upp á? Í ljósi þessa dóms þurfa landlækn- isembættið og læknar, sem reka sjálfstæðar stofur þar sem gerðar eru skurðaðgerðir með svæfingu, að fara sérstaklega yfir þessi mál. Það eru ríkir hagsmunir einkaframtaks- ins í heilbrigðisþjónustu að eyða þeim efa sem upp er kominn um að fyllsta öryggis sé gætt. GLITNIR Í KÍNA Það er merkilegt skref hjá Glitniað opna skrifstofu í Kína og get- ur verið upphafið að miklu ævintýri ef rétt er á haldið. Efnahagslegur uppgangur í Kína er gífurlegur. Margir sérfróðir menn telja að Kína muni ná Bandaríkjun- um sem efnahagsveldi tiltölulega snemma á 21. öldinni. Ljóst er að Kína hefur nú þegar haft ótrúlega mikil áhrif á efnahagsþróunina í heiminum. Ef rétt er metið að Kína sé að hefja mikið efnahagslegt flug skiptir máli fyrir fyrirtæki að verða þátttakend- ur í því flugi tiltölulega snemma. Það er Glitnir að gera með opnun skrif- stofu. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær um hina nýju skrifstofu: „Við erum bjartsýn en með báða fætur á jörðinni. Það eru mörg tæki- færi hérna og ef við lendum í sam- starfi við rétta aðila með réttu verk- efnin er hægt að vaxa hér mjög hratt. Þetta getur orðið mjög mikilvægur þáttur fyrir okkur og undið upp á sig en þetta getur líka tekið langan tíma. Það er langtímaverkefni að koma sér hér fyrir en ég hef séð það hér í Kína að yfirleitt verða breytingarnar hraðari en haldið er í fyrstu.“ Þetta er áreiðanlega rétt. Það verður afar fróðlegt að fylgjast með þessum fyrstu skrefum Glitnis í Kína og sjá til hvers þau leiða. Ef vel tekst til getur vöxtur Glitnis í Kína orðið ævintýralegur, alla vega á íslenzkan mælikvarða. En vafalaust eru margar hættur á þeirri vegferð. Glitnismenn eins og raunar aðrir íslenzkir bankar eru hins vegar komnir með býsna miklu reynslu af bankastarfsemi í öðrum löndum. Sú reynsla kemur þeim áreiðanlega að góðum notum í þessu austræna stórveldi. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Garðarshólmi verður nafn áalþjóðlegu fræðasetri semkomið verður á fót á Húsa-vík, kennt við sænska landnámsmanninn Garðar Svavars- son sem hafði vetursetu við Skjálf- andaflóa árið 870. Stefnt er að því að setrið verði opnað árið 2009. Verk- efnið var kynnt á Húsavík í gær að viðstöddum forseta Íslands og sendi- herra Svíþjóðar á Íslandi. Fyrirhugað er að byggja glæsilegt hús við Húsavíkurhöfn til að hýsa starfsemina, en þar verður land- námssýning, alþjóðlegur fundarstað- ur og aðstaða fyrir vísinda- og lista- menn. Byggingunni er ætlað að verða þekkt kennileiti sem sker sig úr en fellur jafnframt að heildarmynd Húsavíkur. Til þess að ná því fram verður jafnvel efnt til hugmyndasam- keppni meðal arkitekta á Íslandi og í Svíþjóð. Sýning og þekkingarmiðstöð Hugmyndin kviknaði 2004, síðan hefur verið unnið að henni og frá því í apríl í vor hefur sænskur framleið- andi með mikla reynslu og öflugt al- þjóðlegt tengslanet, Max Dager, starfað sem verkefnisstjóri og ráð- gjafi við þróun hugmyndarinnar. Garðarshólmi verður upplifunar- og þekkingarmiðstöð á sviði sjálf- bærrar þróunar, eins og aðstandend- ur þess orða það; til þróunar á há- gæða „akademískri“ ferðaþjónustu, til þróunar alþjóðlegs tengslanets í menningarsamstarfi við Svíþjóð, þró- unar umræðu um stöðu umhverfis- mála og framtíðar heimsins og til þró- unar sterkrar sjálfsvitundar í Norðurþingi, svo dæmi séu tekin. Árni Sigurbjarnarson, frum- kvöðull verkefnisins, segir að fyrir utan upplifun og sýningu eigi Garð- arshólmi að mynda brú út í heim með alþjóðlegu framboði á menningu, ráð- stefnum, listasmiðjum og tilfallandi sýningum. Einnig er gert ráð fyrir að rekin verði upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Sagan verður sögð með sérstakri áherslu á samspil vistfræði og menn- ingar og eitt af hlutverkum fræðaset- ursins verður að komast að því hvern- ig best megi nýta þekkingu á sögu þjóðarinnar hvað varðar notkun og hugsanlega misnotkun landsins, til að skilgreina áætlun til framtíðar um sjálfbæra þróun búsetu og atvinnulífs í Norðurþingi og á Norðurlandi öllu. Sýningin í Garðarshólma mun byggjast á notkun nýjustu tækni á sviði gagnvirkrar rauntímamarg- miðlunar. Landnám norrænna manna á Ís- landi hófst árið 870 þegar sænskur landkönnuður, Garðar Svavarsson, og samferðamaður hans Náttfari sigldu skipi sínu umhverfis þessa stóru óþekktu eyju norður í hafi. Þeir tóku land við flóa á Norðausturlandi sem Garðar nefndi Skjálfanda og „Einstakt sýnishor samspil manns og n Garðarshólmi Hugmyndin um fræðasetrið við Húsavíkurhöfn var kynnt í gær. Frá vinstri: Árni Sigurb Grímsson, forseti Íslands, Madeleine Ströje Wilkens, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, og Bergur Elías Ág Í HNOTSKURN »Alþjóðlegt fræðasetur, Garðarshólmi, er í bígerð á Húsavstefnt að því að það verði að veruleika árið 2009. Forseti Í og Svíakonungur hafa samþykkt að verða verndarar verkefn »Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist vonast tilGarðarshólmi verði áfangastaður fyrir þann gífurlega fjö fólks í heiminum sem í vaxandi mæli velti fyrir sér þeirri spu hvernig maðurinn fari með lífríki jarðarinnar og hvernig hæ tryggja farsæla sambúð manns og náttúru á nýrri öld. »Fyrirhugað er að byggja glæsilegt hús við Húsavíkurhöfnhýsa starfsemina, en þar verður landnámssýning, alþjóðl fundarstaður og aðstaða fyrir vísinda- og listamenn. Bygging ætlað að verða þekkt kennileiti sem sker sig úr en fellur jafnf heildarmynd Húsavíkur. Til þess að ná því fram verður jafnv til hugmyndasamkeppni meðal arkitekta á Íslandi og í Svíþjó KARL Gústaf sextándi, konungur Svíþjóðar fallist á að verða verndari Garðarshólmaver ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ísla ur Ragnar upplýsti þetta á Húsavík í gær. Forsetinn kvaðst hafa verið á fundi á Hús sumar þar sem hugmyndir um Garðarshólm ræddar og skömmu síðar, þegar hann og eig hans, Dorritt Moussaieff, hefðu verið gestir ungs á afmælishátíð hans í Stokkhólmi, hefð notað tækifærið og rætt við konung um hug Húsvíkinga og kynnt honum hugsunina að b kvæðinu, auk þess að sýna honum fram á að arshólmi gæti annars vegar verið „öflug miðstöð í samskiptum Íslendinga á nýrri öld og hins vegar áfangastaður fyrir áhugaf fræðimenn á heimsvísu“ sem velta fyrir sér þeirri brýnu spurn sambúð manns og náttúru um veröldina alla. Ólafur Ragnar sagði konunginn mikinn áhugamann um nátt úruvernd. Ef til vill hefði ekki þurft ítarlegar orðræður til þess honum fram á hve málið væri merkilegt og hann nokkru síðar þykkt að verða verndari Garðarshólmaverkefnisins ásamt sér. sagði í því felast mikla traustsyfirlýsingu í garð Húsvíkinga, Þi og raunar Íslendinga allra, að konungurinn skuli í upphafi – þe verkefninu er ýtt úr vör – hafa samþykkt að verða verndari þe meðan það er ennþá fyrst og fremst hugmynd og áætlun.“ Karl Gústaf og Ólafur Ragn verndarar Garðarshólma Karl Gústaf Svíakonungur MADELEINE Ströje Wilkens, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, s sérstaka ánægju fyrir mann í sínu embætti að taka þátt í að mó hvað sem muni á jákvæðan hátt setja mark sitt á samskipti þjóð framtíðinni. „Gott dæmi um þetta er einmitt stofnun Garðarshó minningar um Svíasoninn Garðar Svavarsson sem uppgötvaði að Ísland væri eyja og mun um alla framtíð vera tengdur samei sögu okkar,“ sagði sendiherrann, sem ávarpaði viðstadda á ísle Hún sagði uppbyggingu fræðasetursins – sem sýna ætti hver litu út á þessum tíma og hvernig umhverfi, bátasmíði, mannfólk menning hefðu breyst síðan – væri „skínandi framtak“ af hálfu inga. Sendiherrann sagði það sögulega ákvörðun að þjóðhöfðin beggja landa, Ólafur Ragnar Grímsson og Karl Gústaf sextánd fallist á að vera verndarar Garðarshólma. „Það lýsir alveg sérs tengslum sem eru á milli Íslands og Svíþjóðar á öllum sviðum.“ herrann gat þess, eins og forseti Íslands, að það væri mjög óven Svíakonungur verðist verndari verkefna utan heimalandsins. Sænskir dagar voru haldnir á Húsavík í sumar og sagði Ströj að þeir hefðu verið mjög vel heppnaðir og að framvegir yrði slí haldin árlega, síðustu viku júlímánaðar. „Ég er sannfærð um a komu fræðasetursins muni bæði skilningur og aldagömul teng og Svíþjóðar eflast og áhugi um að vita meira hver um annan a Hún sagðist viss um að í tengslum við Garðarshólma myndu fle menn, innlendir sem erlendir, „koma til þessa undurfagra hlut Að endingu færði sendiherrann Norðurþingi tvo farseðla að gj um að tvö ungmenni yrðu valin til þess að fara til Svíþjóðar á n því skyni að fræðast meira um sameiginlegan menningararf la Skínandi framtak Húsvíkin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.