Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG verð að þakka forstjóra
365 sérstaklega fyrir grein hans
hér í blaðinu í gær. Honum
tókst miklu betur en mér sjálf-
um að sýna fram á hversu hót-
unin um að loka fréttastofu
Stöðvar 2 – verði Ríkisútvarpið
ekki látið rýmka til fyrir 365 á
auglýsingamarkaði – er inni-
haldslaus og marklaus. Ég hef
verið að reyna að koma því á
framfæri að ég vissi ekki betur
en rekstur Stöðvar 2 gengi
ágætlega – með fréttastofunni
innanborðs – og það væri að
hengja bakara fyrir smið að
loka fréttastofunni vegna vanda
365 að öðru leyti. Ég fæ ekki
betur séð en forstjórinn stað-
festi þetta í grein sinni og fyrir
það er ég þakklátur. Það er
sem sé ekkert annað á bak við
þessa hótun en viljinn til að
hræða þingmenn og starfsmenn
til fylgis við hagsmuni eigenda
365.
Ég læt hjá líða að svara per-
sónulegum svívirðingum for-
stjórans í minn garð. Kýs að
líta á þær sem birtingarmynd
tímabundinnar vanstillingar og
reynsluleysis og mun ekkert
erfa þetta við hann.
Páll Magnússon
Takk Ari
Höfundur er útvarpsstjóri.
HJÁLPARSTARF kirkjunnar
hefur í áratugi aðstoðað Íslendinga
sem hafa ekki náð að framfleyta
sér og sínum. Frá
árinu 1992 hefur
skjólstæðingum fjölg-
að jafnt og þétt, fólki
sem á ekki fyrir mat,
lyfjum eða lækn-
iskostnaði – getur
ekki staðið straum af
skólagöngu og tóm-
stundum barna sinna.
Undanfarin ár höfum
við haldið til haga
upplýsingum um að-
stæður þessa fólks,
með það í huga að
hafa sem skýrasta
mynd af vandanum og
geta brugðist við með
réttum lausnum. Þeg-
ar rýnt er í þær, sést
að hluti þeirra sem til
okkar leita núna er
þriðja kynslóð ein-
staklinga sem vegna
félagslegrar stöðu
sinnar hefur þurft að-
stoð hjálparstofnana.
Enn fremur sést að flestir sem
hingað leita hafa ekki lokið neinu
framhaldsnámi, hafa annað hvort
hætt eftir grunnskóla eða fallið úr
framhaldsskóla eftir skamma dvöl.
Menntun til að rjúfa vítahring
Eitt helsta markmið Hjálp-
arstarfs kirkjunnar er að aðstoða
fólk til sjálfshjálpar. Með það að
leiðarljósi höfum við brugðist við
vanda fjölskyldna með litla mennt-
un í láglaunastörfum. Einn þáttur í
því er námsaðstoð við ungmenni á
aldrinum 16–20 ára. Ástæða þess
að Hjálparstarfið valdi þá leið fram
yfir aðrar er sú að við álitum að á
þann hátt gætum við hugsanlega
rofið þann slæma félagslega víta-
hring sem sum ungmenni lenda í og
þannig komið í veg fyrir að þau
verði háð félagsþjónustu og hjálp-
arsamtökum. Námsaðstoðin hefur
þróast hjá okkur smám saman.
Hún hófst fyrir um þremur árum
með styrk frá Velferðarsjóði barna
á Íslandi. Við settum það strax í
forgang að styðja efnalitlar fjöl-
skyldur með því að greiða skóla-
gjöld fyrir unglinga í framhalds-
námi til 18 ára aldurs en reglur
Velferðarsjóðsins miða við þann
aldur. Fljótlega kom í ljós að sá
stuðningur dugði ekki.
Við sáum að brýnt var
að styðja ungmennin
allt til loka framhalds-
náms eða þar til þau
gætu hafið nám sem
væri lánshæft. Um síð-
ustu jól fengum við
góðan stuðning í þetta
verkefni frá Sorpu og
frá einkaaðilum. Með
þeim fjármunum gát-
um við stofnað Fram-
tíðarsjóð sem hefur
það markmið að styðja
ungmenni, 16–20 ára,
til að ljúka námi.
Vel farið yfir um-
sóknir
Við getum skilj-
anlega ekki styrkt alla.
Við metum hverja um-
sókn, könnum að-
stæður hvers og eins
og göngum úr skugga
um að fjölskyldan njóti
ekki námsstuðnings frá opinberum
aðilum. Ef umsókn er samþykkt,
getur stuðningurinn verið marg-
þættur, t.d. aðstoð með skólagjöld,
bókakostnað eða jafnvel gleraugu
ef nauðsyn krefur. Við deilum aldr-
ei út peningum heldur greiðum eft-
ir reikningum og ungmennin þurfa
að sýna fram á að þau stundi skól-
ann vel til að eiga möguleika á
áframhaldandi stuðningi. Hjálp-
arstarf kirkjunnar álítur að með því
að hlusta á þá einstaklinga sem
hingað leita, meta þarfir þeirra og
bregðast við þeim á faglegan og
vandaðan hátt, sé virkilega hægt að
aðstoða þar sem þörfin er mest.
Aðstoðin skiptir máli, ekki bara fyr-
ir fyrir þá sem hana þiggja, heldur
samfélagið allt. Hún mun örugglega
skila sér aftur með mannvænlegra
samfélagi.
Aðstoð sem skiptir
máli – hjálpað
til sjálfshjálpar
Vilborg Oddsdóttir skrifar
um starfsemi hjálparstarfs
kirkjunnar
Vilborg Oddsdóttir
» Aðstoðinskiptir máli,
ekki bara fyrir
fyrir þá sem
hana þiggja,
heldur sam-
félagið allt.
Höfundur er félagsráðgjafi og um-
sjónarmaður innanlandsaðstoðar
Hjálparstarfs kirkjunnar.
UMFERÐARÞUNGI um Suður-
landsveg er meiri en svo að vegirnir
fái við hann ráðið. Nær allir Íslend-
ingar eru nú sammála um að tvö-
falda beri Suðurlandsveg hið fyrsta.
Því miður er staðreyndin sú að enn
er tvöföldun ekki inni á vegaáætlun
Alþingis. Þessu þarf að breyta nú
þegar. Vanhugsaðar vegabætur
hafa engu skilað nema því að tefja
ákvörðun um tvöföldun frá Reykja-
vík og að minnsta kosti að Selfossi
eins fljótt og verða má. Þungaflutn-
ingar hafa lagst upp á þjóðveginn
sem þolir ekki umferðarþungann.
Mikið er rætt um kostnað við tvö-
földun, en þó er flestum ljóst að
engin vegaframkvæmd er eins arð-
bær fyrir þjóðina og sú að tryggja
fjölförnustu þjóðvegina þannig að
slys og tjón séu í lágmarki. Bana-
slysin eru óbætanleg.
Samstaða á Suðurlandi
Undanfarna mánuði hefur náðst
órofa samstaða sveitarstjórn-
armanna í öllum flokkum um að
tvöfalda beri Suðurlandsveg. Þing-
menn úr stjórn og stjórnarandstöðu
hafa nú tekið höndum saman og
skorað á Alþingi og ríkisstjórn að
setja þetta þjóðþrifamál í algeran
forgang. Þá hafa átta þúsund
manns skrifað undir áskorun sama
efnis á vefnum www.sudurlandsveg-
ur.is á aðeins þremur vikum. Þessi
samstaða er engin tilviljun, heldur
vegna þess að þetta mál er yfir
flokkspólitískt dægurþras hafið.
Hagsmunir allra
Um Suðurlandsveg fara ekki
bara Sunnlendingar, heldur allir
landsmenn. Á Suðurlandi er mikil
sumarhúsabyggð, auk þess sem yfir
200 þúsund ferðamenn fara veginn
ár hvert. Á einum
degi fara 11 þúsund
manns um veginn,
sem er að hluta til
fjallvegur yfir Hellis-
heiði. Enn frekari
kröfur um öryggi
þarf að gera til vegar
sem er í senn fjölfar-
inn, flutningaleið og
fjallvegur. Hér dugar
enginn stagbæting á
slitinni flík. Hér þarf
að byggja hraðbraut
á borð við það besta
sem gerist í Evrópu. Umferðin
eykst ár frá ári og hefur nú aukist
um 6% á síðustu 12 mánuðum ein-
um. Sjóvá hefur boðist til að fjár-
magna þessa framkvæmd og því
ber að fagna. Tryggingafélagið sér
sem er; að tvöföldun Suðurlands-
vegar minnkar tjón svo um munar.
Af hverju leggur Sjóvá áherslu á
Suðurlandsveg? Af því að það er
rétt forgangsröðun að tvöfalda veg-
inn strax. Þetta hafa þeir reiknað
út og þetta hefur fólkið fundið
sjálft. Nú þarf Alþingi að bregðast
rétt við og tryggja þetta þjóð-
þrifaverk án tafar. Ekki er til betri
minnisvarði um þá sem hafa látist
en að tryggja tvöfaldan Suðurlands-
veg. Oft var þörf, en nú er brýn
nauðsyn.
Nú er komið nóg
Eyþór Arnalds og Hannes
Kristmundsson fjalla um um-
ferðarmál
»Ekki er til betriminnisvarði um þá
sem hafa látist en að
tryggja tvöfaldan Suð-
urlandsveg. Oft var
þörf, en nú er brýn
nauðsyn.
Eyþór Arnalds
Höfundar berjast fyrir tvöföldum
Suðurlandsvegi.
Hannes Kristmundsson
AÐ undanförnu hefur mikið ver-
ið fjallað um tvöföldun Suðurlands-
vegarins – enda þarf
ekki að fara mörgum
orðum um þau skelfi-
legu umferðarslys
sem þar hafa átt sér
stað í gegnum tíðina.
Suðurlandsvegurinn
er því ofarlega í hug-
um margra þessa dag-
ana, rétt eins og um-
ræðan var áberandi
um tvöföldun Reykja-
nesbrautarinnar á sín-
um tíma í kjölfar mik-
illar slysaöldu á þeim
vegi. Og víst er að all-
ir eru sammála um
nauðsyn þess að hér á landi sé
boðið upp á þjóðvegi sem standast
allar kröfur um öryggi. Það er því
eðlilegt að spurt sé af hverju tvö-
földun umferðarþyngstu þjóðveg-
anna, þ.e. Suðurlandsvegar að Sel-
fossi, Vesturlandsvegar að
Borgarnesi og Reykjanesbraut-
arinnar til enda, hafi ekki algjöran
forgang í samgönguáætlun. Á und-
anförnum árum hafa hundruðir
slasast og látist í umferðarslysum
á þessum þremur vegarköflum og
virðist því miður ekkert lát vera á
því. Líf og heilsa vegfarenda þessa
lands, sem er öll þjóðin, á að vera
hafið yfir alla hreppa- og lands-
byggðarpólitík. Orðið „byggð-
arsjónarmið“ á ekki rétt á sér í
umræðunni um fjármuni til vega-
gerðar þegar við upplifum hvert
stórslysið á fætur öðru á umferð-
arþyngstu þjóðvegunum. Það þarf
ekki önnur rök en tölur yfir fjölda
látinna og slasaðra til þess að
varpa skæru ljósi á nauðsyn þess
að hefjast nú þegar handa við tvö-
földun Suðurlands- og Vesturlands-
vegar þar sem um-
ferðin er mest. Engin
önnur rök eru sterk-
ari. Reykjanesbrautin
er skýrt dæmi um
fækkun umferðarslysa
en flestir vita að á
tvöfalda kaflanum á
brautinni hefur ekki
orðið banaslys, né
annað alvarlegt slys,
þegar þessi orð eru
skrifuð. Nú er svo
komið að almenningur,
venjulegt fjöl-
skyldufólk, veigrar sér
við að halda út á
þessa „þjóðvegi“ af ótta við að
lenda í alvarlegu umferðarslysi.
Þegar fjármunum er úthlutað til
vegamála, verður að taka tillit til
öryggissjónarmiða umfram allt
annað. Vissulega væri æskilegast,
ef hægt væri, að gera öllum til
hæfis í vegamálum, hvar á landi
sem þeir búa. En þegar einungis
er um áveðið fjármagn að ræða
sem ætlað er til samgöngumála,
hljótum við öll að eiga rétt á því að
vegabætur, sem leiða ótvírætt til
aukins umferðaröryggis, njóti al-
gjörs forgangs umfram aðrar. Um-
ferðarslysin fara ekki í manngrein-
arálit og snerta alla jafnt, án tillits
til aldurs, stöðu, kynferðis, þjóð-
ernis eða pólitískra skoðana. Tvö-
földun þjóðveganna út frá höf-
uðborginni ætti því skilyrðislaust
að hafa þverpólitískan forgang á
Alþingi. Við höfum ekki efni á að
bíða lengur því hvert mannslíf sem
fórnað er á þjóðvegunum, er einu
mannslífi of mikið.
Þegar líf liggur við
Ragnheiður Davíðsdóttir
skrifar um tvöföldun Suður-
landsvegarins
»… hljótum við öllað eiga rétt á því
að vegabætur, sem
leiða ótvírætt til auk-
ins umferðaröryggis,
njóti algjörs for-
gangs umfram aðrar.
Ragnheiður
Davíðsdóttir
Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS.