Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 39
Góði Guð!
Í Jesú nafni leyfi ég mér að ákalla
heilagan anda þinn í bæn um huggun
og stuðning öllum þeim til handa
sem hafa nýlega eða einhvern tíma
upplifað missi og þekkja því hina
sáru tilfinningu að sakna. Því að
söknuðurinn hellist oft yfir með
auknum þunga í skammdeginu, á að-
ventunni og um jólin.
Vitjaðu allra þeirra sem eru hugg-
unar þurfi. Viltu styðja þau og varða
þeim veginn til ljóssins nú þegar að-
stæður hafa breyst. Aðstæður sem
oft kunna að virðast svo dimmar, yf-
irþyrmandi og vonlausar.
Ég veit að enginn skilur okkur
mannfólkið betur en þú. Enginn skil-
ur þá sem líða eða þjást, syrgja eða
sakna betur en þú. Þú sem varst
hæddur og píndur af grimmd heims-
inns. Þú sem varst yfirgefinn og líf-
látinn. Þú þekkir einmanaleikann,
tómarúmið, sjálfsásökunina og allt
vonleysið betur
en nokkur annar.
Þú þekkir spurn-
ingarnar erfiðu
sem vakna og
engin svör virðast
við á meðan
myrkrið hellist
yfir. Af hverju
Guð? Af hverju?
Ætlar þú að yf-
irgefa mig líka?
Ljúktu svari þínu upp fyrir okkur.
Leyfðu okkur að upplifa það og með-
taka. Leyfðu okkur að meðtaka þig
sem ert svarið við öllum vanmætti,
allri sorg og öllu vonleysi.
Komdu nú með huggun þína og
frið. Mildaðu sársaukann. Þerraðu
tárin og veittu okkur von. Okkur öll-
um sem syrgjum eða söknum eða
höfum orðið fyrir annars konar missi
eða vonbrigðum. Græddu sárin með
þínum undrasmyrslum.
Gefðu svo að örið sem sitja mun
eftir verði ör ljúfra og góðra minn-
inga sem gott verður að ylja sér við í
framtíðinni. Ör sem geymir ljúfar og
góðar minningar, þakklæti og gleði.
Vegna dauða þíns og upprisu, Jesús
Kristur, vegna sigurs lífsins.
Já, Jesús Kristur, eilífi Guðs-
sonur!
Takk fyrir lífið, gildi þess og feg-
urð. Takk fyrir sigur þinn yfir dauð-
anum. Og takk fyrir að þú skulir til-
einka mér og okkur öllum sigur
lífsins. Já, öllum sem kannast vilja
við þig og leita vilja skjóls hjá þér
hefur þú heitið eilífu lífi.
Góði Guð, skapari minn og full-
komnari lífsins!
Í auðmýkt færi ég þér mínar ein-
lægustu hjartans þakkir fyrir kær-
leika þinn, fyrirgefningu og huggun,
styrk þinn og mátt, eilífi lífgjafi.
Lof sé þér í Jesú nafni. Amen.
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON,
rithöfundur og framkvæmdastjóri
Laugarneskirkju.
Bæn fyrir þeim sem syrgja og sakna
Frá Sigurbirni Þorkelssyni:
Sigurbjörn Þor-
kelsson
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
AUÐVITAÐ er fáránlegt að Rík-
isútvarpið skuli keppa við einka-
rekna fjölmiðla á auglýsingamark-
aði. Mér er málið náttúrulega skylt,
þar sem ég er fréttamaður á Stöð 2,
og vil gjarnan fá að halda áfram að
vinna. Það breytir því ekki að það
ER fáránlegt að RÚV skuli vera á
þessum markaði.
Hvað yrði sagt ef ríkið opnaði
brauðgerð og færi að keppa við bak-
aríin í landinu?
Því yrði auðvitað ekki tekið þegj-
andi, enda hugmyndin fáránleg.
Hver er munurinn á að keppa við
einkareknar brauðgerðir eða einka-
rekna fjölmiðla? Við núverandi að-
stæður hefur Ríkisútvarpið mikla yf-
irburði og hin gullna jafnræðisregla
er þverbrotin.
Ríkisútvarpið beitir nú þegar
miklum bolabrögðum í samkeppni
við einkareknu fjölmiðlana, í krafti
stærðar sinnar og yfirburða. Það
kemur til dæmis
fram í því að fólk
er beitt þving-
unum til þess að
koma ekki fram á
Stöð 2 fyrr en eft-
ir að það hefur
verið í Kastljós-
inu. Jafnvel sam-
tök eins og Am-
nesty
International og fyrrverandi fangar
í Gvantanamo verða að beygja sig
undir þessar þvinganir Rík-
isútvarpsins (ef þið talið við þá, fáið
þið ekki að vera hjá okkur). Þetta
gerist nánast í hverri viku. Ég ætla
ekki að leggja út í deiluna um hvort
hér eigi yfirleitt að vera ríkisreknir
fjölmiðlar. En mér finnst lágmark að
einkareknir fjölmiðlar fái sömu sam-
keppnisaðstöðu og brauðgerðirnar.
Bestu kveðjur,
ÓLI TYNES
fréttamaður.
Kæra Þorgerður
Frá Óla Tynes:
Óli Tynes
Sagt var: Á húsinu eru tvær dyr og gengið um báðar.
RÉTT VÆRI: Á húsinu eru tvennar dyr og er gengið um hvor-
artveggju.
(Orðið dyr í eintölu (ein dyr) er ekki til.)
Gætum tungunnar
MORGUNBLAÐIÐ hefur
tekið í notkun nýtt móttöku-
kerfi fyrir aðsendar greinar.
Formið er að finna ofarlega
á forsíðu fréttavefjarins
www.mbl.is undir liðnum
„Senda inn efni“.
Í fyrsta skipti sem formið
er notað þarf notandinn að
skrá sig inn í kerfið með
kennitölu, nafni og netfangi,
sem fyllt er út í þar til gerðan
reit. Næst þegar kerfið er
notað er nóg að slá inn net-
fang og lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur
þeirri hámarkslengd sem gef-
in er upp fyrir hvern efn-
isþátt.
Þeir, sem hafa hug á að
senda blaðinu greinar í um-
ræðuna eða minningargreinar,
eru vinsamlegast beðnir að
nota þetta kerfi. Nánari upp-
lýsingar eru gefnar í síma
569-1210.
Nýtt mót-
tökukerfi
aðsendra
greina
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Í desember verða bílahúsin opin
klukkustund lengur en verslanir
í miðborginni. Gleðilega aðventu!
... svo í borg sé leggjandi
– stæði fyrir alla
Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur.
Hvað má bjóða þér? Miðastæði, stöðu-
mæli eða bílahús. Viltu greiða með
korti eða krónum, eða kannski gsm
símanum þínum?
Tímamiðar úr miðamælum gilda
áfram þegar lagt er við stöðumæli
innan sama gjaldsvæðis.
Ótakmarkaður tími býðst á stöðu-
mælum í miðborginni.
Ertu að leita að gjöf?
N
æ
st
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Óskum eftir 2ja-4ra herbergja íbúðum í efra- og neðra breiðholti
fyrir fjársterkan aðila. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignirnar.
Allar nánari upplýsingar veitir
Bogi Molby Pétursson fasteignasali
í síma 530 6500 og 699 3444.
Óskum eftir