Morgunblaðið - 07.12.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 07.12.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 49 FRÉTTIR ÚTSALA - ÚTSALA 30-70% afsláttur Dæmi um verð: Áður Nú Tunika með áprentun 5.500 1.650 Flauelsjakki 6.500 3.250 Tweed Blazer jakki 7.900 2.390 Buxur 5.800 2.900 Allar peysur með 50% afslætti Mikið úrval af nýjum fallegum fatnaði á lækkuðu verði Eldri fatnaður á 990 kr. Opnunartími fyrir jól Virka daga frá kl. 10.00 -18.00 Laugardaga frá kl. 10.00-16.00 www.friendtex.is Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími 568 2870 Opið frá 10–18 NÝLEGA var afhentur ágóði af söfnun í tengslum við átak í október gegn brjóstakrabbameini undir merkjum bleiku slaufunnar. Í mörg- um löndum hefur októbermánuður ár hvert verið helgaður árvekni um brjóstakrabbamein. Íslendingar tóku nú í sjöunda sinn þátt í þessu átaki á þann hátt að á þrjátíu útsölustöðum Estée Lauder-snyrtivara var dreift bleik- um slaufum, tákni átaksins, og tekið við frjálsum framlögum í sérmerkta söfnunarbauka. Ágóðanum, 1.400 þúsund krónum, verður varið til fræðslu og forvarna um gildi brjóstaskoðunar og brjóstakrabba- meinsleitar. Verkefnin verða valin af Krabbameinsfélaginu og Sam- hjálp kvenna. Árveknisátakið fólst í því að vekja athygli á þessum sjúkdómi, sem tí- unda hver kona á Íslandi greinist með einhvern tíma á lífsleiðinni, fræða um hann og hvetja konur til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgen- myndatöku. Konurnar hafa brugðist vel við því að óvenjugóð aðsókn hef- ur verið síðustu vikurnar. Í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið meti mikils þennan stuðning við baráttuna gegn brjóstakrabbameini og vilji þakka öllum sem lögðu lið við októberátak- ið. Góður árangur af sölu bleiku slaufunnar Árveknisátak Þrír fulltrúar frá Artica, umboðsaðila Estée Lauder, þær Sirrý Björnsdóttir, markaðsstjóri fyrir Mac og Origins, Kristín Rögnvalds- dóttir, markaðsstjóri fyrir Clinique, og Eva Garðarsdóttir Kristmanns, markaðsstjóri fyrir Estée Lauder, afhentu Sigurði Björnssyni, formanni Krabbameinsfélags Íslands, og Valgerði Jóhannesdóttur, fjármálastjóra félagsins, söfnunarféð, alls 1.400 þúsund krónur. SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur býður öllum að koma í Heið- mörk og sækja sér jólatré. Skóg- urinn er allur opinn en þar vex stafafura sem er barrheldið og fal- legt tré sem ilmar vel. Fólk velur sér sitt eigið tré sem passar í stof- una og er sama verð á trjánum, óháð stærð. Kveiktur verður eldur og sköpuð stemning. Síðari helgina mæta jólasveinar á svæðið og bjóða öllum upp á kakó og smákökur. Jólaskógurinn er opinn helgina 9. og 10. desember en þá er tekið á móti fólki við Hjallabraut en helgina 16. og 17. desember verð- ur tekið á móti fólki í Hjalladal. Opið er meðan dagsbirtu gætir eða 11–15.30. Nánari upplýsingar og kort má finna á www.heidmork.is undir Á döfinni. Jólaskógur í Heiðmörk VERKFRÆÐISTOFNUN HÍ hefur sett á fót Vettvang orku- og stóriðjurannsókna (VOR) með það að markmiði að styrkja almenna og sérhæfða þekkingu á sviði orkuvinnslu og orkufrekra fram- leiðsluferla á Íslandi, í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Verkefni VOR er tvíþætt. Annars vegar verður sérstök námslína helguð efninu í grunnnámi verk- fræðideildar HÍ og hins vegar verður boðið upp á rannsóknartengt framhaldsnám í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á orkusviði. Í tilefni af stofnun VOR var efnt til ökutækja- keppninnar, VISTVÆN ORKUNÝTING 2006, miðvikudaginn 22. nóvember. Markmið keppn- innar var að vekja athygli á mengun ökutækja og því að jarðolía sem eldsneyti er takmörkuð auð- lind. Eftirfarandi ökutæki tóku þátt í keppninni: Skoda Octavia, beinskiptur díselbíll sem komst hringinn í kringum landið á einum tank. Toyota Prius, sjálfskiptur tvinnbíll sem er hvort tveggja í senn, bensín- og rafmagnsbíll. Volkswagen Tour- an Trendline EcoFuel, beinskiptur bíll með tví- brennihreyfil sem notar bæði metangas og bensín. Toyota Aygo, beinskiptur eyðslugrannur smábíll sem er með bensínhreyfil. Peugeot, rafmagnsbíll sem gengur fyrir rafhlöðum. Toyota Landcruiser, sjálfskiptur díseljeppi með hefðbundnu olíuverki. Mitsubishi Pajero, sjálfskiptur bensínjeppi sem er með tölvustýrða innspýtingu. Í för var einnig vetnisstrætisvagn frá Benz. En þar sem hann er margfalt þyngri en hinar bifreiðarnar þótti hann ekki samanburðarhæfur. Lagt var af stað frá stöð Esso að Bíldshöfða, sem lagði til orku á öll ökutækin, og var þeim ekið fyrirfram ákveðna leið innan höfuðborgarsvæð- isins. Leiðin lá um þungar umferðargötur, hverf- isgötur og lengri leiðir en lauk síðan á Essostöð- inni við Bíldshöfða þar sem gerðar voru nauðsynlegar mælingar. Gerðar voru mælingar á orkunotkun og eldsneytiskostnaður reiknaður út. Ökutækin voru mengunarmæld hjá Frumherja. Öll ökutækin voru við vinnsluhita áður en akstur hófst. Sigurvegarar keppninnar voru þrír bílar. Í fyrsta sæti var rafmagnsbíllinn frá Peugeot sem bæði mengaði minnst og komst hringinn á 92 kr, en þetta er ökutæki sem hefur takmarkaða drægni og þarf langan tíma í hleðslu. Af hefð- bundnum ökutækjum voru það Volkswagen Tour- an Trendline EcoFuel metan bíll, sem notar ís- lenskt eldsneyti og mengaði minnst og Toyota Prius tvinnbíll sem komst hringinn á lægsta elds- neytiskostnaði. Þetta er í fyrsta skiptið sem keppnin er haldin en stefnt er að því að hafa hana árlega. Hér er ekki um að ræða heildarúttekt á vistvænum öku- tækjum í heiminum heldur það að meta ákveðin ökutæki sem til eru á skrá hér á landi, segir í fréttatilkynningu. Þrír bílar efstir í vistvænni ökutækjakeppni Morgunblaðið/G.Rúnar Leiðin Halldór Pálsson fer yfir akstursleiðina með þátttakendum í keppni ökutækja um vistvæna orku. Á UNDANFÖRNUM vikum hafa Félagi eldri borgara í Reykjavík borist fyrirspurnir frá félagsmönnum þess efnis hvort félagið hyggist standa fyrir framboði vegna komandi þingkosninga í vor, segir í frétt frá félaginu. Stjórn Félags eldri borgara tók þetta mál fyrir á fundi sínum 5. desember þar sem eftirfarandi ákvörðun var samþykkt samhljóða: ,,Félag eldri borgara í Reykjavík getur ekki staðið að framboði samkvæmt lögum félagsins, en í þeim stendur í 1. kafla, lið 1.2: ,,Félagið er skipulagslega óháð stjórn- málaflokkum og hlutlaust í afstöðu til trúmála.“ Innan félagsins er fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og framboð til Alþingis myndi ganga á svig við fram- angreinda lagagrein en að sjálfsögðu tekur félagið af- stöðu til þess hvernig ríkisvaldið sinnir hagsmunum eldri borgara hverju sinni.“ Almennur félagsfundur um þessi mál verður haldinn í Stangarhyl 4 fimmtudaginn 14. desember kl. 18. Félag eldri borgara fer ekki í þingframboð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.