Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Pottþétt jólagjöf Laugavegi 40 - Sími 561 1690 RALPH LAUREN Írska hljómsveitin U2 er í 16 sæti með nýjustu safnplötu sína, 18 Sing- les. Á plötunni eru 16 af þekktustu lögum sveit- arinnar frá upphafi, auk þess sem þar má einnig finna tvö ný lög, The Sa- ints are Coming og Win- dow in the Skies. Fyrr- nefnda lagið hefur notið nokkurra vinsælda að undanförnu, en bandaríska rokksveitin Green Day aðstoðar U2 við flutninginn. Af eldri lögum má nefna lög sem í margra hugum eru fyrir löngu klassísk, til dæmis One, Pride (In the Name of Love) og With or Without You. Annars er 18 Singles ein af fimm erlendum plötum á meðal þeirra 30 efstu á Tónlistanum að þessu sinni, en efstu 13 plötur listans eru íslenskar. Dýrlingar koma! Todmobile situr í 27. sæti Tónlistans með plötuna Ópus 6, en það er fyrsta plata sveit- arinnar með nýju efni í áratug. Sem fyrr er sveit- in skipuð þeim Andreu Gylfadóttur, Eyþóri Arn- alds og Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, en þau héldu útgáfutónleika í beinni útsendingu Sjón- varpsins á föstudaginn var. Nýja platan var meðal annars tekin upp í Barcelona en þar leigði sveitin sér hús og var við upptökur í um það bil þrjár vikur. „Það má segja að það Todmobile-legasta við plötuna sé að á henni kennir ýmissa grasa. Það eru margar ólíkar stemningar á henni,“ sagði Þorvaldur í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. Ópus í Barcelona! Þann 15. sept- ember síðastliðinn hélt Sálin hans Jóns míns eft- irminnilega tón- leika ásamt Gosp- elkór Reykjavíkur í Laugardalshöll- inni. Tónleikarnir voru teknir upp og situr nú Sálin & Gospel í 4. sæti Tónlistans. Í dómi hér í Morg- unblaðinu sagði Arnar Eggert Thoroddsen með- al annars að platan sé verðug viðbót í safn Sál- araðdáenda en einnig þeirra sem hugnast tónlist flutt af krafti og ástríðu. Uppselt var á tónleikana í september og hefur Sálin því boð- að til annarra tónleika með Gospelkórnum en þeir fara fram þann 30. desember. Undir áhrifum! Ný plata þeirra Selmu og Hönsu, Sögur af konum, stekkur beint í 18. sæti Tónlistans. Selma og Hansa eru þær Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir en fyrir fjórum árum síðan gáfu þær stöllur út plötuna Sögur af sviðinu en sú plata innihélt fyrst og fremst tónlist úr söngleikjum. Sögur af konum inni- heldur hins vegar ný lög og texta sem eiga það sammerkt að vera í öllum tilfellum eftir konur. Meðal höfunda má nefna Védísi, Ingi- björgu Þorbergs, Fabúlu, Heru, Röggu Gísla, Andreu Gylfa, Önnu Halldórs, auk Selmu og Hönsu. Konusögur!                                                               !" ## # #$%&#' ()'* #+,-&#.# / #'# #0 . &# #1  (&  #,!&# .2* &#-)#3#/ &#$#4/  3&##!"#3#45(                            ) *        6/  ,7  ,*#1" 3 0)#3#83 ( "#9  ' #:#;#<" #=) >#/"# " 92' #8* =#3? 6/  , @@ 3 0@@#3#4  A #$B  3 , -#0. C D/(3( 0/#3#1  -BE4. E$)#A 8 '7#8#;# ' #A +#3 F"2#1 3 G #+ / ,7  ' #: 3 F #!/@  !3/3@ ,.#0  F"2# '#H I  #.  #.  #"* F"#3#@.' ,*&#0 "#3#  0)#3#83 ( > #3# * >#/"# "#.##) <"'* $ #3J#1#/ 0"#  #  3 3 #3#)@'  >  "K*#8  #<"' =3 -#0.#  #-  #0 0#3#2#-33 0* # # 3 / 13 ' ##2/ 8"'# //  0/( 0*  '  D#L2#M ( D(#.#4 -"'#3#@   5E=3 3  A( # ,# #N7# / #/' F"2# '#3# 3 " #K#,  #*                           0 0 0 0 0 >-0 #" ML#- O 0 0 ,#- O 03 2/ 0 4-+ ,  C  0 0 3  0 03E,-8 P3 C  8/  0 03E,-8 0 0 3  3     HLJÓMSVEITIN amiina kom nýverið úr vel heppn- uðu tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin en í kvöld gefst íslenskum aðdáendum sveitarinnar tæki- færi á að sjá hana á tónleikum í Tjarnarbíói. „Við fórum fyrst til Evrópu og spiluðum í París, Brussel, London og fórum svo til Madríd. Síðan fórum við beint til Bandaríkjanna og spiluðum í New York og Philadelphiu og flugum svo vestur til Seattle,“ seg- ir Sólrún Sumarliðadóttir sem skipar sveitina ásamt Eddu Rún Ólafsdóttur, Maríu Huld Markan Sigfús- dóttur og Hildi Ársælsdóttur. Sólrún segir ferðalagið hafa verið mjög skemmtilegt. „Þetta er í fyrsta skipti sem við förum einar því við erum búnar að vera svo mikið með Sigur Rós. Þetta er fyrsti túrinn sem við gerum alveg sjálfar og það var mjög gaman að sjá sína eigin röð fyrir utan tónleikastaði,“ segir Sólrún og bætir því við að á flestum stöðum hafi verið fullt hús. Góðir dómar hafa birst um tónleika amiinu og meðal annars sagði gagnrýnandi ew.com að amiina sé loksins að stíga úr þeim skugga sem Sigur Rós hafi óneitanlega varpað á þær. „Það er náttúrulega ekki hægt að gera ráð fyrir því að við sleppum alveg við þessa tengingu í bráð,“ segir Sólrún en leggur þó áherslu á að þeim sé alls ekki illa við að vera oft nefndar í sömu andrá og Sigur Rós. „Við höfum verið að vinna með þeim og þetta var það sem við gerðum í sjö ár. Þetta er verkefni sem okkur þykir mjög vænt um.“ Breiðskífa væntanleg Nýverið kom smáskífan Seoul út en tónleikarnir í kvöld eru einskonar útgáfutónleikar skífunnar. „Þetta er smáskífa númer tvö og er forsmekkur að stóru plöt- unni sem kemur líklega út í febrúar,“ segir Sólrún. „Þetta er eiginlega fyrsta lagið sem við gerðum, en það fékk ekki að vera með á fyrstu skífunni. Við höfum ver- ið að spila það mikið á tónleikum þannig að við ákváðum að hafa það þarna,“ segir Sólrún, og bætir því við að þessi smáskífa sé töluvert léttari en sú fyrsta. Tónleikarnir í kvöld eru fyrstu eiginlegu tónleikar ami- inu hér á landi en hingað til hefur sveitin einungis spil- að á tónleikum í samfloti við aðrar sveitir. „Við höfum aldrei haldið okkar eigin tónleika á Íslandi en erum hins vegar búnar að spila á yfir 150 tónleikum erlendis og því kominn tími til.“ Eins og áður segir kemur fyrsta breiðskífa sveit- arinnar líklega út í febrúar og segir Sólrún að þá muni þær trúlega halda aðra tónleika. Í kjölfarið munu þær svo halda í enn stærri tónleikaferð en þá sem þær eru nýkomnar úr. „Það verður örugglega hátt í tveggja mánaða túr, Bandaríkin, Evrópa, Japan, Ástralía, Nýja Sjáland og bara allt heila klabbið,“ segir Sólrún að lok- um. Standa loksins á eigin fótum Morgunblaðið/Sverrir Sjálfstæðar „Þetta er í fyrsta skipti sem við förum einar því við erum búnar að vera svo mikið með Sigur Rós,“ segir Sólrún um nýafstaðna tónleikaferð. Tónlist | Strengjasveitin amiina heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói í kvöld Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Tónleikarnir í Tjarnarbíói hefjast klukkan 21.00 en hús- ið verður opnað klukkan 20.30. Ólöf Arnalds sér um upphitun. Forsala fer fram í 12 Tónum við Skólavörðu- stíg og er miðaverð 1.000 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.