Morgunblaðið - 07.12.2006, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
HVERNIG HEFUR
ÞÚ ANNARS HAFT
ÞAÐ JÓN?
ÉG? ÞAÐ ER ALLT BRJÁLAÐ AÐ GERA
HJÁ MÉR. DAGBÓKIN MÍN ER
ALVEG STÚTFULL
ÞAÐ ER
EKKI NÓGU
GOTT
SKRÍTIÐ, ENGLANDS-
DROTTING VAR AÐ
HRINGJA OG SEGJA AÐ
HÚN KÆMIST EKKI
LÍFIÐ ER
MÉR BARA
OFVIÐA...
ÉG HEF VERIÐ RINGLAÐUR
FRÁ ÞVÍ AÐ ÉG FÆDDIST...
ÉG HELD AÐ VANDAMÁLIÐ
SÉ AÐ OKKUR ER HENT ÚT Í
LÍFIÐ... VIÐ ERUM EKKI
TILBÚIN...
HVAÐ VILDIR ÞÚ... TÍMA
TIL AÐ HITA UPP FYRST?
HOBBES, HVAÐ ÁTTU
MIKINN PENING? KANNSKI
GETUM VIÐ BARA KEYPT
NÝJAN KÍKI HANDA PABBA
ÉG Á
TÍKALL, JÁ
OG EINN
FIMMKALL
OG ÉG ER
MEÐ 500 KALL.
ÉG ÆTLA AÐ
HRINGJA Í
BÚÐINA
HALLÓ, ÉG ÆTLAÐI AÐ
ATHUGA HVAÐ NÝR KÍKIR
KOSTAR HJÁ YKKUR
Á BILINU ÁTTA TIL
FIMMTÍU ÞÚSUND!?!
GETUR ÞÚ ÍMYNDAÐ ÞÉR
HVAÐ PABBI Á EFTIR AÐ
GERA VIÐ MIG!!
ÉG HELD
AÐ ÞÚ SÉRT
Í KLÍPU
ER ÞETTA
„TAKA MEГ
GLUGGINN?
JÁ, ÞAÐ ER
RÉTT. HVERNIG
GET ÉG AÐSTOÐAÐ
ÞIG?
ERTU NOKKUÐ TIL Í
AÐ TAKA TENGDAMÖMMU
MÍNA MEÐ ÞÉR HEIM?
TAKA MEÐ
GRÍMUR, VILTU
EKKI KOMA MEÐ
MÉR OG ATLA Í
RATLEIK Í DAG?
HVAÐ ÁTTU VIÐ,
ÉG ER HUNDUR. ÉG ER Í
RATLEIK ALLAN DAGINN,
ALLA DAGA
RÚNAR ER ÚTI Í GARÐI
NÚNA, VILTU EKKI NOTA
TÆKIFÆRIÐ OG TALA VIÐ
HANN?
SÆLL,
MÆTTI ÉG
EIGA VIÐ ÞIG
ORÐ?
AUÐVITAÐ
LALLI
ÞEGAR ÞÚ SETUR
ÚÐARANN ÞINN Í GANG, ERTU
TIL Í AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ ÞAÐ
FARI EKKI VATN Á PALLINN
OKKAR?
ÉG SKAL
SJÁ HVAÐ ÉG
GET GERT
EN ÉG GET EKKI
FLUTT ÚR BORGINNI
MEÐ SVONA STUTTUM
FYRIRVARA
AUÐVITAÐ
EKKI, HVAÐ
VAR ÉG AÐ
HUGSA?
MAÐURINN ÞINN ÞARF
AÐ HÆTTA Í VINNUNNI SINNI
TIL ÞESS AÐ KOMA MEÐ
ÞANNIG AÐ VIÐ FÖRUM Í
FYRRAMÁLIÐ Í STAÐINN FYRIR Í KVÖLD
Tryggingastofnun fagnar þvíí ár að liðin eru 70 ár síðanstofnunin hóf starfsemisína. Þorgerður Ragnars-
dóttir er forstöðumaður kynning-
armála hjá TR: „Á morgun, 8.
desember munum við halda upp á
þessi tímamót og við sama tilefni
vígja nýjan þjónustuvef Trygginga-
stofnunar,“ segir Þorgerður. „Hinn
nýi vefur hefur verið í vinnslu í rösk-
lega ár, og hefur verið hugað sér-
staklega að því að gera hann að að-
gengilegri og greinargóðri upplýs-
ingaveitu fyrir einstaklinga sem og
stofnanir heilbrigðiskerfisins.“
Meðal þeirra nýjunga sem nýr vef-
ur Tryggingastofnunar býður upp á
er sá möguleiki að breyta bakgrunns-
litum og uppsetningu leturs. „Mörg-
um sem eiga erfitt með lestur þykir
betra að hafa bakgrunn og stafi í
ákveðnum litum eða t.d. hafa aukið
bil milli orða. Þá er að sjálfsögðu
hægt að lesa vefinn með stækkuðu
letri, fyrir þá sem það kjósa.“
Að sögn Þorgerðar hefur hinn nýi
vefur TR verið þróaður í samráði við
notendur sem helst nota vefinn til að
sækja þangað upplýsingar og gögn:
„Við höfum fengið ýmsar gagnlegar
ábendingar um atriði sem betur
mættu fara,“ segir Þorgerður. „Eins
hefur verið farið yfir allar upplýs-
ingar á vef Tryggingastofnunar til að
tryggja áreiðanleika og um leið hefur
skipulag vefjarins verið tekið til end-
urskoðunar til að auðvelda notendum
að finna þær upplýsingar sem þeir
leita að.“
Það verður hátíðarstemning á
þjónustustöðum Tryggingastofnunar
á morgun: „Heitt súkkulaði, pipar-
kökur og epli verða á boðstólum fyrir
þá sem leggja leið sína í þjónustu-
miðstöð Tryggingastofnunar á
Laugavegi 114, í Hjálpartækjamið-
stöðina í Kópavogi eða til sýslu-
manna um land allt sem hafa umboð
fyrir Tryggingastofnun,“ segir Þor-
gerður.
Starfsemi Tryggingastofnunar
hefur tekið ýmsum breytingum á
þeim 70 árum sem liðin eru frá því al-
mannatryggingar voru festar í lög
hér á landi: „Eins og við er að búast
hefur mikið verið deilt um ýmsar
hliðar almannatryggingakerfisins í
gegnum tíðina, en stöðugt er stefnt
að því að bæta kerfið og þá þjónustu
sem veitt er,“ segir Þorgerður. „Nú
er meðal annars stefnt að því að auka
rafræna þjónustu og standa vonir til
að bjóða upp á gagnvirka þjónustu á
heimasíðu Tryggingastofnunar innan
tíðar. “
Hægt er að leita frekari upplýs-
inga á nýrri heimasíðu Trygginga-
stofnunar á slóðinni http://www.tr.is.
Einstaklingar geta einnig fengið
upplýsingar um almannatrygginga-
réttindi sín í þjónustunúmeri Trygg-
ingastofnunar, 560 4400 og starfs-
menn þjónustumiðstöðvar eru boðnir
og búnir að verða að liði.
Heilbrigðismál | Nýr vefur Tryggingastofn-
unar opnaður – hátíðarstemning í dag
Almannatrygg-
ingar í 70 ár
Þorgerður
Ragnarsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1958. Hún
lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum við
Sund 1978, BS-
prófi í hjúkrun
frá Háskóla Ís-
lands 1982, meistaraprófi í fjöl-
miðlun frá University of Madison,
Wisconsin í BNA 1992, og MPA-
námi frá Háskóla Íslands 2006. Þor-
gerður starfaði við hjúkrun 1982 til
1990, hún var ritstjóri Tímarits
hjúkrunarfræðinga, og starfaði hjá
Áfengis- og vímuvarnaráði um
fimm ára skeið. Síðan var hún
framkvæmdastjóri Sjónarhóls, ráð-
gjafarmiðstöðvar foreldra barna
með sérþarfir þar til hún hóf störf
hjá Tryggingastofnun í haust. Þor-
gerður er gift Gísla Heimissyni
framkvæmdastj. og eiga þau þrjú
börn.
ÞAÐ er ekki hægt að ferðast langt á þessu Harley Davidson-mótorhjóli
sem listamaðurinn Joe Stanaway frá Montana í Bandaríkjunum hannaði og
sést skoða hér.
Glerskúlptúrinn, sem hann nefnir The Glass Ride eða Glerhjólið, má sjá
á sýningunni College of Art Masters of Design sem nú stendur yfir í Edin-
borg í Skotlandi.
Reuters
Brothætt tryllitæki