Morgunblaðið - 07.12.2006, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
/ KEFLAVÍK
SANTA CLAUSE 3 kl. 8 LEYFÐ
CASINO ROYALE kl. 10 B.I. 14
THE LAST KISS kl. 8 LEYFÐ
ADRIFT kl. 10:15 B.I. 16
/ AKUREYRI
STURTAÐ NIÐUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 8 - 10 LEYFÐ
NATIVITY STORY kl. 6 B.I. 7
SANTA CLAUSE 3 kl. 8 - 10 LEYFÐ
Munið afs lá t t inn
HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI
WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919
NATIVITY STORY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
BÖRN kl. 6 SÍÐASTA SÝNING B.i.12.ára
MÝRIN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára
A SCANNER DARKLY ÓTEXTUÐ kl. 10:10 SÍÐASTA SÝN. B.i. 16.ára
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL
FRÁFÖLLNUHINIR kvikmyndir.is
eeee
H.J. Mbl.
BÖRN
ROFIN PERSÓNUVERND
UPPLIFIÐ
HINA SÖNNU
MERKINGU
JÓLANNA
STÓRKOSTLEGASTA SAGA ALLRA TÍMA LIFNAR HÉR VIÐ Í STÓRBROTINNI
MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF.
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
eeee
DV
eeee
Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeeeJón Viðar – Ísafold
eeeee
Hallgrímur Helgason
– Kastljósið
78.000
gestir!
5 Edduverðlaun
besta mynd ársins, besti leikar ársins, besti leikstjórinn, besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison)
SÍÐASTA SÝNING SÍÐASTA SÝNING
eee
SV, MBL
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Hirðuleysi um aldraða
MARGT gerist frásagnarvert á
sjúkrahúsum landsins. Mér var ný-
lega sagt frá ótrúlegum þætti í sam-
skiptum feðga. Aldraður sjúklingur
á sjúkradeild hafði dvalist þar vik-
um saman. Lítið var um heimsóknir
til gamla mannsins. Loks kom þó að
því að sonur hans kom í vitjun. Er-
indið var að fá heimild til þess að
veðsetja íbúð föðursins svo hann
(sonurinn) og kona hans kæmust til
Portúgal.
Það er hreint ótrúlegt hve hirðu-
lausir Íslendingar eru um líðan og
stöðu aldraðra ættingja. Hirðuleysi í
tungutaki og tali fylgir þessum
kvilla.
Á Edduhátíð listamanna sagði
einn skörungurinn: „Ég þakka fyrir
mig og „crewið“ mitt.“
Það lekur úr honum afa“ er orða-
tiltæki haft eftir pilti sem sá afa sinn
hanga uppi í rjáfri vegna harðinda,
frosinn. Svo brá til hláku og þá fór
að leka úr klakastokknum afanum.
Þá var hann jarðsettur.
Pétur Pétursson,
þulur.
Leiðin Selfoss – Reykjavík
ÉG ER nýflutt á Selfoss og hef þess
vegna þurft að aka heiðina mjög oft
meðan á flutningi stóð. Nú svo
kemst ég auðvitað ekki til Reykja-
víkur án þess að fara Hellisheiði.
Áður hafði ég þurft að aka Vestur-
landsveginn, sem var nú ekkert
grín, sérstaklega meðan á fram-
kvæmdum stóð, en það verð ég að
segja að aldrei, ekki einu sinni með-
an Vesturlandsvegurinn var bara 2
akreinar, hef ég séð annan eins
framúrakstur og hér á leiðinni Sel-
foss – Reykjavík.
Eins finnst mér óvægin umferð
hér á Selfossi og alltof mörg ung-
menni á sportbílum miðað við fólks-
fjölda og eru þeir ógnvaldar í um-
ferðinni. Það ætti að athuga
aksturslag Sunnlendinga, það er
tími til kominn.
Íbúi á Selfossi.
Ábending
Í MORGUNBLAÐINU 2. desem-
ber sl. birtist eftirfarandi: „Við
Sjálfstæðismenn í Sjálfstæðisfélagi
Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
skorum á Árna Johnsen … o.s.frv.“
Hið rétta er að stjórn félagsins
tók þessa ákvörðun, ekki almennir
félagsmenn. Vil ég að þetta komi
fram sem félagi í viðkomandi félagi.
Virðingarfyllst,
Albert Kemp.
Eyrnalokkur týndist
EYRNALOKKUR, sem er í fílslíki,
týndist í október, líklega á Lauga-
vegi eða Rauðarárstíg. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma 695 7727.
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
40ára af-mæli. Í
dag, 7. desem-
ber, er fertugur
Grétar Hallur
Þórisson, for-
stöðumaður
Skíðasvæðanna.
Af því tilefni
tekur hann á
móti gestum í
Bláfjallaskála laugardaginn 9. desem-
ber frá kl. 17.
Brúðkaup | Gefin voru saman 24. nóv-
ember sl. í Torrevieja á Spáni þau Haf-
dís Magnúsdóttir og Roy Moen. Þau
eru búsett í Kristiansand.
Fjórtán ára barn erFord „fyrirsæta“
og a.m.k. eitt dagblað
birti mynd af þessu
barni eigi alls fyrir
löngu. Fáklætt var
það, með bert niður á
bringu svo í brjósta-
skoru sást. Fjórtán
ára. Er þetta nú
hægt?
Fullorðnir hafa
brugðist íslenskum
börnum með því að
beinlínis skipuleggja
svona andstyggðar-
keppnir þar sem reynt
er að gera börn að
kynverum langt fyrir
aldur fram. Víkverja finnst þessi
framkoma og þrýstingur á börn svo
andstyggileg að engu tali tekur.
Hér er ein spurning: Hvað rekur
harðfullorðið fólk til þess að skipu-
leggja „keppnir“ stúlkubarna þar
sem aðalmarkmiðið er að stilla
þeim til sýnis fyrir fullorðna, til að
hægt sé að græða á þeim? Svarið er
auðvitað hagnaðarvonin, þótt Vík-
verja gruni að hinir fullorðnu reyni
varnir á borð við þær að „framtíð-
armöguleikar keppenda“ hitt og
þetta. Það er ekki furða að það
gangi vel að smala eldri stúlkunum
í hina ógnarvitleysislegu „keppni“
Ungfrú Ísland þegar búið er að
kenna þeim strax á barnsaldri að
þetta sé eitthvað eftir-
sóknarvert. Og inn-
rætinging er svo sterk
að blessaðar stúlk-
urnar sjálfar snúa
þessari vitleysu inn í
eigið gildismat og
verja meðferðina á sér
með lærðum setn-
ingum eins og að þetta
„opni þeim tækifæri“
og annað slíkt. En
hvað lokaði þetta þá á
mörg betri tækifæri á
meðan þær voru hafð-
ar uppteknar við að
gera sig girnilegar?
x x x
Hvers vegna þarfsamfélagið að
vera svona? Hvers vegna þarf sam-
félagið að samþykkja það að börn-
um er stillt upp eins og þrælabörn-
um á torgi?
Hvers vegna er jafn gríðarlegur
þrýstingur á börn að vera girnileg
að heilu unglingahóparnir geta ekki
gengið framhjá rúðuglerjum án
þess að spegla sig í bak og fyrir til
að laga sig? Þeim er kenndur ótti
við að líta ókræsilega út og þessi
rúðuspeglun er örvæntingarfull leið
þeirra til að slá á þann ótta. Þetta
ástand er fullorðnum að kenna.
Þeir eiga að vernda börn gegn
hvers kyns ótta.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
dagbók
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Í dag er fimmtudagur
7. desember, 341. dagur
ársins 2006
Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævi-
daga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(Sálm. 23, 6.)
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúðkaup
og fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir sunnudags-
og mánudagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í síma
569-1100 eða sent á netfangið rit-
stjorn@mbl.is.
Þau voruglæsileg
leikararnir Jude
Law, Kate
Winslett og
Cameron Diaz
þegar þau
mættu á frum-
sýningu á nýjust
mynd sinni The
Holiday á Leic-
ester Square í
London á
þriðjudaginn.
Fólk folk@mbl.is Tvær af vinsælustuleikkonum Holly-wood hafa ekki tíma tilað raka sig undir
höndunum vegna
anna, þær Maria Bello
og Maggie Gyllen-
haal.
Bello sagði á
morgunverðarfundi
vegna útgáfu á sérriti
um 100 valdamestu
konurnar í skemmt-
anabransanum þar
vestra að hún hefði haft svo mikið að
gera undanfarið að hún hefði loks
getað rakað tveggja vikna hárvöxt
þann sama morgun.
,,Ég er enn með tveggja vikna
vöxt,“ sagði þá Maggie Gyllenhaal.
Af þessu er dregin sú ályktun á
Reuters að Hollywood-leikkonur
hafi ekki tíma til að raka hand-
arkrikana.