Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BANDARÍKJAMENN verða að búa sig undir að færa nýjar fórnir í Írak á næsta ári, sagði George W. Bush forseti á blaðamannafundi í Washington í gær. Hann sagði að að- gerðir Bandaríkjamanna í Írak gengju ekki sem skyldi. „Ég ætla ekki að spá um það hvað gerast muni á árinu 2007 í Írak en segi aðeins að taka verður erfiðar ákvarðanir og færa nýjar fórnir,“ sagði forsetinn. Í viðtali við dagblaðið The Wash- ington Post, sem birtist í gær, var forsetinn ekki jafn sigurviss og hann hefur áður verið. Fyrir þingkosning- arnar í nóvember sl. fullyrti hann að sigur myndi nást. Hann lýsti því yfir í viðtalinu að Bandaríkjamenn væru hvorki að sigra né tapa í Írak. „Um- mæli mín [í viðtalinu] í gær endur- spegluðu að árangurinn kemur alls ekki eins fljótt fram og ég vildi,“ sagði Bush á fundinum. „Ég vil að óvinirnir skilji að þetta er erfitt en að þeir geti ekki rekið okkur á flótta í Miðausturlöndum, þeir geti ekki hrætt Bandaríkjamenn.“ Hann bætti við að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvort fjölg- að yrði í bandaríska herliðinu í Írak. „Eitt af því sem kemur til greina er að fjölga í herliðinu. En sé það gert verður að vera á hreinu hvaða af- markaða markmiði sé hægt að ná með fleiri hermönnum,“ sagði Bush. Hugmyndin um fjölgun er afar umdeild meðal hernaðarsérfræðinga og fer afstaða þeirra ekki endilega eftir því hvort þeir studdu Íraks- stríðið á sínum tíma 2003. John McCain, sem margir telja að verði forsetaefni repúblikana 2008, hefur mælt með því að fjölgað verði um 30.000 manns í herliðinu í Írak. Bush sagði, að Bandaríkin myndu fara fram á það við Íraka og banda- lagsþjóðirnar í Írak að leggja meira af mörkum á næsta ári. Forsetinn hafnaði sem fyrr tillögum um að leit- að yrði til Sýrlendinga og Írana um aðstoð við að koma á lögum og reglu í Írak. Sagði Bush að bandarísk stjórnvöld ynnu að því innan örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna, að refsa Írönum fyrir tilraunir þeirra til að smíða kjarnorkuvopn. Segja mikla stefnubreytingu á döfinni Nýr varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, Robert Gates, sagði í gær að stjórn Bush teldi mikilvægt að fjölga í bandaríska heraflanum en hve mikil sú fjölgun gæti orðið færi meðal annars eftir fjárframlögum sem þingið samþykkti. Gates hitti æðstu yfirmenn herliðsins í Bagdad í gær og fjölluðu þeir m.a. um hugs- anlega fjölgun í liðinu. Blaðið The New York Times sagði í gær að Bush myndi taka ákvörðun í málinu í byrj- un janúar en bætti við að um viða- meiri stefnubreytingu væri að ræða, fjölgun væri aðeins þáttur í henni. Hingað til hefði stjórn Bush og yf- irmenn varnarmála talið að íraskir stjórnmálamenn yrðu fyrst að ná samkomulagi, þá myndu þeir geta tekið á öryggismálunum í landinu. En nú væri ætlunin að efla banda- ríska herliðið og láta það taka sér stöðu þar sem helst væri hætta á átökum milli sjíta og súnníta, ekki væri hægt að bíða eftir að íraski her- inn yrði nægilega öflugur til þess. Ráðamenn í Washington segðu sem svo að íraskir stjórnmálaleiðtogar mundu ekki geta samið sín í milli um viðkvæmustu deilumálin fyrr en búið yrði að tryggja lágmarksöryggi og frið í landinu. Reynist þetta rétt hjá blaðinu er um meiriháttar umskipti að ræða og ljóst að sumir þeir sem hafa helst mótað stefnuna af hálfu hersins eru varla sammála niðurstöðunni. John Abizaid, yfirmaður herafla Banda- ríkjanna í Miðausturlöndum, skýrði frá því að hann myndi fara á eftir- laun á fyrrihluta næsta árs. Hann vísaði því hins vegar á bug að hann væri undir þrýstingi um að hætta vegna ágreinings. Segir Bandaríkin verða að færa frekari fórnir                                                              0%#  %  % %    *, %*##    ) ). #'    )                  !         $  #'                  ! "       # 1#'% 2 ,% 34% 1#',*#,            !        "   #$%& ' ())&                 ! "" # $ %     &    '(     Í HNOTSKURN »Bandaríkjamenn hafa núum 140.000 manna lið í Írak. Vegna aðgerða í Írak og Afganistan er erfitt að leggja meira á þann liðsafla sem fyrir hendi er. »Nær 3.000 Bandaríkja-menn hafa fallið í Írak síð- an í innrásinni í mars 2003. Til samanburðar má geta að um 58.000 Bandaríkjamenn féllu á um tíu árum í Víetnamstríð- inu. Vín. AFP. | Áfrýj- unarréttur í Austurríki úr- skurðaði í gær að láta ætti breska rithöfundinn David Irving lausan úr fang- elsi. Dómstóllinn breytti því sem eftir er af þriggja ára fangelsisdómi Irvings í skilorðsbundinn dóm. Irving, sem er 68 ára, hefur verið í fangelsi í þrettán mánuði, en hann var handtekinn í nóvember 2005 og ákærður fyrir að afneita helförinni, útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöld- inni. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í febrúar síðastliðnum eftir að hafa verið fundinn sekur um að afneita helförinni í fyrir- lestrum árið 1989. Dómstóllinn kvaðst hafa tekið til- lit þess að „óvenju langur tími“ væri liðinn síðan glæpurinn var framinn og þess að Irving hefði lýst því yfir að hann neitaði því ekki lengur að helförin hefði átt sér stað. Irving látinn laus úr fangelsi David Irving New York. AP. | Alls dóu þrjátíu og tveir blaðamenn við störf sín í Írak á þessu ári, en aldrei áður hafa jafn margir fallið á einu og sama árinu í einu og sama ríkinu. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka til verndar blaðamönnum sem kynnt var í gær. Írak var hættulegasta land ver- aldar fyrir blaðamenn árið 2006, fjórða árið í röð. Hafa nú alls 93 blaðamenn týnt lífi í Írak frá því að Bandaríkin réðust inn í landið 2003, auk 37 aðstoðarmanna blaðamanna til viðbótar, en þar ræðir um bíl- stjóra og sendiboða o.s.frv. Seinast féll Aswan Ahmed Lutfallah, töku- maður fyrir Associated Press, en uppreisnarmenn skutu hann til baka í borginni Mosul 12. desember sl. eftir að þeir höfðu séð hann vera að mynda skotbardaga þeirra og írösku lögreglunnar. Alls voru 84 blaðamenn myrtir í heiminum á árinu 2006, í sextán löndum. Aldrei fleiri blaðamenn fallið KOMODO-drekinn Flora hefur aldrei verið við karlkynseðlu kennd en engu að síður bíða sjö litlir Ko- modo-drekar þess nú að klekjast úr eggjum sem hún verpti í maí. Vís- indamenn í Bretlandi – en Flora býr í dýragarðinum í Chester – eru dol- fallnir en þetta mun aðeins vera í annað skipti, svo vitað sé til, að Ko- modo-dreki æxlist án þess að hafa samræði við eðlu af gagnstæðu kyni. Fyrra tilfellið, drekinn Sungai, var fært til bókar fyrr á þessu ári, en frá Sungai og Floru er sagt í nýjasta hefti Nature. Komodo-drekar eru stærstu eðl- ur heims en þeir eiga heimkynni sín í Indónesíu. Vitað er um u.þ.b. 70 dýrategundir sem geta æxlast án getnaðar en ekki var vitað til þess að Komodo-drekinn væri fær um það og vita menn hreinlega ekki hvort þessi eiginleiki hafi alltaf ver- ið til staðar eða hvort um sé að ræða skref á þróunarbraut þeirra. Aðrar eðlur sem æxlast án getnað- ar eru ekki færar um að gera það öðruvísi; Komodo-drekinn virðist hins vegar geta hvort tveggja því fjórir ungar skriðu úr eggjum Sungai í apríl, og einn ungi til við- bótar seinna á árinu, þá eftir sam- ræði hennar við karlkyns eðlu. Skref á þróunarbrautinni? Reuters Mogadishu. AP, AFP. | Hörð átök bloss- uðu upp í gær milli hersveita bráða- birgðastjórnar Sómalíu og sveita ísl- amista. Óttast var að átökin yrðu til þess að friðarumleitanir Evrópusam- bandsins færu út um þúfur og alls- herjarstríð hæfist í landinu. Átökin geisuðu um fimmtán kíló- metra frá Baidoa, eina bænum sem er á valdi bráðabirgðastjórnarinnar. Þegar átökin hófust var sendimaður Evrópusambandsins, Louis Michel, í bænum til að reyna að knýja fram friðarviðræður. Nokkur hundruð eþíópískra her- manna voru send á vígstöðvarnar til að aðstoða hermenn bráðabirgða- stjórnarinnar, að sögn heimildar- manns í stjórninni. Daginn áður rann út frestur sem íslamistarnir höfðu gefið Eþíópíu- stjórn til að kalla herlið sitt í Sómalíu heim. Bráðabirgðastjórnin hefur aðeins lítið svæði í grennd við Baidoa á valdi sínu. Hreyfing íslamistanna hefur náð höfuðborginni, Mogadishu, og stórum svæðum í sunnanverðu land- inu á sitt vald. Talsmaðurinn hreyfingarinnar sagði að barist væri á þremur svæð- um og hún hefði náð þorpi í grennd við Baidoa á sitt vald. Óttast er að allsherjarstríð blossi upp með hörmulegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill matvælaskortur hefur verið í Sómalíu vegna þurrka og neyðin jókst enn í september þeg- ar tugir þúsunda heimila eyðilögðust í flóðum. Talið er að allt að 400.000 manns flýi til grannríkisins Kenýa blossi upp allsherjarstríð. Óttast er einnig að grannríkin Eþí- ópía og Erítrea, sem styður hreyf- ingu íslamistanna, dragist inn í átök- in. Bandarísk og eþíópísk stjórnvöld hafa sagt að liðsmenn hryðjuverka- netsins al-Qaeda hafi aðstoðað ísl- ömsku hreyfinguna en hún neitar því. Hörð átök blossa upp í Sómalíu AP Friðarumleitun Louis Michel, sendimaður ESB (t.h.), og forsætis- ráðherra Sómalíu í Baidoa í gær. Allsherjarstríð yfirvofandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.