Morgunblaðið - 21.12.2006, Page 19

Morgunblaðið - 21.12.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 19 E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 8 6 6 Dregi› 24. desember 2006 Vertu með og styrktu gott málefni! skattfrjálsir vinningar að verðmæti 186 22.875.000 kr. Glæsilegir vinningar: KIA Sorento Ver›mæti 3.475.000 kr. Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›. Ver›mæti 1.000.000 kr. Úttektir hjá fer›askrifstofu e›a verslun. Hver a› ver›mæti 100.000 kr. 184 Fjöldi útgefinna mi›a: 137.000 Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á heimasí›unni www.krabbameinsfelagid.is/happ www.krabb.isKrabbameinsfélagsins Moskvu. AP. | Ser- gei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands, hafn- aði í gær gagn- rýni ráðamanna og fjölmiðla á Vesturlöndum á lýðræðisþróunina í landinu og sagði hana sprottna af ótta manna við vaxandi áhrif Rússa í heiminum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefur komið mörgum á óvart hversu fljótt Rússland er aftur orðið stórveldi, það hefur komið sumum óþægilega á óvart,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi í Moskvu. Sagði Lavrov tilgang gagnrýnenda á Vest- urlöndum vera þann að veikja sam- keppnisaðila, þ.e. Rússland, áhrif hans og völd. Slíkt væri eðlilegt en að menn yrðu að sýna sanngirni í fram- göngu sinni. Lavrov sakaði vestræna fjölmiðla um að hafa gerst sekir um hlut- drægni í umfjöllun sinni um morðið á Alexander Lítvínenkó, rússneska njósnaranum sem dó af völdum eitr- unar í síðasta mánuði í London. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað verið bendluð við morðið en ráða- menn í Moskvu hafa neitað allri að- ild. Sagði Lavrov að vestrænir fjöl- miðlar vildu mála eins svarta mynd af Rússlandi og mögulegt væri. Rússar hafna allri gagnrýni Vestrænir fjölmiðlar sagðir hlutdrægir Sergei Lavrov INDVERSKUR hattasali með hatta á höfðinu til að laða að sér viðskipta- vini á götu í borginni Kalkútta í gær. Hattarnir eru úr reyr og kosta 10–20 indverskar rúpíur hver, sem svarar tæpum 35 krónum. AP Reyrhattar falboðnir Dubai. AFP. | Ayman al-Zawahiri, næstæðsti maður hryðjuverkanets- ins al-Qaeda, segir í nýju mynd- bandsávarpi að aðeins heilagt stríð, en ekki kosningar, geti leitt til frels- unar Palestínu úr höndum Ísraela. Í myndbandsávarpi, sem arabíska sjónvarpið Al-Jazeera sýndi í gær, gagnrýnir Zawahiri óbeint Ham- as-samtökin, án þess að nefna þau á nafn, fyrir að hafa tekið þátt í þing- kosningum og viðurkenna Mahmoud Abbas sem forseta Palestínumanna. „Allar leiðir aðrar en heilagt stríð leiða aðeins til taps. Þeir sem reyna að frelsa land íslams með kosningum byggðum á veraldlegum stjórnar- skrám eða með ákvörðunum um að afhenda gyðingum land Palestínu- manna, munu ekki frelsa eitt einasta sandkorn í Palestínu,“ sagði hann. Zawahiri fædd- ist í Egyptalandi og er álitinn hug- myndafræðileg driffjöður hryðju- verkanets al- Qaeda. Bandarísk stjórnvöld hafa lofað 25 milljónum dollara, sem svarar 1,7 milljörðum króna, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku eða dauða hans. Ekki var vitað í gær hvenær ávarpið var tekið upp. Zawahiri gagn- rýnir kosningar Segir aðeins heilagt stríð geta leitt til frelsunar Palestínu úr höndum Ísraela Ayman al-Zawahiri London. AFP. | Um það bil helmingur aðstoðarinnar sem heitið var vegna flóðbylgjunnar miklu í Suðaustur-As- íu fyrir tveimur árum hefur ekki enn verið notaður, að sögn breska ríkisút- varpsins, BBC. Samkvæmt tölum sem BBC fékk frá Sameinuðu þjóðunum hafa nokk- ur ríki aðeins gefið lítinn hluta af því fé sem þau lofuðu. Alls var 6,7 milljörðum dollara, sem svarar 460 milljörðum króna, heitið í aðstoð vegna flóðbylgjunnar og um 3,4 milljarðar dollara, 230 milljarðar króna, hafa verið notaðir. Um 9% fjárins sem heitið var hafa ekki enn verið afhent. BBC sagði að af 2,2 milljörðum dollara, 150 milljörðum króna, sem Rauði krossinn safnaði í öllum heim- inum hafi 1,3 milljarðar dollara, um 90 milljarðar króna, verið notaðir. Rauði krossinn hafi lofað 50.000 íbúðum en aðeins hafi verið lokið við 8.000 íbúðir. Helmingur fjárfram- laganna ónotaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.