Morgunblaðið - 21.12.2006, Page 30

Morgunblaðið - 21.12.2006, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÆKKANIR OG HÆKKANIR Ríkisstjórn og Alþingi hafa lagtmikla áherzlu á að matvöru-verð á Íslandi verði lækkað og stefnt verði að því að verð á matvöru verði svipað og í helztu nágranna- löndum okkar. Til þess að svo megi verða hafa þing og ríkisstjórn gripið til sérstakra aðgerða, sem eiga að taka gildi á miðjum vetri. Þá væntir almenningur þess, að matvöruverð lækki verulega í matvöruverzlunum. Í Morgunblaðinu í gær birtust hins vegar upplýsingar, sem benda til þess, að ekki séu allir á einu máli um að verðlækkunin skuli verða að veru- leika. Framleiðendur og innflytjend- ur hafa að undanförnu sent stór- mörkuðum bréf, þar sem fram kemur að þessir aðilar hyggist hækka verð á mörgum vörutegundum á næstunni, yfirleitt á bilinu 3% til 5%. Eysteinn Helgason hjá Kaupási segir, að sumir framleiðendur og heildsalar séu sjálfum sér samkvæm- ir og hækki og lækki verð eftir að- stæðum á markaði. Aðrir hækki hins vegar við minnsta tilefni en lækki hins vegar ekki þegar svigrúm sé til. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónussverzlana, segir að yfir fyrirtæki hans hellist verð- hækkanir, sem almenningur fái aldr- ei skýringar á. Morgunblaðið talaði líka við nokkra birgja. Yfirleitt er skýring þeirra á verðhækkunum sú, að launa- kostnaður hafi hækkað, að hráefnis- kostnaður hafi hækkað o.s.frv. Það mun mikil mótmælaalda ríða yfir landið í vetur ef í ljós kemur, að verð á matvöru lækkar ekki í sam- ræmi við það, sem opinber stjórnvöld hafa tilkynnt. Og það er jafnframt augljóst hvað er að gerast með tilkynningum birgja um hækkanir. Hvernig er hægt að bregðast við þessari framvindu mála? Ein aðferðin gæti verið sú, að stór- markaðir birti opinberlega lista yfir þau fyrirtæki, sem hækka, og þá hvaða vörur er verið að hækka og hins vegar lista yfir þau fyrirtæki, sem ekki eru að hækka, og þær vöru- tegundir, sem þau fyrirtæki selja. Kannski er opin upplýsingamiðlun bezta leiðin til þess að koma í veg fyr- ir, að kaupsýslumenn misnoti þær að- gerðir, sem ríkisstjórn og Alþingi hafa komið sér saman um. Ábyrgir kaupmenn gera sér auðvit- að grein fyrir því, að þeir verða að skila til neytenda þeim verðlækkun- um, sem þeim ber. En eins og alltaf eru einhverjir aðrir, sem reyna að grípa tækifærið. Opinberir aðilar verða að gera ráð- stafanir til að fylgjast með þessari þróun. Sú tilfinning er djúpt í sálarlífi Íslendinga, að við aðstæður sem þessar verði reynt að hafa af þeim það sem þeim ber samkvæmt þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið. Þess vegna þarf að fylgjast ræki- lega með því, hvort matvöruverð lækkar í samræmi við þær ákvarð- anir, sem teknar hafa verið. Sporin hræða – því miður. LEIKUR AÐ ELDI Starfshópar, sem njóta sérstöðu,leika sér stundum að eldi, þegar þeir hinir sömu reyna að nýta sér þá aðstöðu í kjarasamningum. Að því getur komið að menn leiki sér einum of oft að eldi. Nú standa að vísu ekki yfir kjara- samningar við flugumferðarstjóra. Það er einfaldlega verið að koma fram ákveðnum skipulagsbreyting- um, sem vonandi verða til bóta. Nú reyna flugumferðarstjórar að not- færa sér þá stöðu. Eru þeir ekki farn- ir að gera það einum of oft? Flugumferðarstjórar gegna ábyrgðarmiklum og sérhæfðum störfum. Það skiptir miklu máli að hafa á að skipa vel menntuðum og vel þjálfuðum flugumferðarstjórum. En jafnvel þótt störf þeirra séu mikilvæg mega þeir ekki misnota þá aðstöðu. Það hefur komið fram áður og aftur nú, að það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu, að við Íslendingar höldum þeim verkefnum, sem við höf- um náð til okkar, í flugumferðar- stjórn á alþjóðlegum flugleiðum í ná- munda við landið. Aðrir sækjast eftir þeim verkefnum og telja sig geta unnið þau verk fyrir lægra verð en við Íslendingar. Talsmenn flugumferð- arstjóra telja að hér sé engin hætta á ferðum. En hvar eru þeir á vegi staddir ef í ljós kæmi að þetta reyndist rétt og að við misstum þessi verkefni og mikill samdráttur yrði í vinnu fyrir flugum- ferðarstjóra hér? Ekki hafa allir flugumferðarstjór- ar áhuga á að taka sig upp með fjöl- skyldu sína og flytja af landi brott. Eru flugumferðarstjórar tilbúnir til að taka þessa áhættu? Það má merkilegt teljast ef svo er. Ef tekið er mið af þeim meðaltals- launum flugumferðarstjóra, sem Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra nefndi í samtali við ljósvaka- miðil í gærkvöldi, eru flugumferðar- stjórar býsna vel settir í launum. Eru þeir sjálfir sannfærðir um, að sú kjarabarátta, sem þeir standa nú í, þótt engir kjarasamningar séu lausir, sé skynsamleg frá þeirra sjónarhóli séð? Eru þeir tilbúnir til þess að fórna þessum launakjörum? Eru fjölskyld- ur þeirra tilbúnar til þess? Það er ljóst að samgöngur milli Ís- lands og annarra landa falla ekki nið- ur, þótt flugumferðarstjórar taki ekki tilboði um starf hjá nýju opin- beru fyrirtæki. Þegar einhverjir að- ilar eru settir upp að vegg, í þessu til- viki opinberir aðilar, leita þeir gjarnan leiða til þess að brjótast út úr slíku öngstræti. Það skyldi þó aldrei vera, að íslenzk flugmálayfirvöld geti fundið slíka leið og flugumferðar- stjórarnir, sem vilja ekki koma til starfa og telja sig geta notað tæki- færið til að knýja fram betri kjör, standi allt í einu frammi fyrir því, að hvorki betri kjör né störfin sjálf á nú- verandi kjörum séu lengur á boðstól- um? Menn eiga ekki að leika sér of oft að eldi. Flugumferðarstjórarnir sjálfir eiga heldur ekki að láta leiða sig út á villigötur. Eftir Sigurð Jónsson og Andra Karl „ÞAÐ tókst að koma flest öllum hrossum á þurrt en sextán hestar eru á brúnni yfir Litlu Laxá,“ sagði Borgþór Vignisson formaður björg- unarsveitarinnar Eyvindar í Hrunamannahreppi en sveitin fékk útkall fyrir hádegi í gær vegna fjölda hrossa sem lent höfðu í sjálfheldu vegna flóða í Hvítá og Stóru- og Litlu-Laxá, m.a. á mýrunum fyrir neðan bæinn Unnarholtskot. Björgunarsveitarmenn fóru að hrossunum á þremur gúmbátum en um var að ræða þrjá hópa af hrossum þar sem stærsti hópurinn taldi um sjötíu hross. „Það mátti ekki tæpara standa með þetta,“ sagði Borgþór en björgunarsveitarmenn- irnir stefndu hrossunum í land og þurfti að u b s h h h i h h í i „ „ a k u draga sum þeirra þegar þau voru að gefast upp. Talið er að vatnið hafi verið allt að tveggja til þriggja metra djúpt og í gær var talið að þrjú hross hefðu drukknað – samtals var um 130 hrossum bjargað í aðgerðinni. Björgunarsveitin var kölluð út um kl. 11 í gær- morgun og lauk aðgerðum um kl. 17. Sveitinni barst einnig aðstoð frá björgunnarsveitinni Ing- unni á Laugarvatni sem kom með fjóra menn á einum bát. Alls voru um ellefu til fimmtán manns við björgunarstörf þegar mest var. „Það reyndi vel á mannskapinn í þessu en þetta eru allt menn sem kunna vel á hross og þeim tókst að vinna þetta mjög vel,“ sagði Borgþór sem gerði ráð fyrir að farið yrði í eftirgrennslan í fyrramálið til að kanna aðstæður. Sigurður Sigmundsson, fréttaritari Morg- Upp á líf og dauða Sundið tók verulega á hrossin enda aðstæður afar slæmar, mikill öldugangur og há Björgunarsveit ná Björgun 26 hross voru samankomin í töluvert djúpu vatni þegar björgunarsveitarmenn komu að. Þeir n

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.