Morgunblaðið - 21.12.2006, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Séra MagnúsGuðmundsson,
fyrrverandi sóknar-
prestur, fæddist í
Reykjavík 29. jan-
úar 1925. Hann lést
á hjúkrunarheimil-
inu Skógarbæ 9.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðmundur
Magnússon, umsjón-
armaður í danska
sendiráðinu, f. 14.2.
1893, d. 13.5. 1985
og Helga Jónsdóttir
húsmóðir, f. 31.7. 1895, d. 28.9.
1992. Systkini Magnúsar eru: Pét-
ur, f. 2.1. 1927 og Ragna, f. 7.6.
1943.
Hinn 6. mars 1954 kvæntist
Magnús, Áslaugu Sigurbjörns-
dóttur hjúkrunarfræðingi, f. 6.9.
1930, d. 23.2. 2001. Foreldrar
hennar voru Sigurbjörn Þorkels-
son, f. 25.8. 1885, d. 4.10. 1981 og
Unnur Haraldsdóttir, f. 29.10.
1904, d. 14.7. 1991. Sonur Magn-
úsar og Áslaugar er Sigurbjörn
sveit frá 1954–63 og síðar í
Grundarfirði frá 1963–74. Hann
starfaði einnig samhliða prests-
störfum sem stundakennari við
barnaskólann á Súðavík og í
Grundarfirði. Honum var veitt
lausn frá embætti sóknarprests í
Grundarfirði árið 1974 vegna
veikinda en starfaði eftir það við
prófarkalestur námsbóka hjá
Ríkisútgáfu námsbóka, síðar
Námsgagnastofnun frá 1974–
1982. Magnús skrifaði fjölda
greina um kristileg málefni í inn-
lend og erlend tímarit og þýddi
auk þess nokkrar bækur. Hann
tók virkan þátt í störfum Parkin-
sonssamtakanna allt frá stofnun
þeirra og sá um útgáfu fréttabréfs
samtakanna frá 1986–1996. Hann
varð heiðursfélagi Hallgríms-
deildar Prestafélags Íslands árið
1990 og Parkinsonssamtakanna
árið 2000. Eftir að Magnús fluttist
frá Gundarfirði 1974 þá bjó hann
fyrst á Fjölnisvegi 2 í Reykjavík
en fluttist að Grandavegi 47 árið
1989 og bjó þar til ársins 1999 er
hann fluttist á hjúkrunarheimilið
Skógarbæ.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
hæstaréttarlögmað-
ur, f. 31.7. 1959,
kvæntur Kristínu
Steinarsdóttur kenn-
ara, f. 1.5. 1959. Börn
þeirra eru: a) Magn-
ús, f. 6.5. 1987 b) Ás-
laug Arna f. 30.11.
1990 og c) Nína
Kristín f. 6.10. 1993.
Magnús útskrif-
aðist sem stúdent frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1945.
Stundaði nám í upp-
eldisfræði, heimspeki
og grísku við Uppsalaháskóla
1945–46 og við Safnaðarháskól-
ann í Osló, Menighetsfakultetet í
þrjú misseri 1947. Hann útskrif-
aðist sem guðfræðingur frá Há-
skóla Íslands 1950. Hann var for-
ingi hjá KFUM í Vatnaskógi og
Kaldárseli 1944 og 1945. Hann var
sóknarprestur í Ögurþingum frá
1. ágúst 1950 með aðsetur á Súða-
vík þar til honum var veitt Set-
bergsprestakall 1. júní 1954, fyrst
með aðsetur á Setbergi í Eyrar-
Lífið er gjöf frá Guði. Í lífsgjöf
Magnúsar tengdaföður voru margir
gullmolar sem hann lifði fyrir.
Stærstu gullmolarnir voru Áslaug
tengdamóðir og einkasonurinn Sig-
urbjörn og síðar barnabörnin þrjú.
En í gjöfinni leyndist einnig stór
kolamoli. Það var parkinsonsveikin
sem lagðist á hann ungan að árum
og smám saman rændi hann þeim
lífsgæðum sem okkur finnast svo
sjálfsögð. En með Áslaugu sér við
hlið voru honum flestir vegir færir
þrátt fyrir alvarleg veikindi, hreyfi-
hömlun og margs konar aukaverk-
anir af miklum lyfjum. Þau létu
ekkert stoppa sig og nutu þeirrar
gjafar sem Guð hafði fært þeim.
Fastir punktar í tilverunni voru
m.a. kirkjuferðir í Hallgrímskirkju
og ferðir í sumarbústaðinn Brek-
kuskála í Kjósinni. Þar naut Magn-
ús sín vel. Þá gat Magnús tekið þátt
í félagsstarfi Parkinson-samtak-
anna þar sem hann viðaði að sér
fræðsluefni, þýddi og sá um útgáfu
fréttablaðs um árabil. Áslaug var
kjölfestan í lífi Magnúsar, sam-
heldni þeirra og trúarstyrkur var
einstakur.
Það urðu miklar breytingar í lífi
Magnúsar fyrir 7 árum þegar Ás-
laug veiktist og dó. Hann flutti á
Hjúkrunarheimilið Skógarbæ og
reyndist það honum erfitt þrátt fyr-
ir að við og starfsfólkið reyndum að
skapa honum sem best lífsskilyrði.
En sjúkdómurinn herti sífellt tökin.
Hann naut þess er við kíktum inn
og fylgdist vel með okkur og barna-
börnunum sem voru honum svo
kær. En maður var svo oft vanmátt-
ugur gagnvart sjúkdómnum og
hvað hægt væri að gera til að létta
Magnúsi stundir. Hann gerði ekki
miklar kröfur en ljómaði við kær-
leiksríkt faðmlag og koss frá Nínu
sem var svo dugleg að heimsækja
afa með okkur.
Í fjölda ára skrifaði Magnús
sendibréf til ættingja og vina sem
bjuggu erlendis. Fyrst vélritaði
hann þetta í tvíriti en síðar kenndi
ég honum að nota tölvu og rit-
vinnsluforrit og var hann lengst af
duglegur að nýta sér það. Við tölvu-
vinnuna jukust bréfaskriftir enn
frekar og bréfin voru prentuð út í
fleiri eintökum og fleiri fengu að
njóta. Nú hafa flest þessara bréfa
ratað í hendur okkar aftur. Þau eru
dýrmæt heimild um daglegt líf
Magnúsar á þessum árum svo og
okkar og stórfjölskyldunnar. En
það sem er líka svo yndislegt er að
þar kynnist maður betur hugsunum
hans og persónuleika því parkin-
sonssjúkdómurinn heftir svo tal og
tjáskipti í samskiptum fólks. Bréfin
hans eru okkur því ómetanlegur
fjársjóður.
Maður lærir svo lengi sem maður
lifir. Mínir mestu lærimeistarar í líf-
inu eru Áslaug amma, Nína og
Magnús afi. Þeirra veikindi hafa
kennt mér umburðarlyndi, víðsýni
og kærleika. Ég er stolt af tengda-
föður mínum og dáist að því hvernig
hann naut sinnar gjafar þrátt fyrir
að bera sínu þungu byrði. Far í
Guðs friði, elsku Magnús, við sökn-
um þín.
Kristín Steinarsdóttir.
Nú ert þú farinn á stað sem mun
gefa þér frið frá erfiðleikum þínum
og veikindum. Þú varst stoltur af
nafninu okkar, sem þýðir hinn
mikli. Magnús afi var mikill maður
og góður prestur. Hann skírði mig í
Hallgrímskirkju fyrir tæpum 20 ár-
um og það sama gerði hann við Ás-
laugu Örnu og Nínu Kristínu systur
mínar. Við fengum að njóta þess
heiðurs að afi skírði okkur. Af því
erum ég og systur mínar ákaflega
stolt. Þessar þrjár skírnir voru sein-
ustu prestverkin sem hann fram-
kvæmdi með dyggri aðstoð séra
Karls Sigurbjörnssonar núverandi
biskups.
Afi var illa þjáður af parkinsons-
sjúkdómnum öll þau ár sem ég
þekkti hann og hafði það mikil áhrif
á okkar samskipti. En okkar ást-
kæra Áslaug amma var honum afa
alltaf til stuðnings þar til hún
kvaddi heiminn árið 2001. Ég vil
þakka fyrir allar þær skemmtilegu
ferðir sem við fórum upp í Kjós, í
sumarbústaðinn Brekkuskála. Frá
þeim ferðum á ég góðar minningar.
Fyrsta verk afa þegar við komum
upp eftir var að flagga. Með því
vildi hann vekja athygli á að við
værum komin í bústaðinn. Síðan
sungum við fánasönginn sem ég
lærði af afa. Nú flaggarðu á nýjum
stað, laus við Parkinson.
Ég mun sakna þín.
Magnús Sigurbjörnsson.
Nú er afi farinn héðan en hann er
ekki farinn frá okkur. Hann situr nú
hjá ömmu Áslaugu, Elludís, Lóló,
Hjalta og Bóbó sæll og glaður og
passar upp á okkur.
Ég man svo vel eftir öllum góðu
stundunum á Grandaveginum hjá
afa og ömmu. Þegar afi kallaði á Ás-
laugu og ég og amma hlupum báðar
glaðar í bragði til að sjá hvort hann
væri að kalla á mig eða ömmu. Okk-
ur fannst langskemmtilegast þegar
hann var að biðja um okkur báðar.
Það var svo gaman að vera á
Grandaveginum hvort sem maður
var þar rétt eftir skóla eða gisti yfir
helgi. Afi var alltaf til í að reyna
leika við mig þó að hann væri ekki
alveg eins flinkur í því og amma. En
einu sinni þegar hann kom inn í her-
bergi til að leika sagði ég við hann
að við ætluðum í mömmó og að afi
ætti að vera mamman! Þá var hlegið
mikið. Bæði afi og amma skellihlógu
og ég skildi ekki alveg af hverju
fyrr en þau útskýrðu að það væri
soldið sérkennilegt að afi ætti að
vera mamman. Þá hló ég líka.
Í seinni tíð var orðið erfitt fyrir
afa að umgangast okkur eins náið
og hann vildi en auðvita reyndum
við alltaf að heimsækja hann á
Skógarbæ og sýna honum hvað við
værum að brasa. Til dæmis þegar
ég kom af hestamótum fórum við
svo oft til afa upp á Skógarbæ í
hestafötunum og sagði ég honum
hvað ég hefði verið að gera. Ég kom
stundum skælbrosandi með bikar
og medalíu og afi gladdist með mér
yfir góðum árangri en stundum
hafði mér ekki gengið eins vel en
alltaf hlustaði hann á hvað ég hefði
verið að gera. Við komum svo oft
beint úr hesthúsinu með ilmandi
hestalykt að starfsfólkinu á Skóg-
arbæ var farið að finnast þetta, eftir
margar heimsóknir, ágætt. En afa
fannst þetta alltaf æðislegt og var
alltaf feginn þegar við komum sama
hvaða lykt var af okkur. Ég kom
líka stundum á Skógarbæ með
þverflautuna og spilaði fyrir afa og
stundum allt heimilisfólkið þar. Það
var gaman og afa fannst það líka.
Ég vona að það hafi glatt bæði afa
og aðra.
En að lokum vil ég setja kvæðið
sem amma kenndi mér og við sung-
um svo oft og þér fannst svo gaman
að heyra okkur syngja það:
Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn
er sí og æ skín fyrir hann,
á heimili, í skóla, í hverjum leik
sem honum geðjast kann.
Já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn.
Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn.
Já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn.
Já, það vil ég vera fyrir hann.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Það er mér minnisstætt þegar
yngsta systir mín, Áslaug, kynnti
mig fyrir mannsefninu, sr. Magnúsi
Guðmundssyni, fyrir meira en hálfri
öld. Maðurinn var hár og fríður,
sterklegur, vel menntaður og elsku-
legur í viðmóti. Hann varð strax
hluti af okkar stóru fjölskyldu.
Ungu hjónin fluttust að Setbergi á
Snæfellsnesi og svo til Grundar-
fjarðar í sömu sveit, þar sem Magn-
ús sá um sálarheill sóknarbarna
sinna og Áslaug um heilsufar þeirra
og sonur þeirra, Sigurbjörn, kom í
heiminn. Árin þeirra á Snæfellsnes-
inu hafa líklega verið besti tíminn í
lífi þeirra. Heimsóknir til þeirra á
Snæfellsnes eru mér ógleymanleg-
ar. Það var gaman að fylgjast með
starfi þeirra í Grundarfirði, smíði
nýju kirkjunnar og hinu góða og
nána sambandi sem þau áttu við
sveitina og íbúa hennar.
Magnús varð fyrst var við ein-
kenni Parkinsons-sjúkdómsins um
fertugt þegar hann, ásamt Áslaugu
systur og Sigurbirni, var í heimsókn
hjá okkur Helgu í Vínarborg. Það
var erfiður tími hjá fjölskyldunni
þegar Magnús varð smám saman að
minnka við sig í starfi uns hann
neyddist til að hætta prestþjónustu
og að flytja frá Grundarfirði. Þá
misstu Grundfirðingar ekki aðeins
sinn duglega og ástsæla prest, held-
ur líka hjúkrunarkonuna sem einnig
var organistinn og kórstjórinn, og
ekki síst sína góðu vini. Það er til
marks um mannkosti og hugarþel
Grundfirðinga og þau hamingjuspor
sem Áslaug og Magnús skildu þar
eftir, hve góðu sambandi Grundfirð-
ingar héldu við þau og þakklætið og
virðinguna sem þeir sýndu þeim það
sem eftir lifði.
Meðan ég dvaldist langdvölum
við störf erlendis fékk ég nær viku-
lega ítarleg og kærkomin bréf frá
mági mínum þar sem hann á sinn
skemmtilega hátt lét mig fylgjast
með því sem skeði hjá fjölskyldunni
og í þjóðfélaginu. Þessi bréf voru
mér ómetanleg og eru reyndar stór-
merkileg heimild. Magnús var vel
ritfær og mikill fræðimaður í sínu
fagi og kynnti sér trúarbrögð og siði
víða um lönd og skráði.
Fjölskyldan fluttist til Reykjavík-
ur og bjó í sama húsi og foreldrar
okkar Áslaugar. Var það mikið lán
fyrir mömmu og pabba. Eftir fráfall
föður okkar tóku þau mömmu inn á
sitt heimili. Ég verð Magnúsi og Ás-
laugu ávallt þakklátur fyrir þá um-
hyggju og kærleika sem þau sýndu
foreldrum mínum. Það var mikið
áfall þegar Magnús, þá langt leidd-
ur af sjúkdómi sínum, missti Ás-
laugu sína sem áður hafði varla
nokkurn tíma kennt sér meins. Það
var í eina skiptið sem ég heyrði
Magnús kvarta – ekki vegna sjúk-
dóms síns – það gerði hann aldrei –
heldur yfir því að missa Áslaugu.
Hann sagði það þyngra en tárum
tæki. Gleðistundir Magnúsar sein-
ustu árin voru samvistirnar við son
sinn, Sigurbjörn, konu hans, Krist-
ínu Steinsdóttur og börn þeirra,
Magnús, Áslaugu Örnu og Nínu.
Hann naut vel þeirra stunda sem
hann gat verið í sumarbústaðnum
aldna, Brekkuskála í Kiðafellslandi,
þar sem honum féll aldrei verk úr
hendi, svo lengi sem hann gat uppi
staðið. Það er mannbætandi að hafa
átt þennan mæta mann að vini. Við
Anna sendum Sigurbirni, Kristínu
og börnum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Björn Sigurbjörnsson.
Þegar vorsólin kemur upp yfir
Grundarfirði á Snæfellsnesi þá
speglast Kirkjufellið í sléttum haf-
fletinum eins og áttunda undur ver-
aldar fyrir formfegurð og tíguleik. Í
uppstreyminu við Brimlárhöfða
fylgir augað svifi fuglanna út yfir
fjörðinn þar sem er Melrakkey,
hömrum girt, einstök í náttúru Ís-
lands. Þangað stefna æðarkollur,
máfar, dílaskarfar og toppskarfar í
varpóðul sín hvert vor, um tveir
tugir tegunda gera þar heiður sín.
Lykt af þara og seltu fyllir vitin
þegar Gunnar á Akurtröðum stefnir
prúðbúinni trillu sinni í átt að eynni.
Innanborðs eru séra Magnús Guð-
mundsson á Setbergi og Áslaug
Sigurbjörnsdóttir kona hans og
gestir þeirra, frændur og frænkur.
Eyjan er í umsjón þeirra hjóna og
þetta er skemmtiferð fyrir gestina
en einnig á að huga að varpinu og
tína dún.
Fýllinn flýgur hjá, rétt yfir haf-
fletinum og eins og snertir hafið
með vængbroddunum. Teistur og
langvíur og lundar stinga sér fram-
an við bátstefnið, selir skjóta upp
kollinum og djúpsyntir skarfar.
Presturinn heldur um stjórnvölinn
beinn í baki með svarta alpahúfu.
Presthjónin hafa um árabil nytjað
þetta eyríki sitt og farið varfærnum
höndum um fuglalífið á eyjunni.
Lagt er að stuðlabergsklettum og
þegar upp á eyjuna er komið blasa
við tjarnir og margbreytilegt lands-
lag, lundabyggðir, skarfanýlendur
og ritubjörg.. Sólin er komin hátt á
loft, það er angan af fugladriti, þyt-
ur í lofti og raddir þúsunda fugla.
Þarablöð bærast með straumnum
og úti fyrir vagga fuglahópar þægi-
lega á undiröldunni. Margt er að
skoða og gleðjast yfir og dagurinn
líður hratt í þessari náttúruvin.
Þannig var einn hamingjudagur í
lífi séra Magnúsar Guðmundssonar
á Setbergi og konu hans Áslaugar
Sigurbjörnsdóttur föðursystur
minnar. Þetta var fjórða eyjaferðin
þetta vor og þær urðu margar þau
20 ár sem þau hjónin höfðu umsjón
með eynni. Þau deildu með sér
þessari gleði og þessi náttúrperla
var rómuð í blöðum og síðan gerð að
friðlandi og náttúruverndarsvæði.
Fyrir unga frændur að fá að
heimsækja þau að Setbergi var æv-
intýri. Það þurfti aka um dularfullar
söguslóðir, Kerlingaskarð og Ber-
serkjahraun, að sæta sjávarföllum
þar sem vegurinn hvarf á flóði. Bæ-
irnir kringum Setberg hétu nöfnum
eins og Spjör og Bár, þar voru sagn-
ir um óvætt í Spjararlæknum og
nykur í Bárarvatni og óskasteina.
Mýs voru í gamla prestsetrinu, þar
var halalausa músin sem sögur fóru
af, og aðrar stöllur hennar. Kríu-
varp var ofan við húsið og þegar
gerði úrhelli þurftu litlar barns-
hendur að hafa sig allar við að
bjarga kríuungunum sem fóru á
flot. Þá var verið að byggja nýja
kirkju í Grundarfirði. Magnús var
þar allt í öllu og kirkjan reis af
grunni stór og stæðileg, þar ríkti
framfarahugur og gleði. Prestsetrið
var gestkvæmt rausnarheimili
þangað sem gott var að koma. Hann
gegndi ýmsum trúnaðarstöfum auk
prestsverkanna. Áslaug var héraðs-
hjúkrunarkona, organisti í kirkj-
unni, stjórnandi kirkjukórsins og
hrókur alls fagnaðar í félagslífi.
Magnús lét af störfum fyrir aldur
fram vegna heilsubrests. Hann
greindist með alvarlegan sjúkdóm á
miðjum aldri. Magnús háði hetju-
lega baráttu við torráðinn sjúkdóm
sem ræðst á hreyfigetu líkamans.
Hann var þó sístarfandi og ham-
hleypa til vinnu við skriftir og sló
með sláttuvél við sumarhúsið á
Kiðafelli án þess að kveinka sér.
Magnús tók þungbæru hlutskipti
með æðruleysi og hugrekki. Hann
átti óvinnandi vígi í trúnni sem hann
hafði ungur helgað sig. Og það var
eins og annað hjá Magnúsi ekki
gert með neinni hálfvelgju. Við
framhaldsnám í guðfræði við Upp-
salaháskóla hafði hann kynnst
mörgum andans mönnum, þar varð
náinn vinur hans rithöfundurinn og
trúmaðurinn Bo Gertz biskup. Í
þjáningum sínum og kröm tók
Magnús undir með séra Hallgrími
þegar hann segir
Ég lít beint á þig, Jesú minn,
jafnan þá hryggðin særir.
Í mínum krossi krossinn þinn
kröftuglega mig nærir.
Sérhvert einasta sárið þitt
sannlega græðir hjartað mitt
og nýjan fögnuð færir.
Áslaug var ávallt við hlið hans og
var hans hamingjudís alla ævi.
Barnalán þeirra var mikið og einka-
soninn umvöfðu þau kærleika. Gleði
þeirra var einna mest þegar þau
nutu samvista við barnabörnin þrjú.
Mér er það minnisstætt, búandi í
sama húsi og þau um skeið, að kvöld
eitt og langt fram eftir nóttu ómaði
söngur um húsið og út á götu. Ás-
laug sat þá við píanóið og Magnús
söng, því þau gátu ekki haldið aftur
af sér fyrir gleði því þetta var dag-
urinn sem Magnús litli, þeirra
fyrsta barnabarn fæddist. Þar var
hamingjan, þau voru hamingjusöm
og þökkuðu skaparanum gjafirnar.
Þau vissu að hamingjan felst í lítilli
barnshendi sem leitar trausts í
þinni og að hún felst í litbrigðum
himinsins, og öðrum undrum sköp-
unarverksins. Við leiðarlok hvarflar
hugurinn til kyrrlátra vormorgna á
Snæfellsnesi þegar sólin kastar
geislum sínum á Kirkjufellið, speg-
ilslétt hafið og eyjuna, þar sem fugl-
arnir huga að hreiðrum sínum.
Þorvaldur Friðriksson.
Kveðja frá
Setbergsprestakalli
Látinn er í Reykjavík sr. Magnús
Guðmundsson, fyrrverandi sóknar-
prestur. Magnús Guðmundsson
þjónaði í Setbergsprestakalli frá
1954–1974. Þegar hann hóf prests-
skap á Setbergi var búseta manna í
Eyrarsveit að breytast mjög mikið
og í botni Grundarfjarðar var að
myndast lítið þorp. Litla sóknar-
kirkjan á Setbergi var löngu
sprungin utan af söfnuðinum og því
var nauðsynlegt að reisa nýja
kirkju. Þar sem þorpið óx mjög
hratt var eðlilegt að nýja sóknar-
kirkjan yrði reist þar. Sömuleiðis
Magnús Guðmundsson